Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 41 Minning Þórður Þórðar- son frá Siglunesi sveitastjómarmálum og síðar í Lions-hreyfingunni. Allt frá þeim tíma höfum við hjónin verið tíðir gestir á fögru heimili þeirra hjóna, sem greinilega ber þeim fagurt vitni, en þar mun Sigrún miklu hafa ráðið vali á sjaldgæfum og vönduðum húsgögnum, auk §öl- margra verðmætra skrautmuna. Af löngum kynnum mínum af Sigrúnu á ég ekkert nema ljúfar minningar, og verður mér sérstak- lega hugsað til þess, hversu hún fagnaði mér og konu minni ætíð með fölskvalausri hlýju. Það fór ekki á milli mála að þar var maður staddur meðal vina. Frá ótal ljúfum samverustundum riijast upp um- ræður og atvik. Ég minnist þess sérstaklega hversu Sigrún var laus við dómhörku og illt umtal og reyndi gjaman, ef tilefni gafst til, að færa mál til betri vegar. Auðheyrt var að hún ætlaði engum illt. Ekki ræddi hún einkamál, en auðheyrt var eftir löng kynni að fjölskyldan var henni ævinlega ofarlega í huga — velferð bamanna og bamabarn- anna, enda em sterk fjölskyldu- tengsl augljós í þeirri fjölskyldu. Eg minnist þess að nokkrum sinnum komu eilífðarmálin til um- ræðu, og þar var Sigrún ekki í vafa um að framhaldslíf að loknu þessu. Á skilnaðarstund hlýt ég að minnast með þakklæti ótal samvem stunda og óska þessari vinkonu okkar hjónanna í þijátíu ár allar Guðs blessunar í því ljóssins landi, sem við viljum öll trúa að bíði okk- ar. Við hjónin sendum Jóni, börnum, tengdabömum, barnabörnum og öllum öðmm skyldmennum innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum þess jafnframt að minningin um elskulega eiginkonu móður og ömmu megi létta þeim sáran sökn- uð. Ingólfur Aðalsteinsson. Föstudaginn 20. nóvember barst okkur sú sorgarfregn að Sigrún frænka hefði orðið bráðkvödd á heimili sínu þá um nóttina. Enn eitt skarð er hoggið í systrahópinn, því ekki em nema rúm þijú ár síð- an Vigga lést. Við höfum alist upp við mikla samheldni þeirra systra, mæðra okkar. Fra því að við munum eftir okkur hafa þær notað hvert tæki- færi til þess að eiga saman ánægju- legar stundir og treysta fjölskyldu- böndin. Því eigum við það þeim að þakka hversu nátengd við erum. Þegar við sitjum hér öll saman eru þær ófáar minningarnar sem koma upp í hugann. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni að fara til Njar.ðvíkur til Sigrúnar og Donna. Þar var alltaf tekið vel á móti okk- ur og allt gert til þess að okkur liði sem best. Okkur er sérstaklega minnisstæð fjölskylduferðin frá því í sumar. Þá fóru systumar, makar, böm og barnaböm í langri bílalest austur að Laugavatni og áttu þar saman ánægjulegan dag. Allir skemmtu sér vel og þá ekki síst Sigrún sem lék á als oddi eins og ávallt á slíkum stundum. Viðmót Sigrúnar einkenndist af því hversu skapgóð hún var, hlý og jákvæð. Það þurfti ekki mikið til að gleðja hana. Hún var ekki með hávaða eða yfirgang. Sýndi öðrum tillitssemi og hallmælti eng- um. Það er þroskandi og mannbæt- andi að fá tækifæri til að alast upp með slíku fólki. Framkoma Sigrún- ar í okkar garð sýndi mikla vænt- umþykju og hún hafði ávallt áhuga á því sem við vorum að gera. Hún lét sér annt um okkur öll. Við