Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 Innsigli rofíð og skemmtistaðir Uppans opnaðir Morgunblaðið/Rúnar Þór Konur úr Lissý pakka plötu sinni Konur úr Kvennakómum Lissý, sem er kór Kvenfélagasambands Suður- Þingeyinga voru í óðaönn að pakka plötum, geisladiskum og snældum í Gamla Lundi nú nýlega, en kórinn hefur nýlega sungið 25 lög, íslensk og erlend inn á plötu. Hún fékk nafnið „Láttu rætast draum“. Kórinn er skipaður 60 söngkonum úr Suður-Þin- geyjarsýslu, frá Eyjafírði til Mývatnssveitar og er stjómandi kórsins Margrét Bóasdóttir, en hún ásamt Hildi Tryggvadóttur syngur einsöng. Píanóleikarar em Guðrún A. Kristinsdótir og Ragnar L. Þorgrímsson. Fór hljóð- ritun fram á Breiðumýri í Reykjadal í lok ágúst sl., en upptöku stjómaði Sigurður Rúnar Jónsson. Sti órnarformaðurinn nýr eigandi Skemmtistaðir Uppans hf. 1929, Uppinn og Bíóbarinn, hafa verið opnaðir aftur, en fulltrúar sýslu- manns innsigluðu þá á miðvikudag vegna vangoldinna opinberra gjalda. Formaður stjórnar Uppans hf. hefur kejrpt reksturinn og stofnað nýtt hlutafélag, 1929 hf. Eftir árangurslaust íjámám á mið- vikudag innsigluðu starfsmenn bæj- arfógeta skemmtistaðina, en ekki tókst að benda á neinar eignir félags- ins þar sem stjómarformaðurinn, Lárus Zophaníasson hafði Keypt inn- anstokksmuni og fleira tengt rekstr- inum og stofnað nýtt hlutafélag. Bjöm Rögnvaldsson fulltrúi sýslu- manns sagði að gögn varðandi söluna hefðu verið send suður áður en stað- urinn var innsiglaður á miðvikudag og starfsmenn embættisins hefðu því ekki haft þau til skoðunar. í samráði við fjármálaráðuneyti var ákveðið að ijúfa innsiglið þar sem nýir aðilar væru komnir að rekstrinum. Sagði Bjöm að í kjölfar þessa yrði ■ TJARNARKVARTETTINN heldur sína fyrstu opinberu tónleika í Dalvíkurkirkju á morgun, sunnu- dag, kl. 16. Til stóð að þessir tón- leikar yrðu sl. sunnudag, sem liður í menningarhátíð, en vegna veik- inda varð að fresta þeim. Á efnis- farið að undirbúa kröfu um gjald- þrotaskipti á Uppanum hf. og yrði þá jafnframt látið reyna á hvort lög- lega hafí verið staðið að málum varð- andi söluna. Þráinn Lárusson er framkvæmda- stjóri hins nýja félags, 1929 hf. en hann var áður framkvæmdastjóri og prókúmhafí Uppans. skránni eru íslensk og erlend þjóð- lög, negrasálmar, dægurlög og djassstandardar. Undirleikarar i nokkmm lögum em þeir Daníel Hilmarsson á gítar og Einar Arn- grimsson á bassa. (Fréttatilkynning) Skýrsla um sorpmál í Eyjafirði Stofnkostnaður við spilliefnamót- töku um sjö millj. Stofnað verði byggðasamlag um sorphirðu LAGT er til í áfangaskýrslu um mótttöku og eyðingu sorps í Eyja- firði að stofnað verði byggðasamlag á Eyjafjarðarsvæðinu, sem taki til þriggja þátta, þ.e. stofnkostnaðar og reksturs sorpförgunarstaðar, móttöku spilliefna á svæðinu og brotajárnsmóttöku og förgunar. Fram kemur í skýrslunni, sem unnin er af nefnd um sorpmál á vegum Hér- aðsnefndar Eyjafjarðar, að sett verði upp spilliefnamótttaka í áhalda- húsum á fjórum stöðum og að samið verði við Sorpu um móttöku efnanna af Eyjafjarðarsvæðinu. í skýrslunni kemur fram að minnkun sorps sé grundvallaratriði þegar horft sé til lausnar á sorp- vandamálum en hægt sé með sam- eiginlegu átaki að ná árangri. Gjald- taka vegna sorpförgunar hafí vænt- anlega áhrif á hversu miklu er fleygt en á Akureyri sé slíkt gjald ekki sýnilegt, þar sem það er innifalið í fasteignagjöldum. Aðeins tveir kaupstaðir í landinu, Akureyri og Neskaupsstaður hafa hvorki