Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992
Stela öllu sem
ekki er naglfast
London. Reuter.
Hótelgestir, sem eru á nálum
yfir að taka baðsápuna ófrjálsri
hendi, eiga margt ólært. Upp-
stoppaður björn, píanó og upp-
skera af laukum eru meðal þess
sem gestir stela samkvæmt
könnun á 2000 breskum hótel-
um.
Eitt hótelanna greindi frá því,
að ruðningsboltalið, sem gisti þar
eitt sinn, hefði numið tvo barþjóna
á brott, en látið þá lausa gegn bjór
á heilu línuna. „Ef það er ekki
naglfast, getur það horfíð," sagði
framkvæmdastjóri eins hótelsins.
Könnunin var gerð fyrir Félag
bifreiðaeigenda og niðurstöðumar
birtast í leiðarvísi þess. Hóteleig-
endur voru beðnir um að greina
frá því, hveiju gestir stælu, hvað
þeir skildu eftir, hvers konar tjóni
þeir yllu og hvaða ósanngjörnu
kröfur þeir gerðu.
Skríni með ösku af látnum ætt-
ingja, poki með snákum í og gervi-
bijóst voru meðal hluta, sem
gleymst höfðu á yfírgefnum hótel-
herbergjum. Einn hótelgesturinn
hafði kvartað yfír, að það væri fisk-
bragð af túnfískinum og annar
kveinkaði sér yfír að geta ekki
sofið fyrir veðurgnýnum.
A lista yfír það sem brotið hefði
verið skrifaði einn framkvæmda-
stjóranna: Nefið á mér.
Galbraith segir pen-
ingastefnuna ónýta
London. Reuter.
PENINGASTEFNAN er ónýt sem
sljórntæki í rikisfjármálum og við
af henni ætti að taka „raunsæi og
framkvæmdasemi". Kom þetta
fram hjá hinum kunna, banda-
ríska hagfræðingi John Kenneth
Galbraith, sem sagði ennfremur,
Dreymir hanu um
„hvít jól!?
Moxi skópskóparnir gefa henni það sem
hún óskar sér. Meira rými. Með breyti-
legum hillum ge/ma þeir jafnt stígvél
sem hóhæla skó. Því ekki þessi jól,
fyrir hana. Maxi skóskóp í svefnher-
bergið eða forstofuna. Þýsk gæðavara.
Litir hvitt, svart og eik.
Nýborgr#
Skútuvogur 4, sími 812470.
að hægri- og vinstrimönnum yrði
að láta sér skiljast, að blandað
hagkerfi væri eina lausnin.
Galbraith, sem er 84 ára að aldri
og hefur haft mikil áhrif með ritum
sínum, sagði í fyrirlestri, sem hann
flutti hjá rannsóknastofnun í Lond-
on, Institute for Public Policy Rese-
arch, að peningastefnumenn (mó-
netaristar) og sósíalistar yrðu að
gleyma hugmyndafræðilegum
ágreiningi og einbeita sér að því
að vinna bug á efnahagssamdrætt-
inum.
„Meginatriði hins blandaða hag-
kerfís eru komin til að vera en við
þurfum hins vegar að gera það
skilvirkara í þágu allra þegnanna.
Við lifum ekki á tímum algildra
kenninga, heldur á tímum skynsam-
legra lausna og framkvæmda,"
sagði Galbraith.
Um efnahagserfiðleikana í
Bandaríkjunum sagði hann, að þeir
stöfuðu af „örlæti" Ronalds Reag-
ans, fyrrverandi forseta, við hina
ríku og þrengingar Breta rakti hann
til þess hve háðir þeir hefðu verið
peningastefnunni á stjómarárum
Margaret Thatchers.
„Vissulega dregur peningastefn-
an úr verðbólgu með því að valda
atvinnuleysi og erfíðu rekstramm-
hverfí, samdrætti og kreppu. Gegn
samdrættinum er peningastefnan
aftur á móti næstum einskis nýt.“
LEIKHÚS í KIRKJU
Leiklist
Bolli Gústavsson
Leikfélag Sauðárkróks, nem-
endur úr Fjölbrautaskólanum á
Sauðárkróki og nokkur ferm-
ingarbörn 1993. Kirlgan okkar.
Höfundur texta og leikstjóri:
Jón Ormar Ormsson. Aðstoð við
leikstjórn: Edda V. Guðmunds-
dóttir. Tónlist: Kirkjukór Sauð-
árkróks. Stjórnandi og undir-
leikari: Rögnvaldur Valbergs-
son.
Árið 1891 gekkst Leikfélag
Sauðárkróks fyrir leiksýningum,
og ágóði af þeim, 250 krónur,
rann til kirkjubyggingar, en þá
vom aðeins 20 ár liðin frá því
búseta hófst á Sauðárkróki. Þetta
framtak leikfélagsmanna fyrir
einni öld var ýmsum ofarlega í
huga, þegar söfnuðurinn á Sauð-
árkróki minntist aldarafmælis
kirkju sinnar 22. nóvember sl.,
ekki síst fyrir það að sagan var
sögð af félögum úr leikfélaginu
og ungu fólki úr skólum bæjarins.