mun- um sakna hennar. Með þessum fáu orðum viljum við kveðja okkar elskulegu frænku. Sigrún mun ávallt lifa í minningum okkar. Elsku Donni, Steinunn, Rebekka, Ásgeir og íjölskyldur, megi góður Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Systrabörnin. Fæddur 14. desember 1921 Dáinn 22. nóvember 1992 Þórður fæddist á Siglunesi við Sigluíjörð, yngstur fímm systkina. Ekki þekkti ég til Þórðar í bemsku, en eftir að hann fór að vinna fyrir sér, þá aflaði hann sér vélstjómar- réttinda og vann við vélgæslu, lengst af vélstjóri hjá Hrímni hf. í Siglufirði. Eftir að Þórður hætti hjá Hrímni, stofnsetti hann eigið fyrirtæki, þar sem hann framleiddi handlaugar og skylda hluti. Síðustu árin vann Þórð- ur einkum við viðgerðir á kæliskáp- um og frystikistum. Það máttu menn vita, að ef Þórður gekk frá slíku verki, þá þurfti ekki að kalla aðra til. Ekki var Þórður einn á báti á lífs- leiðinni, því hinn 14. desember 1946 gekk hann að eiga Margréti Áma- dóttur, ættaða frá Dalvík, og fylgdi hún manni sínum í öllum efnum. Saman byggðu þau upp hlýlegt og gott heimili, þar sem Þórður átti griðastað eftir erfiði dagsins. Þeim hjónum varð sjö bama auðið, sem öll eru uppkomin og hafa stofnað sín eigin heimili. Öll eru bömin búin að mennta sig og fóm tvö þau elstu í langskólanám. Bömin voru dyggi- lega studd af foreldmm sínum til að verða sem nýtastir þegnar, sem þau öll em. Skammt var á milli heimila okkar Þórðar um langt árabil og léku börn okkar sér saman, enda voru þau á líku reki. Ekki rekur mig minni til að nokkurn tíma hafi orðið árekstur milli heimilanna og vil ég þakka fyr- ir það, þó seint sé. Þórður var hlédrægur og hélt sér ekki fram, en var tryggur drengskap- armaður alla tíð. Ég hitti Þórð síðast 11. þ.m., hressan að vanda er við heilsuðum upp á frænda hans sem varð 75 ára þennan dag. Þórður hafði þá á orði að hann væri að fara til Reykjavíkur í uppskurð, sem hann og gerði. Aðgerðin sjálf mun hafa tekist eftir vonum, en eftirköst lögðu hann að velli. Það má með sanni segja, að Þórður stóð á meðan stætt var. Ekki gekk Þórður heill til skógar hin síðari ár, en þeir sem ræddu við hann og umgengust vissu ekki að þar fór sjúkur maður, því aldrei var kvartað. Nú þegar lífsbók Þórðar hefur verið lokað, munu margir sakna vin- ar í stað, þvi mikið var leitað til hans með allskyns fyrirgreiðslu þeg-- ar heimilistækin voru að bila. Und- antekning var ef ekki var sagt, já komdu með þetta, eða hitt, ég kem og lít á þetta. í nokkur ár hafa þau Þórður og Gréta verið ein í heimili, eftir að börnin fóru að heiman. Á heimilinu fann Þórður öryggi og hlýju, allt til hinstu stundar. Þórður hefur skilað sínu dagsverki með sóma og verður hans minnst með þakklæti og hlýhug af samferðafólki. Að lokum vil ég þakka samfylgd liðinna ára. Það er vissa mín að það bíða vinir í varpa, nú þegar vista- skipti hafa orðið hjá Þórði. Ég sendi eiginkonu, börnum, tengdabömum, bamabömum og öllum vandamönn- um, samúðarkveðjur. Sérstakar kveðjur eru til Margrétar Þórðardótt- ur, sem nú liggur á Sjúkrahúsinu í Siglufirði og fylgist með þaðan. Gréta, til þín berast fyrirbænir frá vinum og kunningjum ykkar hjóna. Flýt þér vinur