Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 .1........;v' 11..""^ "7L-T7T- i , ; mi/j , . - t'f / 'r < i':' -i f JltðSur r a morgun ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson prédikar. Messu- kaffi Arnfirðingafélagsins í Reykja- vík eftir messu. Aðventukvöld kl. 20.30. Sr. Fjalarr Sigurjónsson flyt- ur ræðu. Einsöngur og kórsöngur og almennur söngur. Kirkjubílinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Kirkjudagur Bústaðasóknar. Barnamessa kl. 11. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Fjölbreytt tónlist. Kirkjukaffi Kven- félagsins eftir messu. Pálmi Matt- híasson. Aðventukvöld kl. 20.30. Ræðumaður Ebba Sigurðardóttir biskupsfrú. Fjölbreytt dagskrá. Ljósin tendruð. DÓMKIRKJAN: Fjölskyiduguðs- þjónusta kl. 11. Kveikt verður á aðventukransinum. Organleikari lyiarteinn H. Friðriksson. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Strax að lokinni guðsþjónustu hefst í safnaðar- heimilinu basar KKD (Kirkjunefnd- ar kvenna Dómkirkjunnar). Þar verða á boðstólum á sanngjörnu verði kökur, skrautmunir, föndur, handavinna, o.fl. Kaffi á könnunni. Kl. 20.30 aðventukvöld KKD í Dóm- kirkjunni. Fjölbreytt efnisskrá. Ræðumaður kvöldsins sr. Heimir Steinsson útvarpsstjóri. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Ólafur Jóhannsson. GRENSÁSKIRKJA: Fjölskyldu- messa kl. 11. Mikill söngur og leik- ræn tjáning. Yngri börnin uppi. Hátíðarmessa kl. 14. Barnakór Grensáskirkju syngur, stjórnandi Margrét Pálmadóttir. Þjónusta orðsins sr. Halldór S. Gröndal. Altarisþjónusta sr. Gylfi Jónsson. Altarisganga. Aðventusamkoma kl. 20.30. Ræðumaður Björn Bjarnason alþingismaður. Sam- leikur á orgel og óbó, Árni Arin- bjarnarson og Kristján Þ. Stephen- sen. Helgistund. Þriðjudag: Kyrrð- arstund kl. 12. Orgelleikur í 10 mínútur. Fyrirbænir, altarisganga, léttur hádegisverður og biblíulest- ur. Kaffiveitingar. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu- stund kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörns- son; Táknmál aðventu og jóla. Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Barnastund á sama tíma. Kirkja heyrnarlausra: Aðventukvöld kl. 18. Sr. Ingunn Hagen frá Noregi talar. Sr. Miyako Þórðarson. Þriðjudag: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Barna- kór kirkjunnar syngur undir stjórn Ásrúnar Korndrup. Kirkjubíllin fer um Hlíðar og Suðurhlíðar á undan og eftir messu. Hámessa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. Orgeltón- leikar kl. 21. Orthulf Prunner leikur aðventutónlist. Biblíulestur mánu- dagskvöld kl. 21. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðviku- dögum kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Hátíðarmessa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Organisti Jón Stefánsson. Ræðu- maður Haukur Jónasson cand the- ol. Óbóleikur. Kór Langholtskirkju syngur. Bamastarf á sama tíma. Kaffisopi eftir guðsþjónustu. Kl. 17 tónleikar Lúðrasveitarinnar Svans. Aðventuhátíð kl. 20. Ræðu- maður sr. Sigurður Sigurðarson. Lúsíuleikur. Kór Langholtskirkju syngur aðventu- og jólalög. Kaffi- sala Kvenfélags Langholtssóknar að athöfn lokinni. Aftansöngur alla virka daga kl. 18. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Drengjakór Laugarneskirkju syngur. Organisti Ronald Turner. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson. Barnastarf á sama tíma undir stjórn Þórarins Björnssonar. Heitt á könnunni eftir guðsþjón- ustu. Aðventusamkoma kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá. Kór Laugar- neskirkju. Dr. Hjalti Hugason flytur atventuhugleiðingu. Eftir samko- muna verður boðið upp á heitt Guðspjall dagsins: Matt. 21.: Innreið Krists í Jerú- salem súkkulaði og smákökur. Þriðjudag: Biblíulestur kl. 20.30. Sr. Jón D. Hróbjartsson ræðir um á eftir: „Hvað segir Biblían um guðsþjón- ustuna?“ NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Helgileikur barna úr sunnu- dagaskólanum. Munið kirkjubílinn. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Fermingarbörnin bera Ijós í kirkju og taka þátt í guðsþjónustunni. Orgel og kórstjórn Reynir Jónas- son. Sr. Guðmundur Óskar Ólafs- son. Aðventufagnaður, fjölbreytt dagskrá í tali og tónum kl. 17. Hugleiðingu flytur dr. Björn Björns- son prófessor. Miðvikudag: Baena- messa kl. 18.20. Guðmundur Ósk- ar Ólafsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Ferm- ingarbörnin taka þátt í guðsþjón- ustunni og tendra fyrsta Ijósið á aðventukransinum. Órganisti Há- kon Leifsson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Aðventu- samkoma kl. 20. Fjölbreytt dag- skrá. María Ingvadóttirflyturhátíð- arræðu. Kertaljósin tendruð. Mið- vikudag: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðar- heimilinu. ÁRBÆJARKIRKJA: Kirkjudagur Ár- bæjarsafnaðar. Barnaguðsþjón- ustur kl. 11 í Árbæjarkirkju, Ár- túnsskóla og Selásskóla. Guðs- þjónusta kl. 14. Halla Jónasdóttir syngur einsöng. Violeta Smid og llka Petrova leika á píanó og þver- flautu. Organisti Sigrún Stein- grímsdóttir. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra í guðsþjónustunni. Kaffisala kven- félagsins f safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Létt klassísk tónlist leikin. Happdrætti til ágóða fyrir Líknarsjóð Kvenfélagsins. Fyr- irbænastund miðvikudag kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Fjölbreytt dagskrá. Aðventusamkoma kl. 16 í sam- vinnu við Hjálparstofnun kirkjunn- ar. Fjölbreytt dagskrá. Helgistund við kertaljós. Á eftir kaffisala Kven- félags Breiðholts. Fermingarbörn selja friðarkerti til ágóða fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar. Bæna- guðsþjónusta með altarisgöngu þriðjudag kl. 18.30.'Sr. Gísli Jónas- son. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í Safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. FELLA- og Hólakirkja: Barnaguðs- þjónusta kl. 11 í umsjón Sigfúsar og Guðrúnar. Guðsþjónusta kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Aðventu- kvöld kl. 20.30. Hugvekja Sigfús Ingvasonar, síðan kvöldsöngur og einsöngur. Kveikt á kertaljósum í lok samkomunnar. Fyrirbæna- stund mánudag kl. 18. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Félags- miðstöðinni Fjörgyn. Elínborg og Guðmunda aðstoða. Aðventuhátíð kl. 20.30. Ræðurmaður: Markús Örn Antonsson borgarstjóri. Síðan söngur og hljóðfæraleikur. Jólaöl og piparkökur. Sr. Vigfús Þór Árna- son. HJALLAPRESTAKALL: Messusal- ur Hjallasóknar Digraneskóla. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Að- ventusamkoma ki. 17. Kórsöngur, jólasaga, einsöngur o.fl. Organisti Oddný Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSN ESPREST AKALL: Barna- starf í safnaðarheimilinu Borgum sunnudag kl. 11. Messa í Kópa- vogskirkju kl. 14. Altarisganga. Organisti Stefán R. Gíslason. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Sr. Valgeir Ástráðs- son prédikar. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kl. 20 tónleikar og kórsöngur. Sóknarprestur. SAFNKIRKJAN Árbæjarsafni: Að- ventuguðsþjónusta kl. 13.30. Prestur sr. Kristinn Ágúst Frið- finnsson. ÓHÁÐI söfnuðurinn: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Safnaðarprestur. FRÍKIRKJAN Rvík: Sunnudagur: Kl. 11 barnaguðsþjónusta, kveikt á fyrsta aðventukertinu, skírn. Lof- gerðarmessa kl. 14, RARIK-kórinn syngur í kirkjunni fyrir messuna. Kaffi í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Laugardagur: Flautudeildin í safnaðarheimilinu kl. 14, samvera eldri barnanna kl. 15. Undirbúning- ur jólanna hefst. Miðvikudagur: Morgunandakt kl. 7.30. Cecil Har- aldsson. KRISTSKIRKJA Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30 og kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugard: Messa kl. 14 og ensk messa kl. 19. Aðra rúmhelga daga kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Messa kl. 11. Rúmhelga daga messa kl. 