Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 Áhrif fiskneyslu á heilsu manna eftir Guðrúnu Kristínu Sigurgeirsdóttur og Ingu Þórsdóttur Við Islendingar borðum mikinn fisk í samanburði við aðrar þjóðir. Þetta kemur m.a. skýrt fram þegar niðurstöður nýafstaðinnar könnun- ar á mataræði landsmanna eru bornar saman við erlendar neyslu- tölur. Útflutningur á físki og físk- afurðum til annarra ianda er einn- ig okkar helsta telcjulind. Báðar þessar staðreyndir vekja forvitni á hollustugildi sjávarafurðanna og almennum gæðum þeirra og þá meðal annars hreinleika eða magni eiturefna. Á alþjóðavettvangi er vaxandi áhugi á æskilegum áhrifum físk- neyslu á heilsu manna. Fiskur er góður gjafí próteina, auk ýmissa vítamína og steinefna. í seinni tíð hefur athygli manna þó fyrst og fremst beinst að þeim vemdandi áhrifum sem neysla sjávarafurða virðist hafa gegn hjarta- og æða- sjúkdómum. En kransæðasjúk- dómur er eins og kunnugt er helsta dánarorsök karla í flestum vest- rænum ríkjum. Tíðni æðasjúkdóma er minni meðal sumra þjóða þar sem fiskneysla er mikil en meðal þeirra sem borða lítið af físki. Fjöldi rannsókna hefur leitast við að skýra eiginleika sjávaraf- urða og ýmis áhrif þeirra í manns- líkamanum. Rannsóknimar leggja mikla áherslu á fítu físksins sem inniheldur ákveðna gerð Qölómett- aðra fitusýra en þær hafa margvís- leg áhrif í líkamanum. Til þess að auka sölu á físki viljum við gjaman auglýsa landið sem ríki heilbrigðis og hreinleika. Víða í heiminum, meðal annars í sumum ríkjum Bandaríkjanna og sums staðar í Svíþjóð, er ráðlögð ákveðin takmörkun á fískneyslu til dæmis að ekki skuli borða físk- máltíð oftar en tvisvar í viku. Ráð- leggingamar eru í samræmi við það magn eiturefna sem mælst hefur í fiski á viðkomandi svæðum. Það er þess vegna eðlilegt að kröf- ur um eftirlit með eiturefnum í físki fari vaxandi og nauðsynlegt er fyrir okkur íslendinga að mæla magn eiturefna í okkar afla, meðal annars til þess að standast sam- keppni á markaðnum. Þrátt fyrir mikilvægi verður ekki fjallað hér um eiturefni í físki held- ur um almennt hollustugildi hreinnar vöru. Hér á eftir verður fjatlað stutt- lega um hollustugildi fisksins, leit- ast verður við að útskýra sérkenni fískfitunnar, fjallað um fiskneyslu hérlendis, hugsanleg áhrif fisk- neyslu á heilsufar og sjúkdóma og hvort jafnvel megi nota fisk í stað lyfja í sumum tilvikum. Fiskur og hollusta Almennt má segja að hollustu- gildi fisks sé mikið. Fiskur er góð- ur próteingjafi, þar sem prótein- hlutfallið er á við magurt kjöt og fímmfalt á við mjólk. Hann er einn- ig auðugur af ýmsum nauðsynleg- um steinefnum, og þá sérstaklega joði, og dijúgur vítamíngjafí, til dæmis fínnast B-vítamínin helst næst roðinu og í hrognum, en fitu- leysanlegu vítamínin A og D fínnast aðallega í fískfitu sem físk- urinn safnar ýmist á búkinn eða í lifrina. Lýsi er unnið úr lifrarfítu en fískolíur geta bæði verið fita úr lifur og holdi. Fiskur er afar misfeitur, bæði er fítan breytileg eftir árstímum í í seinni tíð hefur at- hygli manna þó fyrst og fremst beinst að þeim verndandi áhrif- um sem neysla sjávar- afurða virðist hafa gegn hjarta- og æða- sjúkdómum. mörgum tegundum en einnig er mikill munur milli físktegunda. Þorskur, ýsa og fleiri tegundir hafa nær enga búkfítu allt árið á meðan aðrar tegundir til dæmis sfld safnar verulegri búkfítu, en allt að 20% holdsins geta verið fíta. Fita er orkuríkasta næringarefnið og gefur rúmlega tvöfalt meiri orku en kolvetni og prótein. Þorsk- ur er því orkulítil fæðutegund en síld orkumikil. íslensk