Morgunblaðið - 29.11.1992, Qupperneq 12
Jochen Spilker
þjálfari og
skjólstæðingur
hans, 400 metra
spretthlaupar-
inn Gaby Buss-
mann; þau urðu
hjón.
Thomas Springstein þjálfari og spretthlauparinn Katrín Krabbe á eyjunni Krít í maí sl.
Í sumum til-
vikum lofa
iþrótfaþjálf-
arar stúlk-
unum jafn-
vel kynlifs-
unadi aó
launum fyrir
allt erfióió
og þær píslir
sem óhjá-
kvæmilega Christian Gehrmann þjálfari í kúluvarpi Heimsmethafi í 400 metra hlaupi kvenna, Marita Koch (35) og eigin-
eru samfara
og Eva Wilms meistari í fimmtarþraut. maður hennar og þjálfari, Wolfgang Meier (49).
LENGI vel var lyfjanotk-
un íþróttamanna nánast
forboðið umræðuefni, en
annar næsta algengur
þáttur í þjálfun íþrótta-
fóiks hefur heldur ekki
verið mikið til umræðu
hingað til: Þjálfarar
ungra íþróttakvenna
ganga oft og tíðum svo
rösklega til verks í mót-
unarstarfi sínu að stúlk-
urnar verða þeim sálrænt
háðar í einu og öllu.
Markmiðið með svo of-
urnánu sambandi er að
efla hvöt stúlknanna til
enn meiri afreka, stæla
vilja þeirra til að setja
fleiri met.
«
Strangar sálrænar þjálfunar-
aðferðir tryggja þjálfurun-
um skilyrðislausa fylgi-
spekt og hlýðni stúlknanna; í sum-
um tilvikum lofa íþróttaþjálfarar
stúlkunum jafnvel kynlífsunaði að
launum fyrir allt erfiðið og þær
píslir sem óhjákvæmilega eru sam-
fara langvinnri þjálfun. Það nægir
oft að þjálfarinn gefi örlitlar bend-
ingar til að hafa stjórn á hlaupa-
konunum tveimur: Ein bending
með fingri og þær beygja hnífjafnt
á kaflaskiptri hlaupabrautinni; ör-
lítil höfuðhneiging og þær taka
samtímis á sprett, hávaxna ljós-
hærða stúlkan og svarthærða lág-
vaxna stúlkan, láta eins vel að
stjórn og grágæsirnar í atferlis-
rannsóknum austurríska vísinda-
mannsins Konrads Lorenz. í átta
ár segist þýski frjálsíþróttaþjálfar-
inn Thomas Springstein hafa unnið
að því „að hræra stelpumar í lunga-
mjúkt deig“.
Spretthlauparinn Katrín Krabbe
var 14 ára gömul þegar hún komst
í hóp efnilegustu ungra íþrótta-
stúlkna undir handleiðslu Spring-
steins hjá íþróttafélaginu SC Neu-
brandenburg árið 1984. Grit Breu-
er, afar efnilegur 400 metra hlaup-
ari, var einungis tólf ára þegar
Springstein hóf að þjálfa hana. „Ég
held þráðunum í sálarlífi þeirra í
hendi mér,“ segir Springstein stolt-
ur yfir áhrifum sínum. Katrín
Krabbe, sem orðin er tvöfaldur
heimsmeistari, beygir sig: „Ég þarf
á einhverjum að halda sem gefur
mér spark í botninn.“ Og Evrópu-
meistarinn Grit Breuer játar lika:
„Ég er öll á valdi þjálfara míns.
Ef honum gengur vel, hugsa ég
ekki út í neitt frekar." Það var
ekki fyrr en þessi „skipulega sam-
setta eining" hafði lent tvisvar í
lyfjamálum á sex mánaða tímabili
að nokkrir brestir þóttu komnir í
þetta fyrirmyndar sigurverk. Sá
endi sem fyrst um sinn hefur verið
bundinn á gullverðlauna-verkstæð-
ið í Neubrandenburg beinir athygl-
inni að einni hlið mála í hinum
langvinnri
þjálfun.
raunverulega íþróttaheimi sem lát-
in hefur verið liggja í þagnargildi.
í mörgum þjálfunarstöðvum víða
um heim eru íþróttakonur með-
höndlaðar sem hrein og bein við-
fangsefni: „Liffærakerfi“ þeirra er
tekið í þjónustu þjálfara og íþrótt-
asérfræðinga sem hvert annað tæki
til að ná settu marki. Þjálfararnir
koma því inn hjá íþróttakonunum
að þær séu samsteypa á jafnréttis-
grundvelli sem í einu og öllu miði
að því að ná sameiginlegu tak-
marki — að setja met.
