Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992 de^lsœi^m* (i í/ío fel í/ío/fi í desember bjóðum við sérstakan jólamatseðil í.hádeginu. Forréttur, aðalréttur og eftirréttur sem hver velur að vild. Þríréttaður hádegisverður sem verður lengi í minnum hafður. REIAIS fc CHATEAUX. • Andar-terrine með lifrar-mousse og salati • Reyksoðin bleikja með I uliennegrænmeti • Rjómasúpa með fersku grænmeti • Sjávarréttur á brauðkænu SIMI: 25700 • Gljáður hamborgarhryggur með rauðvínssósu • Steiktur búri með vínediksósu • Grillað heilagftski með pasta í spínat-ostasósu • Hreindýrasmásteik með berjasósu • Lundabringur í púrtvínssósu • Súkkulaðikaka Buche de Noél og vanilluís • Hrísgrjónabúðingur með hindberjasósu • jólapúns Forréttur, aðalréttur og eftirréttur Urskurður landbúnaðarráðuneytis Greitt fyrir „ónotaðan“ full- virðisrétt sem búið var að nota Ábúanda var óheimilt að nýta mjólkurkvóta jarðarinnar, segir Olafur Þ. Þórðarson ÓLAFUR Þ. Þórðarson alþingismaður og eigandi bújarðarinnar Efra- ness í Borgarfirði hefur fengið greiddar 840 þúsund krónur úr ríkis- sjóði fyrir að nýta ekki 24 þúsund mjólkurlítra af fullvirðisrétti jarð- arinnar þrátt fyrir að fyrir iiggi að ábúendur hafi Iagt mjólkina inn og fengið greitt fyrir hana fullt verð frá mjólkursamlaginu. Tveim- ur aðilum hefur því verið greitt fyrir sama framleiðsluréttinn. Ólaf- ur segir að samkvæmt úrskurði landbúnaðarráðuneytisins eigi hann jörðina og að ábúanda hafi verið tilkynnt að honum væri óheimilt að nýta nyólkurkvóta jarðarinnar. Því hafi legið ljóst fyrir að ef það bann yrði brotið gerðu ábúendur það á eigin ábyrgð. Einnig liggi fyrir úrskurður ráðuneytisins um að honum beri að fá þessa greiðslu. Deilur hafa staðið yfír um jörðina Efranes í Stafholtstungnahreppi í hálft annað ár. Ólafur keypti jörðina 14. maí 1991 en hreppsnefnd Staf- holtstungnahrepps ákvað að neyta forkaupsréttar og seldi hana öðrum aðilum. Landbúnaðarráðuneytið felldi síðar úr gildi ákvörðun hreppsnefndar um að neyta for- kaupsréttar og endursölu jarðarinn- ar. Hreppsnefndin höfðaði mál á hendur ráðuneytinu vegna þessa máls og er það nú fyrir héraðsdómi Vesturlands. Fólkið sem keypti Efranes af hreppsnefndinni hóf þar búskap og sat síðan áfram í óþökk Ólafs eftir að kaupin gengu til baka þar til fógeti kvað upp úrskurð um útburð 12. mars síðastliðinn. Ólafur og fyrri eigandi jarðarinnar tilkynntu Mjólkursamlagi Borgfirðinga í Borgarnesi að ábúendum jarðarinn- ar væri óheimilt að nýta fullvirðis- rétt hennar til innleggs. Mjólkur- samlagið taldi á hinn bóginn að sér bæri skylda til þess samkvæmt búvörulögum að taka við þeirra mjólk sem framleidd væri á svæði mjólkurbúsins, að því tilskyldu að jörðin hafi fullvirðisrétt til mjólkur- framleiðslu og að skilyrðum heil- brigðisyfirvalda væri fullnægt. Fólkið sem búsett var á jörðinni hélt áfram að framleiða mjólk og leggja inn í samlagið og hefur feng- ið yfir 1,2 milljónir kr. fyrir um- rædda 24 þúsund lítra. I febrúar síðastliðnum óskaði' Ólafur Þ. Þórðarson eftir því við Framleiðsluráð landbúnaðarins, en ráðið sá um að kaupa úr umferð fullvirðisrétt bænda fyrir ríkið, að leigja 24 þúsund mjólkurlítra sem hann hefði ekki og hyggðist ekki nota af fullvirðisrétti jarðarinnar á verðlagsárinu. Framleiðsluráð og framkvæmdanefnd um búvöru- samninga treystu sér ekki til að afgreiða erindi hans jákvætt. Þar var sú skoðun ríkjandi, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að þetta væri mál milli einstaklinga sem ekki væri hægt fyrir ríkið að gerast aðili að. Eðlilegast væri að Ólafur sækti þetta mál á hendur ábúendunum eða mjólkursamlag- inu. Málið var lagt fyrir Halldór Blön- dal landbúnaðarráðherra. -í bréfi ráðuneytisins frá 21. október síð- astliðinn kemur fram að það telur að fyrri eigandi Efraness hafí einn getað ákveðið nýtingu fullvirðisrétt- arins og mjólkursamlaginu hafi ekki borið nein skylda að taka við mjólkinni. Ráðuneytið felur Fram- leiðsluráði að ganga frá nauðsyn- legum skjölum til greiðslu á and- virði fullvirðisréttarins til Ólafs Þ. Þórðarsonar. Halldór Blöndal sagði í samtali við Morgunblaðið að Ólafur hefði verið úrskurðaður eigandi jarðar- innar og hann hefði allan rétt í samræmi við það. Aðspurður hvort það hefði engu breytt að ábúandi jarðarinnar hefði þegar notað þenn- an sama rétt sagðist Halldór ekki vilja tjá sig um einkamál fólks. Við þessa afgreiðslu myndast skekkja í uppgjöri mjólkurfram- leiðslunnar fyrir síðasta verðlagsár. Ekki liggur fyrir hvernig ríkið hyggst ná þessum peningum inn aftur. