Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 277. tbl. 80. árg. FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vilja her- valdgegn Serbum Sarajevo, Jeddah, Genf. Reuter, The Daily Telegraph. FAST er nú lagt að Sameinuðu þjóðunum (SÞ) að heimila hern- aðaríhlutun til að binda enda á stríðið i Bosníu-Herzegovínu, sem hefur kostað um 138.000 manns lífið, þar af 12.000 börn. Fulltrúar 47 múslimaríkja á fundi í Jeddah í Saudi-Arabíu höfnuðu í gær röksemdum samn- ingamanna Sameinuðu þjóðanna og Evrópubandalagsins um að hernaðarihlutun eða vopnasend- ingar til múslima í Bosníu væru gagnslausar. Röksemdum Vance og Owens hafnað Cyrus Vanee og Owen lávarður, sem hafa reynt að stilla til friðar í Bosníu fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna og Evrópubandalagsins, kynntu sjónarmið sín fyrir full- trúum múslimaríkjanna á fundinum í Jeddah. Ersin Faralyali, orkumála- ráðherra Tyrklands, sem fór fyrir tyrknesku sendinefndinni, sagði að ríkin hefðu hafnað röksemdum Vance og Owens og verið á einu máli um að aðeins hernaðaríhlutun gegn Serbum og vopnasendingar til bosnískra múslima gætu bundið enda á blóðsúthellingarnar. Þingmannasamkunda Vestur- Evrópusambandsins hvatti í gær ráðherraráð varnarbandalagsins til að íhuga möguleikann á hernaðar- íhlutun. Belgíski þingmaðurinn Ar- mand de Decker sagði brýnt að bandalagið undirbyggi hugsanlegar hernaðaraðgerðir til að koma í veg fyrir að Bandaríkin eða múslimarík- in yrðu fyrri til. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna samþykkti í fyrrakvöld ályktun um stríðsglæpi í Bosníu og eru Serbar sakaðir um að vera helstu sökudólgarnir. Gajdar um afleiðingar stefnu afturhaldsmanna á fulltrúaþinginu Fátækt þriðja- heimsríkja yrði hlutskipti Rússa Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. JEGOR Gajdar, forsætisráðherra Rússlands, svaraði árásum andstæð- inga sinna úr röðum afturhaldsmanna fullum hálsi í ræðu er hann flutti á fundi rússneska fulltrúaþingsins sem rúmlega þúsund manns sitja. Hann sagði að ef farið yrði að ráðum þeirra myndi Rússland hafna á sama stigi fátæktar og einræðis og algengt væri í þriðja heiminum. Á verði við Kremlarmúra Reuter Einmana sérsveitarmaður úr rússnesku lögreglunni á verði við Kremlar- múra. í baksýn eru blaktandi Sovétfánar hóps kommúnista sem safnaðist saman til að mótmæla markaðsumbótastefnu Borís Jeltsíns forseta og ríkisstjórnar hans. Alexander Rútskoj varaforseti, sem er pólitískur and- stæðingur Jeltsíns, sagði í gær að rangt væri að leggja allar efnahagskenn- ingar kommúnismans fyrir róða. Ráðherrann hefur ekki verið jafn hvassyrtur og háðskur í garð aftur- haldsaflanna frá því hann tók við völdum. Hann sagðist aldrei myndu fórna meginatriðum efnahagsstefnu sinnar á altari málamiðlana til þess að bjarga eigin skinni í stjórnmálun- um. Rússar ættu aðeins þann kost að reka aðhaldsstefnu í efnahags- og fjármálum og koma á markaðsbú- skap. Verstu mistök stjórnar sinnar undanfarna mánuði hefðu verið þau að láta undan kröfum hagsmunaað- ila er krefðust stöðugt meiri ríkis- styrkja. Borís Jeltsín forseti verður síðar í vikunni að gera upp við sig hvort hann á að taka þá áhættu að stinga upp á því að Gajdar haldi embætti sínu. Forsetinn sat þögull í sæti sínu, aftarlega í salnum, en margir fulltrú- ar hrópuðu og blístruðu er Gajdar varði sig og stefnu sína. Getum er leitt að því að Jeltsín muni stinga upp á að hann verði sjálfur forsætis- ráðherra. Álit hans og áhrif meðal þjóðarinnar myndu ef til vill duga til að koma fram ýmsum mikilvæg- um atriðum í umbótastefnunni en einnig virðist sumum heimildar- mönnum sem forsetinn sé reiðubúinn að koma eitthvað til móts við aftur- haldsmenn. Gajdar viðurkenndi ýmis mistök en taldi að mesta afrek stjómar sinn- ar hefði verið að afstýra þeim félags- legu og efnahagslegu hörmungum sem spáð hefði verið að myndu ríða yfir landið. „Það var rætt um kulda og hungur, hrun samgöngukerfísins, upplausn ríkisins. Ekkert af þessu hefur gerst,“ sagði ráðherrann. Verkföll hefðu verið sex sinnum al- gengari er hann tók við og hann minnti á að fólk gerði minna af því en áður að efna til mótmæla gegn stjórnvöldum á götum úti. Almenn- ingur væri farinn að skilja að betri lausnir á efnahagsvandanum væm ekki til. Gajdar sagði verðbólguna versta óvininn. Verðlag hækkaði nú um 25% á mánuði sem merkti að óðaverðbólga væri á næstu grösum. Þessar aðstæður, einnig fallandi gengi rúblunnar og skortur á vara- sjóðum, gerðu stjórnvöldum erfitt um vik. ♦ ♦ ♦ ísland og önnur smáríki vel- komin í Evrópubandalagið - segir John Major forsætisráðherra Bretlands Kaupraaiinahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. JOHN Major, forsætisráðherra Breta, kom í snögga heimsókn til Kaupmannahafnar í gær til viðræðna við Poul Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur. Mtgor kom hingað vegna þess að Bretar eru nú í forsæti ráðherraráðs Evrópubandalagsins, EB. Á stuttum blaðamannafundi eftir viðræður ráðherranna sagði Major að þau ummæli sem utanríkis- ráðherra íslands hafði eftir Douglas Hurd, utanríkisráðherra Breta, og Tristan Garel- Jones Evrópumálaráðherra um torleyst vandamál, sem gætu fylgt umsókn íslendinga í EB, gengju þvert á viðhorf bresku sfjórnarinnar. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á þriðju- Hún vildi einmitt að EB stækkaði í allar áttir daginn sagði Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra eftir viðræður við Hurd og Gar- el-Jones að fulltrúar bresku stjómarinnar hefðu verið ákaflega fegnir að ekki væri að vænta aðildarumsóknar frá íslendingum. Fréttaritari Morgunblaðsins spurði Major álits á þeim ummælum sem Jón Baldvin hafði eftir bresku ráðherrunum. Sagði Major að þetta gengi þvert á viðhorf bresku stjórnarinnar. og sagði hann öll Evrópuríki velkomin í þann hóp, án tillits til stærðar. Bretar litu aðild allra Evrópuríkja jákvæðum augum, vildu sjá Austur-Evrópuríkin slást í hópinn, því þar með yrði fríverslunarsvæðið stærra og öflugra. Major sagðist hafa átt mikilvægar viðræður við Schliiter, en hann ætti eftir að tala við aðra EB-leiðtoga og gæti því ekki tjáð sig um einstök atriði, en 8. desember nk. verður fund- ur utanríkisráðherra EB til undirbúnings leiðtogafund- inum í Edinborg síðar í mán- uðinum. Neðri deild þýska þings- ins samþykkti í gær Maastricht-samninginn með þorra atkvæða. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, sagði við það tækifæri að ekki mætti leyfa Bretum og Dönum að tefja fyrir einingu álfunnar. Major sagðist ekki hafa heyrt þessi ummæli en hann vissi að Kohl vildi að aðildarríkin tólf yrðu samstiga um að taka það í gildi. Vissulega lægju mörg mál fyrir Edinborgar-fundinum, en hann sagði mörg þeirra tengd, þannig að ef grundvall- arvandamálin yrðu leyst gengju hin einnig upp, rétt eins og þegar verið væri að glíma við þrautatening. SÞ-hertil SómaJíu? París, Addis Ababa. Reuter. BÚIST var við að Öryggisráð SÞ tæki tillögu um að senda allt að 30.000 manna herlið til Sómalíu til meðferðar í gærkvöldi. Að sögn Sir Davids Hannays, sendi- herra Breta, leiddu forviðræður fulltrúa í ráðinu á mánudag í ljós mikinn stuðning við tillöguna. Frakkar lýstu í gær stuðningi við tillöguna og Bandaríkjamenn hafa boðist til þess að senda a.m.k. 20.000 hermenn til Sómalíu. Til- gangurinn með hersveitunum yrði að tryggja að hjálpargögn bærust til nauðstaddra Sómala en talið er að fjórar milljónir manna búi við hungursneyð þar í landi. Einungis um 20% af hjálpargögnum, sem skipað er á land í Sómalíu, berast til áfangastaðar. Stríðandi hópar í landinu eru taldir ræna megninu af birgðunum. ■♦■"♦..♦■■ Cardin í akademíima París. Reuter. FRANSKI tiskuhönnuðurinn Pierre Cardin var tekinn inn í frönsku listaakademíuna i gær. Cardin, sem er sjötugur að aldri og vellauðugur, hannaði sjálfur gullsaumuð einkennisklæðin og sverðið sem hann bar við athöfnina. „Ég tel að ég hafí nú náð hátindi frama og virðingar,“ sagði lista- maðurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.