Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 14
ö í _________________________________1 ÍioUifeiVOfi' t!H!A‘íyvlU(í!!Í!!M ‘U~--^ ' ~“T*TT"" hÍÖftSQNÍLAÖffi LAUÖÁRDAÖUK'JSS. NOVUUBI^t 1Q&2----------------------------------------— Um agalausa þjóð og falska tilveru eftir Gunnarlnga Gunnarsson Byggð, sem stendur og fellur með hvers kyns atvinnurekstri, sem annaðhvort lifir gervilífí póli- tískrar fyrirgreiðslu, er hluti af viðurkenndri offjárfestingu í við- komandi grein, ellegar er sam- tvinnuð óviðunandi offramleiðslu, er fyrirbæri, sem ég kýs að kalla falska byggð. Að baki hennar, hinnar fölsku byggðar, sem er að fínna bæði til sjávar og sveita hér á landi, er aðallega atvinnurekstur í tengsl- um við sjávarútveg og landbúnað. Eins og fram kemur að ofan legg ég hér hagkvæmnismat til grund- vallar því, sem ég vil kalla falska byggð. Mikilvægt er, að vera klár á skilgreiningunni, því til eru allt aðrir og huglægari mælikvarðar, sem kynnu jafnvel að sýna allt aðra og betri mynd af búsetu landsmanna. Falska byggðin, eins og ég sé hana, er því hagfræðilega fölsk, en tilfínningalega gæti hún verið eins ekta og sjálfur íslenzki heimdraginn. í þessari grein ætla ég m.a. að leyfa mér að velta vöngum yfír byggðavandanum, eins og ég sé hann, og hugsanlegum leiðum til lausnár á honum ásamt langtíma- vanda helztu atvinnugreinanna. Ég tel að höfuðforsenda lausnar á vanda atvinnuveganna felist í for- gangsröðun búsetuvandans, fölsku byggðarinnar. Þar þurfti að ná sem víðtækastri sátt, hinni einu sönnu þjóðarsátt. Þá fyrst ættum við að geta sniðið sjávarút- vegsstakkinn eftir vexti og þá fyrst gætum við náð langþráðri hagræðingu í landbúnaði. Meira um það síðar. Þróun og röskun byggðar Áður en opinber afskipti af bú- setu manna komu til sögunnar þróaðist byggð á íslandi í sam- ræmi við breytingar á atvinnuhátt- um. Hin raunhæfu verkefni réðu ávallt ferðinni. Á sínum tíma mót- aði bændamenningin fyrst og fremst búsetuna og í bakspegli sögunnar getum við séð fyrir okk- ur hinar stijálu byggðir landbún- aðarins, þar sem búsetan hrærðist með þróun greinarinnar. Síðar elti byggðin atvinnuþróunina úr sveit- um til stranda. Útvegsbændur drógu að sér vinnufúsar hendur. Útgerð jókst og tækniþróun gjör- bylti sjósókn. Fólk flykktist í sjáv- arþorpin. Bæif urðu til og fólk naut batnandi lífskjara. Fólk elti atvinnuna og kjarabætumar. Sveitum blæddi. Búsetan varð ein samfelld byggðaröskun. Engum datt í hug að tala um frystingu byggðar. Byggðaröskunin var af hinu góða. Það var verið að raska verri lífs- kjörum fyrir betri. En svo gerðist það. Pólitíska fyrirgreiðslan fór af stað. Hin eiginlega byggðaröskun Margt hefur stuðlað að falskri atvinnu- og byggðaþróun hér á landi og ætla ég hér að minnast á nokkra þætti. Á sínum tíma stóð íslenzki landbúnaðurinn undir sjálfum sér. Hann þróaðist í takt við eigin afkomu og markaðsregl- ur voru í sambandi. Svo varð bylt- ing í sjávarútvegi og afkoman þar stakk bændur af. Þar kom, að bændur sættu sig ekki lengur við afkomu sinnar greinar. Þeir gerðu samning við ríkisvaldið um það, að þeim yrðu tryggð kjör til sam- ræmis við afkomuna á mölinni. Lögmálum markaðarins var kippt úr sambandi. Landbúnaðurinn