Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLADIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992 Fagna þú, sál mín. Allt er eitt i drottni, eilíft og fagurt, - dauðinn sætur blundur. Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni’ og þrotni veit ég, að geymast handar stærri undur, þótt stórtré vor, í byljum jarðar brotni, bíður vor allra’ um síðir Edenslundur. (JJ. Smári) Magnús Halldórsson. Mig langar að minnast með nokkrum orðum vina minna, Láru B. Ólafsdóttur og Magnúsar Ólafs- sonar frá Ketilsstöðum. Það er táknrænt fyrir það hve samrýnd þau voru, að ekki liðu nema fimm dagar frá því að Lára lést þar til maður hennar Magnús yfirgaf líka þessa jarðvist, en Lára lést 19. nóvember og Magnús þann 24. nóvember. Fyrir ótal mörgum árum hitti ég Láru fyrst, á heimili frænda hennar Ólafs Gunnarssonar sálfræðings. Ætluðum við að spila brids og var það í fyrsta sinn sem ég spilaði það spil, en allt gekk vel. Strax varð ég heilluð af Láru, sem ég í huga mér ávallt kallaði „hefðarfrúna", því það var hún sannarlega. Lára var falleg og tignarleg kona og það var Magnús líka. Seinna átti ég því láni að fagna að kynnast þessum góðu hjónum betur og var alveg sama, hvað umræðuefnið var, bókmenntir eða listir, þau voru heima í öllu. Þar sem þessi góðu hjón voru, var fullt af ljósi og kærleika. Það var ávallt notalegt að heimsækja þau á Ketilsstöðum og í Leirubakk- ann eftir að þau flutti til Reykjavík- ur. Margt fallegt rifjast upp, faljegar minningar, um góð hjón, sem ég mun ávallt geyma. Lára og Magnús eignuðust fimm börn, sem ávallt reyndust foreldrum sínum góð og umhyggjusöm. Þau eru Ingibjörg, Ólafur Þór, Steinunn og Katrín, ég sendi þeim ásamt mökum þeirra, bamabörnum og bamabamabömum, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Myndina af þessum kæru hjónum myn ég geyma, það em hjón með faljegt bros, sem gáfu mér kærleika og blíðu. Hjartans þakkir til þeirra. Hvíli þau í friði. María Sigurðardóttir. Ekki get ég sagt að ég hafi þekkt þau hjón Magnús og Lám vel né lengi. Margir þekktu þau mun bet- ur. En samt er það svo skrýtið að skammtímakynni eins og okkar mást aldrei úr huganum. Eg kynnt- ist þeim fyrst á fögmm sumardegi árið 1978, en þá kom ég fyrst að Ketilsstöðum, í þeim erindagerðum að afhenda þeim hjónum nýjan bíl sem þau höfðu keypt. Heyskapurinn freistaði mín og bauð ég fram að- stoð, sem var þegin með þökkum. Kepptust síðan allir við að ná hey- inu heim, en í hita leiksins ók ég dráttarvélinni hálfri inn um hlöðu- dyrnar, sem vom allhátt frá gólfi. Þar sat hún föst. Það var með hálf- um huga að ég gekk til Magnúsar þar sem hann var úti á túni og sagði honum skömmustulegur hvað skeð hefði og beið eftir skömm- unum. Magnús sýndi engin svip- brigði, klóraði sér í kollinum, brosti og sagði síðan hæglátlega: „Við skulum þá fara og ná vélinni upp aftur.