manneldismarkmið eins og manneldismarkmið annarra vestrænna ríkja miða að minnk- aðri heildarfítuneyslu, breyttri fítusamsetningu fæðisins og orku- neyslu sem viðheld'ur eðlilegri lík- amsþyngd, en ofeldi er of algengt meðal þessara þjóða. Fiskneysla ætti að geta auðveldað leiðina að þessum markmiðum þar sem fískur er ýmist fítulítill eða inniheldur þá gerð af fítu sem talið er æskilegt að auka í fæðinu. Fiskur og fitur Fiskur er misfeitur en fíta físks- ins er að mestu leyti fjölómettaðar fítusýrur sem eru taldar mjög æskilegar heilsu manna, á meðan mettuð fíta af landdýrum eins og mjólk og feitar mjólkurafurðir og feitt kjöt, er talin óæskileg. Um fitusýrur Þríglýseríð eða fíta er alltaf byggð úr glýseróli og þremur fítu- sýrum. Glýseról hlutinn er alltaf eins en fítusýru hlutinn getur verið mismunandi á tvo vegu, hvað varð- ar lengd kolefniskeðjunnar og fjölda svokallaðra tvítengja. Mett- uð fita er þríglýseríð sem inniheld- ur eingöngu mettaðar fítusýrur. Það eru fítusýrur með engum tví- tengjum. Hvert kolefnisatóm er tengt fjórum öðrum atómum og bindistaðir þess mattaðir. Mettuð fíta er eins og áður sagði aðallega í afurðum landdýra. Omettuð fíta er þríglýseríð sem inniheldur fítu- sýrur sem hafa eitt eða fleiri tví- tengi. Hvert kolefnisatóm er tengt færri en fjórum öðrum atómum og bindistaðir þess eru því ómettaðir, atómið myndar tvítengi úr ómett- uðum bindistöðum. Omettuð fíta er aðallega í jurtaolíu og sjávaraf- urðum. Fjölómettaðar fitusýrur skiptast í tvo hópa, 1. Línólsýruhóp, sem einnig er nefndur omega-6 og 2. Línólensýruhóp eða omega-3. Omega-talan sem einnig er oft táknuð með w-i segir til um hvar fyrsti tvíbindingur er á fítusýrunni talið frá svokölluðum methylenda fítusýrunnar. Þegar fjallað er um fitusýrur eru oft notuð tákn sem einnig gefa til kynna fjölda kolefn- isatóma og íjölda tvíbindinga. Lín- ólsýran er þannig táknuð með 18:2 w-6 sem þá þýðir átján kolefnis- atóm, tvö tvítengi og fyrsti tvíbind- ingur á sjötta kolefnisatómi. Línól- sýran er magnbundið sú mikilvæg- asta. Hún er aðallega íjurtaolíum og afurðum hennar eins og smjör- líki. Línólensýran er í sojaolíu og í smjörlíki. Þær fítusýrur úr hópi omega-3 sem hafa langar kolefnis- keðjur og þá aðallega Eikósapenta- ensýra (EPA 20:5 w-3) og Dekósa- hexansýra (DHA 20:6 w-3) fínnast fyrst og fremst í físki og sjávar- spendýrum. Línól- og línólensýrur eru lífs- nauðsynlegar fítusýrur. Þessar fjölómettuðu fitusýrur eru ekki til staðar í líkamanum og hann getur ekki myndað þær, en þær eru starfsemi hans nauðsynlegar og verða því að fást með fæðunni. Neyslan er aðallega á fiormi þrí- glýseríða upprunnum úr jurtarík- inu eða úr hafínu. í norrænu mann- eldismarkmiðunum er iögð mikil áhersla á ráðlagða skammta af lífs- nauðsynlegum fítusýrum. Feitur fiskur eða magur? Neysla þeirra fítusýra sem fírinast í sjávarafurðum er talin hafa margvísleg og góð áhrif á heilsuna. Sumir halda því fram og ákveðnar rannsóknir benda til að samsetning fitunnar skipti því í raun meira máli en fítumagnið. Þegar mælt er með neyslu á feitum físki frekar en mögrum er það gert vegna gæða fískfítunnar því feitur fískur inniheldur vitanlega meira af omega-3 fítusýrunum en sá magri. Á móti kemur að feitur fískur er hitaeiningaríkari en mag- ur. Tafla 1 sýnir vatns-, fítu- og próteininnihald ýmissa algengra físktegunda. Til þess að fá í sig fískifítu þarf að neyta bæði milli- feitra og/eða feitra tegunda. Tafla 1 Magur fiskun Vatn% Fita% Prótein% Þorskur 79-82 0,1-0,9 15-20 Ýsa Millifeitur. 