Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 22
22 MÖRGUNBLAÐIÐ’ SUNNUDÁGUR 29. NÓVEMBER 1992 EÐLDLEGT VAL EÐA MIIAÐH? Uppreisnin kemur innan frá „Spítalinn hér er dæmi um smá andóf gegn þessu dýra einokunar- kerfi, en sjálf uppreisnin gegn því á örugglega eftir að koma innan úr kerfinu. Við getum kannski ýtt undir þá uppreisn eða uppskurð á kerfinu, með því að sýna að það er hægt að bera sig öðru vísi að við slíkan rekstur. Við finnum mikinn áhuga frá fólki innan þess og það koma margir í heimsókn hingað til að fræðast um reksturinn. Eitt af því sem vantar í opinbera kerfið er að þeir sem þar starfa, geri sér grein fyrir hvað hlutimir kosta. Viðkvæðið er alltof oft að allt sé ókeypis. En auðvitað er ekk- ert ókeypis í kerfínu, þó sjúklingam- ir reiði ekki fram peninga yfir borð- ið í hverri heimsókn sinni þangað. Þessi skortur á meðvitund um kostn- að kæmi ekki að sök ef hægt væri að dæla ótakmörkuðu íjármagni í kerfið. Sem stendur vantar tíu millj- arða ÍSK upp á að endar nái saman á Ríkisspítalanum í Kaupmanna- höfn. Kostnaðurinn er að vaxa þjóð- félaginu yfir höfuð og það verður að gera eitthvað róttækt. Kerfið verður ekki bætt með meiri pening- um. Hver króna er aðeins notuð einu sinni og það þarf því að nota þær í forgangsröð." Hver er munurinn á ykkar mark- miði, miðað við ríkisrekna spítala? „í vetur dvaldi ég á hóteli í Reykjavík í viku, ásamt konunni minni. Eitt kvöldið ætluðum við að senda—póstkort og spurðum af- greiðslustúlkuna um frímerki. Hún sagði að þau væru seld í búð á hótel- inu, sem var lokuð. Henni datt ekki í hug að reyna að fínna frímerki. Við vorum gestir og myndum borga reikning okkar hvort sem við fengj- um frímerkin eða ekki. Annað kvöld í Reykjavík brugðum við okkur inn á grillstað til að fá okkur snarl. Afgreiðslumaðurinn skildi ekki orð hvorki í dönsku né ensku, en fór ótilkvaddur út á gangstétt og náði í vegfaranda, sem gat túlkað fyrir okkur. í þessum tveimur tilvikum var ekki spuming um fjármagn til ráðstöfunar, heldur um ólíka af- stöðu til þjónustu. Innan ríkiskerfisins er oft borið við fjárskorti, en það er miklu frek- ar viljann sem vantar. Ég held að það sé miklu oftar um að ræða þjón- ustulund, því innan einokunarkerf- isins vantar hvatninguna til að leggja sig fram. Ég vil ráða fólk á spítalann, sem hefur sömu afstöðu og afgreiðslumaðurinn á grillbam- um. Sjúklingamir eiga að hafa áhrif á afstöðu okkar, ekki fjármunir." Sjúklíngarnir eru viðmiðunin, ekki starfsfólkið „Svarið við spumingunni er að markmið okkar er að veita hverjum sjúklingi sem besta þjónustu og við það er reksturinn miðaður. Sjúkling- urinn er miðpunktur og allt rekstr- arskipulag er miðað við það. í þessu felst að spítalinn er rekinn fyrir sjúklingana, ekki fyrir starfsfólkið og stéttarfélögin. Á opinberum spít- ölum er mikil yfirbygging og oft virðist fínast að þurfa aldrei að sjá sjúkling. Undirmennimir sjá um þá. Starfsfólkið hér þarf að hafa Iöngun og vilja til að hlynna að og stunda sjúklingana. Hér , eru aðeins fáir faghópar. Það sparar tíma að fólk taki sjálft til höndunum í stað þess að skipa öðrum fyrir. Hér er aðeins pláss fyrir fólk, sem vill taka til höndum og vinna af ábyrgð. Spítal- inn er lítill, en mjög sérhæfður og það gerir líka kröfur til starfsfólks- ins. Stéttarfélög era oft sögð reyra allt niður, en við höfum góða reynslu af samvinnunni við þau. Allt okkar starfsfólk er í stéttarfélögum, sem hafa samninga við okkur. Innan þeirra hefur verið áhugi að fylgjast með nýjungum í vinnuskipulagi." Hvemig kemur