Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 Líf bresku konungsfjölskyldunnar er orðið líkast óendanlegri sápuóperu ELÍSABET Bretadrottning hefur orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru í ár og þvi er engin furða að hún skuli hafa lýst árinu sem annus horribilis í ræðu í vikunni. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað í fjölmiðiunum vegna hjóna- bandserfiðleika í fjölskyldu drottningarinnar og nú síðast varð bruninn í Windsor-kastala til þess að hún lét undan kröfum um að skattfríðindi hennar yrðu afnum- in. Sýna skoðanakannanir að 80% Breta telji réttmætt að konungs- fjölskyldan greiði skatt. Windsor- ættin hefur ekki staðið jafn illa að vígi á þessari öld frá því Ját- varður VIII afsalaði sér konung- dómi árið 1936 ogýmsirteljajafn- vel að árið 1992 sé það ömurleg- asta I sögu konungsfjölskyldunnar frá því árið 1649, er Oliver Crom- well lét hálshöggva Karl fyrsta Bretakonung. Vangaveltur um hvort konungsveldið sé nú í þann mund að Iíða undir lok er ekki lengur bara að finna á síðum breskra æsifréttablaða heldur eru flest virtustu blöð veraldar farin að velta þeim möguleika fyrir sér. Hjónabönd þriggja af fjórum börnum Elísabetar drottn- ingar hafa verið undir smá- sjá fjölmiðla í ár og er farið að kalla ástandið í konungsfjölskyld- unni „Palace Dallas"; raunveruleik- inn er orðinn að óendanlegri sápu- óperu, sem farinn er að slá flestum „sjónvarpsfyrirmyndunum" við. Anna prinsessa og Mark Philips fengu skilnað í apríl eftir 18 ára hjónaband og er henni nú fijálst að gifta sig að nýju eftir að búið er að setja niður deilur um skiptingu 1.524 brúðkaupsgjafa. Andrés prins og Sarah Ferguson skildu að borði og sæng og nokkrum mánuðum síðar birti dagblaðið Daily Mirror myndir á forsíðu af hertogaynjunni hálfn- aktri láta vel að John Bryan, sköllótt- um auðjöfri frá Texas, að bömum sínum aðsjáandi. Verður Karl aldrei konungur? Hjónabandserfíðleikar Karls krón- prins og Díönu prinsessu hafa reglu- lega verið umfjöllunárefni æsifrétta- blaða og fregnir herma að þau hafí samið um að búa hvort í sínu lagi en halda hjónabandinu gangandi að nafninu til. í bók Andrews Mortons um Díönu, sem gefín var út fyrr á árinu, er dregin upp mjög sorgleg mynd af hinu konunglega hjónabandi og því meðal annars haldið fram að Díana hafí að minnsta kosti fímm sinnum reynt að stytta sér aldur sökum óhamingju. Þýska tímaritið Spiegel lýsir áhrifum þessara upp- ljóstrana á breskan almenning þann- ig að draumaprinsinn Karl hafi á einni nóttu breyst í herfilegan frosk. Umfjöllun fjölmiðla um upptökur á samtölum Karls Bretaprins og Dí- önu við meinta elskhuga sína hafa líka kynt undir kröfum um að kon- ungsveldið verði lagt niður og komið Brúðkaup í Töfralandi Draumaprinsinn Karl hefur á einni nóttu breyst í herfílegan frosk. á lýðveldi. Því hefur jafnvel verið haldið fram að lýðveldissinnar hafi látið bresku leyniþjónustuna, MI5, taka upp samtal Karls og gamallar vinkonu hans og giftrar konu, Cam- illu Parker-Bowles, 15. desember 1989, til að grafa undan krónprinsin- um og konungsveldinu. í símtalinu, sem birt var í breskum síðdegisblöð- um á dögunum, lýsti prinsinn ást sinni til Camillu á mjög opinskáan hátt. Nokkrum mánuðum áður hafði Sun birt upptöku af áþekku símtali sem Díana hafði átt við vin sinn, James Gilbey, á gamlárskvöld 1989. Á móti má benda á að það væri óneitanlega ákveðin kaldhæðni ör- laganna ef grunur um ástarútúrdúra, hvort sem er í orði eða á borði, yrðu bresku konungsfjölskyldunni að falli, en meðal þekktustu forfeðra núver- andi valdhafa er Hinrik áttundi, sem ekki hikaði við að slíta sambandið við páfa til að fá sínu framgengt í ástarmálunum. Margir sem eru kunnugir í Buck- ingham-höll telja samt óhugsandi að Karl geti orðið konungur eftir það sem undan er gengið. Bresk æsi- fréttablöð hafa jafnvel haldið því fram að Karl hafí sjálfur beðist und- an því að verða krýndur konungur, en talsmaður drottningarinnar vísar því algjörlega á bug. Þrálátur orð- rómur er þó á kreiki um að drottning- in hyggist ekki draga sig í hlé næstu 10-20 árin, en hún er nú 66 ára og gæti náttúrlega orðið jafn langlíf og drottningarmóðirin, sem er 92 ára. Að þeim tíma liðnum gæti hún til- nefnt Vilhjálm prins, son Karls og Díönu, sem ríkisarfa. Fjórða barn drottningarinnar, Ját- varður prins, sem er 28 ára gamall, I virðist ekki á þeim buxunum að Hneyksll Bresk æsifréttablöð hafa velt sér upp úr einkalífí konungsfjöl- skyldúnnar. ganga í hjónaband og í slúðurdálkum nokkurra blaða hefur ítrekað verið ýjað að því að hann sé samkyn- hneigður. Aftur