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffladelf- ía: Brauðsbrotning og inntaka nýrra stjórnarmanna kl. 11. Ræðu- maður Guðjón Jónsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Sunnudaga- skóli á sama tíma. KFUM/KFUK, SÍK: Lofgjörðar- og endurnýjunarsamkoma í upphafi aðventu kl. 20.30 í Kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut. Ræðu- maður: Hrönn Sigurðardóttir. Hljómsveitin „Góðu fréttirnar" ieik- ur. Bænastund fyrir samkomuna kl. 20. FÆREYSKA sjómannaheimilið: Samkoma kl. 17. Ræðumenn Sím- on og Eiríkur. HJÁLPRÆÐISHERINN: Helgunar- samkoma kl. 11, sunnudagaskóli kl. 14. Bæn kl. 19.30 og hjálpræð- issamkoma kl. 20. Tveir samherjar teknir inn í flokkinn. Kafteinarnir Elbjörg og Thor Narve stjórna. MOSFELLSPRESTAKALL: Barna- starf á safnaðarheimilinu kl. 11. Aðventukvöld í Lágafeliskirkju kl. 20. Sr. Pétur Sigurgeirsson flytur hugvekju. Hátíðardagskrá. Sr. Jón Þorsteinsson. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta klJ 14. Kristín Halldórsdóttir flytur hugvekju. Kór kirkjunnar syngur. Organistar Ferenc Utassi. Kvenfé- lagskonur aðstoða. Sóknarprest- ur. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnáguðs-í þjónusta kl. 11. Hátíðarguðsþjón-e usta á Hrafnistu kl. 11 og í VíðP staðakirkju kl. 14. Kór Víðistaða-i sóknar syngur. Einsöngvari Inga Backman. Organisti Úlrik Ólason. Um kvöldið kl. 20 aðventukvölds- dagskrá: m.a. flytur forsætisráð- herra ræðu. Aðventukaffi Systrafé- lagsins í sókinni að lokinni guðs-3 þjónustu og í dagskrárlok aðventu- kvöldsins. Sr. Sigurður Helgi Guð-b mundsson. if FRÍKIRKJAN Hafnarfirði: Barna- guðsþjónuta kl. 11 og guðsþjón- usta kl. 14. Altarisganga. Marteinn Frewer leikur á fiðlu. Organisti Kristjana Ásgeirsdóttir. Sr. Einar Eyjólfsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Munið-' skólabílinn. Messa kl. 14. Organ-J isti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. KAPELLAN St. Jósefsspitala: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl.g 8.30. Rúmhelga daga kl. 8. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga->* skóli kl. 11. Munið skólabílinn. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í tilefni 50 ára afmælis kirkjukórsins. For- eldramorgnar miðvikudaga í Kirkjulundi og kvöldbænir í kirkj- unni fimmtudagskvöld kl. 17.30. Sóknarprestur. KAÞÓLSKA kapellan Keflavík: Messa kl. 16. <s Margrét Eiríksdóttir, Blikalóni — Minning Fædd 28. nóvember 1908 Dáin 20. október 1992 Eitt sinn verða allir menn að deyja. Þetta er nokkuð sem við öll vitum og verðum að sætta okkur við. í sérhvert sinn sem kær ástvinur fell- ur frá, hvort sem hann er gamall eða ungur, sitjum við eftir með tárin í augnunum, og eigum erfítt með að sætta okkur við orðinn hlut. Mér leið á þennan veg eftir að hafa feng- ið þær fréttir að amma mín í Blikal- óni væri dáin. Hún amma hét Margrét Eiríks- dóttir og bjó á bænum Blikalóni á Melrakkasléttu frá því að hún giftist afa, Þorsteini Magnússyni, en hann dó 1978. Þau eignuðust saman sex böm og helgaði amma sig bömum og búi. Pabbi minn, Sigmar Þorsteinsson, var eitt bama ömmu og afa. Hann fluttist ungur suður, stofnaði flöl- skyldu og við systkinin (Sigurborg, Margrét og Þorsteinn) erum uppalin í Reykjavík og síðar í Kópavogi. Nær sérhvert sumar fórum við í sveitina, norður ( Blikalón. Það er mikil lífs- reynsla fyrir börn sem búa í borg að fara í sveitina og upplifa alveg annan heim en borgarlífíð býður uppá. í Blikaióni var amma, ekta amma eins og sagt var frá í sögun- um, með Iangar fléttur niður í mitti sem litlir fíngur elskuðu að greiða og flétta. Amma var alltaf