í fegri heim kijúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Hvíl í friðarfaðmi. Ólafur Jóhannsson. Þegar Þórður gekkst undir hjarta- aðgerð í Landspítalanum fyrir rúmri viku óraði mig ekki fyrir því að hann ætti ekki afturkvæmt þaðan. Hann sem alltaf var svo jákvæður og að því er virtist hress, en allt getur gerst og þá sérstaklega undir svona kringumstæðum. Þórður fæddist á Siglunesi hinn 14. desember 1921, sonur hjónanna Þórðar Þórðarsonar vitavarðar, Brandssonar húsamanns á Kálfstöð- um, og Margrétar Jónsdóttur, Þor- lákssonar bónda á Siglunesi. Þórður og Margrét eignuðust sex börn sem öll náðu fullorðinsaldri, þau eru: Jón Guðmundur, fæddur 10. desember 1910; Sigríður Anna, fædd 5. október 1913; Jónas, fæddur 20. nóvember 1915; Gunnar Hafsteinn, fæddur 4. júní 1917; Þorbjörg, fædd 4. apríl 1919; og yngstur var Þórð- ur. Éru þau nú öil látin. Þórður ólst upp á Siglunesi en faðir hans lést er hann var á öðru ári og stóð þá Margrét móðir hans aðeins 29 ára gömul ein uppi með sjö börn, það elsta 13 ára og yngsta á öðru ári. Með miklum dugnaði, krafti og aðstoð móður sinnar tókst henni að koma öllum barnahópnum upp. Ung þurftu því systkinin að taka til hendinni og hjálpast að við ýmis störf bæði til sjós og lands, þætti þetta mikill þrældómur á böm- um í dag og erfiðar aðstæður sem ekki væri búandi við. Enda er erfitt að gera sér í hugarlund í dag hvern- ig margar fjölskyldur gátu fram- fleytt sér á ekki stærra landsvæði úti á Siglunesi í hálflélegum húsa- kynnum miðað við nútímakröfur auk þess sem mjög erfitt var með alla aðdrætti til staðarins. Þórður lauk námi í vélstjórafræð- um að þeirra tíma kröfum. Hann var stríðsárunum. Foreldrar hans, þau Katherine og John Hodgson, voru sæmdarfólk og reyndust tengdadótt- ur sinni vel. Svana og Roger voru gefin saman á íslandi en allt frá stríðslokum hafa þau búið vestan- hafs, lengst af í Massachusetts, fyrst í Wellesley en síðustu tvo áratugina eða svo á Þorskhöfða, Cape Cod. Börn þeirra Svönu og Rogers eru fimm talsins, þrír bræður og tvær systur. Elstur þeirra systkina er John Ives, tæknifræðingur, hann á einn son. Miðbróðirinn er Robert Eric, endurskoðandi, kvæntur Marciu Hodgson stjómmálafræðingi, þau eiga eina dóttur bama. Yngsti bróðir- inn er Thomas Ólafur, sem nýlega hefur lokið doktorsprófi í sálarfræði. Eldri systirin er Margret Svana, gift dr. Robert Enders verkfræðingi, þau eiga tvær dætur. Yngst bamanna er Laura Ágústa sem búið hefur síð- ustu árin í foreldrahúsum og hjúkrað móður sinni. Svana var falleg kona og glæsileg, svo að til þess var tekið. Á það raun- ákaflega vandvirkur og verklaginn og fátt sem hann gat ekki lagfært. Þórður kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Margréti Ámadóttur frá Dalvík, á afmælisdaginn sinn 1946. Þau eignuðust sjö börn sem öll eru á lífi, en þau eru: Sigríður Anna, alþingismaður, gift Jóni Þorsteins- syni presti; Árdís, rekstrarhagfræð- ingur, gift Bimi Bjamasyni rekstrar- hagfræðingi; Þórunn, húsmóðir, gift Willard Helgasyni skipstjóra; Ami Valdimar, skipstjóri, hans sambýlis- kona er Jóhanna Bjamadóttir sjúkr- aliði; Þórður, vélstjóri, kvæntur Heið- brá Sæmundsdóttur