markmið ykkar um aðhlynningu sjúklinganna fram? „Sjúklingurinn á að vita að sá læknir sem stundar hann í byijun fylgist einnig með honum og hann getur alltaf snúið sér til hans. Hann fær líka eina hjúkranarkonu sem sinnir honum sem mest og fylgir honum eftir. Hann fær góðan tíma til að tala við lækninn í byijun, þar sem honum er gerð nákvæm grein fyrir hvað hann á í vændum og í hveiju meðferðin felst. Þetta sam- band sjúklings við lækni og hjúkr- unarkonu er aðalatriðið, en auk þess er reynt að búa vel að honum. Herbergin era einmenningsstofur með baðherbergi, sjónvarpi og út- varpi, beinum síma og aðgangi að faxtæki. Sjúklingamir geta komið með séróskir varðandi fæði og það er kaffístofa, þar sem hægt er að kauþa hressingu. Auk þess er reynt að koma því svo fyrir að aðstand- endur geti verið sem mest hjá sjúkl- ingnum, ef þess er óskað. Góður ytri aðbúnaður er góð viðbót, en aðalatriðið er afstaðan til sjúklings- ins. Hann er viðskiptavinur hér og við reynum að gera allt til þess að hann fái vöra, sem hann er ánægð- ur með.“ DANSKA LÆKNAFELAGSÐ Heilbrigðisþjónustu best komið hjá hinu opinbera Jens Christian Götric for- maður danska Læknafélagsins sagði í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins að þegar i byrj- un níunda áratugarins hefði einkavæðing innan heiibrigðis- þjónustunnar verið mikið hita- mál meðal samtaka lækna. Á tímabili hafði Jafnaðarmanna- flokkurinn i huga að beita sér fyrir að banna hana. Eftir harð- ar umræður ákvað félagið að leggjast gegn þeirri hugmynd, á þeim forsendum að bönn væru ekki rétta leiðin til að stjórna þessum málum. Götric sagði að fyrst það væri grandvöllur fyrir að reka spítala eins og í Ebeltoft, væri það merki um að eitthvað vantaði í opin- bera kerfið. „Við álitum heppilegast að allir þjóðfé- lagsþegnar taki þátt í að greiða í sameiningu fyrir að halda heil- brigðisþjónustunni uppi, svo hver og einn geti leitað þangað, þegar hann þarf á því að halda. Þetta er hægt að gera með sköttum eins og nú er, eða hugsanlega með skyldutryggingum. Við álítum ekki af hinu góða að sjúklingar greiði beint yfir borðið fyrir þessa þjónustu. Við viljum þó ekki hamla gegn því með bönnum. Framboðið bendir líka til þess að hið opinbera anni ekki þessari þjónustu." — Hvað segir þú um þá fullyrð- ingu sumra að skipulag spítalanna sé gert fyrir starfsfólkið, en ekki sjúklingana? Reglur sem tak- marka einka- rekstur lækna „Það hefur orðið óheppileg þró- un, svo það má vel segja að hlutun- um sé ekki komið nógu vel fyrir inni á spítölunum. Það á að hlusta eftir því sem sjúklingamir segja og meðal annars þess vegna eram við hlynntir valkosti. Tilvist eink- aspítala þrýstir á opinbera kerfið. En þeir bjóða ekki upp á alla þjón- ustu, til dæmis ekki gjörgæslu- deildir, en það era einmitt þær og skyndimóttaka, sem að hluta til mótar vinnufyrirkomulagið á spí- tölunum." — Þó flestir læknar vinni innan opinbera kerfisins stunda margir þeirra einhvem einkarekstur utan þess. Hvemig lítur Læknafélagið á þau mál? ________ „Það er ekk- ert nema gott um það að segja, svo lengi sem þeir rækja sína föstu vinnu. Svo lengi sem' það er, er ekki hægt að fetta fingur út i hvað þeir gera utan síns vinnu- tíma. Það gefur ákveðinn sveigj- anleika og það er engin tvöfeldni í þessu, meðan fasta vinnan er rækt. En það era auðvitað alltaf einhveijir, sem ganga of langt í einkarekstrinum og það era ýmis dæmi um að læknar hafi verið reknir af því þeir sinntu ekki starfi sínu af þessum sökum. Nýlega hafa verið settar reglur, sem kveða á