Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992 Frumvörp um aukinn meirihluta við framsal ríkisvalds ___ Olíkt afmarkaðri ákvæði í Dan- mörku o g Noregi - segir Sólveig Pétursdóttir ALÞINGI hefur til meðferðar tvö frumvörp stjórnarandstöðu til sijórnskipunarlaga. í fyrsta lagi frumvarp Steingríms Hermanns- sonar (F-Rn) o.fl., þess efnis, að samningar við önnur ríki sem feli I sér afsal á landi eða fullveldis- réttindum teljist ekki samþykktir Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjúkraliðar fylltu þingpallana á Alþingi í gær þegar sjúkraliðadeilan var rædd utan dagskrár. Kjaradeila sjúkraliða rædd utan dagskrár Deilt um réttmdi í saimiingum KJÁRADEILA sjúkraliða var rædd utan dagskrár í gær. Málshefj- andi, Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv), skoraði á Friðrik Sophusson fjármálaráðherra að skipa samninganefnd ríkisins að boða til samn- ingafundar með nýstofnuðu félagi sjúkraliða. Kröfur sjúkraliða væru einfaldar. Sömu kjarabætur og aðrir hefðu fengið og að sjúkra- liðar úti á landi héldu áunnum réttindum. Fjármálaráðherra segir að sjúkraliðum hafi verið boðið það sama og aðrir hafi fengið en bendir jafnframt á að þegar maður gerist aðili að stéttarfélagi gangi hann inn í bæði réttindi og skyldur hins nýja félags. Fjármálaráð- herra sagði samninganefnd ríldsins reiðubúna til viðræðna um leið og sjúkraliðar létu af þeim aðgerðum sem nú væru uppi. Málshefjandi Kristín Ástgeirs- dóttir (SK-Rv) sagði Stéttarfélag sjúkraliða hafa verið án kjarasamn- ings í 15 mánuði. Sjúkraliðar hefðu ekki fengið þær kjarabætur sem annað launafólk hefði þó fengið í síðustu kjarasamningum. Þolin- mæði sjúkraliða væri nú þrotin. Málsheíjandi sagði kröfur ný- stofnaðs félags sjúkraliða í raun einfaldar. 1,7% launhækkun ásamt orlofsuppbót og að félagsmenn úti á landi héldu áunnum launum. Kristín sagði að með síðastnefnda atriðinu stæði hnífurinn í kúnni. Með síðustu breytingu á verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga hefði það gerst að starfsfólk sjúkrahúsa úti á landi urðu ríkisstarfsmenn en ýmsir hópar, s.s. sjúkraliðar, meinatækn- ar, röntgentæknar o.fl. hefðu hing- að til verið félagar í starfsmannafé- lögum hinna ýmsu bæjarfélaga. Kristín Ástgeirsdóttir benti á að víða um land hefðu starfsmannafélögin náð betri samningum, varðandi kjör og ýmis réttindi, fyrir sitt fólk, en gerðist á höfuðborgarsvæðinu, t.d. væru grunnlaun sjúkraliða á Sel- fossi 15 þúsund krónum hærri en í Reykjavík. Ræðumaður vildi benda á þá stað- reynd að sjúkraliðar væru nánast 100% kvennastétt. Og láglauna- stétt. Byijunarlaun sjúkraliða á dag- vakt í Reykjavík væru nú 52.426 krónur en hæstu laun kæmust upp í 68.301 krónu. „Það sérþað auðvit- að hver maður að á þessum launum *er ekki hægt að lifa,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir. Semja um Iaunalækkun? Málshefjandi sagði ríkisvaldið verða að horfast í augu við þá stað- reynd að það hefði tekið við starfs- hópum sem hefðu mismunandi kjör eftir þvf hvar þeir byggju á landinu. Það gæti ekki verið meiningin að semja um afnám réttinda og jafnvel iaunalækkun fyrir sjúkraliða úti á landi. Kristínu var spurn: „Hvaða afleiðingar hefði það fyrir sjúkra- húsin úti á landi ef slík réttinda- ‘svipting ætti sér stað? Hvað kemur í veg