Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 rr Wttct ó txrrL ckxýhkjc* rkjöhnu. & Ást er... 5-afe ... þegar hún verður áhugaverðari en golfboltinn. TM Reg. U.S Pal Off.—all rlghts reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate Ég ætlaði að sleppa þér. Úr því verður ekki. Fóturinn er undir framhjólinu! Höfum ekki efni á að kaupa fugl í búrið ... HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 ÞÁTTUR GOLÞORSKANNA Frá Páli Bergþórssyni: SVO VIRÐIST sem gömlu þorsk- amir, um það bil 9-11 ára, eigi miklu meiri þátt í að halda stofnin- um við en talið hefur verið, þó að þessir aldursflokkar séu margfalt fáliðaðri en yngri kynþroska fískar sem til þessa hafa verið taldir uppi- staðan í hrygningarstofninum. Ef þetta er rétt er nauðsynlegt að haga veiðum svo að nógu mikill fískur nái þessum þýðingarmikla þroska. Til þess þyrfti þá að breyta mjög áherslum í fískveiðistefnunni. Þessi ályktun er dregin af sam- héngi nýliðunar og samtímis íjölda þorska á ýmsum aldri, og er þá farið eftir skýrslum sem Gunnar Stefánsson, tölfræðingur hjá Haf- rannsóknastofnun, hefur nýlega birt. Nýliðunin er í hvert skipti metin sem meðaltal þriggja ára, þannig að auk ársins sem um er að ræða eru tekin með árin næst á undan og eftir. Síðan er reiknað út hvað þessi nýliðun fylgir vel eft- ir samtímis fjölda þorska á aldrinum 6-8 ára, 7-9 ára, 8-10 ára og svo framvegis. Niðurstaðan verður þessi: Fylgi nýliðunar við fjölda þorska: 6- 8 ára -0,06 7- 9 ára: 0,46 8- 10 ára: 0,68 9- 11 ára: 0,77 10- 12 ára: 0,53 11- 13 ára: 0,16 Fylgnitölumar taka reglulegum breytingum, ná hámarki þegar þorskurinn er 9-11 ára en lækka bæði þegar hann verður yngri og eldri. Þetta er bending um að fylgn- in sé marktæk, enda er 0,77 þokka- leg fylgnitala út af fyrir sig. Vissulega má ímynda sér að ein- hver tilviljun ráði þessari útkomu. Því er nauðsynlegt að nánari rann- sóknir fari fram á hugsanlegum orsökum þessarar undarlegu niður- stöðu. Er til dæmis hugsanlegt að lirfur og seiði gömlu þorskanna séu lífvænlegri en afkvæmi yngri físka, hvernig sem á því gæti staðið? Mér skilst að á þessu fari nú fram athug- anir á Hafrannsóknastofnun. Þegar fram líða stundir ætti því að vera Frá Davíð Pálssyni: HINN 7. nóvember skrifaði Gylfí Páll Hersir bréf til blaðsins þar sem hann gagnrýndi harðlega viðskipta- bann Bandaríkjanna á Kúbu. Einnig var skæruhemaði kúbverskra út- iaga mótmælt í bréfínu. Það er rétt að viðskiptabann Bandaríkjanna kemur illa við Kúbveija en þetta bann er fyllilega réttlætanlegt þó að þessi bréfshöfundur hafí ekki getað séð það. Allt frá því í bylting-' unni 1958 hafa mannréttindi verið fótum troðin á Kúbu og stór hluti þjóðarinnar verið gerður útlægur. Kastró tók þá ákvörðun í upp- hafí stjómarferils síns að binda trúss sitt við Sovétríkin og leppríki þeirra. Kúbanir gengu síðan í COMECON, efnahagsbandalag kommúnistaríkja, með hörmulegum afleiðingum fyrir þjóðina. Eftir fall kommúnistaríkjanna 5 Austur-Evr- ópu hefur verulega kreppt að Kúbu. Olíu hafa Kúbveijar nær enga, þannig er t.d. hætt að selja bensin á fólksbíla og kröpp vömskömmtun er á flestu, þar á meðal matvöram. Þó svo að stjórnin hafi enn stuðning margra þeirra er græddu á bylting- hægt að sannreyna hvort eitthvað er til i þessari golþorskakenningu, eða hvort hér hafí verið leiðst út í einhveija hrygningu sé tiltölulega mikill er sjálfgefíð að hlífa þeim við veiði eftir því sem föng era á, einn- ig þeim aldursflokkum sem era að nálgast þennan fijósama aldur. PÁLL BERGÞÓRSSON Byggðarenda 7, Reykjavík unni er vaxandi óánægju farið að gæta í landinu enda hefur Kastró ekki gert neinar umbætur á stjóm- kerfínu. Dagar hans era því senn taldir. Ef til vill nær hann að hanga við stjómvölinn í eitt til tvö ár enn. Bandaríkjamenn studdu mis- heppnaða innrás í Kúbu 1961 en gáfu síðan hálfgildings loforð ári síðar um að ráðast ekki á landið. Síðustu árin hefur það verið Banda- ríkjamönnum í lófa lagið að fella stjóm Kastrós með hervaldi en stjóm Bush ákvað að láta smám saman fjara undan Kastró frekar en að gera hann að píslarvætti. Kúbverskir útiagar á Flórída, sem era yfír ein milljón, hafa t.d. nýlega gert skæraárásir á strandþorp á Kúbu, liklega til að villa um fyrir kúbverska hernum meðan vopnum hefur verið smyglað á land annars staðar. Lögreglan í Miami hefur þó handtekið þátttakendur í þessum aðgerðum, en vafasamt er að útlag- arnir setji það fyrir sig. Þeir hafa fijálsa Kúbu í augsýn. DAVÍÐ PÁLSSON Álfheimum 64, Reykjavík Frjáls Kúba í augsýn Víkveiji Samstarfsmaður Víkveija þurfti ekki alls fyrir löngu að fara austur á firði, jánar tiltekið til Eskifjarðar, til að"sjá um útför föð- ur síns. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, hefði það ekki komið honum algjörlega í opna skjöldu hvemig staðið er að þjón- ustu við útfarir á Eskifírði. Að- standendur hins látna töldu víst að hægt væri að fá einhveija aðstoð við að taka gröfína því í nógu öðra var að snúast. Nei, viti menn, á Eskifírði er aðstandendum bara réttur lykill að vinnuskúr sem stendur við kirkjugarðinn og geym- ir skóflurnar, og óskað góðs gengis við að taka gröfína. Að athuguðu máli kom í ljós að hægt var að leigja litla gröfu frá Neskaupstað til að taka gröfína og var það gert. Kostaði það ekki mik- ið, aðeins 10.000 krónur, og var verktakinn einstaklega þægilegur piltur. Á öllum fjörðunum í kring sjá bæjarstarfsmenn um að taka grafír og kostar það ekkert. Sama er að segja um Reykjavík. Þar kost- ar ekkert að fá tekna gröf ef skipt er við Kirkjugarða Reykjavíkur, enda hafa menn greitt fyrir slíkt með kirkjugarðsgjöldum. Slík gjöld era einnig greidd á Eskifírði, og ekkert kemur í staðinn. Aðstandendur sem ekki eru bú- settir á Eskifírði komu ekki með stígvél og skóflur og vinnuvettlinga eða byggingarplast og annað það sem til þarf að taka gröf. Auðvitað á bærinn að sjá um að taka grafír fyrir fólk, og eins að moka yfír eft- skrifar ir að athöfninni í kirkjugarðinum er lokið. Það þurftu aðstandendur sjálfír að gera á Eskifirði. Sam- starfsmanninum þótti því dýr fer- metrinn í kirkjugarði Eskifjarðar, þar sem ekkert fæst fyrir kirkju- garðsgjaldið sem menn hafa greitt alla sína ævi. XXX Víkveija gest ekki að því að enn skulu uppi tilburðir af hálfu stjómvalda að hræra í húsnæðis- lánakerfínu með því að freista þess að draga úr útgáfu húsbréfa. Ástæðan er vafalaust sú að mönn- um vex í augum fyrirferð húsbréf- anna á ijármagnsmarkaði, þar sem húsbréfaútgáfan hefur orðið meiri en áætlað var, þótt það megi a.m.k. að hluta rekja til ákvarðana stjóm- valda sjálfra um að nota húsbréfin til hjálpar fólki í greiðsluerfiðleik- um. Víkveiji hafði sjálfur ekkert haft af húsbréfum að segja fyrr en á dögunum að hann þurfti að aðstoða fullorðna konu að skipta um hús- næði og þar komu húsbréf við sögu. Reynslan af því er sú að húsbréfa- kerfið sé í senn einfalt og hæfilega sveigjanlegt. Upplýsingar um greiðslubyrði era auðsóttar og skýr- ar en helsti gallinn við þau era til- tölulega mikil afföll eins og nú hátt- ar vegna mikils framboðs bréfa á markaðinum og hárra vaxta. Á slíkt reynir þó ekki meðan fólk notar þá einvörðungu til að fjármagna áfram húsnæðiskaup. Húsbréfakerfíð hefur á tiltölu- lega skömmum tíma unnið sér tryggan sess í fasteignavið- skiptum og skapað aukna festu og öryggi í fasteignaviðskiptum. í ljósi þessa ætti að vera farsælast að láta húsbréfakerfið í friði. Greiðsluerfíð- leikalánin era nú úr sögunni og almennur samdráttur ætti að sjá til þess að eftirspum eftir húsbréf- um fari minnkandi. Að draga úr húsbréfaútgáfu með valdboði mun m.a. verða til að draga úr eftir- spum eftir nýju íbúðarhúsnæði og á þann hátt magna enn frekar sam- dráttinn í byggingariðnaði, sem ekki er á bætandi. xxx að hefur mátt sjá það með því að bera saman fréttatíma sjónvarpsstöðvanna undanfarið að heldur betur hefur hlaupið á snærið hjá Stöð 2 með samningi sínum við Póst og síma um notkun ljósleiðara- sambandsins til Akureyrar. Kvöldið sem efnahagsaðgerðir ríkisstjómar- innar vora kynntar gat t.a.m. Stöð 2 verið með Davíð Oddsson í sjón- varpssal hér syðra og klippt beint á eftir í myndverið nyrðra til að fá viðbrögð Ásmundar Stefánssonar og Ögmundar Jónassonar. Á mið- vikudagskvöldið var svo Stöð 2 með viðtal beint úr myndverinu nyrðra við nýkjörinn forseta ASÍ meðan fréttaþulur ríkissjónvarpsins mátti tilkynna raunalega í 11 fréttum sama kvöld að þarna hefði átt að vera viðtal við Benedikt Davíðsson en myndin ekki borist vegna þess að ekki hefði verið flogið norður. ( ( ( < < < i i < < < < ( ( í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.