79-83 0,8-1,2 17-21 Koli 77-81 0,5-4,0 16-19 Lúða 76-79 0,8-2,0 17-20 Karfi Feitur fiskur 74-78 6,0-8,0 15-18 Sfld 60-75 7,3-30,0 14-20 Fiskur og neysla Samkvæmt niðurstöðum könn- unar á mataræði íslendinga sem gerð var árið 1990 kemur í Ijós að við borðum að meðaltali rúm- lega gramm, eða 1,1 gramm, á dag af omega-3 fitusýrum og þar af veita fískur og skeldýr þijá íjórðu hluta en lýsi ijóðung. Heildar- neysla íslendinga á físki og fískaf- urðum er um 73 grömm á dag. Við borðum meira af físki en nokk- ur önnur Evrópuþjóð. Ungt fólk borðar minnst af físki og mest er neyslan hjá fólki sem komið er yfír fímmtugt. Ura ráðlagða dagsskammta í íslensku manneldismarkm- iðunum er gert ráð fyrir að fíta veiti ekki meira en 35% af ork- unni. Kolvetni veiti um 50-60% af orkunni og prótein veiti að minnsta kosti 10% orkunnar, en ekki er getið sérstaklega um lífsnauðsyn- legar fítusýrur. í hinum nýju manneldismark- miðum Norðurlanda frá árinu 1988 er gengið enn lengra og mælt með að fítuinnihald fæðunnar fari ekki yfír 30% orkunnar. Lífsnauðsyn- legar fitusýrur ættu að leggja til að minnsta kosti þijá hundraðs- hluta orkunnar og ekki n>eira en 10% og omega-3 fítusýrur minnst hálfan hundraðshluta af orkunni, sem sainsvarar einu til þremur grömmum á dag. í ráðleggingum um mataræði er lögð áhersla á að minnka fítu- neyslu en fískifíta er þá undanskil- in. Ef miðað er við meðalneyslu íslendinga af orkuefnum sem veita um 2400 hitaeiningar á dag gætu ráðlagðir skammtar af lífsnauð- synlegum fítusýrum verið til dæm- is 10 grömm línól- eða omega-6 fitusýrur og þijú grömm af línólen- Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir sýru ásamt 0,35 grömmum af EPA og DHA. Þessi neysla af löngum kolefniskeðjum úr omega-3 hópn- um samsvarar neyslu af feitum físki tvisvar til þrisvar í viku. Fiskur og sjúkdómar Margar rannsóknir á þessu sviði hafa verið gerðar á Grænlending- um og Japönum en báðar þessar þjóðir eru þekktar fyrir mikla fisk- neyslu. Það sem meðal annars hefur orðið til að vekja áhuga manna á þessu viðfangsefni voru athuganir danskra vísindamanna sem rann- sökuðu mataræði og tíðni krans- æðasjúkdóma meðal Eskimóa á Grænlandi. Niðurstöðumar sýndu að Eskimóar sem lifðu samkvæmt gamalli hefð, nær eingöngu á sel- kjöti, hvalkjöti og físki, fengu nær aldrei kransæðasjúkdóma. Þessar athuganir bentu til þess að fítusýr- ur úr físki minnkuðu hættu á blóð- tappamyndun. Áðrar rannsóknir hafa einnig sýnt greinilega fylgni milli mikillar neyslu á feitmeti úr hafínu og lágr- ar tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hjá vissum þjóðfélagshópum í Jap- an. Á Vesturlöndum em hjarta- og æðasjúkdómar stórt heilbrigis- vandamál. Þeir era til dæmis al- gengasta dánarorsök karla én tíðni þessara sjúkdóma hefur farið lækkandi síðastliðin fímm til tíu ár. Helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma hérlendis era hækk- að heildarkólesteról, hækkaður blóðþrýstingur, hækkuð þríglýser- íð í blóðvökva, auk reykinga. Mat- aræði hefur áhrif á marga þessa áhættuþætti, til dæmis er þekkt að neysla á mettaðri fítu eykur lík- umar á hækkuðu kólesteróli í blóði. Það liggja fyrir niðurstöður sem sýna fram á að aukin neysla á físki ásamt fískolíum eins og lýsi geti minnkað áhrif áhættuþáttanna. í þessu sambandi er neysla á físki ef til vill hluti af bestu lausninni en hann hefur lítið af mettuðum fítusýrum, og ef hann er feitur er hann ríkur af íjölómettaðri fítu, auk þess sem hann er snauður af kólesteróli. Lág tíðni hjarta- og æðasjúk- dóma meðal Japana og Grænlend- inga hefur sem sagt verið tengd mikilli