var kominn á framfæri sjávarútvegs- ins. Fölsk byggð tók að þróast í sveitum. Löngu síðar var bændum att útí loðdýra- og fískirækt í stór- um stíl. í rústum þeirra ævintýra er enn að fínna töluvert af falskri byggð. I sjávarútvegi hefur verið stund- um gegndarlaus óráðsía í fjárfest- ingum, bæði varðandi veiðar og vinnslu. Þjóðin virðist sammála um það. Hinni gjöfulu auðlind hefur verið misþyrmt. Taumlaus græðgi fékk að ráða ferðinni og forsjálni heyrðist aðeins í veizluræðum. Aflcastavæðingin varð hömlulítil og um tíma virtist mottóið jafnvel vera: Skuttogari á hvert heimili! Nú telja menn að í fiskvinnslunni sé búið að fjárfesta í afkastagetu, sem er um 40 til 50% umfram það, sem fískistofnar geta gefið af sér í bezta árferði! Slík mynd er auðvitað ekki til án falskrar byggðar. Of offjárfestingin veitir falska atvinnu, hið dulda atvinnu- leysi. Og hvemig hefur hinni fölsky byggð, hinni einu sönnu byggða- röskun, verið haldið gangandi? Jú, með almannafé gegnum styrkja- kerfi landbúnaðarins og m.a. fyrir milligöngu þingmanna, sem hafa hamast við að halda sér á þingi, með því að tryggja dauðvona gjörgæzlufyrirtækjum öruggan naflastreng í sjóði og banka. íslenzka agaleysið ■ Sem samnefnari, að baki flestra helztu vandamála íslenzka þjóðar- heimilisins, tel ég vera agaleysi. Agaleysið gegnsýrir íslenzka þjóð- félagið og er, því miður, einkenn- andi fyrir landann. Agaleysið kem- ur m.a. fram í skuldumhlaðinni einkaneyzlu landsmanna. Aga- leysið kemur einnig fram í þekkt- um gjaldþrotasyrpum pólitískrar fyrirframgreiðslu. Það kemur fram í íjármálaóstjórn ríkisins, sveitarfélaganna og lánastofnana. Agaleysið hefur skilið eftir sorg- lega minnisvarða, s.s. Kröfluvirkj- un og yfírgefnar tóftir loðdýra- og fískiræktar. 0g agaleysið er auðvitað undirrót falskrar byggð- ar. Gunnar Ingi Gunnarsson „Falskar byggðir eru ekki sakamál íbúanna. Vandinn verður aðeins leystur með víðtækri sátt og í samráði við íbúa nýrra og öflugra sveitarfélaga framtíð- arinnar. Náist það markmið, hin eina sanna þjóðarsátt, þá verður framhaldið leik- ur einn.“ Færar leiðir til lausnar Þjóðin er sögð á krossgötum. Ég held að svo sé. Núverandi ríkis- stjóm hefur, blessunarlega, valið nýjar og agaðri leiðir til úrlausna hinna ýmsu aðsteðjandi vanda- mála þjóðarheimilisins. Hún hóf starf sitt með því, að skilgreina og viðurkenna fyrirliggjandi vanda. Síðar hafnaði hún hefð- bundnum skottulækningum og ákvað að skapa þjóðarbúinu fölskvalaust rekstrarumhverfí. Margir hafa beðið þessara tíma- móta. Nýjar leiðir eru oft óvinsæl- ar og torsóttar. Það þarf bæði þrek og pólitískan kjark til að bylta rútínu fyrri stjórna með því, t.d., að hafna grátklökkum, hefð- bundnum gengisfellingarbeiðnum frá formælendum hinnar eiginlegu gjaldþrotastefnu í sjávarútvegi. Því auðvitað er það ekkert annað en gjaldþrotastefna, að falsa til- veru gjaldþrota fyrirtækja! Það sama gildir um afnám óeðlilegra sjóðafyrirgreiðslna. Það þarf áræði til að skera á pólitíska nafla- strengi. Og það þarf einnig póli- tískan kjark til að halda sönsum frammi fyrir sársaukafullri af- hjúpun hins dulda atvinnuleysis, þegar löngu gjaldþrota fyrirtæki eru losuð úr öndunar- og