fyrir að mismunandi kjara- samningar gildi á hinum ýmsu stöð- um? Er það eitthvert náttúrulögmál að allir verði að hafa sömu laun og sömu réttindi í sömu störfum hjá ríkinu?" Ræðumaður taldi margt mæla með því að fólk í sérhæfðum störfum úti á landi nyti ákveðinna „bestu kjara“. Kristín Ástgeirsdóttir sagði að enn einu sinni hefði samninganefnd ríkisins undir stjóm fjármálaráð- herra, að þessu sinni Friðriks Sop- hussonar, tekist að koma vinnudeilu við ríkisstarfsmenn í „algjöran hnút“. Kristín spurði fjármálaráð- herra hvort það væri stefna ríkis- stjómarinnar að svipta ríkistarfs- menn áunnum réttindum? Hver væri launastefna þessarar ríkis- stjómar? Teldi íjármálaráðherra að sjúkraliðum bæri ekki sama launa- hækkun og öðrum launþegum? Hvað ætti fjármálaráðherra við með þeim ummælum að hann óttaðist fordæmisgildi þess að viðurkenna réttindi sjúkraliða úti á landi? Krist- ín Ástgeirsdóttir innti íjármálaráð- herrann einnig eftir því hvort hann væri sammála þeirri skoðun for- manns samninganefndar ríkisins að ekki væri hægt að gera tvo samn- inga við eitt stéttarfélag. Ósamræmi varhugavert Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra vildi taka undir með fyrra ræðumanni að ástandið á sjúkrahús- unum væri alvarlegt þegar hluti starfsmanna hefði tekið þann kost- inn að ganga út. Fjármálaráðherra vildi svara fyrirspumum málshefj- andans. Hann vildi benda á það að þegar starfsmaður skipti um stétt- arfélag, gengi hann inn í réttindi og skyldur hins nýja félags, hvort sem þau væru betri eða verri. Eins og staðan væri í dag, hefðu sjúkra- liðar um það val hvort þeir væru í Starfsmannafélagi ríkisstofnana, staðbundnu stéttarfélagi, eða Sjúkr- aliðafélagi íslands. Fjármálaráð- herra sagði launastefnu ríkisstjórn- arinnar hafa markast af ríkjandi efnahagsaðstæðum. Allt frá árinu 1990 hefði verið reynt að samræma kjarasamninga sem mest. Ráðherra lagði á það áherslu að hann teldi að sjúkraliðum bæri sama launahækkun og öðram. „Við teljum að við höfum boðið sjúkraliðum í þessari kjaradeilu sömu launahækk- un og aðrir hafa fengið.“ Fjármála- ráðherra taldi að sjúkraiiðar sjálfir hefðu í bréfi til félagsmálaráðherra bent á að stefnt væri á hættulega braut þegar samið væri um mismun- andi launasvæði og ólík réttindi eft- ir því hvar menn störfuðu. Fjármála- ráðherra tók undir þessa ábendingu; þetta hefði fordæmisgildi fyrir aðra samninga. Fjármálaráðherra sagði það .sitt mat, að hann teldi að við hvert stéttarfélag ætti að gilda einn samningur. Að lokum svaraði Friðrik Soph- usson ijármálaráðherra áskoran Kristínar Ástgeirsdóttur um að skipa samninganefnd ríkisins að boða strax til samningafundar. Fjár- málaráðherra sagði samninganefnd ríkisins tilbúna til að koma til fund- ar við sjúkraliða um leið og látið væri af þeim aðgerðum sem nú væra uppi. Aðgerðum sem taldar væra ólögmætar. Um þetta væri deilt, en við hefðum dómstól; Fé- lagsdóm, til að skera úr slíkum' ágreiningi. Það væri öllum fyrir bestu, sjúklingum og sjúkraliðum, að horfíð yrði að því ráði að taka upp kjarasamninga um leið og látið yrði af þessum aðgerðum. Mjúk gildi fái aukið gildi Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn) greindi nokkuð frá kjarasamningum sveitarfélaganna utan Reykjavíkur. Gerður hefði verið kjarasamningur með ákvæðum