neyslu sjávarafurða. Meðal annarra þjóða sem einnig teljast borða mikið af sjávarafurðum er mikið hærri tíðni þessara sjúkdóma og jafn há og meðal þjóða sem nota lítið af físki. Hver getur verið ástæðan fyrir því að mikill munur er á áhrifum neyslu sjávarafurða í mismunandi þjóðfélögum? Það getur til dæmis verið mikill munur á neyslu omega-3 fitusýra og tengsl þessarar neyslu við aðra fituneyslu. Grænlendingar lifðu nær undan- tekningarlaust á sjávarafurðum og meðalneysla þeirra af EPA var sex og hálft gramm á dag sem er mjög mikið. Á sama tíma voru mettaðar fitusýrar um fimmtungur af heild- ar fitu fæðunnar, það er að segja hlutfall þeirra var mjög lágt. Meðal Japana er neysla á EPA Inga Þórsdóttir á bilinu fjórðungur úr grammi upp í tvö og hálft gramm á dag og neysla mettaðrar fítu enn lægri en meðal Eskimóanna. í Noregi þar sem tíðni hjarta- og æðasjúkdóma er há, og jafn mikil og víða þar sem fiskneysla er lítil, er neysla á EPA fjórðungur til eitt gramm á dag. Þó þessi neysla svipi til neyslu Japananna virðist hún ekki koma að gagni sem sjúkdómsvöm og er það vegna þess að á móti kemur hátt hlutfall mettaðrar fítu í fæð- inu, nálægt 40% af heildar fítu- neyslu. Því má álykta að í Noregi sé neysla á EPA of lág í saman- burði við neyslu á mettaðri fítu. En mikil neysla á mettaðri fítu er sá fæðuþáttur sem hefur mesta fylgni við hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta á einnig við hérlendis. Niðurstöður faraldsfræðilegra rannsókna sýna að í þeim löndum þar sem mikil neysla er á fjölómett- uðum fítusýram úr sjávarafurðum og lítil neysla mettaðra fítusýra er lág tíðni kransæðasjúkdóma. í löndum þar sem mikil neysla er á mettaðri fítu deyr hátt hlut- fall fólks af völdum hjarta- og æðasjúkdóma þrátt fyrir talsverða neyslu af físki. Enda er aðal áhættuþáttur æðakölkunar of hátt LDL-kólesteról í blóði og minnkað magn mettaðrar fítu í fæðinu er áhrifaríkast til þess að lækka LDL- kólesterólið. Það má því segja að minnkun á neyslu mettaðrar fítu sé fyrsta skrefíð til lækkunar kól- esteróls og þar með til þess að koma í veg fyrir æðakölkun. Nýjar tölur úr hinni svokölluðu sjö landa rannsókn sýna að það fínnst veikt öfugt samband milli innihalds af EPA og DHA í fæð- unni og dánartöiu af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta bendir einnig til þess að mikilli neyslu af EPA og DHA fylgi lægri tíðni kransæðasjúkdóms. A móti fannst ekkert samband með tilliti til innihalds af omega-6 fítusýra eða línólsýra. Rannsóknir hafa einnig verið gerðar á þeim sem borða Iítinn físk og ein slík var gerð í 25 þúsund manna bæ í Hollandi á áranum 1960-1980. Niðurstöður rannsókn- arinnar vora að 19% íbúanna borð- uðu engan fisk, en meðalneysla bæjarbúa var eingöngu 20 grömm á dag, þar af tveir þriðju hlutar magur fískur (þorskur) og einn þriðji feitur (sfld og makríll). Líkur á að deyja úr kransæðasjúkdómi minnkuðu eftir því sem fískneyslan var meiri. Þannig vora líkumar tvisvar til þrisvar sinnum minni meðal þeirra sem borðuðu meira en 30 grömm af físki á dag að meðaltali en meðal hinna sem eng- an físk borðuðu. Því hefur ekki enn verið svarað hvemig fískfitan eða íjölómettuðu fitusýramar EPA og DHA veita vöm gegn hjarta- og æðasjúkdóm- um. Niðurstöðum fjölmargra rann- sókna á áhrifum fiskolía á styrk kólesteróls í blóði ber ekki saman en þegar á heildina er litið virðist EPA og DHA ekki lækka styrk kólesteróls í blóði. Hins vegar virð- ast fitusýrumar hafa önnur mikil- væg áhrif. Fjölómettaðr fítusýrur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.