Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 13 Árni Johnsen „Ef menn sem nú standa við stjórnvöl þjóðarskútunnar trúa á það sem þeir eru að gera ætti að vera óhætt af fjárhagslegum ástæðum að staðfesta kaup á nýrri þyrlu sem kæmi í gagnið innan tveggja ára og greiðsl- ur hæfust upp úr því.“ ástæða og fyllstu rök til þess að styrkja Landhelgisgæsluna en ekki veikja. Hún er útvörður okkar á hafinu, auðlindin sem allt byggist á. Það er líka ljóst að mínu mati að í kjölfar kaupa á nýrri þyrlu er tíma- bært að hefja undirbúning að hönn- un og smíði nýs varðskips með nýj- ustu tækni og möguleikum. Nýtt verksvið miðist við nýja þyrlu Þó svo að einhveijir kunni að skáka í skjóli óvissu um verkefni Landhelgisgæslunnar varðandi ákvörðun um þyrlukaup þá eru það ekki rök í málinu, því enginn hefur látið sér detta í hug í orði eða á borði að 'fullkomin þyrla verði ekki í framtíðarbúnaði Landhelgisgæsl- unnar. Nefnd sú sem skilar tilögum í mars hlýtur að miða sínar tillögur við fulkomnustu þyrlu sem völ er á með staðsetningarbúnaði, flug- möguleikum í verstu veðrum og afli sem t.d. nýju varnarliðsþyrlum- ar hafa ekki. Þess vegna er engin ástæða til þess að draga lengur staðfestingu um kaup á nýrri þyrlu, ekki einu sinni þótt illa ári nú í efnahagsbú- skap þjóðarinnar, svo mikilvægt er málið. Hundruð mannslífa hafa bjargast Á fjárlögum fyrir árið 1993 er gert ráð fyrir 587 millj. kr. til Land- helgisgæslunnar og starfsemi henn- ar á sjó, í lofti og á landi, en reikna má með að ný þyrla kosti 600-700 millj. kr. Ef menn gera ráð fyrir að greiða þyrluna niður á 7-10 árum þá þarf jafnframt að gera ráð fyrir tugum milljóna á ári í aukinn rekstrarkostnað hjá Landhelgis- gæslunni. Vissulega eru þetta mikl- ir peningar þegar fjárvöntun er mikil til margra aðkallandi verkefna en við reiknum nú varla með öðru Oddafélagið var stofnað 1. des- ember 1990. „Við teljum að Oddi sé ekki einvörðungu mikill sögu- staður sem skírskoti til fólks held- ur væri þarna afar góð staðsetning miðstöðvar fyrir ráðstefnuhald af þessum toga. Þarna er hæfilega langt frá Reykjavík og auk þess gott rými. Þarna verður umhverfis- fræðsla og umhverfisrannsóknir auk þess sem lögð verður áhersla á tengsl sagnfræðinnar við nátt- úrufræðina,“ sagði Þór. Hann sagði að félagið hefði fram til þessa notað húsakynni á Hvols- velli og Hellu fyrir fundi, en auk þess væri hægt að hittast í Odda. „Við eigum vísan góðan stuðning Skálholtsmanna. Séra Jónas Gísla- son er í fulltrúaráði félagsins. Við höfum hugsað okkur vissa verka- skiptingu milli Odda og Skálholts, en að lífið haldi áfram á íslandi og fjárfesting í slíku tæki sem um ræðir er ekki aðeins fjárfesting sem hægt er að selja aftur, heldur er hún fyrst og fremst fjárfesting í mannslífum, sjómönnum sem eru sjúkir eða í sjávarháska, og öðrum landsmönnum þar sem óvæntar aðstæður koma upp í byggð eða í óbyggð. Björgunarsveit Langhelgisgæsl- unnar hefur sannað gildi sitt svo um munar um björgun hundruða mannsiifa. Ef menn sem nú standa við stjórnvöl þjóðarskútunnar trúa á það sem þeir eru að gera ætti að vera óhætt af fjárhagslegum ástæðum að staðfesta kaup á nýrri þyrlu sem kæmi í gagnið innan tveggja ára og greiðslur hæfust upp úr því. Hvernig sem verkefni Gæsl- unnar munu skipast er ljóst að að minnsta kosti ein fullkomin þyrla verður í tækjakostinum. Höfundur er einn afþingmönnum Sjáifstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi. þannig að kirkjan og listirnar verði í Skálholti, en við með náttúru- fræðina og sagnfræðina í Odda. Segja má að margt hafi gerst á þessum slóðum í aldanna rás. Mik- il gróðureyðing hefur þarna átt sér stað í kjölfar Heklugosa, en á þess- ari öld hefur hins vegar land- græðslan verið mikil. Við vinnum þetta í góðri samvinnu við Land- græðslu ríkisins og höfum lagt áherslu á það að fólk heima í hér- aði hafi áhuga á rnálinu," sagði Þór. Fyrsta Oddastefnan verður nk. laugardag í Gunnarsholti. Þór sagði að félagið legði áherslu á tengsl fræðigreina og þverfaglegar umræður. Oddastefna verður opin almenningi og hefst kl. 11 og stendur til kl. 17. Oddafélagið Oddi miðstöð fræðslu ÞOR Jakobsson veðurfræðingur og formaður Oddafélagsins, segir að félagið hafi það á stefnuskrá sinni að koma upp miðstöð í Odda á Rangárvöllum fyrir fræðslu og fundarhöld á sviði náttúrufræða og sögu. Gott samstarf sé við Skálholt og félagið hefði hugsað sér vissa verkaskiptingu milli Odda og Skálholts. jOLATILBOÐ ROSENTHAL Afsláttur alla næstu viku í tilefni af eigendaskiptum og breytingum á versluninni bjóbum vib sérstakan 15% afslátt alla næstu viku. Mikib úrval af matar- og kaffistellum og glæsilegri gjafavöru. Einstakt tækifæri! Við eigum til afgreiðslu strax nokkra nýja MAZDA 323 á verði síðan fyrir gengisfellingu. Við bjóðum einnig á gamla genginu MAZDA 626, bílinn sem vann GULLNA STÝRIÐ í Þýskalandi og var kosinn bíll ársins í Danmörku! R/ESIR HF SKÚLAGÖTU 59. REYKJAVÍK S.61 95 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.