blíð og góð, hún skammaði okkur ekkert þó að við væmm stundum svolítið óþekk og hjá önnum fengum við oft eitthvað gott. í Blikalóni brölluðum við margt sem okkur fannst óhugs- andi að gera fyrir sunnan. Mér er sérstaklega minnisstætt sumarið sem ég og frænka mín höfðum okk- ar eigin búskap í gömlu húsi rétt við bæinn. Þá fengum við oft að baka kökur úr brúnu hveiti S ofninum hjá ömmu. Við veiddum líka silung í lónunum, tíndum æðardún, skoðuð- um fugla, gáfum heimaalningum, spiluðum og spjölluðum. Síðustu sumur hef ég venjulega komið norður í Biikalón hvert sum- ar. Alltaf er það jafn góð tilfinning að koma inní bæinn, inní stóra eld- húsið og fara svo inn til ömmu. Við amma töluðum saman um allt mögu- Iegt, hvort sem var um trúmál, bamauppeldi, menntun, handavinnu eða heimsmálin. í sumar sem leið kom ég norður ásamt fjölskyldu minni, sem nú telur fjóra. Amma fékk þá að sjá yngsta langömmu- bamið sitt hann Huga Jóhannesson, þá þriggja mánaða gamlan. Lang- amma var hrifín af þessum strák, sem brosti breitt til hennar og ekki var hún síður glöð að sjá hitt langömmubamið sitt, hana Hem, sem þá var fjögurra ára. Núna er amma dáin, hún dó á spítalanum á Akureyri tuttugasta október síðastliðinn. Við eigum minninguna um góða konu, ömmu og langömmu og við það verður að sitja. Amma hafði ákveðnar hug- myndir um það hvað við tæki af líf- inu hér á þessari jörð og ég vona að hún sé nú komin í húsið sitt ein- hversstaðar handan móðunnar. Megi Guð geyma ömmu. Margrét Sigmarsdóttir. Hinn 20. október síðastliðinn lést amma mín Margrét Eiríksdóttir og langar mig að minnast hennar í nokkrum orðum. Hún var húsfreyja í Blikalóni öll sín fullorðinsár og í huga mér er minning hennar nátengd þeim stað. Heimili hennar var þar alltaf, einnig hugurinn þó hún væri stödd annars staðar. Síðastliðið vor dvaldi hún á sjúkrahúsinu á Húsavík. Var hún þjáð af bakveiki og átti erfítt með að standa og bera sig um. Þegar ég heimsótti hana varð mér ljóst að hennar helsta áhyggjuefni var hvort hún kæmist heim fyrir Jónsmessu. Hún dreif sig á fætur, gekk við stuðning grindar fram á gang og sagði að hún væri nú að verða svo góð að óþarfí væri fyrir hana að vera lengur á sjúkrahúsinu. Þama var viljinn að verki. í þetta sinn sem svo oft áður vann hann og hún komst heim til að njóta sólstöðunæturinnar sem var henni svo kær. Ég minnist æskuáranna þegar alltaf var líf og fjör í Blikalóni á sumrin. Margt fólk, mikið hlegið, skrafað og ekki síst, hugsað um matinn. Steikin var komin í ofninn ekki seinna en strax að loknu mið- degisskaffí og nægilega mikið var eldað til að geta tekið á móti hópi fólks sem kynni að koma óvænt. Það kom sér líka oft vel. Amma í Blikalóni var einstök kona og hafði mikið að gefa öllum þeim sem voru í návist hennar. Hún hafði svo hlýja og rólega framkomu og ætíð var stutt í glettina. Hún mátti ekki heyra styggðaryrði um nokkum mann og sá alltaf það góða í fari fólks. Aldrei heyrði ég hana hækka róminn eða skamma nokkum mann. Hannyrðir vom eitt af aðalsmerkj- um hennar. Hún var sérstaklega vandvirk og hætti ekki við nokkum hlut nema hann væri óaðfinnanleg- ur. Á hinum síðari ámm sat hún við pijónana tímunum saman og alltaf var hún að prjóna flíkur til að gefa einhveijum. Hún hafði mjög gaman af því að gefa og gjafimar urðu að vera rausnarlegar. Amma var mjög trúuð kona. í hennar huga var ekki nokkur vafi á því að annað líf biði að jarðvistinni lokinni. Hún kvaddi því ömgg í full- vissu trúarinnar. Við sem eftir lifum söknum henn- ar sárt. Við söknum kærleika henn- ar, blíðlegra orðanna og umhyggj- unnar. Okkur ber að þakka þann heiður að hafa fengið að þekkja hana, umgangast hana og njóta leið- sagnar hennar. Guð blessi minningu ömmu minnar, Margrétar Eiríks- dóttur. Margrét Jóhannsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.