Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 19
TiTsrr MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 Sitítfl JidaM'-iv'ð/ HlJitAUlilAyUAi uiy/uía/, á blóðtappa minnkar mjög greini- lega við meðhöndlun með omega-3 fítusýrum. Bólgusjúkdómar Sjúklingar sem hafa liðagikt og eru meðhöndlaðir með fiskolíu, virðast sumir hveijir finna minna fyrir morgunstirðleika og aumum liðum og lengri tími virðist líða áður en þreytuverkir koma fram á daginn. Ekki hefur þó verið greint frá neinum mælanlegum breyting- um af völdum fiskolíu meðal liða- giktarsjúklinga. Krabbamein Faraldsfræðiathuganir og dýra- rannsóknir benda til þess að sam- band sé á milli mikillar neyslu á mettaðri fitu og líkinda á því að fá krabbamein í bijóst, ristil og blöðruhálskirtil. Vissulega eru hér • fleiri orsakaþættir í umhverfínu sem geta haft áhrif og sambandið því engan veginn ótvírætt. Áhrif fjölómettaðrar fitu eru óþekkt. Áðrir sjúkdómar Fiskolíur virðast geta haft áhrif á húðsjúkdóminn psoriasis þar sem sjúklingar hafa talið að þær lini kláða, minnki roða og húðflögnun (hreisturmyndun). Ýmsar skýrslur eru til sem sýna engin áhrif af meðferð með fískolíu til dæmis meðal mígrenisjúklinga. Eins og augljóst má vera þá hlýtur niðurstaða þessarar umfjöll- unar að vera sú að fiskneysla hafi jákvæð áhrif á heislu manna. Hægt er að ráðleggja fólki að neyta fisks 2-3 í viku og taka lýsi, en fiskolíurnar EPA og DHA á lýsi virðast hafa góð áhrif á hina ýmsu starfsemi líkamans. Hérlendis neytum við meiri fisks en víða annars staðar en ef til vill mættum við auka neyslu á feitum fiski. Það er þó spuming hvort þess sé þörf þar sem margir íslend- ingar taka inn lýsi. Öll þessi um- ræða um hollustugildi fisksins hef- ur verið mjög jákvæð en við verð- um að gera okkur grein fyrir að þrátt fyrir að fiskur sé hin besta fæða og geti haft áhrif á heiisu landans til hins betra að þá verðum við að taka með í reikninginn að enn eru ýmis aðskotaefni í físki órannsökuð. Er fiskurinn eins hreinn og við viljum gefa í skyn? Erlendir fískkaupendur krefjast nú vottorða um það að fiskurinn sem þeir kaupa sé ómengaður og að til dæmis kvikasilfur sé innan ákveð- inna marka. Fisk sem er laus við eiturefni er hægt að selja sem hreina hollustuvöru og benda á fiskneyslu sem leið til bættrar heilsu. úr fiski minnka líkur á blóðtappa- myndun vegna áhrifa sinna á blóð- flögur og innsta lag æðanna, æða- • þelið. Einnig er ljóst að blæðingar- tími lengist jafnvel bara við það að gefa omega-3 ríkt „fiskifæði". Skýringin gæti verið sú að bæði EPA og DHA hefta framleiðslu á tromboxan A2 (TXA2), en það er hvati sem örvar samloðun blóð- flaga. Islenskar rannsóknir hafa enn- fremur sýnt að fæðufítan hefur mikil áhrif á samsetningu hjarta- vöðvans sjálfs og að tilraunadýr sem fóðruð voru á þorskalýsi voru hæfari öðrum til að þola mikið streituálag á hjartað. Áhrif skelfisktegunda Margar skelfísktegundir eins og t.d. rækjuna má telja til þeirra matvæla sem eru kólestrólrík, ásamt innmat og eggjum. Kól- esteról í fæðu er ekki sá þáttur mataræðisins sem hefur mest áhrif á styrk kólestróls í blóði heldur er það magn mettaðrar fítu í fæðinu eins og að framan greinir. Samt sem áður getur minnkuð neysla á kólesterólríkum matvæl- um haft þýðingu við lækkun kól- esteróls í blóði ef neyslan hefur verið mjög mikil fyrir. Það að forð- ast neyslu á skelfiski hefur þess vegna verið hluti fæðismeðferðar- innar við of háu kólesteróli meðal annars í Bandaríkjunum. En samkvæmt bandarískum skýrslum, þá ættu um 60 milljónir Ameríkana að leita sér hjálpar við að breyta mataræði sínu til að lækka kólesterólstyrk í blóðinu. Ákveðnar rannsóknir benda þó til þess að neysla margra skelfisk- tegunda geti haft jákvæð áhrif og hindrað þróun æðakölkunar frem- ur en öfugt. í þessu sambandi hafa hörpudiskur, ostrur og krækl- ingur sýnt sig vera áhrifamestu tegundimar enda ríkar af omega-3 fitusýrum, en krabbakjöt stendur síðan þessum tegundum næst. Þeir sem að þessari rannsókn stóðu töldu ekki að neysla rækju og smokkfisks hefði neikvæð áhrif þrátt fyrir hátt kólesterólinnihald. Tafla 2 sýnir magn af omega-3 fítusýrum og kólesteróli í ýmsum skelfisktegundum og til saman- burðar einnig í þorski, laxi, kjúkl- inga- og