hjúkmnarfræð- ingi; Margrét Steinunn, húsmóðir, hennar sambýlismaður er Rafn Sveinsson verktaki; og yngstur er Jónas, nemi. Bamabömin eru 15. Ekki kann ég að greina frá at- hafnaárum Þórðar á Siglufirði, þar sem ég kynntist Þórði fyrst fyrir um það bil 15 ámm þegar ég tengdist honum, fyrst af afspum, svo hitt- umst við þegar hann kom til Reykja- víkur að hitta systur sína, Sigríði Önnu, sem var tengdamóðir mín. Mjög gott samband var alltaf á milli þeirra enda var hún stóra systir hans, eftir að hún var orðin sjúklingur á sjúkrahúsi Siglufjarðar vom ófá sporin sem eftir hann lágu til hennar að fylgjast með líðan hennar og at- huga hvort ekki væri eitthvað sem hann gæti gert fyrir hana. Ekki var farið til Siglufjarðar án þess að heimsækja Þórð og Grétu, þau vom miðpunkturinn á Siglufirði og alltaf hafa þau verið boðin og búin að liðsinna Öllum. Fyrir um það bil ári dvaldi Þórður hjá okkur hér í Reykjavík áður en hann hélt tjl Lúxemborgar í tilefni sjötugsafmælis síns, vomm við þá að grúska eilítið í ættfræðinni sem hann hafði mjög gaman af og upp- lýsti hann mig um marga forfeður sína og bemskuár á Siglunesi. Því miður sér maður nú að þá hefði ver- ið betra að gefa sér meiri tíma til að nema af honum fróðleik um lifnað- arhætti á Siglunesi og allt sem hann vissi um umhverfið þar og Nesdal- inn, öll örnefnin o.fl. sem átti að skrifa niður í næstu ferð með honum út á Nesi einhvem tíma seinna, en sú ferð verður ekki farin með Þórði. Fjölskylda mín vottar Grétu, böm- um og fjölskyldum þeirra innilegustu samúð. Blessuð sé minning Þórðar Þórðarsoiíar. Þuríður Jónsdóttir. ar jafnt við um þær mæðgur allar. Hún bjó yfir miklum listrænum hæfi- leikum, teiknaði og málaði, lék á píanó og unni góðri tónlist. Hún var með eindæmum myndarleg húsmóðir og bjó þar að handleiðslu móður sinn- ar og húsmæðranáminu í Sórey. Fjöl- skyldu sinni bjó hún fagurt og smekklegt heimili. Heimsóknir Svönu til íslands eftir að hún fluttist til Bandaríkjanna urðu færri en hún hefði kosið. Fyrstu árin átti hún ekki heimangengt vegna barnanna. Um miðjan sjöunda ára- tuginn veikist hún af liðagigt, sem lagðist þungt á hana. þrátt fyrir margar erfiðar læknisaðgerðir náði hún aldrei viðunandi bata. Svana var afkastamikill bréfritari. Bréf hennar til móður og systur gegnum árin bera umhyggju hennar fyrir bömum sínum og fjölskyldu fagurt vitni. Enda þótt hún væri oft illa haldin af veikindum, hafði hún ekki mörg orð um það í bréfum sín- um. Hugur Svönu leitaði jafnan til fs- lands, ekki síst til móður og systur, enda var samband þeirra mæðgn- anna náið þó miklar fyarlægðir skildu á milli þeirra. Hún var mikill íslend- ingur í sér og hélt ávallt íslenskum ríkisborgararétti þótt hún byggi vest- anhafs um áratuga skeið. Árin á ís- landi voru henni hugleikin og í bréf- um og samtölum minntist hún oft æskutíðar sinnar í Vestmannaeyjum, á Laugarvatni og í Reykjavík. Síðast heimsótti hún ísland sumarið 1984 og ól þá'von í bijósti að koma aftur í heimsókn. í síðasta samtati þeirra systra, hálfum mánuði fyrir andlát hennar, var hún full bjartsýni um að slíkri ferð gæti orðið innan tiðar. Hún átti þó aðra för fyrir höndum. Að