Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 33 ih FYRSTI SUNNUDAGUR I AÐVENTU ;--------------- Afmælistón- leikar Kórs Keflavíkur- kirkju UM þessar mundir eru 50 ár liðin frá formlegri stofnun Kórs Keflavíkurkirkju. Árið 1942 fór Sigurður Birkis þáverandi söngmálastjóri um landð og veitti söngfólki tilsögn og hvatti til stofnunar félaga um starf- semi kirkjukóra. í hálfa öld hefur Kór Keflavík- urkirkju þjónað kirkju sinni og leitt söfnuðinn í lofsöngum og sungið á mestu stundum gleði og sorgar. Af þessu tilefni mun kór- inn flytja messu í G-dúr eftir W.A. Mozart við hátíðaguðsþjónustu í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 29. nóvember kl. 14. Einsöngvarar verða María Guðmundsdóttir, Margrét Hreggviðsdóttir, Sverrir Guðmundsson og Steinn Erlings- son. Hljómsveitina skipa: Hrönn Geirlaugsdóttir, Wilma Young, Kjartan Már Kjartansson og Oliver Kentish og Vilberg Viggósson. Stjómandi verður organisti Kefla- víkurkirkju Einar Om Einarsson. Afmælistónleikar verða haldnir í Keflavíkurkirkju sama dag kl. 18. Þar. verða flutt lög m.a. sem kórinn hefur sungið á ferli sínum við stór tækifæri í gegnum árin til dagsins í dag. Einnig mun messan eftir Mozart verða endur- flutt. Aðgangur er ókeypis og eru allir boðnir velkomnir. Einnig er mælst til þess að gamlir kórfélag- ar sjái sér fært að koma og rifja 'upp gömul kynni við kirkjuna sína. (Fréttatílkynning) Basar og að- ventu- kvöld í Dóm- kirkjunni FYKSTI sunnudagur £ aðventu er á morgun. Þá verður hinn árlegi basar kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar og um kvöldið verður aðventukvöld í Dómkirkjunni að veiyu. Basarinn hefst á morgun kl. 12.00 á hádegi, að lokinni morg- unguðsþjónustu í Dómkirlqunni og stendur til kl. 16.00. Basarinn verður í safnaðarheimili Dómkirkj- unnar í gamla Iðnskólanum, Lækj- argötu 14A. Á basamum verður margt fallegra og eigulegra muna á hagstæðu verði. Þar verða ýms- ir handgerðir munir, skrautmunir og jólaföndur. Einnig verða seldar heimabakaðar kökur. Þá verður einnig heitt á könnunni. Aðventukvöldið verður í Dóm- kirkjunni og hefst kl. 20.30 ann- aðkvöld. Ræðumaður kvöldsins verður séra Heimir Steinsson út- varpsstjóri. Nemendur úr Suzuki- skólanum koma fram og leika á fiðlu undir stjórn Lilju Hjaltadótt- ur. Hópur úr Æskulýðsfélagi Dómkirkjunnar sýnir helgileik. Dómkórinn syngur nokkur lög undir stjóm Marteins H. Friðriks- sonar dómorganista og Marteinn leikur einnig á orgelið. Dómkirkju- prestamir flytja ávarp, lokaorð og bæn. Aðventan markar þau tímamót, að þá hefst nýtt kirkjuár og við tekur tími eftirvæntingar og und- irbúnings undir komu jólanna, fæðingarhátíðar frelsarans, og vonumst við til að sjá sem flesta á aðventukvöldinu og einnig á basamum, svo að kirkjunefndar- konum sé veittur góður stuðningur í starfi sínu fyrir Dómkirkjuna. - Hjalti Guðmundsson Aðventu- kvöld í Kristskirkju FÉLAG kaþólskra leikmanna heldur aðventukvöld í Krists- kirkju, Landakoti, sunnudaginn 29. nóvember, og hefst það kl. 20.00. Á dagskrá verður ræða, upp- lestur, söngur og hljóðfæraleikur. Aðventukvöldið er öllum opið. (Fréttatilkynning) Fjölbreytt helgihald í Neskirkju Eins og venja er til undanfarin ár verður meira haft umleikis í kirkjustarfinu næstkomandi sunnudag, fyrsta í aðventu, en endranær. Mun þessa gæta í fjöl- breyttu helgihaldi allan daginn. Við byijum að sjálfsögðu með bamastarfinu um morguninn, þar sem söngvar, sögur, fræðsla og helgileikur setja svip á stundina. Klukkan 14 hefst síðan fjöl- skylduguðsþjónusta með þátttöku fermingarbamanna, sem bera ljós í kirkju og sjá um athöfnina að flestu leyti. Þess má geta að ung- lingakór kirkjunnar kemur fram í fyrsta skipti í þessari guðsþjón- ustu,.en stjórnendur era þau Inga Backman og Reynir Jónasson. Klukkan fímm síðdegis verður aðventusamvera í kirkjunni. Þar mun dr. Bjöm Bjömsson prófessor flytja