nautakjöti. Tafla 2. Magn í 100 grömmum af hrárri vöru omega-3 kólesteról Htusýrur milligrömm Hörpudiskur grömm 0,74 27 Kræklingur 1,03 37 Ostrur 0,72 48 Krabbakjöt 0,39 72 Rækja 0,36 147 Smokkfiskur 0,52 231 Þorskur 0,20 42 Lax 1,90 66 Kjúklingakjöt 0,11 64 Nautakjöt 0,16 85 þol. Ennfremur virðast fjölómett- aðar fitusýrur hafa öfug áhrif og tilgáta í kjölfar þessara athugana leggur mesta áherslu á jákvæð áhrif omega-3 fítusýranna. Ef eitt- hvað er hæft í þessum tilgátum, sem enn verða að teljast vangavelt- ur, geta þær verið skýringin á minni tíðni sykursýki meðal íslend- inga (innan við 1% þjóðarinnar) en meðal nágrannaþjóða okkar (2-3%). Fiskur sem lyf í erlendum rannsóknum hafa verið gerðar tilraunir sem leitast við að svara því hvort og þá hve- nær, hvar og hvemig hælgt sé að nota fiskolíur til þess að ráða bót á heilsubresti eða sem lyf. Mest notaða blandan MaxEPA fiskolíublanda sem inniheldur 18% EPA, 12% DHA og 0,6% kólester- ól. Skammtarnir sem mest hafa verið notaðir eru eitt og tíu grömm af EPA daglega en einnig hafa verið gefnir stærri skammtar. MaxEPA er olía unnin úr holdi fisksins og inniheldur hún minna af fítuleysnum vítamínum en lýsi sem er fita úr lifrinni eins og að framan greinir. Lýsi er ekki hægt að gefa í jafn miklu magni þar sem skammtar fituleysinna vítamína yrðu of háir. í nýlegri breskri grein segir frá því að farið sé að notá fisk sem lyf á sjúkrahúsum. Allir vita að hollur matur stuðlar að bættri heilsu og víða er farið að líta á mataræði á sjúkrahúsum sem sérstakn þátt í meðferðinni sem þar er veitt. Þar er fiski og öðrum sjávarafurðum gert hátt undir höfði. Sumir telja rétt fæði jafn ómissandi og lyf og læknisaðgerðir. Er þá lögð áhersla á að prótein, kolvetni og fita séu í réttum hlutföllum í fæðunni og einnig að hún sé trefjarík. Ein leið- in til að mæta þessu eru aðal- máltíðir sem bjóða upp á fisk með grænmeti, og þá aðallega þorsk, ýsu og skarkola en líka lax, silung og skelfisk. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum fisks í stað lyfya á marga mismunandi sjúkdóma og hér á eftir verður minnst á nokkra þeirra. Blóðþrýstingur Meðhöndlun með MaxEPA blöndu hefur sýnt að hún lækkar efri blóðþrýstingsmörk (slagbils- þrýsting) hjá venjulegu fólki og hjá sjúklingum með mildan há- þrýsting. Af þessum má sjá að áhrifin eru ekki mjög mikil og það hefur ekki tekist að sýna fram á lækkun neðri blóðþrýstingsmarka. Blóðtappamyndun og áhrif á æðaveggi Eins og áður hefur komið fram þá lengist blæðingartími og hætta Guðrún Krístín Sigurgeirsdóttir er matvælafræðingur og Inga Þórsdóttir er dósent í næríngarfræði við HÍ. Sykursýki og fiskneysla Tilgátan um að mikil fituneysla auki hættu á fullorðinssykursýki eða insúlínóháðri sykursýki, sem nú er oft kölluð týpa 2 af sykur- sýki, er gömul en virðist nú vera að fá byr undir báða vængi. Mikil heildar fituneysla er oft fylgifiskur ofeldis og þar með offítu, en offit- an er oft á tíðum ástæða týpu 2 af sykursýki þar sem hún veldur minnkuðu næmi líkamsfruma fyrir insúlíninu. Næmi frumanna fyrir þessu hormóni er nauðsynlegt til þess að þær geti nýtt sér blóð- sykurinn og hækkar hann að öðr- um kosti óeðlilega mikið. Nýlegar rannsóknir benda til þess að neysla mettaðrar fitu sem slíkrar, burt séð frá offitu eða þyngd einstaklingsins, geti minnk- að insúlínnæmi og svokallað sykur- Við sýnum í dag og næstu daga hin frábæru leðursett frá NATUZZI Ítalíu. Rauð — blá — græn — bleik — lilla — brún — svört. Verð sem allir ráða við. Opiö laugard. kl. 10-14. V'alhnsgögn Ármúla 8, símar 812275 og 685375. SKEMMTUN ALLAi ÁRSINS HRING Sögu- stund 365 valdir kaflar úr íslenskum barnabókmenntum •'O J?r \l aVI. 5 l TT % SKjf —j \ * rl * 2.980^ Sögukaflar, œvintýri, þjóösögur og barnaljóö; sýnishorn af því besta sem íslenskir höfundar hafa skrifaö fyrir börn. Ein sögustund á dag í heilt ár. Þessi bók sparar leit aö lestrarefni og leiöir hugann aö ótal sögum og höfundum sem vert er aö kynna sér betur. Silja Aöalsteindóttir tók saman og endursagöi. Þessi bók er ómissandi fyrir börn sem eru sólgin í sögur og alla þá sem vilja lesa fyrir þau. Mál l|V|i og menmng LAUGAVEGI 18, SÍMI (91) 24240 & SIÐUMÚIA 7-9, SÍMI (91) 688577
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.