Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 14
lí-
23C
TVTOKGUNBmÐIÐ FIMMTUnAGUK 3, DrCSRMBKR 1992
Ofveiði skal það heita!
eftir Kristin
Pétursson
j
Meint ofveiði fískimanna í Norð-
ur-Atlantshafí er sögð vera orsök
lélegrar þorskveiði nú á þessu haf-
svæði. Undirritaður hefur kynnt sér
málið vel og er langt frá því að
vera sannfærður um að þetta sé
rétt. Þvert á móti bendir flest til
þess að fæðuskortur og vanþrif
þorskstofna, m.a. vegna tilrauna-
starfseminnar um „uppbyggingu"
stofnanna, sé helsta ástæða minnk-
andi veiði. Mjög erfitt er - ein-
hverra hluta vegna - að fá efnis-
lega umfjöllun um mál þetta. Flest-
ir fjölmiðlar taka kenninguna um
ofveiðina trúanlega og linnulaus
áróður „sérfræðinga" um „ofveiði"
hefur haft þau áhrif að fáir þora
að hafa skoðun á málinu. Við skul-
um samt óhrædd skoða nokkrar
staðreyndir um Barentshafíð.
Meðalþyngd eftir aldri
Á mynd 1, „Meðalþyngd eftir
aidri“, sést hvemig meðalþyngd
hrynur í Bamentshafinu 1985-
1988. 7 ára þorskur (1988 og 1989)
er aðeins 55% af meðalþyngd ársins
1985. 6 ára þorskur 1988 er aðeins
41% af þyngd ársins 1985! 5 ára
þorskur 1988 er aðeins 35% af
þyngd ársins 1985! Þessar stað-
reyndir (frá norsku Hafró) sýna það
að minnkun þorskstofnsins í Bar-
entshafí er að verulegu leyti (um
50%) vegna vanþrifa þorsksins! Það
virðist hafa vantað fæðu og þess
vegna minnkaði þorskstofninn um
meira en helming fyrir svo utan
hrun í „endurmetinni nýliðun"!
Samt er sífellt klifað á „ofveiðinni"
í fréttaflutningi og saklausum veiði-
mönnum kennt um og álitnir „smá-
fiskamorðingjar". Era þessar stað-
reyndir ekki tilefni til nákvæmrar
og markvissrar umfjöllunar um
hvað gerðist? Ekki virðist mega
fjalla efnislega um þau stjórnunar-
legu mistök sem allt bendir til að
gerð hafi verið.
Metin nýliðun
Á mynd 2, „Metin nýliðun", sést
að árið 1986 er magn af 3ja ára
þorski í Barentshafi gífurlega mik-
ið. Þar er á ferðinni árgangurinn
1983. Árið 1986 mælist magnið af
þessum fiski um 1.500 milljónir
físka. Árið eftir (1987) hefur ár-
gangurinn hranið niður í „endur-
metinni nýliðun" (vegna vanþrifa?)
og mælist þá aðeins 1.000 milljón-
ir. Endurmatið stóð í stað 1988 en
lækkaði í 800 milljónir fiska 1989
og 1990 en hækkaði í 830 milljónir
við endurmat 1991. Tæplega helm-
ingur af upphaflegri nýliðunarmæl-
ingu 1986 „gufaði upp“ og var
þarna ekki um neitt smáræði fiski-
magns að ræða! Árgangarnir 1984
og 1985 hrynja líka niður um
35-45% sbr. myndina „Metin nýlið-
un“.
„Endurmat" nýliðunar (leiðrétt
„mæliskekkja" frá fyrra ári!) á þess-
um árum sýnir gífurleg afföll í þess-
um stofni af óskýrðum ástæðum
en fæðuskortur og sjálfát er líkleg
skýring. Þessar tvær staðreyndir
um hrun í meðalvigt og hran í end-
urmetinni nýliðun lætur nærri að
hafí lýrt þorskstofninn um ca. 75%
í tonnum talið! Var þetta þá samt
„ofveiði" saklausra veiðimanna?
Nú veiðist vel í Barentshafinu
og er uppistaðan í veiðinni leifarnar
af árganginum frá 1983 sem sl. tvö
ár hefur vaxið hratt vegna aukins
fæðuframboðs. Að þakka „friðun-
inni“ og hinni „góðu veiðiráðgjöf"
þá auknu veiði sem nú er í Barents-
hafi er alveg dásamlegur alvöru-
brandari.
Hvað var sagt?
Norskir fiskifræðingar spáðu því
1985 að afli færi vaxandi og unnt
yrði að veiða 800-900 þúsund tonn
árið 1990 með „uppbyggingu
stofnsins“. Útgerðarmenn trúðu
þessu og fjárfestu í samræmi við
það (eins og hérlendis). Stefnan var
sem sagt að „byggja upp“ þorsk-
stofninn. Þetta var sama stefnan
um „uppbyggingu" fiskistofnanna
og rekin var hér á landi. 1987 kom
í ljós að ekki var allt með felldu í
Barentshafinu og ekki skorti skýr-
ingarnar! „Ofveiði“, „rányrkja“,
„smáfískadráp", „skilyrðin í haf-
inu“ o.s.frv. í þessum dúr vora skýr-
ingamar. Kannast menn við text-
ann?
Svo kom nýtt hljóð í strokkinn!
Forstjóri norsku Hafrannsókna-
stofnunárinnar sagði m.a. í viðtali
við „Bergens Tidende" 6. janúar
1990:
„Niðurstöður úr fjölstofna rann-
sóknum benda til þess að fæðuþörf
hins mjög svo vaxandi þorskstofns
hafí tvöfaldast frá 1984-1986.