um að ef læknir er í fullri vinnu þjá því opinbera, má hann aðeins sinna einkarekstri, það er vera með einkasjúklinga, að hluta, “ sagði Jens Christian Götric. Tvöfalt siðgæði í ríkiskerfinu tíðkast að læknar vinni úti í bæ, auk þess að vera í fullu starfi á spítölum. í bæklingi um spítalann er tekið fram að lækn- ar ykkar sinni ekki annarri vinnu. Af hveiju er þetta tekið fram? „Við viljum tryggja að læknar skili _fyrst og fremst vinnu sinni hér. í raun skil ég ekki hvemig það líðst í nokkra fyrirtæki að starfsfólk noti mikið af eða mest alla krafta sína í vinnu utan vinnustaðar. Það þekkist vart nema meðal lækna á opinberam spítölum. Við höfum i sjálfu sér ekkert á móti að læknar vinni sér inn aukapening, en það samræmist bara ekki markmiðum spítalans að það bitni á sambandi þeirra við sjúklingana. Þeir læknar innan ríkiskerfisins, sem hafa komið ár sinni svo fyrir borð að þeir ljúka fullu vinnunni sinni af á spítalanum á morgnana, til að fara í einkarekst- urinn eftir hádegi, era einmitt þeir sem era mest á móti einkavæðing- unni. Þeir geta varla rækt samband sitt við sjúklingana á spítalanum að marki. í mínum huga er þetta tvöfalt siðgæði. Læknar hafa haft mikil áhrif í krafti einokunarkerfisins, en það dregur úr aðstöðu þeirra að það séu líka læknar utan kerfísins. Um leið og það er til valkostur utan kerfis- ins dregur úr krafti þess, því það er ekki lengur í einokunaraðstöðu og verður að fara að hlusta eftir gagnrýni og kröfum utan frá. Við eram auðvitað ekki varðhundur kerfisins. Það má kannski segja að við séum eins og hvolpur, sem glefs- ar í hælinn á bákninu. Við ætlum okkur ekki að vera í samkeppni við ríkiskerfið, heldur leggjum áherslu á að við séum val- kostur í viðbót við það, en tilvist okkar getur þó haft sömu áhrif og samkeppni við hvaða aðrar aðstæð- ur. Margir sjúklingar úr nágrenninu leita til okkar, til að sleppa við bið- lista opinbera spítalanna, til dæmis í mjaðma- og frjósemisaðgerðir. Þá hefur það gerst oftar en einu sinni að þegar þeir láta strika sig út af biðlistanum til að koma til okkar opnast skyndilega smuga og þeir komast að. En ég held líka að áhersla okkar á samband við sjúkl- inga laði fólk að. Okkur þykir gleði- legt hve margir úr nágrenninu koma hingað." --------- - ............... Ein helstu mótrökin gegn ykkur í byijun vora að þetta væri munað- ur fyrir ríka fólkið. Hefur þetta gengið eftir, hveijir era sjúklingar hér og hvemig fjármagnar það dvöl- ina _hér? „í fyrstu reiknuðum við með að kæmu fleiri frá útlöndum en raunin hefur orðið. Við reiknuðum með að Danir sem era búsettir erlendis, til dæmis á Spáni, og sem ekki era í danska sjúkrasamlaginu, vildu koma heim á spítala ef þeir þyrftu á því að halda. En það hefur annað komið á daginn. Aðeins um 10% sjúklinganna koma erlendis frá. Stór hluti sjúklinganna er eldra fólk, fólk á eftirlaunaaldri og konur era.í meirihluta. Margir sjúklinga okkar stunda sjálfstæðan rekstur, þó þeir séu komnir á eftirlaunaaldur og era vanir að ráða sínum málum sjálfir. Þeir koma hingað meðal annars af þvf að þeir vita að hveiju þeir ganga. Verðið liggur fyrir fyrirfram, en það skiptir þá kannski mestu máli að þeir fá að vita nákvæmlega hvenær þeir komast að og hver á að hafa með þá að gera, fyrir utan persónu- legt samband við starfsfólk. Ef þú skiáir þig í hópferð, þá er þér ekki sagt að þú komist með einhvern tím- ann á næstu þremur mánuðum, heldur færðu ákveðnar dagsetning- ar. Hvers vegna ætti ekki að gilda það sama um spítalainnlagnir?" Tryggingar veigamikill