Tilfinningamál
Það er orðin hefð fyrir því að
íþróttaþjálfarar séu karlmenn;
þjálfunarbúðir eru nær alltaf að-
greindar fyrir konur og karla. For-
eldrar láta dætur sínar nánast skil-
yrðislaust í umsjá þjálfara, sem á
vissu skeiði gegna hlutverki uppal-
andans. Þeir eru í fyrstu föðurlegir
vinir, þá samstarfsmenn og að lok-
um getur svo farið að ungæðislegar
tilfinningar stúlknanna beinist að
þeim. Það leiðir þá til ástleitins
spennusambands sem er einstak-
lega vænlegt til árangurs, þar sem
hægt er að nota slíkt samband til
að ná betri árangri ef kænlega er
á málum haldið. Margar stúlkn-
anna hlaupa einungis til að þókn-
ast þjálfaranum sínum, og hver ný
stúlka sem tekin er í þjálfunarhóp-
inn eykur á ótta hinna sem fyrir
eru um að „þurfa að deila“ þjálfar-
anum með þeirri nýju. íþróttastúlk-
ur líta sumar hverjar á það sem
hámark allrar sælu ef þjálfarinn
tárast af gleði og stolti yfír unnu
afreki þeirra: „Það sýnir hvað hon-
um þykir vænt um mig.“
Það er framar öllu hina langa
dvöl í þjálfunarbúðunum sem gerir
það að verkum að þjálfurunum
gefast tækifæri til nánustu kynna.
I könnun sem Félagsfræði- og
skoðanakönnunarstofnunin í
Zurieh lét gera á viðhorfum afreks-
fólks í íþróttum sögðust 70% þeirra
478 sem spurðir voru „vera farin
að sakna kynlífs" eftir að hafa
verið meira en eina viku að heim-
an. íþróttakonur sem frá upphafi
afreksferils síns höfðu hlýtt leið-
beinanda sínum í einu og öllu hófu
næstum því sjálfkrafa „ástarsam-
band við þjálfarann".
Játningar
Sú hörkuþjálfun sem afrekskon-
ur í íþróttum þurfa sætta sig við
leiðir í fjölmörgum tilvikum til held-
ur ókvenlegs útlits vegna óhjá-
kvæmilegrar aukningar á vöðvum,
snerpu og afli. Þessar konur eru
því oft einkar þakklátar þjálfurum
sínum fyrir að ýta undir þá tilfinn-
ingu að þær séu samt mjög aðlað-
andi og eftirsóknarverðar sem kon-
ur.
í norska sjónvarpinu skýrðu fjór-
ar fþróttakonur nýlega frá sam-
bandi slnu við þjálfarana. Sautján
ára stúlka lýsti því hvernig þjálfari
sinn hefði neytt sig til að gangast
undir fóstureyðingu eftir að hún
varð þunguð af hans völdum, „til
þess að ég eyðilegði ekki íþróttafer-
il minn“.
Önnur stúlka sagðist í fyrstu
hafa verið hreykin af því að þjálfar-
inn hafði sýnt henni ótvíræða ást-
leitni, en svo hafí hún komist að
því að hann var þá líka í tygjum
við aðrar stúlkur í íþróttafélaginu.
Forsetj norska íþróttasambandsins
játaði að „það væri mun meira
vandamál en hingað til hafði verið
álitið að ungar íþróttakonur væru
þvingaðar til að_ hafa kynmök við
þjálfara sína“. Álitið er að ástand
mála sé áþekkt þessu í öðrum lönd-
um heims.
Þýski þjálfarinn Christian Gehr-
mann hefur verið tekinn sem dæmi
um mann sem kann sálfræðileikina
út í ystu æsar. Hann stóð í ástar-
sambandi við heimsmeistarann Evu
Wilms, kringlukastsdrottninguna
Ingra Maneke og ólympíusigurveg-
arann Claudiu Losch hveija á fætur
annarri. íþróttaforystan lét kaldrif-
jaðar aðferðir Gehrmanns viðgang-
ast vegna þess hve góðum árangri
hann náði. Stúlkurnar lögðu sig
allar fram í þeirri von að verða
eftirlætiskona Gehrmanns. En þeg-
ar þjáflarinn var gagnrýndur svar-
aði hann stutt og laggott: „Hveij-
um kemur það við hvort ég fer út
með laglegri stelpu?“
Heimild: Der Spiegel