hjartavél- um fyrirgreiðslunnar. Lokaorð Það eru engar auðfarnar pat- entleiðir úr þeim vanda, sem ís- lenzka þjóðin stendur nú frammi fyrir. í dag bíður þjóðin eftir sátt um bráðaviðbrögð. Þau verða sennilega óvinsæl og örugglega ekki samhljóma fegurstu loforð- um, en þessi áfangi verður samt aðeins yfírborðsleg klór miðað við þær ráðstafanir, sem gera þarf til langtímalausnar. Á margnefndum krossgötum held ég að landsmenn verði að draga höfuð sín úr sandin- um, setja í sig kjark og horfa beint í augnhvítu djöfulsins, eins og frændur vorir, Svíar, segja stund- um, þegar þarlendir verða að viðurkenna sárar staðreyndir. Agaleysið gengur ekki lendur. ís- lendingar verða að læra siðfræði ögunar og ekki er seinna vænna, því EES er við túngarðinn! Ef stjómvöld bera gæfu til að framfylgja stefnu sinni og ná árangri við lausn bráðavandans, þá sé ég framundan spennandi tíma. Ég sé fyrir mér ómælda vinnu við hina afarmikilvægu sam- einingu sveitarfélaga. Sameining sveitarfélaga í öflugri og sjálf- stæðari einingar er forsenda lang- tímalausna á vandamálum at- vinnuveganna. Takist það gæfu- spor, þá getum við leyst vandamál hinna fölsku byggða. En falskar byggðir verða ekki sveltar burt af kortinu með skertri þjónustu og skipulögðu atvinnuleysi. Falsk- ar byggðir em ekki sakamál íbú- anna. Vandinn verður aðeins leyst- ur með víðtækri sátt og í samráði við íbúa nýrra og öflugra sveitarfé- laga framtíðarinnar. Náist það markmið, hin eina sanna þjóðar- sátt, þá verður framhaldið leikur einn. Höfundur er læknir. Er mjólk hug’verk? Stutt ídíósa um virðisaukaskatt og bækur eftir Sjón Það er súrt að vera rithöfundur á íslandi í dag, súrt eins og fífla- mjólk á tungu. Mér þykir leitt að þurfa að skrifa þetta, ég geri það samt, ég verð. Það stendur nefni- lega til að leggja skatt á bækur, að hindra skáldskapinn í að rata til sinna, að trufla tjáskiptin. Mér fínnst það bæði ljótt og óþjóðlegt, ég er á móti því, ég skrifa. II. Söngur Við íslendingar fögnum áföng- um í lífi þjóðar okkar með því að hópast saman í misjöfnum veðrum og hlusta á ræður fyrirmanna um hvað það er að vera íslendingur. Tilefnið er yfirleitt það sama: Þjóð- in er fijáls í sínu eigin landi. Húrra! Samt er eins og ræðumaðurinn eigi alltaf jafn erfítt með að koma orðum að þessu, hann grípur fast í púltið og andann á lofti, stormur- inn í sálarkimunni er þvílíkur að vipra fer um hökuna. En hugsunin brýtur sér leið gegnum barna- skólalærdóminn, gegnum íslands- söguna og sögumar, þjappast saman í skiljanlega setningu, full- yrðingu sem hljómar oftast eitt- hvað á þessa leið: ÍSLENDINGUR - ÞAÐ ER AÐ LESA BÆKUR! „Hópurinn þéttist eitt andartak og klappar feimnislega, fyrirmað- urinn prílar niður á torgið og hverfur í þjóðina, það byrjar að rigna, skömmu síðar birtist á pallinum trúð- ur með bumbu. Og sam- komunni leiðist ekki vitund, þetta eru ís- lendingar sem eiga bók uppi í hillu heima hjá sér.