Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 55
■ fifa nái ■ jiii ' /íiMM ’ MORGUNBIAÐIÐ IPRUI IIK LÁUGÁRDAGUR 28. NÓVEMBKR 1992 M? Rúnar K. Arnar G. FOLK ■ RÚNAR Kristinsson kom heim í gær, eftir að hafa æft með Ant- werpen, París St. Germain og Le Havre. „Ég kom með enga pappíra heim, en reikna með að heyra frá Le Havre í næstu viku,“ sagði Rúnar Kristinsson. ■ RÚNAR, sem var úti í einn mánuð, sagði að hann hafi náð að lengja keppnistímabilið og væri í góðri æfingu. „Þetta var skemmti- leg og lærdómsrík ferð.“ ■ ARNAR Grétarsson, miðvall- arspilari landsliðsins, hefur ákveðið að vera áfram hjá Breiðablik næsta keppnistímabil og leika með Blikunum í 2. deild. ■ VALUR hefur gert samning við sextán leikmenn og eru þar í hópi leikmenn sem hafa verið sagðir á förum frá félaginu, eins og Anth- ony Karl Gregory, Baldur Braga- son, Ágúst Gylfason, Steinar Adolfsson, Sævar Jónsson og Ein- ar Páll Tómasson. ■ MARCO van Basten var í gær útnefndur leikmaður ársins 1992 af knattspymutímaritinu World Soccer. Þá var Barcelona valið lið ársins og Richard Möller-Nielsen, þjálfari Danmerkur, þjálfari árs- ins. URSLIT Handknattleikur KA - Valur 24:24 íþróttahús KA Akureyri, íslandsmótið 1. deild, fðstudagur 27. nóvember 1992. Gangur leiksins: 1:0, 3:3, 6:3, 10:7, 14:13, 16:16. 16:16, 20:18, 22:19, 22:23, 23:24, 24:24. Mörk KA: Óskar Elvar Óskarsson 8/1, Erlingur Kristjánsson 7/3, Alfreð Gíslason 4, Jóhann Jóhannsson 3, Pétur Bjanason 1, Armann Sigurvinsson 1. Varin skot: Izto Race 3 (Þar af eitt til mótheija). Utan valiar: 8 mín. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 8/5, Dagur Sigurðsson 5, Jón Kristjánsson 5/2, Júlíus Gunnarsson 4, Óskar Óskarsson 1, Geir Sveinsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 7 (Þar af tvö til mótheija), Axel Stefánsson 1/1. Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson. Áhorfendur: 827. ÍBV - Haukar 25:26 íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum: Gangur leiksins: 2:1, 6:3, 6:5, 9:8, 11:10, 13:12. 15:13, 18:19, 21:22, 23:24, 25:26. Mörk ÍBV: Zoltan Belany 6/2, Björgvin Þór Rúnarsson 5, Guðfmnur KristmannBSon 4, Sigurður Gunnarsson 4, Sigbjöm Óskars- son 4, Erlingur Richardsson 1, Sigurður Friðriksson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur óskarsson 17/1 (Þar af fjögur til mótheija). Utan vallar: 8 mín. (Sigurður Friðriksson útilokaður). Mörk Hauka: Petr Baumruk 9/1, Siguijón SigurðsBon 4, Jón Öm Stefánsson 4, Páll Ólafsson 3, Halldór Ingólfsson 3, Pétur Vilberg Guðnason 2, Óskar Sigurðsson 1. Varin skot: Magnús Amason 8 (Þar af til mótheija), Leifur Dagfínnsson 6/1 (Þar af eitt til mótheija). Utan vailar: 19 mín. (Petr Baumruk útilok- aður). Dómarar. Óli Ólsen og Gunnar Kjartans- son. Áhorfendur: 200. 1. DEILD KVENNA: Haukar - Selfoss.............20:28 2. DEILD KARLA: ÍH-Ögri.................:.....31:15 Körfuknattleikur 1. DEILD KARLA: Reynir-fS.................. 72:73 Knattspyrna ÞÝSKALAND: Dynamo Dresden - Schelke.......1:0 Wattencheid - Leverkusen.......1:3 Bremen - Saarbriicken..........2:0 FRJALSIÞROTTIR / KRINGLUKAST Vésteinn Hafsteinsson á heimslistanum „Það er skemmtilegt keppnisár framund- an og ég stefni hærra,“ segir Vésteinn VÉSTEINN Hafsteinsson er í sjötta sæti á heimslistanum yfir þá kringlukastara sem hafa kastað lengst á árinu. Þetta er í annað skipti sem