Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 Jólaglögg og bjór eru líka áfengi eftir Stefán Jónatansson Á bindindisdegi fjölskyldunnar er rétt að staldra við og athuga hina ýmsu þætti áfengisneyslunnar. Hún hefur í gegnum tíðina haft svo mikil og átakanleg áhrif á fjölskyld- una, bæði með beinum og óbeinum hætti. í þessu sambandi væri ekki úr vegi að minnast aðeins á einn alvarlegan þátt þessara mála, og er það ölvunaraksturinn. Hann er stóit vandamál og má lesa og heyra í viku hverri óskemmtilegar frá- sagnir af hinum mörgu hliðum, sem þetta vandamál tekur á sig. Margir þeir sem grunaðir eru um ölvun við akstur, eru oft réttindalausir, hafa ekki aldur til að taka próf, eða ver- ið sviptir því í lengri eða skemmri tíma. Nöturlegar staðreyndir blasa einnig við þegar ljóst er hve marg- ir ölvaðir ökumenn eiga aðild að umferðaróhöppum bæði stórum og smáum. Oft hefur þurft að eltast við þessa ölvuðu ökumenn um stræti og torg eftir að þeir hafa flúið af vettvangi eftir að hafa slas- aða fólk, skemmt bifreiðir og mann- virki. Þessir eltingaleikir hafa oft endað með skelfmgu og vegfarend- ur átt fótum sínum Iíf að launa. Ekið hefur verið með ofsahraða um þéttbýli og ekki neinum hlíft, hvorki munum né mönnum. Oft hefur mér flogið í hug hvort þetta sé réttlæt- anlegt, og fjöldi bifreiða tekur þátt í þessum eltingarleikjum eftir Fallegir og sérstakir aðventukransar. Margar tegundir. Mörg verð. BLÓMA.GALLERÍ ■gd þröngum götum þar sem mannslíf eru oft á tíðum í hættu eins og dæmin margoft sanna. Það hlýtur að koma niður á fjárhag heimilisins þegar kemur að skuldadögum þess- ara ökumanna. Borga þarf misháar sektir eftir því hve brotið er alvar- legt eða hvort um endurtekningu sé að ræða, auk ökuleyfíssviptingar um lengri eða skemmri tíma. Þá getur komið til greiðslu skemmda er ökutæki þess ölvaða hefur valdið og eru það oft mjög háar upphæðir sem einstaklingar þessir eru ekki borgunarmenn fyrir. Oft á tíðum hafa þessir ökumenn verið á sínum atvinnutækjum og hafa um leið svipt sig og sína nánustu tekjum heimilisins með stundargáleysi. Ömurleg staðreynd það. Nú í haust hafa verið haldnar svokallaðar bjórhátíðir sem er inn- fluttur siður sem bjórframleiðendur og sölumönnum þeirra dettur í hug að efna til undir ýmsum gylltum kostum og reyna að höfða til lands- manna. Þetta uppátæki hefur vakið upp ýmsar spumingar og teljum við bindindismenn þetta vera dulbú- inn áróður til þess að auka áfengis- neysluna. Eins og margoft kom fram í fréttum var ekki alls staðar fínheitunum fyrir að fara á þessum hátíðum, og gyllingin og ljóminn fljótt farinn að fölna þrátt fyrir hátíðlegt tal um alla stemmninguna sem fylgir þessu. Við þurfum endi- lega að læra góða drykkjusiði að þeirra sögn. Þegar mest gekk á í öllum þessum hátíðarhöldum, var skip fengið fyrir þá bjórglöðu, sem sigldi síðan um flóann hér í haust- myrkrinu. Nú fer í hönd mesta skammdegið og jólin nálgast með allri sinni miklu umferð bæði ak- andi og gangandi. Þá fara margir af stað með einn innfluttan ósiðinn, sem er jólaglöggið. Þessi ósiður er að verða eins og hvert annað æði síðustu daga fyrir jólin. Hinir ýmsu aðilar stofnanir og fyrirtæki kepp- ast við að auglýsa þessa innfluttu menningu í kapp við annað sem tilheyrir ljóssins hátíð. Er þetta miður og skygggir verulega á boð- skap þann sem tengdur er fæðingu frelsarans. Það veitir ekki af að allir séu vel fyrirkallaðir þar sem aksturskilyrði eru víða erfið þessa stystu daga ársins. Það hefur oft komið fram að ýmsir telja bjórinn og glöggið varla til áfengis, og þess- ir drykkir þ'að meinlausir, að aka megi bifreið eftir neyslu þeirra. Ökumenn ættu að gera sér það ljóst „Ökumenn ættu að gera sér það ljóst að allt er þetta áfengi sama, hvað það heitir. Það er ömur- legt að ranka við sér eftir athugunarleysi og hafa slasað sjálfan sig og aðra og valdið stór- felldu eigna1jóni.