sorp- hirðugjald né sorpeyðingargjald. „Rétt væri að gera þetta gjald sýni- legt, þannig að fólk átti sig á því hvað sorpförgun kostar," segir f skýrslunni. Hvað mótttöku spilliefna varðar leggur nefndin til að sett verði upp móttaka slíkra efna í áhaldahúsun- um á Akureyri, Dalvík, Ólafsfírði og Grenivík og að samið verði við Sorpu um mótttöku þessara efna af Eyja- fjarðarsvæðinu. Stofnað verði byggðasamlag sveitarfélaganna á svæðinu sem m.a taki til stofnkostn- aðar og reksturs móttökustöðvanna. Lauslega áætlaður stofnkostnaður við spilliefnamóttöku á þessum stöð- um er um 7 milljónir króna, eða um 342 krónur á hvem íbúa svæðisins. Þá er áætlað að kostnaður við flutn- inga á efnunum til Reykjavíkur og eyðing þeirra þar verði um 1,6 millj- ónir á ári. Fyrstu aðgerðir varðandi sorp- hirðu- og förgun verði að sækja um starfsleyfi fýrir urðunarstaðinn á Glerárdal og hann hannaður með tilliti til krafna umhverfisráðuneytis. Einnig er lagt til að aðkoma verði bætt sem og umhverfi og umferð almennings um haugana verði tak- mörkuð. Síðar er lagt til að undir- búningsathuganir fara fram er miði að því að velja mögulega staði til sorpurðunar á Eyjafjarðarsvæðinu, jafnframt því verði athugað með stofn- og rekstrarkostnað vegna sorpbrennslu og möguleika á nýt- ingu varma frá henni til húshitunar. Áætlað er að kostnaður vegna að- gerða við svæðið á Glerárdal nemi um 1 milljón króna, þ.e. lagfæringu girðinga ásamt hlið og við hönnun og jarðvegskönnun. Þá kemur fram í skýrslunni tillaga um að setja upp gámasvæði við Réttarhvamm en lauslega áætlaður kostnaður við það er 10,4 milljónir króna. Hvað brotajárnsförgun varð- ar er lagt til að hannað verði slíkt svæði við Krossanes og að samið verði við aðila um að reka svæðið og flytja burt málma sem þar safn- ast fyrir. Evrópumeistaramót landsliða Jafntefli við b-sveit Ungverja Skák Karl Þorsteins ÍSLENSKA skáksveitin gerði jafntefli við b-sveit Ungveija- lands í sjöundu umferð Evrópu- meistaramóts landsliða í Debrecen I Ungverjalandi. Öll- um skákum lauk með jafntefli. Rússneska sveitin jók forskot sitt á mótinu með sigri gegn sveit ísraels 2xh -Wi. ísland - Ungv.Iand-B 1 Vi- 2Vi Jóhann Hjartarson - Sax ólokið Margeir Pétursson - Pinter V2-V2 Helgi Ólafsson - Horvath V2-V2 Hannes H. Stefánsson - Tolnai ólokið Lengst af hafði íslenska sveitin betur gegn b-sveit Ungveijalands. Margeir Pétursson og Helgi Ólafs- son sömdu um jafntefli á öðru og þriðja borði, en bæði Jóhann og Hannes H. Stefánsson stóðu betur í endatafli en tóks ekki að knýja fram vinning. íslenska sveitin hefur því 14 V2 vinning að aflokn- um sjö umferðum á mótinu, en sveit Rússlands er í efsta sæti með 20 vinninga. Króatía Arm. Jóhann Hjartarson 1 1 MargeirPétursson 'h Jón L. Ámason 'h Helgi Ólafsson 0 0 HannesH. Stefánss. 1 'h Fjórir íslendingar eiga áfangamöguleika Þegar tveimur umferðum er ólokið á alþjóðlega skákmótinu á Vestijörðum eiga fjórir íslending- ar möguleika á áfanga að alþjóð- legum meistaratitli. Mótið er í fímmta styrkleikaflokki FIDE og þarf sjö vinninga á mótinu til þess að ná áfanga. Guðmundur Gíslason þarf U/2 vinning í tveim- ur skákum en Björgvin Jónsson, Héðinn Steingrímsson og Halldór G. Einarsson þurfa að sigra í báð- um skákunum sem þeir eiga eftir á mótinu. Staðan eftir átta um- ferðir: 1. Hebden 7 vinninga af níu mögulegum. 