Á dramatískan hátt var byggðar-
og kirkjusaga Sauðárkróks rakin
í kór hinnar aldargömlu kirkju af
hópi listamanna á þann veg, að
viðstaddir munu tæpast gleyma
henni í bráð.
Hin síðari ár hafa menn gert
sér það ljóst, að boðskapur kirkj-
unnar verður ekki einungis tjáður
í prédikun prests, lofsöng kirkju-
kórs, tónum orgels og í helgimynd-
um myndlistarmanna. Leiklistin
getur einnig verið áhrifamikil tján-
ingarleið á þeim vettvangi. Einn
helsti fmmkvöðull boðunar eftir
þeirri Iistrænu leið hér á landi var
séra Jakob Jónsson dr. theol., sem
samdi allmörg dramantísk verk til
flutnings í kirkju. Minnist ég þess
að hafa séð íburðarmikla sýningu
á leikriti hans um Bartimeus
blinda í Bessastaðakirkju fyrir
rúmum 30 ámm þar sem margir
kunnustu leikarar Þjóðleikhússins
komu fram. Nær ævilokum séra
Jakobs vom sýndir þrír einþát-
tungar undir heitinu „Sjáið mann-
inn“ í Hallgrímskirkju á kirkju-
listahátíð 1989, sem mörgum
munu í fersku minni. í Hallgríms-
kirkju má segja að vagga leiklistar
af þessu tagi hafí staðið. Þar má
nefna minnilega sýningu leikverks
um danska skáldprestinn séra Kai
Munk, eftir Guðrúnu Ásmunds-
dóttur.
Nú vill svo til, að höfundur og
stjómandi athyglisverðrar leiksýn-
ingar á aldarafmæli Sauðárkróks-
kirkju, Jón Ormar Ormsson, mun
hafa starfað við það tilraunaleik-
hús í kirkjunni miklu á Skóla-
vörðuholti. Hann skortir heldur
ekki tilfínningu fyrir því viðfangs-
efni, er hann tókst á hendur hér
fyrir norðan. Sýningin er að mestu
byggð á látbragði leikhópsins, sem
fylgir tónlist og lesinni frásögn. í
henni mætast kynslóðimar, gam-
alreyndir leikarar og ungt fólk,
sem mislangt er komið á skóla-
bekk. En leikstjóranum hefur tek-
ist prýðilega að samstilla þennan
hóp, þannig að hinir sviðsvönu
styðja nýliðana í túlkun atburð-
anna.
Ljóð Stefáns frá Hvítadal,
„Kirkjan ómar öll“, er vel til þess
fallin að vera eins konar „praelud-
ium“ og „postludium" sýningar-
innar, en umgerð og ívaf sögunn-
ar, flutt af kirkjukómum. Upp-
spretta þeirrar sögu, sem Jón
Ormar hefur búið í prýðilegan leik-
rænan búning, er stórvirki Krist-
mundar Bjamasonar á Sjávar-
borg, Saga Sauðárkróks. Þar er
af nógu að taka og því einmitt
mikill vandi að setja sér takmörk.
Það tekst Jóni með mikilli prýði,
svo sýningin er hæfílega löng,
atburðarás hröð og textinn vand-
aður. Og túlkun textans var senni-
lega mestur styrkur þessarar sýn-
ingar. Hinn gamalreyndi leikari,
Haukur Þorsteinsson, flutti hann
með þeim lifandi blæbrigðum, sem
sönnum listamanni er einum fært
að ná fram, án allrar tilgerðar eða
fjálgleika. Hann nær fram óskil-
greinanlegum hverfílitum, eftir því
hver hughrif atburðirnir eiga að
velg'a, þ.e.a.s. röddin gefur þeim
lit, sem breytist með atburðarás-
inni á ólíkum tímum, í gleði og
mótlæti, erfíði og skemmtan.
Sviðsbúnaður er enginn, búningar
í svörtu og hvítu, en sérstakur
ljósabúnaður var settur í kirkjuna
af þessu tilefni, enda mikilvægt
og nýttist vel. Það fór einkar vel
á því, að organistinn, Rögnvaldur
Valbergsson, lék tónlist undir
flutningi eftir þijá fyrrverandi
organista Sauðárkrókskirkju, Ey-
þór Stefánsson, Jón Þ. Bjömsson
og Pétur Sigurðsson. Og þá kemur
manni í hug, að hinn ágæti lista-
maður, Eyþór Stefánsson, var
jafnframt ein af styrkustu stoðum
Leikfélagsins um langt skeið, af-
bragðs leikari og leikstjóri.
Séra Hjálmar Jónsson og söfn-
uður hans hefði getað valið þá
hefðbundnu leið, að fá sögufróðan
mann til þess að segja þessa sögu
í ítarlegu erindi. Sannfærður er
ég um það, að sami áhugi hefði
ekki verið vakinn með öldnum og
ungum og raun varð á. Hér var
vel að verki staðið og verður það
listræna framtak vonandi til eftir-
breytni.