Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 27 Huliðsheimur: Radu Popa liffræðingur í einum af kalk- steinsgöngunum í Movile. Veggimir era litaðir gerla- gróðri. Blóðsuga sem étur orma. Heimur í svartholi Tugir áður ókunnra skordýrategunda fínnast í ótrúlegum huliðsheimi KÖNNUÐIR týnds hellis, sem var aflokaður frá umheiminum í fimm milljónir ára, hafa fundið tugi tegunda skordýra, sem áður voru ókunn í náttúruvísindunum. Þessi ótrúlegi huliðsheimur, sem aldrei nýtur sólar, en er fullur af baneitruðum lofttegundum, er aðsetur heils vistkerfis. Þúsundir kynslóða skordýra hafa þróast ótruflað í þessum myrka frumheimi í gegnum 17 isaldir. Vísindamenn rákust á hellinn, þegar verið var að bora fyrir und- irstöðum kjamorkuvers í Movile við Svartahafið í Rúmeníu. Hætt var við framkvæmdimar, þegar borinn kom niður í stórt hellis- hvolf 18 metmm undir yfirborði jarðar. Jarðfræðingurinn Cristian Lascu klifraði niður borpípuna og uppgötvaði kerfi af kalksteins- göngum fullum af vatni og iðandi af lífí. „Eg kom upp á yfírborðið með slæmar fréttir til verkfræð- inganna,“ sagði hann. „Það var gífurleg jarðsprunga beint undir fyrirhuguðum byggingarstað orkuversins.“ Um er að ræða heilt kalksteins- völundarhús, þar sem ótal vatns- gangar tengja saman margar bjöllulaga hvelfíngar. í hvelfing- unum er lítið súrefni, og þær sem em lengst frá yfirborðinu em næstum fullar af eitruðu vetniss- úlfíði, sem vellur upp úr heitri uppsprettu. „Það er mjög erfitt að anda þarna niðri,“ segir Serban Sarbu Iíffræðingur og hellasér- fræðingur. „Koltvísýringurinn er þar hundrað sinnum megnari en uppi á yfirborði jarðar. Sarbu, Lascu og líffræðingurinn Radu Popa em einu vísindamennimir, sem fá að fara niður í hellinn. Þrátt fyrir ömurlegar aðstæður heldur ijöldi hraðskreiðra dýra sig á hellisveggjunum. Þau lifa í heimi, sem er algerlega sjálfum sér nógur, og hafa þróast sjálf- stætt í meira en fimm milljónir ára án nokkurra tengsla við um- heiminn. „Þama niðri er heilt vist- kerfí,“ segir Lascu. „Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt hefur verið uppgötvað.“ Meðal þeirra lífvera, sem komið hafa vísindamönnum á óvart, er athyglisverður vatnasporðdreki, sem andar í gegnum einhvers konar öndunarpípu, stærðar blóð- suga með sambýli af lifandi dýmm í maganum og nokkrar nýjar teg- undir af ormum, sniglum og margfætlum. Flestar lífveranna hafa misst allt húðlitarefni, sem þær höfðu einu sinni, og margar þeirra era með tómar augnatóftir — sjón og litur hafa engan tilgang í þessari myrku veröld. Sérfræðingar við Emil Racovita-hellarannsókna- stofnunina í Búkarest em búnir að greina 30 nýjar tegundir. Líf kom fyrst inn í hellinn á míósen- tímanum, fyrir fimm til sex millj- ónum ára. Fíngerður leir huidi síðan spmngur og op og lokaði hellinn af, þangað til 20. aldar maðurinn mddist þangað inn. „Ekki einu sinni geislavirka úrfell- ið, sem mengaði jarðvegsefni um alla Rúmeníu, náði niður í hell- inn,“ sagði Lascu. Hellakönnuðimir hafa kortlagt 250 metra af neðanjarðargöngum þama, en hundmð kflómetra til viðbótar kunna að vera ófundin. Aðgengi að mörgum ganganna er ákaflega erfítt fyrir kafara í klunnalegum búningi. En vísinda- mönnunum er alveg ljóst, að