Vésteinn kemst á lista yfir tíu bestu kringlukastara heims, en hann var ífimmta sæti 1989. Það er skemmtilegt að vera á meðal þeirra keppnismanna Þeirbestuíár Kringlukastaramir sem hafa náð best- um árangri, eru: 1. Jurgen Schut, Þýskalandi.69.04 2. Lars Riedle, Þýskalandi..68.66 3. Romans Ubartas, Litháen...68.18 4. Tony Washington, Bandar..67.88 5. Dimitri Shevchenko, Rússlandi...67.30 6. VÉSTEINN HAFSTEINSSON67.16 7. De Bruno, Hollandi.......66.80 8. Costel Grasa, Rúmeníu....66.26 •Bandaríkjamaðurinn Keshmire, sem kastaði lengst, eða 70,84 m, féll á lyfia- prófi og að sjálfsögðu var hann tekinn af listanum. sem er á listanum og ákveðinn heið- ur,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans til Svíþjóðar í gærkvöldi.- „Ég náði ellefta sæti á Ólympíuleik- unum í Barcelona og gat vel við unað þar sem ég var sjálfur búinn að reikna út að ég væri í níunda til ellefta sæti á styrkleikalistanum, en síðan er aðeins spuming um heppni með köst á hverjum keppnis- degi,“ sagði Vésteinn, sem er byrj- aður að æfa á fullum krafti eftir íjögurra vikna hvfld. „Ég er at- vinnukastari og verð því að halda mér í góðri æfingu allt árið. Mér hefur gengið vel á æfingum, en ég æfi lyftingar og þá er gott verður hér á Skáni, þannig að ég hef get- að kastað á fullum krafti úti,“ sagði Vésteinn, sem reiknar með að taka þátt í fyrstu mótunum í maí á næsta ári - í San Jose í Bandaríkj- unum og Sao Paulo í Brasilíu. „Ég stefni hærra og bíð spenntur eftir nýju keppnisári, en þá verður boðið upp á mörg skemmtileg mót.“ Véstelnn Hafstelnsson stefnir hærra. HANDKNATTLEIKUR KAgaf eftir undir lokin LEIKMENN KA-liðsins sáu á eftir sigri á lokasprettinum og urðu að sætta sig við jafntefli, 24:24, gegn Val á Akureyri og Haukar náðu að tryggja sér sigur, 25:26, íVestmannaeyj- um í miklum baráttuleik ígær- kvöldi. Leikmenn KA-liðsins misstu niður þriggja marka forskot, 22:19, í leiknum gegn Val. Þegar staðan var þannig tóku Vals- Tómas menn það til ráðs að Hermannsson fara framar út gegn skrífar sóknarleikmönnum KA og leika 3-3 vörn. Sóknarleikur KA-manna riðlaðist við það og komust Valsmenn yfir, en mikil darraðadans var stiginn á fjöl- um íþróttahúss KA undir lokin og náði Jóhann Jóhannsson að jafna, 24:24, þegar 1,40 mín. voru til leiks- loka. Valsmenn reyndu síðan að gera út um leikinn, en misstu knöttinn til KA-manna þegar 15 sek. voru til leiksloka, en það náðu heimamenn ekki að nýta sér. Óskar Elvar Óskarsson átti þriðja stórleikinn með KA í röð og skoraði átta mörk. Geir Sveinsson lék vel með Val og þá sérstaklega í vörn- inni. Gunnar Gíslason, KA, hafði góð- ar gætur á Valdimar Grímssyni, sem náði sér ekki á strik. Race, markvörð- ur KA, varði aðeins þijú skot í leikn- um. „Ég er sáttur við jafnteflið, eins og komið var. Vöm okkar var góð, en sóknarleikurinn mátti vera betri," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, sem var óhress með hvað fá skot markverðir sínur vörðu. Eftir leikinn var nokkur hama- gangur og gaf Þorbjöm Jensson, þjálfari Vals, þá einum stjómarmanni KA, olnbogaskot. Menn vom ekki yfir sig ánægir með þá framkomu. Barátta í Eyjum Eyjamenn máttu þola enn eitt tapið á heimavelli, 25:26, þeg- ar þeir fengu Hauka í heimsókn. „Þetta var erfiður og mikill baráttu- leikur. Hafa verður í huga að við voram að leika okkar ann- an leik á tveimur dögum. Þá vomm við