um starfsmat. Við það endurmat „fengu hin mjúku gildi aukið gildi“. Vandi hefði nú komið í ljós við að breyta verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga vegna þess að ýmis störf væru ekki flokk- uð eins hjá ríki og sveitarfélögum. Rannveig sagði að á sínum tíma hefði verið um það mikil samstaða að meta ummönnunarstörfín upp á við og væri ekki síður mikilvægt að finna lausn sem drægi ekki úr því mati. Fleiri ræðumenn urðu til þess lýsa eindregnum stuðningi við mat Rannveigar Guðmundsdóttur á gildi umönnunarstarfa. En ijármálaráð- herra mátti þola ámæli fyrir meint- ar hótanir í garð sjúkraliða og reyna að gera réttmætar og lögmætar aðgerðir þeirra tortryggilegar, reyna að bijóta niður félagafrelsi; rétt manna til að vera í stéttarfé- lagi. Friðrik Sophusson ijármála- ráðherra vildi að það kæmi skýrt fram að samninganefnd ríkisins hefði gert tilboð um að allir, jafnt sjúkraliðar í Reykjavík sem og sjúkraliðar út á landi, sem hefðu hærri laun, fengju sömu launa- hækkanir og allt fólk hefði verið á fá undanfarið. Vandinn snerist um réttindi. Hvort það væri eðlilegt að fólk í einu félagi tæki með sér áunn- in réttindi sem væru umfram þau sem væri að hafa í öðru félagi. Hann bað viðstadda að hugleiða þessi vandamál. Fjármálaráðherra vildi ekki mæla hörð orð í þessari viðkvæmu deilu. Hann hefði ná- kvæmlega sama áhuga og Sjúkra- liðafélag íslands á því að ná niður- stöðu. Fjármálaráðherra héít að það væri hægt. Fjármálaráðherra vonaði að það tækist á allra næstu dögum. Fjöldi þingmanna tók þátt í þess- ari utandagskrárumræðu. Sjávarútvegssamningar við EB FRAM hefur verið lögð þingsályktunartillaga um að Alþingi „ályktar að heimila ríkissljórninni að staðfesta fyrir íslands hönd 1) Samning í formi erindaskipta milli Lýðveldisins Islands og Efnahagsbandalags Evrópu um fiskveiðimál, sem gerður var í Óportó 2. mai 1992 og 2) samning um fiskveiðimál og lífríki hafsins milli Lýðveldisins íslands og Efnahagsbandalags Evrópu, sem gerður var í Brussel 27. nóvember 1992.“ í athugasemdum með þingsálykt- unartillögunni er gerð grein fyrir helstu efnisatriðum-samningsins frá 2. maí um gagnkvæm skipti á fisk- veiðiheimildum. Bandalagið fær veiðiheimildir á tilgreindum svæðum í efnahagslögsögu Islands fyrir 3.000 tonn af karfaígildum gegn veiðiheim- ildum fyrir ísland á 30.000 tonnum af loðnu sem EB hefur keypt af Grænlandi með samningi þessara aðila um fiskveiðimál. Varðandi samninginn um fisk- veiðimál og lífríki hafsins sem gerður var í Brassel 27. nóvember er greint frá því að í samskiptum EB við ríki utan þess hafi lengi tíðkast að gera rammasamninga um einstaka mála- flokka til að skapa bandalaginu laga- legan grandvöll fyrir samstarfið og fylla síðan inn efnisatriði í regluleg- um, t.d. árlegum, samráðum. Sá samningur sem hér um ræðir sé að mestu í stöðluðu formi en þó séu nokkur frávik og ákvæðin um Iífríki hafsins séu sérstök fyrir þennan samning. Með samningnum er birt fylgiskjal þar sem m.a. segir að samninga- nefndirnar hafi samþykkt að leggja til við þar til bær yfirvöld það fyrir- komulag í fiskveiðimálum fyrir árið 1993, sem sé að finna í viðauka A. nema því aðeins að þrír fjórðu alþingismanna greiði þeim at- kvæði. I annan stað frumvarp Ragnars Arnalds (Abl-Nv) o.fl., um að þriðjungur