of mikill umgangur utan frá gæti gjöreyðilagt eina af mikilvægustu uppgötvunum líffræðinnar. Kalt yfirborðsloft mundi tmfla þetta viðkvæma umhverfi og reka skordýrin inn í innstu kima hellis- ins. „Það er loftþétt loka á inn- ganginum núna og hana opnum við eins lítið og mögulegt er,“ segir Sarbu. „en við fylgjumst stöðugt með lífínu þama niðri." Misheppnuð valdaránstil- rairn hermanna í Venezúela Caracas. Reuter. UPPREISNARMENN úr her Venezúela hófu í gærmorgun valdaráns- tílraun og er um að ræða liðsmenn sömu hreyfingar og reyndi að steypa Carlos Andres Perez forseta í febrúar sl. Enn var barist í höfuðborginni Caracas síðdegis í gær en innanríkisráðherrann sagði að helstu foringjar uppreisnarmanna hefðu gefist upp og væru á valdi stjórnvalda. Leiðtogar fyrri uppreisnarinnar sitja í fangelsi en valda- ránsmenn náðu sjónvarpsstöð rikisins á sitt vald í gær og sendu út ávarp frá Hugo Chavez Frias undirofursta sem stjóraaði febrúarupp- reisninni. Virðist það hafa verið tekið upp á myndband í fangelsinu. Óljóst er um mannfall en sjón- varpsstöð á staðnum sagði að allt að 50 manns hefðu fallið. Hart var barist í miðborg Caracas, f grennd við forsetahöllina og sagt er að for- setinn hafi leitað skjóls í neðanjarð- arbyrgi hennar. í febrúar munaði hársbreidd að forsetinn yrði myrtur. Flugvélar uppreisnarmanna gerðu árás á híbýli heiðursvarða við for- setahöllina og eyðilögðu einnig bryn- varinn liðsflutningavagn, ein vélin flúði með svartan reykjarstrókinn á eftir sér eftir að stjómarherlið skaut á hana. Fréttamaður Reuters sá um þús- und manna hóp óbreyttra borgara halda af stað í átt til forsetahallar- innar til að aðstoða uppreisnarmenn. Fólkið flúði af vettvangi er lögregla skaut táragassprengjum gegn mannsöfnuðinum. Kveikt var í nokkmm verslunum og bflum í mið- borginni. Ljósmyndari Reuters er var stadd- ur við húsakynni sjónvarpsins sá stjórnarhermenn skiptast á skotum áður en uppreisnarliðið þar gafst upp. Er síðast fréttist virtist sem hermenn tryggir stjómvöldum væra að ná yfírhöndinni. Perez forseti sagði í sjónvarpsávarpi fyrr um dag- inn að ekkert væri að óttast, upp- reisnin yrði kæfð. Forsetinn sagði að uppreisnarherlið hefði náð valdi á Libertador-herflugvelli um hundr- að km vestur af borginni þar sem Mirage- og F-16 þotur flughersins hafa bækistöð. Hann bætti því við að skammt væri að bíða að stjórnarl- ið næði aftur völdum þar, sömuleiðis á Francisco Miranda-flugvellinum í austurhluta Caracas en uppreisnar- menn tóku einnig þann flugvöll. Sjónarvottar sáu herflugvél springa í tætlur yfír vellinum. Flugmaðurinn varpaði sér út í fallhlíf en óvíst er hvort hann komst lífs af, nærstaddir vegfarendur bára hann á brott. Ekki er getið um bardaga annars staðar í landinu. Stjómvöld námu úr gildi mannréttindi stjómarskrár- innar tímabundið til að auðvelda lög- reglu leit að uppreisnarmönnum. Venezúela er eitt af mestu olíuút- flutningsríkjum heims en efnahags- örðugleikar hafa verið miklir undan- farin ár og lífsgæðum er mjög mis- skipt. BÓI (AMÁMUÐURINN .Inlavnrur — ntrúlnnt vprÚ á? uuiavui ui uuuiuyi vuiu Opið alla helgina IÐUNN IÐUNN, forlagsverslun, Bræðraborgarstíg 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.