hugleiðingu, tveir kórar syngja, Kór Melaskólans undir stjórn Helgu Gunnarsdóttur og Snæfellingakórinn, en stjómandi hans er Friðrik Friðriksson. Þá munu þeir Símon Kuran og Reyn- ir Jónasson leika saman á fiðlu og píanó. Einnig verður oregelleik- ur og almennur söngur. Á jólaföstunni, í upphafi nýs kirkjuárs, er tilefni alls í helgi- haldi að þakka handleiðslu hverf- andi stunda og fagna og Iofa dag- mál, upphaf nýrrar dögunar í lífi mannanna barna fyrir komu Hans sem hátíðin í nánd segir frá. Því syngjum við öll um landið þvert á sunnudaginn: „Slá þú hjartans hörpustrengi/ hrær hvem streng sem ómað fær... konungurinn konunganna/ kemur nú til sinna manna.“ Fjölmennum sem fyrram og fögnum saman er aðventa gengur í garð. Guðmundur Óskar Ólafsson. Aðventu- kvöld í Lága- ar, Kór Snælandsskóla syngur undir stjóm Vigdísar Esradóttur, — Halldór Ásgrímsson, fyrrver- andi kirkjumálaráðherra, flytur ræðu, — Lára Rafnsdóttir píanó- leikari leikur einleik á píanó, — Njörður P. Njarðvík rithöfundur flytur eigin ljóð, — Þorgeir J. Andrésson óperasöngvari syngur einsöng við undirleik Láru Rafns- dóttur. Að lokum verður helgi- stund með almennum söng. Verið hjartanlega velkomin. Þorbergur Kristjánsson. fellskirkju Grafarvogssókn Fjölbreytt tónlist og borgarstj’óri ræðumaður ÞANN 29. nóvember nk., fyrsta sunnudag í aðventu, verður aðventukvöld með fjölbreyttri efnisskrá í Lágafellskirkju kl. 20.00. Pétur Sigurgeirsson biskup flytur hugvekju. Strokkvartett leikur aðventutónlist. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjóm Guðmundar Omars Óskars- sonar. Björn Ástmundsson, for- maður sóknarnefndar, flytur ávarp. Upplestur, almennur söng- ur, ritningarlestur og bæn. Að lokinni stundinni í kirkjunni verð- ur boðið upp á kirkjukaffi í safn- aðarheimilinu í Þverholti 3. Nýtt pípuorgel Lágafellskirkju verður vígt þann 13. desember nk. Orgelsmiðurinn, Björgvin Tómasson, hefur þegar hafist handa við uppsetningu þess og á sunnudaginn gefst kirkjugestum kostur á því að sjá útlit þess þó ekki verði leikið á það fyrr en á vígsludaginn. Athygli er vakin á því að sókn- amefnd hefur gefið út jólakort með mynd Ragnars Axelssonar af Lágafellskirkju, til styrktar orgelsjóði. Aðventan er undirbúningstími blessaðra jóla. Þann undirbúning er gott að heíja í húsi Guðs. Mætum öll og eigum saman helga stund í húsi Drottins. (Fréttatilkynning) Aðventu- kvöld í Kópa- vogskirkju Aðventa fer í hönd. Ytra borð hennar blasir við öllum, en það hið innra, sem hún býr yfir og bendir á, er einatt ekki jafnaug- Ijóst. Með aðventuhátíð vill kirkjan auðvelda fólki að opna hugann- fyrir boðskap aðventutímans og andblæ hejgra jóla, sem horft er fram til. Árleg aðventusamkoma Digranessafnaðar verður í Kópa- vogskirkju sunnudaginn 29. nóv- ember kl. 20.30: Íris Hrönn Andr- ésdóttir, fulltrúi femingarbarna, tendrar fyrsta aðventuljósið og Þorbjörg Daníelsdóttir, formaður sóknarnefndar, setur samko- muna. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjóm Stefáns R. Gíslason- NÆSTKOMANDI sunnudags- kvöld, 29. nóvember, fyrsta sunnudag í aðventu, verður haldin aðventuhátíð Grafar- vogssóknar í félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Hátíðin hefst kl. 20.30 og verður dagskrá hennar eins og áður, fjölbreytt. Ræðumaður Markús Öm Ant- onsson borgarstjóri. Kirkju- og bamakór Grafarvogssóknar munu syngja undir stjóm Sigurbjargar Helgadóttur. Gunnar Kvaran leik- ur einleik á selló. Nemar úr tónlist- arskóla Grafarvogs annast tónlist- aratriði. Fermingarböm flyija helgileik. Að lokinni dagskrá er gestum boðið upp á jólaöl og pip- arkökur. Komið og undirbúið komu jól- anna með því að taka þátt í guðs- þjónustum og hátíðarstundum að- ventunnar. Vigfús Þór Árnason. Kirkjudagur Arbæjarsafn- aðar Á FYRSTA sunnudegi í aðventu, sunnudaginn 29. nóvember, verður kirkjudagur Árbæj- arsafnaðar hátiðlegur haldinn