og aftur eru dregnar fram einhveijar fegurðardísir sem halda slíku fram og vitna til eigin reynslu af prinsinum því til stuðn- ings. Nú síðast komst slíkur orðróm- ur á kreik í byijun þessa mánaðar í kjölfar yfírlýsinga sænskrar fyrir- sætu, Ulriku Jonsson. Konung-dæmið dýrt í rekstri Framlag breska ríkisins til drottn- ingarinnar og fjölskyldu hennar vegna skyldustarfa þeirra nemur um 9,8 milljónum punda á ári, hartnær milljarði ISK. Drottningin fær jafn- virði um 750 milljóna ISK á ári, en þess ber að geta að 75% þeirrar fjár- hæðar fer í að greiða starfsmönnum hennar laun. Að auki greiðir ríkið fyrir viðhald á fimm höllum fjölskyld- unnar, rekstur lystisnekkjunnar Brit- anníu með 256 manna áhöfn, auk einkalestar, flugvéla og þyrlna sem fjölskyldan notar. Alls nema þessar greiðslur jafnvirði rúmra sex millj- arða ÍSK. Breska ríkið hefur greitt sem svar- ar rúmum tveimur milljörðum ÍSK fyrir rekstur hallanna og breska rík- isendurskoðunin ákvað á miðvikudag að fyrirskipa rannsókn á því hvernig þessum fjármunum hefur verið varið. Robert Sheldon, yfirmaður stofnun- arinnar, sagði að rannsóknin hefði verið ákveðin vegna þess að hallirnar væru ekki tryggðar og því ekki háð- ar ströngum reglum sem trygginga- fyrirtæki hafa sett um öryggi og eld- varnir. Elísabet Bretadrottning lýsti því fyrst yfir árið 1952, er hún tók við völdum, að hún væri reiðubúin að greiða skatta, væri það ósk þingsins. Nú bendir fiest til þess að sú verði loks raunin en bresk skattyfírvöld eiga mjög vandasamt verk fyrir höndum þegar kemur að því að meta af hveiju drottningu beri í raun að greiða skatta. Hvaða „tekjur“ hennar eða eignir eru skattskyldar og hvaða skattprósentu ber að styðjast við? Það hefur lengi verið hálfgert rík- isleyndarmál hversu miklar eignir Bretadrottning, sem stundum hefur verið kölluð ríkasta kona veraldar, eigi í raun og mat manna á því ver- ið ærið misjafnt. Heimildir breska dagblaðsins Daily Telegraph í Buck- ingham-höll herma þó að innleysan- legar fjárfestingar hennar séu um 50 milljónir punda eða sem samsvar- ar um 5 milljörðum ÍSK. Árstekjur drottningar, reiknaðar út frá þeirri tölu, ættu því að nema um 5 milljón- um punda (500 milljónir ÍSK) á ári og má gera ráð fyrir að skattstofn drottningar verði nærri þeirri tölu. Þá geta skattyfírvöld ekki búist við að skatttekjur vegna Bretadrottning- ar verði mikið meiri en 2 milljónir punda á ári. Það er gífurlega vandasamt að meta eignir Bretadrottningar til fjár en segja má að þær skiptist í þijá flokka. I fyrsta lagi ber að nefna eignir þær sem tilheyra í raun kon- ungdæminu en ekki konungi eða drottningu hvers tíma persónulega. Undir þessa skilgreiningu falla Buck- ingham-höll, Windsor-kastali, skart- gripir embættisins, frímerkjasafn konungdæmisins o.s.frv. í öðru lagi má nefna eignir sem að nafninu til heyra undir konung/drottningu en tilheyra í raun þjóðinni. Eru lendur konungdæmisins dæmi um slíkar eignir, en allt frá miðöldum hefur konungdæmið þurft að bera kostnað vegna þeirra. í þriðja lagi má svo nefna einkaeign drottningar, sem metin er á 100 milljónir punda, og einkafjárfestingar hennar, sem áður voru nefndar. En munu skattgreiðslur af hálfu konungsfjölskyldunnar nægja til að friður komist á í kringum hana að nýju? Hið virta dagblað Daily Tele- graph hvetur að minnsta kosti til þess að svo verði í forystugrein á föstudag, sem ber yfírskriftina „Tími til að semja um vopnahlé". Þar segir m.a.: „Drottningin hefur á mjög dramatískan hátt komið til móts við gagnrýnendur sína. í einu vetfangi á konungsfjölskyldan að verða ögn líkari okkur hinum. En ef gagnrýn- endumir kunna sér hóf munu þeir nú sitja á sér. Drottningin er ekki nærri því eins rík og margir útreikn- ingar hallærislegra leikmanna á and- virði halla og fjársjóða konungsfjöl- skyldunnar benda til, ekki síst eftir Windsorbrunann. Ef engir töfrar væru lengur til staðar .. . ef jafnvel prinsar yrðu fómarlömb daglegra vandamála og yrðu að missa forrétt- indi sín líkt og dagblaðið Sun leggur til yrði til lengdar erfítt að réttlæta tilvist konungdæmisins." „Töfr- arnir“ sem leiðarahöfundur Daily Telegraph talar um vom þegar á síð- ustu öld nefndir af Walter Bagehot, helsta stjórnskipunarfræðingi Breta fyrr og síðar, sem ein helsta forsenda konungdæmis á Bretlandi. Nú hefur breyskleiki bama Elísabetar Breta- drottningar stefnt þeim í hættu. „Ástarævintýrin" og vandamálin konunglegu era einfaldlega allt of hversdagleg til þess að yfír þeim svífí ævintýra-, hvað þá töfraljómi. I I \ I \ > I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.