Þetta kom mest niður á loðnunni.
Loðnuát þorsksins þrefaldaðist frá
1984-1985 með þeim afleiðingum
að loðnustofninn nær kláraðist.
Jafnframt át þorskurinn stöðugt
meiri síld, smáþorsk og ýsu.“
afmæli Pítunnar
bjóðum við dagana 2. og 3ja desember 35% afslátt
af veitingum (öðrum en steikum og bjór).
Verðdaemi:
Píta m/ buffí afmælistilboð Hamborgari afmæiistiiboð Kótelettur afmælistilboð m/frönskum, salati og sósu kr. 299,- kr.jtá- kr. 215.- kr^íT- kr. 390,- krjtá-
Jólasveinapokar með nammi fyrir börnin.
Velkomin í afmælisveisluna.
Kristinn Pétursson
„Sáralítil veiði hér við
land um þessar mundir
er því að öllum líkind-
um afleiðing af fæðus-
korti og sjálfáti þorsk-
stofnsins undanfarin
ár.“
Ýmislegt fleira kom fram í viðtal-
inu sem er fróðlegt fyrir þá sem
áhuga hafa á staðreyndum um þessi
málefni. í viðtali þessu kveður við
nýjan tón. Forstjóri norsku Haf-
rannsóknastofnunarinnar er að
gefa í skyn að mistök hafi verið
gerð. Hann er maður að meiri fyrir
vikið. Hvers vegna bilaði veiðiráð-
gjöfin hvað varðar fæðuþörf? Hvers
vegna var ekki veiði aukin strax
og meðalvigtin hrandi og sjálfátið
stóð sem hæst? Má spyrja svona?
„Uppbyggingarstefnan“ hefur
mistekist allsstaðar
Þær staðreyndir sem hér hafa
verið raktar og margar fleiri benda
til þess að stefnan um að „byggja
upp“ þorskstofnana í Norður-Atl-
antshafi hafi alls staðar beðið skip-
brot. Fæðuframboð virðist ekki
hafa verið til staðar til framkvæmd-
ar á þessari stefnu og eru það auð-
vitað stórfelld mistök sem á að fjalla
um sem slík. Allt bendir því til þess
að með því að veiða meira, þegar
náttúran bauð upp á það, hefði
ekki einungis afli aukist, - heldur
hefði náttúrulegt „sjokk“ í formi
fæðuskorts orðið mun minna en
ella og sjálfát þorsksins og náttúru-
leg afföll þarafleiðandi minni!
Allt þetta má ekki ræða um. Uss
- uss - ussssss. En það sem verra
er, - sömu ráðgjaíarnir með sömu
ráðin era enn að kukla við sömu
galdraformúlurnar og gott betur.
Alþjóðahafrannsóknaráðið er farið
að virka eins og Alþjóðahvalveiði-
ráðið og fjölmiðlar misnotaðir til
þess að hræða almenning til hlýðni
við „vísindin“! Nú eru líka komnir
„fískihagfræðingar" sem kenna
delluna um „uppbyggingu“ fiski-
stofna - (án fæðu?) - sem sérgrein
í háskólum hér á landi sem annars
staðar.
„Fiskihagýræðingar“ hafa meira
að segja uppgötvað ennþá meiri
vísindi! Selja kvóta á uppboðsmark-
aði til að - koma í veg fyrir „of-
veiði“ og „offjárfestingu", - ná
fram nýrri „hagkvæmni“ í rekstri
og fækka veiðiskipum og þorpum
enn frekar - til samræmis við veiði-
hrunið! Trú sumra manna á um-
rædda dellu minnir ónotalega á
trúna á kommúnismann forðum
daga. Sjáseskú setti jarðýtur á
þorpin og rak fólkið til „byggða"
(byggði blokkir í borgum) til að
auka „hagkvæmni“, - var það
ekki?!
Þeir sem ábyrgð bera á því að
hafa ráðlagt „uppbyggingu“ fiski-
stofna en hafa ekkert í höndunum
um tryggingu fyrir fæðu til upp-
byggingarinnar bera auðvitað
ábyrgð á þeirri ráðgjöf! Þeir stjórn-
málamenn sem hafa farið eftir
dellukenningunni bera ábyrgð á
því. Og svo blessað kvótavinafélag-
ið sem heldur dauðahaldi í delluna
eins og drukknandi maður í hálm-
strá! Kvóti á skip og „takmörkun"
fiskveiða til þess að „byggja upp“
stofninn hefur víst tekist bærilega!
Bæði hérlendis og erlendis!
Hérlendis fengum við tvo risa-
sterka árganga 1983 og 1984. Þeir
áttu að vera höfuðstóllinn til „upp-
byggingarinnar" hér á landi. Kvóta-
kerfið passaði að lítið væri ofveitt.
Það skyldi nú ekki vera að þorskur-
inn hafi étið undan sér á uppeldis-
stöðvunum fyrir Norður- og Austur-
landi vegna þess að hann var ekki
veiddur! Hafrannsóknastofnunin ís-
TMMMillflV
! ÍSLAND
»'H
• ISLAND
m n* mn w‘9‘*
S
ÍSLAND
iiéi
AND i
>>'*• »«■*!«>»*
Nýfálkamerki
í dag koma út ný frímerki tileinkuð íslenska fálkanum.
Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land allt.
Einnig fást þau með pöntun fra Frímerkjasölunni.
FRlMERKJASALAN
PŒOTHŒL
Pósthólf 8445, 128 Reykjavfk, Slmi 63 60 51
PÓSTUR OG SÍMI