þáttur „Sjúklingar hér fjármagna dvöl- ina á margvíslegan hátt. Augljós- lega hefur haft mikið að segja að dönsk tryggingafélög bjóða upp á Hjartað fylgir huganum ÞAÐ VILL svo til að á Einkaspítalanum í Ebeltoft vinnur íslensk hjúkrunarkona, svo það lá í augum uppi að spyrja hana um hvemig starf hjúkrunarkonu væri þarna. Svava Svansdóttir hefur búið í Danmörku síðan 1978. Hún lærði hjúkr- un í Árósum og hefur unnið við hjúkrun þar. Hún flutti til Ebeltoft þegar stofnun Einkaspítalans var í undirbúningi og eins og fjöldamargar aðrar hjúkrunarkonur gaf hún sig fram við stjórn spítalans og bað um vinnu. Hún var hins vegar heppn- ari en margar stallsystur hennar, því hún fékk vinnu þar. Það sóttu miklu fleiri um en þörf var fyrir. Svava hefur unnið við spitalann frá opnun hans. Svava segist hafa unnið á venjulegum spítaladeildum, en það er hluti af nám- inu, en síðan tvö ár á elliheimilum og jafn lengi á nýmadeild. „Ég sóttist eftir vinnu hér, vegna þess að það var um fátt annað að ræða fyrir mig hér f Ebeltoft. Ég var hikandi í fyrstu við að starfa á einkaspít- ala, því það var ríkt í mér, eins og mörgum öðrum, sem starfa innan heilbrigðiskerfís- ins, að fólk eigi að fá læknisþjónustu ókeyp- is. En skoðanir mínar hafa breyst svolítið Rætt við Svövu Svansdóttur, íslenska hjúkrunarkonu á Einkaspítalanum í Ebeltoft við að vinna hér, líka af því að hingað kem- ur alls konar fólk. Hér koma kannski ekki einstæðar mæður á atvinnuleysisbótum, en það er fjarri því að hingað komi eingöngu ríkt fólk. Hvað varðar vinnuna sjálfa þá er hún bæði fullnægjandi og þroskandi. Við vinnum sjálfstætt og sjáum að öllu leyti um umönn- un þeirra fjögurra eða fimm sjúklinga, sem era í okkar umsjá. Hér er lítil yfirbygging, svo það er einhvem veginn stutt í allt og allir innan seilingar, kannski líka vegna þess að spítalinn er lítill. Ég hef verið með frá byijun og því er mér annt um að hlutim- ir gangi, hjartað fylgir huganum við vinn- una. Á venjulegum spítala vinna kannski þijár hjúkranarkonur saman í hóp, ásamt nema og sjúkraliða. Sú sem er yfir hópnum geng- ur stofugang og deilir svo út verkefnum til hinna. Það er engin ein, sem sjúlkingurinn getur litið á sem sína hjúkranarkonu. Hér geram við allt sjálfar fyrir þá sjúklinga, sem við stundum, bæði það sem hjúkranarkonur og eins sjúkraliðar á venjulegum spítala gera. Við hjúkram, en eram ekki í því að segja öðrum til. Þess vegna höfum við miklu eðlilegra samband við sjúklinginn, eram mikið með honum og ég held að þeir eigi þá miklu auðveldara með að tala við okkur og segja hvemig þeim líði. Hér er rólegt og kyrrðin er hluti af þessu góða umhverfí. Ég vann áður í eldgömlum og frekar innilokuðum byggingum, svo við- brigðin vora mikil að koma í þessi fallegu húsakynni. Ég geng alltaf inn um aðalinn- ganginn, þegar ég kem í vinnuna á morgn- ana, bara til að njóta þess hvað hér er fal- legt. Ég hef ekki rannsóknir til að styðjast við um áhrif þessara þátta á líðan starfs- fólksins og sjúklinga, en ég sé þau allt í kringum mig.“ — Hvernig finnst þér að hugsa um sjúkl- inga sem viðskiptavini og ekki bara sjúkl- inga? „Þessi hugsunarháttur var alveg nýr fyr- ir mér og mér fannst hann örlítið ankanna- legur í byijun, en hann neyðir okkur til að Svava Svansdóttir hjúkrunarkona. finna bestu lausnina fyrir sjúklinginn og ekki bara fyrir okkur. Hér er ekki hægt að bera því við að maður hafi ekki tíma til að sinna sjúklingnum, því umönnun þeirra á að vera aðalviðfangsefni okkar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.