“ að allt er þetta áfengi sama, hvað það heitir. Það er ömurlegt að ranka við sér eftir athugunarleysi og hafa slasað sjálfan sig og aðra og valdið stórfelldu eignatjóni. Því ættu allir ökumenn að skilja bifreið sína eftir og ganga heldur heim eins og segir í kvæðinu. Best er að vera allsgáð- ur og akandi. Höfundur á sæti í Framkvæmdanefnd Stórstúkunnar og er starfsmaður Sjóvár-Almennra trygginga. Jólavaka bamabókaráðsins HIN ÁRLEGA jólavaka barna- bókaráðsins, íslandsdeildar IBBY verður í Norræna húsinu, fyrsta sunnudag í aðventu, 29. nóvember kl. 15. Lesið verður upp úr nýjum bók- um. Gunnar Helgason, Heiður Bald- ursdóttir og Þórarinn Eldjárn lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum, Gogga og Gijóna, Háskaleik, Heimskringlu og Litarími. Sigþrúð- ur Gunnarsdóttir les úr bókinni Sögustund sem Silja Aðalsteins- dóttir hefur tekið saman. Einnig verður lesið úr bókinni Pípuhattur galdrakarlsins eftir Tove Jansson sem kemur nú út að nýju. Barnakór Grensáskirkju syngur jólalög undir stjóm Margrétar Pálmadóttur. Dagskráin er að þessu sinni í samvinnu við forlögin Forlagið, Mál og menningu, Vöku-Helgafell, Örn og Örlyg og Norræna húsið og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn. Sýning um Múmínálfana verður opnuð eftir dagskrána í anddyri Norræna hússins og kvikmyndasýn- ing með þeim byijar kl. 14. Allir eru velkomnir og er aðgang- ur ókeypis. (Fréttatilkynning) Hráefnisland um alla framtíð? HAGAMEL 67 S. 26070 eftir Friðrik Einarsson í ágætri grein Baldurs Péturs- sonar í Morgunblaðinu 19. nóvem- ber sl. um „Vandamál sjávarútvegs- ins“ segir svo m.a.: „Það þarf því ekki að koma á óvart að útfiutning- ur á óunnum fiski hafí farið vax- andi á seinustu ámm. Þessi stefna er reyndar með sömu einkennum og beitt var gegn nýlendum fyrr á árum (nýlendustefna), með skelfi- legum afleiðingum fyrir mörg hrá- efnislönd, þar sem iðnþróun og full- vinnslu var í raun haldið niðri á stigi frumframleiðslu, með afleið- ingum minni verðmætasköpun, minni hagvöxtur og verri lífskjör en ella í viðkomandi löndum.“ í staðinn fyrir „óunninn fisk“ í þessari grein mætti að mínum dómi setja raforku. A.m.k. er hér um hliðstæðu að ræða. Þeirri skelfílegu stefnu að flytja út raforku handa útlendingum um sæstreng virðist aukast fylgi. Jú, við getum víst ekki flutt íslensku fallvötnin út til afnota fyrir útlendinga á annan hátt. Annars myndu sjálfsagt ein- hveijir vera tilbúnir til þess. — Og fá fyrir slatta af peningum. — Það er talað um að reisa sæstrengsverk- smiðju, sem veiti að sumra áliti 400 manns vinnu, aðrir segja 100, kannski í 15 ár. En hvað svo? Vinn- an búin? Rífa verksmiðjuna? Allt „íslendingar mega ekki missa allan móð þótt bygging- álvers dragist, þó um of hafi verið ein- blínt á það sem eina möguleikann.“ starfsfólkið missir vinnu á einum degi. Hvílík stórhuga framtíðarsýn. Auk þess: Það þykir kannski svartsýni, en ég er sannfærður um, að skemmri eða lengri tíma eftir lagningu strengs þessa — alltént ef íslendignar eiga hann að meira eða minna leyti sjálfir — þá ráða útlendingar alfarið verði rafmagns- ins. Engir samningar þar um munu halda. Þið verðið áfram svo skuld- ugir, að þið verðið að sætta ykkur við hvaða verð sem þeir ákveða. En þeir sem framleiða strenginn og leggja hann munu fá vænar fúlg- ur. í eitt skipti fyrir allt. Um alllangt skeið hefír ríkt mik- il bjartsýni vegna væntanlegrar inn- göngu í EES og streymi erlends fjármagns inn í landið til þess m.a. að hjálpa okkur til að fullvinna hrá- efni okkar — og fjárfesta í öðru. Nú er allt í einu söðíað um og áhug- inn beinist einvörðungu að áfram- haldandi útflutningi hráefnis, í þessu tilviki orkunnar. íslendingar mega ekki missa allan móð þótt bygging álvers dragist, þó um of Friðrik Einarsson hafí verið einblínt á það sem eina möguleikann. Stefna okkar á og hlýtur að vera sú, að bjóða útlendingum að koma hingað, reisa verksmiðjur, stofna fyrirtæki stór eða smá, sem nota raforku, og veita íslendingum vinnu. Segja við þá: Þið skuluð fá heitt vatn úr iðrum jarðar, raforku eins mikla og við getum framleitt, hvort tveggja á verði sem um semst og við skulum útvega ykkur vel menntað vinnuafl. En fallvötnin og orkuna sem þau framleiða viljum við sjálfir eiga nú og um alla fram- tíð. En orkuna verðið þið að nota á íslandi. Höfundur er fyrrverandi yfirlæknir skurðlækningadeildar Borgarspítalans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.