alþingismanna geti krafist þess að milliríkja- samningur, sem hefur hlotið já- kvæða afgreiðslu á Alþingi, verði borinn undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Sólveig Pétursdóttir sagði m.a. í framsögu sinni, er fyrra framvarp- ið kom til umræðu sl. fimmtudag, að meirihluti stjórnarskrárnefndar teldi „allt of langt gengið í áskilnaði um aukinni meiri hluta fyrir samn- ingi, sem varðar minniháttar hags- muni. Flutningsmenn frumvarpsins hafí ekki sniðið efni þess efír norræn- um fyrirmyndum að þessu leyti“. Hún vitnaði í stjórnarskrá Dana og Norðmanna og sagði að áskilnaður um að auka meirihluta í þessum tveimur þjóðþingum væri bundinn við samninga, sem leiða til framsals stjórnarskrárbundins valds ríkisins til alþjóðastofnana, en einfaldur þingmeirihluti nægði til að gera aðra samninga, sem ákvæði frumvarpsins næðu einnig til. í öðru lagi vil ég benda á, sagði þingmaðurinn, að í framvarpinu er gert ráð fyrir því, að með samningi við annað ríki sé hægt að afsala eða leggja kvaðir á landi eða á hvers konar fullveldisrétt í íslenzkri lög- sögu, ef áskilinn meirihluti þing- manna veitir samþykki sitt. „Svo víð- tæka heimild til að semja um afsal á fullveldisrétti er hvergi að finna í stjómskipunarlögum nágrannaríkj- anna... Milli þess tvenns að afsala réttindum í landhelgi annars vegar og að afsala „hvers konar fullveldis- rétti í íslenzkri lögsögu" hins vegar, er gífurlegur eðlismunur, sem fær enga viðhlítandi skýringu í greinar- gerð með framvarpinu og er að auki óljóst hvert gæti leitt. “ Sólveig sagði að-samkvæmt frum- varpi stjómarandstöðuunnar væri gert ráð fyrir því að með fylgi auk- ins meirihluta þingmanna megi gera samning við önnur ríki um framsal „einhvers hluta ríkisvalds" til Ijöl- þjóðlegra stofnana. Orðalagið væri óákveðið og óheppilegt. Bæði í dönsku og norsku stjórnarskránni væra ákvæði um þetta ólíkt afmark- aðri, því þar væri tekið fram að þau varði framsal á valdi, sem ákvæði stjórnarskránna sjálfra veita hand- höfum ríkisvalds. Að auki era þessar erlendu heimildir til að framselja slíkt vald háðar því, að framsaiið taki til nákvæmlega ámarkaðs sviðs, ekki „einhvers" hluta ríkisvalds." Meirihluti stjórnarskrámefndar leggur til að frumvarpi stjórnarand- stöðunnar verði vísað til ríkisstjórn- arinnar, enda þarfnist tillögur um breytingar á íslenzkri stjórnskipan í þessa vera, ítarlegrar og faglegrar umfjöllunar og að stjórnarskrár- nefnd, sem skipuð er af fulltrúum þingflokkanna og starfar á vegum forsætisráðuneytisins, hljóti að telj- ast heppilegur vettvangur til þess. Páll Pétursson sagði m.a. að minnihluti stjórnarskrámefndar styddi það markmið frumvarpsins að sett verði ákvæði í stjórnarskrána um hvemig skuli fara ef gerðir eru samningar við önnur ríki, sem fela í sér ákveðið og afmarkað framsal á ríkisvaldi. Forsenda slíks ákvæðis væri sú að slíkir samningar feli í sér að ísland og önnur samningsríki taki á sig sambærilegar og gagnkvæmar skuldbindingar, að ísland eigi aðild að þeirri stofnun eða samtökum sem vald er framselt til og að framsalið sé ákveðið og afmarkað. Minnihlut- inn telur að einhliða framsal ríkis- valds til annars ríkis sé ætíð óheim- ilt og sama gildi um óskilyrt framsal á ríkisvaldi til alþjóðastofnunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.