Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 l Stefnur og straumar Hljómplötur Arni Matthíasson Júpíters er um margt sérstök hljómsveit og þá ekki síður tónlist sveitarinnar. Fyrir nokkru sendi sveitin frá sér plötuna Tja, tja, sem dregist hefur að fjalla um, en gerð bragarbót á hér. Júpíters er sautján manna hljómsveit sem leikur á ýmis blást- urshljóðfæri, kontrabassa, rafgit- ara, hammondorgel og ýmislegt slagverk. Sveitin hefur tekið mikl- um stakkaskiptum í gegnum árin, enda var hún í upphafí lauslegur félagsskapur og misstór eftir því sem menn höfðu tíma til að mæta á æfingar eða tónleika. Fyrir rúmu ári var hljómsveitin hinsvegar komin með nokkuð fasta manna- skipan og því kjörið að taka upp plötu með nokkum af þeim lögum sem sveitarmenn hafa sett saman í gegnum tíðina. Aðal Júpíters er óbeisluð gleði sem skilar sér svo sannarlega í tónlistinni. Það má þó ekki skilja þetta sem svo að menn séu að kasta til höndunum í hljóðfæraleik og frágangi, því eins og heyra má á Tja, tja er allt slíkt fyrsta flokks og vel það. Það má hinsvegar skemmta sér drjúgt við að sökkva sér niður í tónlist sveitarinnar, því þar er margt fróðlegt að fínna og bráðskemmtilegt. Hljómsveitar- menn fara með stefnur og strauma eins og þeim sýnist það og það skiptið og neita að takmarka sveit- ina við einhveija eina gerð tónlist- ar; vitna óspart í aliar áttir og hræra saman hljómaröðum af mik- illi list. Þegar best tekst til verður úr danstónlist sem ógemingur er að skipuleggja, en fellur öllum í geð. Bestu lög plötunnar eru þau sem hafa lifað lengst á tónleikdagskrá Júpíters, lög eins og Heiðar dans- ar, sem er í frábærri útsetningu á plötunni, Manus Dei, en ekki eru síður skemmtileg lög eins og An- íma, Hótel Haföm og Svartahafs- þokan. Skemmst er frá því að segja að Tja, tja gefur ótal gleðistundir gefí menn sér á annað borð tíma til að hlusta, því í hveiju lagið má fínna óteljandi hugmyndir, en ekkki síður en hún tilvalin fyrir létta hlustun, eða þegar lyfta þarf sálinni. Sódómu- rokk Plötur með kvikmyndatónlist em eins misjafnar og þær em margar. Ræður þar miklu að til- gangurinn með tónlistinni í mynd- inni er oft eingöngu að hafa eitt- hvað tii skrauts, eða þá að reyna að nýta sér vinsældir einhvers lags frægs flytjanda sem einskonar auglýsingu. Það missir þó marks að því leyti að sjaldnast tengir fólk saman í huganum myndina og lagið í erli dagsins. Þetta ár hefur verið íslenskum kvikmyndaáhugamönnum einkar gjöfult og svo skemmtilega vill til að tónlist skipar veigamikinn sess í flestum myndanna sem fmm- sýndar hafa verið á árinu. Hér skal gerð að umtalsefni plata með tónlist úr myndinni Sódómu, sem frumsýnd var með bravúr í haust. Platan kom reyndar út nokkru fyrir frumsýningu, en kemur ekki að sök þó dómur sé seint á ferð- inni, því lög af henni lifa enn góðu lífi. Á Sódómu Reykjavík, en svo heitir platan, er að fínna ótrúlega ólíka tónlist og að óreyndu hefði mátt búast við að niðurstaðan yrði ósamstæð og klúðursleg. Það er þó öðru nær, því ekki er nema eitt lag á plötunni sem er eins og útúr kú og er þá mikið sagt, því á plöt- unni er að finna tónlist allt frá grimmdarrokki í popp af léttustu gerð, með viðkomu í tölvupoppi, astraljass, þungafönki og rytmabl- ús. Siguijón Kjartansson er skrifað- ur fyrir megninu af tónlistinni á plötunni og er þar um að ræða stemmningar sem hann hefur sam- ið sem uppfyliingu í myndina og lög með hljómsveit hans, Ham. Skemmst er frá því að segja að hann sýnir glöggt hve