Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992 33 Morgunblaðið/Rúnar l>ór Snjókoma frá morgni til kvölds Snjó kyngdi niður frá morgni til kvölds á Akureyri í gær og höfðu myndast dágóðir skaflar víða. Ökumenn þurftu að skafa snjó af bílum sínum, en umferðin gekk nokkurn veginn áfallalaust fyrir sig. Eitthvað varð um smáárekstra í bænum og skammt norðan bæjarins, á móts við bæinn Mið-Samtún, skullu tveir bílar saman og var einn maður fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar, en hann kvartaði um eymsl í btjóstkassa. Þá fengust þær upplýsingar einnig hjá lögreglu að maður hefði dottið í hálkunni og meiðst í baki og var hann einnig fluttur á sjúkrahús eftir fallið. Mikið um gjaldþrotabeiðnir síðustu daga A HJA hf. gjaldþrota og beð- ið um gjaldþrot Uppans SÍÐUSTU tvo daga hafa verið kveðnir upp hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra gjaidþrota- úrskurðir yfir fimm einstakling- um, þá hefur eitt fyrirtæki verið úrskurðað gjaldþrota og fyrir liggur beiðni um að annað verði tekið til gjaldþrotameðferðar. Lífeyrissjóðurinn Sameining á Akureyri hefur óskað eftir því að Uppinn hf. verði tekinn til gjald- þrotaskipta og sagði Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðsdómari að úr- skurður yrði væntánlega kveðinn upp fyrir helgi. Sameining fór fram á að Uppinn yrði tekinn til gjald- þrotaskipta í kjölfar árangurslausrar aðfarar í síðustu viku, en félagið skuldar starfsmannagjöld að upp- hæð um 2,7 milljónir króna. Uppinn hf. rak skemmtistaðinn 1929, Bíóbarinn og Uppann og voru staðirnir innsiglaðir í síðustu viku. Innsigli var rofið eftir að fram voru lögð gögn um að stjómarformaður félagsins hafði keypt rekstur skemmtistaðanna og stofnað um reksturinn nýtt félag, 1929 hf. Fyrirtækið HJÁ hf. var úrskurðað gjaldþrota á þriðjudag, en það rak byggingavöruverslunina Bynor við Glerárgötu auk trésmiðju og vom starfsmenn þess átta. Bjöm Jósef Amviðarson hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu. Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðs- dómari sagði að auk beiðna um að þessi tvö fyrirtæki yrðu úrskurðuð gjaldþrota hefði á síðustu tveimur dögum verið óskað eftir að fimm einstaklingar yrðu úrskurðaðir gjaldþrota. „Það var nokkur lægð í þessu eftir að nýju lögin tóku gildi 1. júlí síðastliðinn, en á síðustu tveimur vikum má segja að gjald- þrotabeiðnum hafí rignt hér inn,“ sagði Ásgeir Pétur. Morgunblaðið/Hólmfriður Skipverjar á Þorleifi EA á línuveiðum suðvestur af Grímsey. Grímsey Góð veiði hjá línubátum Grímsey. LÍNUBÁTAR hafa fiskað ágætlega að undanfðrnu við Grímsey, en aftur á móti hafa aflabrögð verið afar léleg l\já færabátum. Einn bátur héðan er á snurvoð og hefur fiskað frekar lítið upp á síðkastið. Skipveijar á Þörleifí EA, sem er stærsti báturinn hér í Grímsey, tæp 50 tonn að stærð, hafa verið á línu siðustu vikur og aflað ágæt- lega. Hafa þeir fengið hátt í 50 tonn frá því þeir skiptu yfír á lín- una. Gylfí Gunnarsson er skipstjóri á Þorleifí, en með honum róa þeir Sigurður Rúnar Sigfússon og Al- freð Garðarsson. Veiðibann hófst hjá krókaleyfís- bátunum á þriðjudag, 1. desember, og verða þeir frá veiðum til loka janúar, en veiðtímabilið bytjar ekki aftur hjá þeim fyrr en 1. febrúar næstkomandi. Kvótabátamir hafa heimild til að tvöfalda afla sinn á þessu tímabili, fiski menn 10 tonn á tímabilinu er það skráð sem þeir hafi veitt 5 tonn. Búast má við að sjómenn notfæri sér þetta og rói á meðan gefur. Sjómenn á krókaleyfisbátunum sem nú eru. í veiðibanni fá flestir vinnu við að stokka upp línu, en aðrir taka jólaleyfíð í fyrra fallinu og ætla sér eflaust að sinna eigin- konum sínum af alúð og aðstoða við jólaundirbúning á heimilinu. HSH (MsJÍ Hótel MHarpa Nýr gistivalkostur áAkureyri Auk hagstæðs gisti verðs, njóta gestir okkar afsláttar á veitingahús- unum Bautanum og Smiðjunni. Fastagestum, fyrirtækjum og hóp- um er veittur sérafsláttur. Hótel Harpa Góð gisting á hóflegu verði í hjarta bæjarins. Sími 96-11400 Ath. að Hótel Harpa erekki i simaskránni. Talkennarar og talmeinafræðingar Endurhæfing í Krist- nesi verði ekki aflögð FÉLAG talkennara og talmeinafræðinga hefur sent frá sér álykt- un þar sem fyrirhuguðum niðurskurði til Kristnesspítala er mót- mælt. „Endurhæfingadeild Kristnes- spítala er sú eina sinnar tegundar sem starfar á landsbyggðinni. Fé- lagið telur það óheillavænlega þró- un ef leggja á hana niður, enda enginn sparnaður að senda sjúkl- inga annað. Það hefur ómetanlegt gildi fyrir árangur endurhæfingar að sjúklingur fái að dveljast sem næst fjölskyldu sinni og atvinnu. Deildin hefur sinnt brýnum þörfum fatlaðra einstaklinga með náinni samvinnu fagfólks, þar sem tal- meinafræðingur er mikilvægur fyrir meðferð margra sjúklinga. Því leggur félagið áherslu á að fundin verði leið til að vinna að* frekari uppbyggingu endurhæf- ingadeildarinnar. Einnig vill félagið benda á að verði öldrunardeildin á Krist- nesspítala lögð niður skapast neyð- arástand í öldrunarmálum á Akur- eyri og nágrenni," segir í ályktun Félags talkennara og talmeina- fræðinga. Þorvaldur Gylfason ræðir um efnahagsmál FÉLAG viðskipta- og hagfræðinga á Norðurlandi, Rannsóknastofn-'** un Háskólans og Kaupþing Norðurlands hf. hafa ákveðið að efna til nokkurra funda um efnahags- og atvinnumál. Fyrsti fundurinn verður á morgun, föstudaginn 4. desember, þar sem dr. Þorvaldur Gylfason ræðir um horfur í efnahagsmálum Islendinga. Fundurinn hefst kl. 12.10. Þorvaldur mun á fundinum ræða um stöðu efnahagsmála, áhrif síð- ustu efnahagsráðstafana ríkis- stjórnarinnar og hver stefnir. Einn- ig mun hann bera saman stöðu okkar íslendinga í samanburði við stöðu Færeyinga og ræða þær leið- ir sem við eigum til þess að bæta efnahagsástandið. Þorvaldur hefur víðtæka þekk- ingu og reynslu á sviði þjóðhag- fræði og hefur ákveðnar skoðanir um stjórnun efnahagsmála. Hann hefur haldið fyrirlestra og skrifað fjölda greina um það efni í blöð og tímarit, innlend og erlend. Þorvaldur lauk B.A. Econ. prófi í hagfræði frá Háskólanum í Manchester í Englandi árið 1973 og varði doktorsritgerð í þjóðhag- fræði þrem árum síðar við Prince- ton University í Bandaríkjunum. Hann hefur frá árinu 1983 gegnt stöðu prófessors við þjóðhagfræði í Háskóla íslands. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA og hefst kl. 12.10, og er hann öllum opinn sem taka vilja þátt í umræðum um efnahagsmál. Þátttöku ber að tilkynna til Kaup- þings Norðurlands á Akureyri. (Fréttatilkynning) Nýdönsk á Akureyri HLJ ÓMS VEITIN Nýdönsk leikur fyrir gesti Sjallans á Akureyri um þessa helgi, dagana 4. og 5. desember. Nýja hljómplata þeirra, Himnasending, hefur selst vel og munu Nýdanskir að sjálf- sögðu leika lög af henni. (Fréttatílkynning) Útvegsmenn Horðurlandi Utvegsmannafélag Norðurlands boóar til fundar á Hótel KEA sunnudaginn 6. des. nk. kl. 16.00. Sjávarútvegsráðherra, Þorsteinn Pálsson, kemur á fundinn. Stjórnin. Jólafundur Norðurlandsdeildir Tæknifræðingafélags Islands og Verkfræðingafélags íslands halda sameiginlegan jólafund föstudaginn 4. des. á Hótel Hörpu, Akureyri, kl. 20.00. Jólahlaðborg (julefrokost). Ræóumenn. 1. Framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar. 2. Formaður Tæknifræðingafélags íslands. Þátttaka tilkynnist í símum: 96-11761, 96-24411, Eiríkur. 96-27375, 96-27072, Kristinn. 96-25763, 96-22543, Þorsteinn/Pétur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.