2. Bönsch 5V2 v. 3. Guðmundur Gíslason 5 v. 4. -6. Halldór G. Einarsson 4'/2, Björgvin Jónsson 4V2, Héðinn Steingrímsson 4V2 Helgi Ólafssson hefur verið óf- arsæll í skákum sínum á Evrópu- meistaramótinu. Skák hans við armenska stórmeistarann Lpútjan er þó athyglisverðasta skák ís- lensku keppendanna í mótinu til þessa. Helgi náði fljótlega að jafna taflið með svörtu mönnunum og blés óhikað til sóknar að hvítu kóngsstöðunni. Hann fórnaði fyrst hrók og þvínæst biskup en Lpútjan varðist af mikilli útsjónar- semi. Staðan var æsispennandi og vantefld, hvítur var miklu liði yfir en með kónginn berskjaldað- an. Helgi missti af vænlegu fram- haldi og Lpútjan náði hagstæðum uppskiptum og þvingaði fram vinning eftir 45 leiki. Hvítt: Lpútjan Svart: Helgi Ólafsson Drottningarindversk vörn. 1. d4 - Rf6 2. Rf3 - e6 3. c4 - b6 4. g3 - Ba6 Þessi staða hefur sést í þúsund- um skáka. Nú er algengast að leika ,5. b3 en 5. Da4 og 5. Rbd2 njóta einnig mikilla vinsælda. Leikur hvíts er sjaldgæfari. 5. Dc2 - c5 6. Bg2 - Rc6 7. dxc5 - bxc5 8. 0-0 - Be7 9. Hdl - 0-0 10. Bf4 - Db6 11. b3 - dð! Svartur hefur fyllilega jafnað taflið. 12. Rc3 - Rb4 13. Db2 - dxc4 14. Re5 - Rbd5 15. Ra4 - Dc7 16. bxc4 - Hab8 17. Dc2 - Rxf4 18. gxf4 - Bd6 19. Rc6 - Bxf4 20. h3 - Bb7! 21. Rxb8 - Be3! Nú byrjar ballið! Svartur skeyt- ir engu um riddarann á b8 en hótar 22..Dg3. Biskupinn á e3 er friðhelgur af þeim sökum. Þýskal. Rúm. Lettl. Svíþjóð Ungv.-B 'h 'h 'h 'h 'h 'h 1 0 1 'h 'h 'h 'h 'h 0 'h 4 v.af 6 3‘/2V. af 6 2'/2v. af 5 1 v. af 5 3'/2V. af 6 2'/2 2'/2 lVt 22. Db3 - Rg4 Við skjóta yfirferð virðist 22..Dg3 sterkur leikur. Hvítur nær hins vegar að veijast eftir 23. Dxb7 - Bxf2+ 24. Kfl (Ekki 24. Khl - Rg4! með óveijandi máti) 24..Rd5! 25. Hxd5 - exd5 26. Dxd5 Bd4 27. Df3. 23. Dxb7 - Dh2+ 24. Kf 1 - Rxf2 24.. Bxf2 var lakara vegna 25. e3. Svartur gat hins vegar þving- að fram jafntefli með 24..DÍ4 25. Bf3 - Dh2 26. Bg2 - Df4. Hvítur getur ekki svarað 24.. Df4 með 25. Kgl?, því eftir 25..Dxf2+ 26. Khl - Dg3! blasir óveijandi mát við. Nú hótar svartur einfaldlega að stökkva með riddarann í burtu frá f2 reitnum með óveijandi máthótun. Lpútjan finnur einu vömina. 25. Df3! - Rxdl 26. Kel - Hd8? a b c d • I g h Svartur hótar einfaldlega 27..Dgl+ 28. Dfl - Bf2 skák og mát!, en það er hvítur sem á leik og Lpútjan þræðir einstigið af mikilli list. Líklega hefði svartur betur leikið 26..Dxb8 því eftir 27. Hxdl - Db4+ 28. Kfl - Dxa4 hefur svartur unnið endurheimt liðsmuninn og eftir 27. Kxdl - Hd8 28. Kel - Db4+ 29. Kfl - Bd4 virðist fátt um vamir hjá hvítum. 27. Rd7! - Bf2+ Uppskipti hafa dregið úr sókn- armætti svörtu stöðunnar. Ridd- arann mátti svartur vitaskuld ekki drepa vegna drottningaskákar á a8. 27..Dgl+ 28. Bfl - Bd2+ virð- ist hættulegt en hvítur sleppur óskaddaður eftir 29. Kxdl - Dd4 30. Dd3 - Dxal+ 31. Kxd2 - Dxa2+ 32. Ke3. 28. Kxdl - Dgl+ 29. Kc2 - Dxal 30. Dxf2 - Hxd7? Eftir mikil uppskipti hefur stað- an skýrst. Hvítur hefur látið hrók og tvö peð fyrir tvo létta menn. Nú hefði svartur átt að leika 30.. Dxa2+ og léita frekari upp- skipta en þess nær hvítur að styrkja stöðuna. 31. Rc3 - Hd4 32. Dg3 - h6 33. Be4! Hvítur hefur náð öllum tökum á stöðunni og hótar 34. Db8+. 33.. g6 væri svarað með 34. Db8+ - Kg7 35. De5+ og næst 36. Dxc5. Svartur grípur til þess ráðs að gefa skiptamun en án fullnægj- andi mótfæra. 33. - Hxe4 34. Rxe4 - Dxa2+ 35. Kd3 - Dbl+ 36. Ke3 - Dcl+ 37. Kf2 - f5 38. Rf6+ - Kf7 39. Rd7 - f4 40. Dd3 - Dhl 41. Re5+ - Kg8 42. Rg4 - h5 43. Dd8+ - Kg7 44. Dh4 - De4 45. Dxh5+ Svartur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.