snjall hug- myndasmiður hann er, því Ham- lögin eru hreint út sagt frábær og brotin af kvikmyndarstemmunum eru fyrirtak, þó eðli slíkra stemmn- inga sé að þær lifa trauðla utan samstarfs auga og eyra. Hamlögin þekkja þeir sem séð hafa þá geð- þekku sveit á sviði, því þau hafa flest verið á tónleikdagskrá hennar í alllangan tíma. Má þar nefna Animaliu, sem kallaðist Rape Machine í eina tíð, Partýbæ og Manifesto. í Partýbæ, sem er eitt það besta sem íslensk rokksveit hefur tekið upp, sýnir Óttar Proppé söngvari Ham slíka snilldartakta í textagerð að hann skipar sér á bekk með fremstu textasmiðum rokksins: Ef einmana ertu og ekk- ert getur gert / komdu til Hafna minn, partí ég gef / þó þú haldir að Hafnir séu krummaskuð / þá er það ekki rétt þetta er partíguð. Textinn í Animalíu er einnig fyrir- taks dæmi um hvemig beita má íslensku í rokki svo vel fari: Órækja mér fínnst þú svo sæt / taktu eft- ir því hvemig ég læt / ég er ofsa skotinn í þér / ég hef aldrei fund- ið aðra eins ást. // Þú ert nú líka ágætur / kannski ekkert rosalega sætur / hjartað eins og hrökkbrauð uppí kjaftinum á mér / ég dey úr ást, og síðar: Þegar að þú komst þá varð ég skotinn í þér / ég hljóp út á hlað til reyna við þig en / þá sástu sjadgæft hross / já, enn ég dey úr ást.“ Óttar Proppé á líka góðar rispur sem Prófessorinn í Funkstrasse, en sú sveit er tvímælalaust besta nýja sveitin sem fram hefur komið á þessu ári. Þar er fremstur meðal jafningja Jóhann G. Jóhannson og vissulega gott að hann skuli snúinn aftur í rokkið, eftir að hafa tekið sér alllangt hlé þegar sveit hans Daisy Hill Puppy Farm leystist upp fyrir margt löngu. Um önnur lög á plötunni er fátt að segja, utan úsetningar Kristjáns Kristjánssonar, KK, á Ó borg, mín borg, sem Björk Guðmundsdóttir syngur með honum, og Slappaðu af. Fyrra lagið heppnast frábær- lega, en síðri fínnst mér útsetningi á Slappaðu af, sem verður hálf bragðdauft. Lag Bjarkar Guð- mundsdóttur og Þóhalls Skúlason- ar fínnst manni vera hálfgerð prufuupptaka, sem þyrfti að vinna miklu meira og markvissara, því þar er sitthvað hnýsilegt á ferð. Sódómulag Sálarinnar, sem heyrist í nokkrar sekúndur í myndinni, er með bestu lögum sveitarinnar og Júpíterslagið Hótel Haföm, er vel heppnað. Eins og áður sagði er Sódóma Reykjavík afbragðsplata, þó ekki væri nema fyrir lög Funkstrasse eða Ham. Þegar við bætast síðan lög eins og Ó borg, mín borg með KK og Björk, Sódóma Sálarinnar og stemmur Siguijóns verður að telja þetta eina af bestu plötum ársins. * Islenskt þungarokk Vísast hafa flestir orðið varir við að íslenskt þungarokk hefur sótt sig mjög í veðrið síðustu miss- eri. Mest hefur borið á dauða- rokki, sem er þungarokk af þyngstu gerð, byggist og geysi- þungum hægum köflum og hröð- um til skiptis og því er ekki er hægt að tala um eiginlega söngv- ara; þar er frekar að kalla megi þá sem radda rymjara. Nokkra íþrótt þarf til að geta leikið tón- list af þessu tagi, og meiri en margan grunar, en ekki þarf síður að leggja að sér til að komast inn í þessa tónlist og geta notið henn- ar. í dauðarokki eins og annarri tónlist er þó margt gott að fínna, þó einhvemveginn séu lélegar dauðarokksveitir miklu verri en lélegar hljómsveitir annarrar gerðar. Fyrir stuttu kom út frá Skíf- unni safnpalatn Apocalypse, sem á eru níu lög þriggja sveita, og telja má einskonar þverskurð af því sem helst er á seyði í þyngsta rokkinu hérlendis um þessar mundir. Lög á plötunni eiga sveit- imar Sororicidé, sem sendi frá sér breiðskífuna