“ Og þótt orðin nái veðurbörðum eyrum hátíðargesta í gegnum ónýt gjallarhorn á ljósastaurum sitt- hvorumegin við ræðupallinn, og bergmáli á milli þeirra eins og jarmur lambs sem hefur villst nið- ur í þorp og kallar á móður sína sauðkindina, þá hitta þau alla í hjartastað. Viðstöddum hlýnar um tungu- rætur, þeir færast nær sögu sinni í landinu, þeir vita að það eru bókmenntirnar sem gerðu þá fijálsa. Sögur af skrítnum körlum og kerlingum kenndu þeim að umbera sveitunga sína, af ljóð- skáldum lærðu þeir að elska mis- kunnarlausa fóstuijörðina. Vissan um þá skuld sem við íslendingar eigum bókum ókunnra og nafntog- aðra skálda að gjalda syngur í okkur eins og gamalt kvæði, þjóð- vísa sem hefur gert sig heima- komna í minninu. Það fer lítið fyrir henni dags daglega en hún laumast upp í vitundina, fram á varirnar, ef á vegi okkar verður gömul kona með húfu og rauðan skúf, í peysu. Hún er þjóðvissa. íslendingur - það er að lesa bækur! Þessi bamslega niðurstaða af ellefuhundruð ára hokri lítillar þjóðar á náskeri í norðurhöfum lætur hátíðargestunum við ræðu- pallinn líða eins og stórri megin- landsþjóð líður eftir að hafa sung- ið þjóðsönginn sinn. Hópurinn þéttist eitt andartak og klappar feimnislega, fyrirmaðurinn prílar niður á torgið og hverfur í þjóð- ina, það byijar að rigna, skömmu síðar birtist á pallinum trúður með bumbu. Og samkomunni leiðist ekki vitund, þetta eru íslendingar sem eiga bók uppi í hiilu heima hjá sér. III. Þrástef Nú skal það upplýst í þessu greinarkorni að sá heimur sem Sjón lýst var að framan er fráleitt liðinn undir lok, enn þann dag í dag eru skrifaðar bækur á íslandi. Og þær eru lesnar af góðum landsmönnum sem finnst þeir finna að í þeim sé á einn eða annan máta verið að skrifa um þá sjálfa, líf þeirra og samfélag. Þessi tilfinning er ein- mitt til marks um að hér eru góð- ir lesendur á ferð: Allur skáldskap- ur smáþjóðar, hvert heftað ljóða- kver og hver þriggja binda fímm- hundruð blaðsíðna skáldsaga, er tilbrigði við þjóðsöng hennar; sam- anlagðar bókmenntirnar eru þjóð- söngur hennar. Þetta veit hvert mannsbarn, en það er gaman að tönnlast á því'eins og mörgu sjálf- sögðu. IV. Niðurlag Engan skyldi því undra að þann sem hér ritar hafí rekið í stans þegar þingmenn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks fóru svo ræki- lega út af laginu í haustbyijun, að það hljómar ekkert eftir af þessu ágæta jafngildi þjóðsöngs í ræðu þeirra. Falskur rómurinn tónar ámátlega beyglu við text- askrípi sem virðist hljóma svona: ÍSLENDINGUR - ÞAÐ ER AÐ DREKKA MJÓLK! Og gaulinu fylgja einlægar yfírlýsingar um það hvernig þeir koma landbúnað- arafurðinni ofan í sig; enginn drekkur mjólkina sína með góða bók í hendi. Inntak þessa vonda lags eru skilaboð til þjóðarinnar, eins og sagt er á pólitísku, um að.vitund hennar hafi stökkbreyst frá síð- ustu þjóðhátíð, að við lifum nýja tíma og almælt sé að íslensk menning og bókmenntir eru ekki lengur þess virði að haldið sé upp á þær. Ussumsvei, og sjálfur full- veldisdagurinn skammt undan! Það hljóta að vera söguleg tíð- indi að þingmenn eiga ekki söng- inn um bókina í bijóstum sínum, aðeins tveimur árum eftir að þeir sameinuðust í ákvörðun um að hlífa henni þegar virðisaukaskatt- ur var tekinn upp í landinu, og maður verður að ganga undir manns hönd í því starfi að skilja hvernig í ósköpunum þeir hafa glutrað honum niður. Einhveijir delar munu efalaust koma með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.