í Árbæjarkirkju. Frá árinu 1971, er Árbæjarsókn var gerð að sérstöku prestakalli, hefur það verið viðtekin vepja í safnaðar- lífinu að halda sérstakan kirkju- dag í söfnuðinum á nýársdegi kirkjuársins og hefja með þeim hætti aðventuundirbúninginn. Að morgni kirkjudagsins verða sunnudagaskólamir að venju í Árbæjarkirkju, Ártúnsskóla og Selásskóla kl. 11.00. Eftir hádegi kl. 14.00 verður guðsþjónusta í Árbæjarkirkju fyrir alla íjölskyld- una og er sérstaklega vænst þátt- töku fermingarbama og foreldra þeirra í guðsþjónustunni. Kirkju- kór Árbæjarkirkju syngur undir stjóm organistans, Sigrúnar Stein- grímsdóttur, Halla Jónasdóttir syngur einsöng og Violeta Smid og Ilka Petrova leika saman á píanó og þverflautu. Að lokinni guðsþjónustu kl. 15.00 hefst síðan kaffisala Kven- félags Árbæjarsóknar í Safnaðar- heimilinu. Flutt verður létt klassísk tónlist meðan á kaffidrykkju stendur. Flytjendur era Violeta Smid og Ilka Petrova. Jafnframt verður efnt til veglegs skyndihapp- drættis með mörgum góðum og gagnlegum vinningum. Allur ágóði af happdrættinu rennur til líknar- sjóðs Kvenfélags Árbæjarsóknar, en sá sjóður veitir styrki til þeirra, sém bagstaddir era í söfnuðinum. Kirkjudagar Árbæjarsafnaðar hafa ævinlega verið fiölsóttir og svo mun einnig verða nú. Það er gott að heija aðventuna, eftirvænt- ingartímann hughrifaríka fyrir jól- in, með kirkjugöngu. Safnaðarfólk f Árbæjarsókn er hvatt til þess að fjölmenna á kirkjudaginn, sér til andlegrar uppbyggingar og til þess að styrkja gott málefni. Sjáumst öll í Árbæjarkirkju á sunnudaginn kemur. Guðmundur Þorsteinsson. Kirkjudagur á Seltjarnar- nesi KIRKJUDAGUR Seltjarnarnes- sóknar verður hátíðlegur hald- inn nk. sunnudag, 29. nóvem- ber, fyrsta sunnudag í aðventu. Hefst hann með fjölskylduguðs- þjónustu kl. 11.00 árdegis, þar sem fermingarböm bera inn ljósið og kveikja á fyrsta kertinu á að- ventukransinum. Prestur verður séra Solveig Lára Guðmundsdótt- ir. Organisti Hákon Leifsson. Safnaðarkór og bamakór syngja undir stjóm Hákonar Leifssonar og bamastarfi stjóma Bára, Eimý og Erla. Um kvöldið verður aðventusam- koma í kirkjunni kl. 20.30 með fjölþættri dagskrá tónlistar og tal- aðs orðs. Ræðu dagsins flytur María E. Ingvadóttir, deildarstjóri hjá Útflutningsráði íslands. Sel- kórinn, undir stjóm Jóns Karls Einarssonar, flytur valda kafla úr G-dúr-messu eftir Schubert með einsöng Sigrúnar Þorgeirsdóttur og píanóundirleik Kristínar Guð- mundsdóttur. Þuríður Sigurð- ardóttir, sópran, syngur Domine Deus (Gloria) eftir Vivaldi og Air (Messiah) eftir Hándel. Undirleik- arar era Ólafur Flosason, óbó, og Hákon Leifsson, orgel. Ennfremur leika þeir Ólafur og Hákon einleik: Adagio eftir Bach. Þá syngja safn- aðarkór og bamakór kirkjunnar sálmalög undir stjóm Hákonar Leifssonar og sóknarpresturinn, Solveig Lára Guðmundsdóttir, les úr ritningunni og fer með bæn. Kvöldinu lýkur síðan með kaffi- hlaðborði og samveru í safnaðar- heimili kirkjunnar. Er það von sóknamefndar að sem flest sókn- arböm og gestir þeirra geti kom- ið, tekið þátt í hátíðinni og glaðst yfir nálægð jólanna. Haukur Bjömsson. _ A m - 0 O Hv^ten0|#,AMBRAIBMfyrirtæWnu? ’****' Q A^BRAáirMvldiMpBvtðlBM J J O AMBRA Mofriaðl IBM fyflrtnUð /-P Q Afc^»*«n<WddMdóOUrtyrV1«WIBM O □ AMBRA er (Mflnenðli (yrtr IBMI Evrðpu EIGNAST ÞÚ ÓKEYPIS • • /71 O suw«w ri Q >»««11, LJ □ i TOLVU UM JOLIN? Takir þú þátt í spurningarleik Nýherja gefst þér kostur á að eignast AMBRA tölvu í jólagjöf. Það sem þú þarft að gera er að fara í Kringluna, finna Nýherjabásinn og svara nokkrum einföldum spurningum. Dregið verður úr réttum lausnum á Bylgjunni FM 98.9 laugardaginn 12. desember næstkomandi. Sláðu til og taktu þátt - þú gætir eignast ókeypis tölvu um jólin! NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 69 77 00 Alltaf skrefi á undan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.