leiðarlokum flyt ég fjölskyldu hennar vestanhafs samúðarkveðjur frá móður minni og okkur Dögg. Blessuð sé minnig Svönu Guðrúnar Jóhannsdóttur. _ Ólafur ísleifsson. Svana G. Jóhannsdótt- irHodgson - Minning Fædd 20. febrúar 1921 Dáin 12. nóvember 1992 í dag fer fram útför móðursystur minnar, Svönu Guðrúnar Jóhanns- dóttur Hodgson, í Wellesleyborg í Massachusettsfylki í Bandaríkjun- um, en hún lést á heimili sínu vestan- hafs 12. nóvember sl. Svana fæddist í Fagurlyst í Vest- mannaeyjum 20. febrúar 1921. For- eldrar hennar voru hjónin Magnea D. Þórðardóttir og Jóhann Þ. Jósefs- son, kaupmaður og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, síðar alþingismað- ur og ráðherra. Jóhann og Magnea áttu saman þijú börn, Svönu Guð- rúnu, Ágústu, fædd 1922, og Ólaf, fæddur 1928. Dóttir Jóhanns, Unn- ur, fædd 1911, ólst upp á heimili föður síns og gekk Magnea henni í móður stað. Svana ólst upp við ástríki foreldra í faðmi samheldinnar fjölskyldu. Mik- il eining ríkti í fjölskyldunni og sam- band systkina og foreldra var náið og gott. Á heimili fyölskyldunnar í Fagurlyst ríkti góður andi og glað- værð samfara hófsemi og festu. Jó- hann Þ. Jósefsson var heimilisfaðir með afbrigðum góður. Magnea var sköruleg húsfreyja á stóru heimili. Þar var og gestkvæmt enda áttu margir erindi við Jóhann, sem auk annarra starfa var ræðismaður Þýskalands í Vestmannæyjum. Nokkur sumur dvaldi fjölskyldan á Laugarvatni og átti þaðan bjartar minningar. Þar eignuðust þær systur Svana og Ágústa tryggar ævivinkon- ur. Þá heimsótti fjölskyldan oft Reykjavík og dvaldi þar um lengri og skemmri tíma uns hún fluttist þangað búferlum árið 1935. Jóhann og Magnea festu kaup á húseign að Bergstaðastræti 86 og þar stóð heim- ili þeirra. Fyrsta skarðið var höggvið í systk- inahópinn frá Fagurlyst þegar Unnur dó 1931 tvítug að aldri af völdum arfgengrar heilablæðingar. Ólafur var flugstjóri flugvélarinnar Glitfaxa sem fórst snemma árs 1951. Unnur og Ólafur áttu það sammerkt að vera efnilegt ungt fólk í blóma lífs- ins, þegar þau féllu frá langt um aldur fram. Svana naut almennrar menntunar eins og títt var um ungar stúlkur á þeim tíma. Hún lauk barnaskólanámi í Vestmannaeyjum og fermdist þar. í Eyjum hófu þær systur einnig nám í píanóleik. í tvö ár eða þar um bil stundaði hún nám við Verslunarskól- ann jafnframt því sem hún hélt áfram námi í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Veturinn 1937-1938 dvaldist hún í Wiesbaden og víðar í Þýskalandi við nám og sumarið 1939 stundaði hún nám í húsmæðraskól- anum í Sórey á Sjálandi. Svana giftist árið 1940 Sturlaugi Böðvarssyni útgerðarmanni á Akra- nesi, syni Haraldar Böðvarssonar útgerðarmanns og konu hans frú Ingunnar Sveinsdóttur. Svana og Sturlaugur settu saman bú á Akra- nesi og eignuðust eina dóttur barna, Ingunni Helgu, lækni, nú búsetta í Bandaríkjunum. Eiginmaður Ing- unnar er Haukur Þorgilsson, við- skiptafræðingur, og eiga þau fjögur börn. Svana og Sturlaugur slitu sam- vistir. Eftirlifandi maður Svönu er Roger B. Hodgson verkfræðingur, Banda- ríkjamaður af merkum enskum ætt- um, sem kom hingað til lands á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.