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er talið líklegast að líta verði á þá mjólk sem samlagið í Borgarnesi tók við frá Efranesi sem framleiðslu utan fullvirðisréttar. Samlagið hefur borgað yfir 1,2 milljónir kr. fyrir þessa mjólk en ef hún telst utan fullvirðisréttar er hún verðlaus. Þjóðmálaráðstefna kirkjunnar Besta efnahagsaðgerðin er að styðja fjölskylduna Quallofil sæng ÍZMQfAíxj 8.835,-kr. stgr. Heilsukoddi fSMfáfAff 2.779,-kr. stgr. Hollofilsæng 6.698,-kr. stgr. Hollofilkoddi 2.066,-kr. stgr. Igloo svefnpoki J2£986fSÍ 10.990,- kr. stgr. Hugsaðu hlýtt til þinna nánustu - Gefðu afnngflak. -3/<AWK FRAMÚK SNORRABRAUT 60 • SlMAR: 1 20 45 OG 62 41 45 fHwgtmfrliifrife Metsölubiað á hverjum degi! Á FYRSTU þjóðmálaráðstefnu kirkjunnar sem haldin var í Háskóla íslands, Odda, 24. október sl. var fjallað um stöðu heimilis og fjöl- skyldu í íslensku þjóðlífi. Ráðstefnan var fjölsótt og margir fögnuðu því að þjóðkirkjan léti þessi mál til sín taka sérstaklega, segir í frétt frá Biskupsstofu. Tilefni umfjöllunarefnisins má rekja til þess að á undanförnum árum hafa mál sem snerta ij'ölskyld- una á einhvern hátt komið upp aftur og aftur á vettvangi kirkjunnar. Nefna má réttarstöðu fólks í vígðri sambúð, aðbúnað barna og stuðning við heimilið, auk tilmæla um að kirkjan láti sig varða velferð tiltek- inna þjóðfélagshópa, svo sem aldr- aðra, sjúkra og fatlaðra. Nefndinni þótti því ástæða til að fyrsta Þjóðmálaráðstefna kirkjunnar yrði helguð heimilinu og fjölskyld- unni í þeirri von að vönduð og fag- leg umfjöllun gæti leitt til úrbóta þar sem þeirra reyndist þörf. Á þann hátt gæti þjóðkirkjan vakið athygli á viðhorfum kristinnar trúar til þess- ara mikilvægu stofnana og lagt nokkurn skerf af mörkum þeim til hjálpar og stuðnings. Á þessari ráðstefnu voru fyrirles- arar kallaðir til, sem hafa víðtæka reynslu og sérfræðiþekkingu á sínu sviði. Nefndin vinnur nú að því að gefa fyrirlestrana út í sérstöku hefti ásamt ábendingum til að auðvelda fræðslu og umfjöllun um þessi mik- ilsverðu mál í söfnuðum Iandsins og víðar. Ráðstefnan samþykkti ekki heild- arályktun, en ýmsar fróðlegar upp- lýsingar komu fram og hugmyndir um hvað betur mætti fara. Bent var á að nútíma þjóðfélagið hlúi ekki að heimilinum sem skyldi og því reyni nú á styrk þeirra meira en oft áður. Sú ábending var m.a. áréttuð að besta efnahagsaðgerðin á sam- dráttartímum væri að styðja fjöl- skylduna og treysta afkomugrund- völl hvers heimilis, hver sem fjöl- skyldugerðin væri. Þegar að þrengir mega opinberar aðgerðir því ekki vera ávísun á heimilin að geta bet- ur, t.d. í uppeldis- og umönnunar- störfum, án þess að þeim séu um leið búin skilyrði til að sinna því hlutverki. Að öðru leyti má segja að ýmis viðhorf sem fram komu á þessari ráðstefnu endurspeglist í samþykkt kirkjuþings nokkrum dögum síðar.“ Þar var skorað á stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að efla stöðu heimilisins og fjölskyld- unnar og gæta þess að sparnaðar- o g aðhaldsaðgerðir þrengi ekki möguleika þeirra til að sinna uppeldi barna og umönnun sjúkra, fatlaðra og^ aldraðra. í því sambandi áréttaði kirkjuþing nauðsyn þess að mörkuð verði ákveðin fiölskyldustefna og staðfest með löggjöf þar sem ytri réttarstaða og fjárhagsgrundvöllur hvers heimil- is verði tryggður, hver sem fjöl- skyldugerðin er, segir m.a. í frétt frá Biskupsstofu. ♦ ♦ ♦---- Miðill og stjörnu- spekingnr ENSKI miðillinn Terry Evans og Gunnlaugur Guðmundsson stjörnu- spekingur halda saman helgarnám- skeið 5. og 6. desember nk. Gunnlaugur fjallar um stjömukort þátttakenda með tilliti til fyrri lífa og Terry hjálpar þátttakendum að þroska andlega hæfileika sína og opna fyrir innsæið. Stuttur einkatími er í lok námskeiðsins fyrir hvern þátttakenda, bsdði hjá Gunnlaugi og Terry Evans. Nánari upplýsingar má fá hjá Stjörnuspekistöðinni. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.