frábæm The Entity á síðasta ári, Strigaskór nr. 42, sem hefur vakið mikla athygi síð- ustu mánuði, og In Memoriam, sem leikur ruslrokk, öllu léttara en tvær þær fyrmefndu hljóm- sveitir. Sororicide á fyrsta orðið á plöt- unni með fyrirtaks lagi, Life Below, þó ekki sé með því besta sem sveitin hefur gert. Lag In Memoriam, Trúleysi, sem kemur fast á hæla Sororicide, er öllu létt- ari tónlist en það sem á undan er komið, en sker sig ekki svo ýkja úr, því raddbeiting Árna Jón- assonar söngvara á margt skylt við dauðarokkrymj, þó segja fnegi að hann syngi. Textinn við lagið er líka eini textinn (af þeim sem greina má) á plötunni sem eitt- hvað vit er í og ekki skemmir að hann er á íslensku. Það er ekki gott að menn séu að semja texta á ensku til þess eins að breiða yfir það að þeir hafa ekkert að segja. Þriðja lag á plötunni á Strigaskór nr. 42, sem er ein efni- legasta rokksveit landsins um þessar mundir. Leiðtogi sveitar- innar, Hlynur Aðils Vilmarsson, sem semur öll lög og texta, er með mestu rokkefnum sem fram hafa komið síðustu misseri. Lög Strigaskónna eru með því besta sem gerist í dauðarokki og von- andi að sveitin haldi áfram að þróast með jafn mikjum hraða og síðasta árið, þó erfítt sé að sjá hana fyrir sé betri en hún er í dag. Apocalypse er ekki plata fyrir alla, enda gerir tónlistin á plöt- unni meiri kröfur til áheyrenda en flestir fá staðið undir. Platan sýnir að íslenskt dauðarokk stend- ur jafnfætis flestu því sem gefíð er út erlendis og gaman verður að sjá hvern veg það þróast á næsta ári. -H ^yvíanum JOy'ojymilc oJbil5/ Ö I L’-<V 4i «, I «» Kryddkofinn færir út kvíarnar VERZLUNIN Kryddkof- inn hefur nú fært út kvíarnar. Kryddkofinn er kominn í nýtt og stærra húsnæði á horni Hverfis- götu og Smiðjustígs, þar sem Vinnufatabúðin var áður. Kryddkofinn sér- hæfir sig í verzlun með austurlenzkar matar- gerðarvörur, krydd, mat- vöru og eldunaráhöld. Gilbert Khoo er einn eig- enda Kiyddkofans. Hann segir verzlunina vera eins konar „smá stórmarkað" með matvörur frá Kína, Indlandi, Tælandi, Japan, Malasíu, Singapore og fleiri löndum, kiydd, sósur, frosnar og niðursoðnar mat- vörur, ferskt grænmeti, kex og kökur og eldunaráhöld. Gilbert nefnir meðal annars Gufudallinn og sérstakan súpupott, þar sem hver gestur eldar sína eigin súpu við matarborðið. „Hugmyndin með því að færa úr kvíarnar er að kynna nýja tegund af mat- reiðslu á Islandi," segir Gil- bert. „Við höfum matreitt austurienzkan mat fyrir ís- lendinga f 15 ár. Áhuginn á þessari matargerð hefur verið að aukast mjög mikið síðustu misserin. í náinni framtíð er ætlunin að vera með kynningar og sýni- kennslu af ýmsu tagi í aust- urlenzkri matargerð og menningu. Nú erum við einnig að gefa út bæklinga með einföldum uppskriftum á íslenzku," segir Gilbert Khoo. Vitastíg 3, sími 623137. Laugard. 28. nov. Opiö kl. 20-03. RICHARD SCOBIE & X-RATED I GÆRKVOLDI VAR STUÐ OG í KVOLD VERÐUR ALLT VITLAUST - LATTU SJA ÞIG! Liðveislufelagar fá 50% afsf. i boði sparisjoðanna PULSINN 1. des. fagnaður; RICHARD SCOBIE & X-RATED 3 & 4 des: KK-BAND 5. des: KATIÐ PILDAR & DAVIÐ & STEINN ARMANN Verzlunin Kryddkofinn er nú komin í nýtt og stærra húsnæði á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs. Hefst kl. 13.30 __________ j Aðalvinninqur að verðmaeti_________ ? \ ;________100 bús. kr.______________ Ij Heildarverðmæti vinninqa um _______TEMPLARAHOLLIN ....... 300 þús. kr. Eiríksgötu 5 — S. 20010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.