lengstum einum færri í fyrri hálfleik," sagði Jóhann Ingi Gunn- arsson, þjálfari Hauka. Leikurinn var fjörugur og má segja að hann hafí verið leikur markvarðanna, sem vörðu vel. Besti leikmaður leiksins var þó Tékkinn Petr Baumruk hjá Haukum, sem átti stórleik og gerði Eyjamönnum lífið leitt. Hann skoraði níu mörk og sigurmark Hauka þegar rúm hálf mín. .var til leiksloka. Sigfús Gunnar Guðmundsson skrífar KNATTSPYRNA / 47. ARSÞING KSI Liðlega átta millj. kr. tap Sótt um sjö milljónir í styrkfrá FIFA LIÐLEGA átta milljón króna tap varð á rekstri Knattspyrnusam- bands íslands á síðasta starfs- ári, en stjórnin hefur sótt um 120.000 dollara styrk (um sjö milljónir ÍSK) til Alþjóða knatt- spyrnusambandsins, FIFA, vegna sannanlegs taps sem varð vegna brottvísunar Júgó- slavíu úr undankeppni heims- meistarakeppninnar. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði á ársþingi sam- bandsins, sem hófst á Hótel Loft- leiðum í gær, að fjárhagsáætlun ársins hefði hrunið í desember í fyrra, þegar dregið var í riðla HM og ljóst að tekjumöguleikar væra litlir í tengslum við leiki íslands. Því hefði áætlunin verið endurskoð- uð í ársbyijun og skipuð flárreiðu- nefnd, sem hefði farið yfir stöðu mála mánaðarlega. Hann benti á að tekjur af landsleikjum hefðu verið liðlega 20 milljónir í fyrra en aðeins sjö milljónir í ár. Áætlunin hljóðaði uppá 15 milljónir, en Egg- ert sagði að leikurinn, sem var fyrir- hugaður 2. september gegn Júgó- slavíu en féll niður, hefði sett strik í reikninginn. KSI hefði orðið af tekjum og tími hefði verið of naum- ur til að útvega æfingaleik í staðinn. Vel tekiö í umsóknina Formaðurinn sagði við Morgun- blaðið að vegna þessara breytinga hefði KSÍ sótt um 120.000 dollara styrk til FIFA og hefði fjárhags- nefnd sambandsins tekið vel í um- sóknina, en gert væri ráð fyrir af- greiðslu hennar í næstu viku. Hann sagði ennfremur að þó reikningarnir sýndu tap væri eðli- legra að taka tvö ár saman í einu og benti í því sambandi á ijárhags- áætlun næsta árs, sem gerir ráð fyrir liðlega fimm milljón króna hagnaði. Velta sambandsins í fyrra var um 109 milljónir og þá var bókfærð- ur hagnaður um 16 milljónir. Veltan í ár var Um 82 milljónir og áætluð velta næsta ár er tæplega 79 millj- ónir. Barist um stjómarsæti Kjömefnd KSÍ hafði í gær- kvöldi fengið 11 tilnefningar vegna stjómarkosninga, sem verða á þinginu á morgun, en fjór- ir menn verða kosnir í aðalstjóm til tveggja ára og einn til eins árs og þrír í varastjóm. Guðmundur Bjamason, for- maður kjömefndar, sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi, að ekki yrði iokað á tilnefningar fyrr en S fyrramálið. Hann staðfesti að Elías Hergeirsson, Stefán Gunn- laugsson og Sveinn Sveinsson, sem eiga alUr að ganga úr stjóm, gæfu áfram kost á sér til tveggja ára. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er einnig tillaga um Ágúst Inga Jónsson til tveggja ára, en Eggert Steingrímsson, sem á sæti í varastjóm, til eins árs. Þá liggur fyrir tillaga um Jón Magnússon í aðalstjóm. Asgeir Ármannsson gefur áfram kost á sér í varasijóm, en einnig hafa komið fram tillögur um Elísabeti Tómasdóttur, Gunn- laug Hreinsson, Hilmi Elison og Pál Bragason. Þá var rætt um að tilnefna Jóhann Torfason og Vöndu Sigurgeirsdóttur, en það hafði ekki verið gert i gærkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.