“ Og það var gert. Þannig kom Magnús mér fyrir sjónir, hægur, góðlegur og yfirvegaður bóndi, sem ekki skipti skapi, jafnvel þó dráttar- vélin væri úr leik um háannatímann. Það mun síðan hafa verið í nóv- ember árið 1981 sem leiðir okkar Magnúsar og Láru lágu aftur sam- an. Þá kom ég ásamt syni þeirra hjóna, Halldóri, að Ketilsstöðum en við vomm á leið til rjúpna. Við sett- umst í eldhúsið með þeim hjónum og ketti sem hringsnerist um hús- móður sína. Það var hellt upp á könnuna og innan tíðar var keyrsian og þreytan gleymd við smurðá brauðið og kaffí, sem Lára bar á borð fyrir okkur. Hún útbjó síðan nesti fyrir okkur, til þess að hafa með á heiðina. Við Halldór lögðum síðan af stað og gengum og geng- um. Ég var á nýjum gönguskóm og varð fljótlega sárfættur, en hark- aði af mér og gekk áfram ásamt Halldóri. Þegar upp á fjall var kom- ið, ákváðum við að fara í hvor í sína áttina, en hittast að þrem tím- um liðnum á hól nokkmm. I millitíð- inni skall á niðaþoka, svo ekki sást handa skil. Að lokum fundum við þó hvor annan með því að skjóta upp í loft og ganga á hljóðið. Eftir að hafa snætt nestið frá Lám, ákváðum við að freista þess að ná til byggða. Við fórum auðvitað í vitlausa átt, villtumst og lentum í hinum verstu hrakningum. Undirritaður var aðframkominn, kaldur og með blæðandi fótasár vegna skónna. Báðir fómm við þó örþreyttir úr skóm og sokkum, brettum upp buxnaskálmar og óð- um nokkrar ár í klakaböndum. Efst í huga var að leggjast niður og sofna þegar kvöldaði og frost herti. En þegar ég var að því kominn að gefast upp á göngunni, var nóg að hugsa heim að Ketilsstöðum. Hugs- unin um að komast þangað, til Magnúsar og Lám, setjast að kaffi og brauði í eldhúsinu þeirra hvatti mig áfram. Sársaukinn og þreytan glejmidust við þessa tilhugsun. Síð- ustu kílómetrana notaðist ég við veiðibyssu mína sem staf, rekinn áfram af Halldóri og hvattur til dáða. Er við um miðja nótt náðum á þjóðveginn, lagðist ég niður og sofnaði. Halldór hélt áfram eftir veginum og kom síðar á dráttarvél, sem hann hafði fengið lánaða á nægliggjandi bæ og ók mér að Ketilsstöðum. Ég gleymi því aldrei hve feginn ég var að sjá þau Magn- ús og Lára. Þau ásamt Halldóri hjálpuðu mér inn í bæinn. í eldhús- inu setti Lára heitt vatn í bala, klæddi mig úr sokkum og skóm. Hún nuddaði á mér fæturna og tókst á óskiljanlegan máta að koma lífi í mína tilfinningalausu fætur. Eftir fótameðferðina, kaffí og með- læti var ég sem nýr maður. Kisa gekk um gólf, malandi af ánægju og mér leið stórkostlega vel. Slík var hlýjan og umönnunin, sem mætti mér hjá þeim Ketilsstaða- hjónum, að ég tel að þau hafi jafn- vel forðað mér frá varanlegu lík- amstjóni. Bæði voru þau vel heima um ótrúlegustu hluti og skemmti- lega viðræðugóð en umfram allt, uppfull af gestrisni og hlýju, sem allof lítið er orðið um nú til dags, en sem íslendingar voru þekktir fyrir áður. Ég vil þakka Magnúsi Halldórs- syni og Lám Björg Olafsdóttur fyr- ir einstök kynni og óska þeim Guðs blessunar á nýju tilvemstigi. Börnum, tengdabörnum, barna- börnum, bamabarnabömum og öðr- um ættingjum þeirra votta ég sam- úð mína við fráfall þessara stórkost- legu hjóna. Siggi. Guð hefir leyst sálu mína frá þvi að fara ofan í gröf- ina og líf mitt gleður sig við ljósið. (Job. 33:28.) Amma og afí látin — með viku millibili. Komin heim í ljóssins ríki þar sem Guð og kærleikur hans er allt í tölu. Þau höfðu bæði þurft að þola margar raunir, en eins og Job forðum daga höfðu þau aðeins færst nær Guði við hveija raun. Tvisvar sinnum misstu þau nánast allt sitt þegar heimili þeirra brann til gmnna, lítið tryggt. Þau misstu heilsuna bæði tvö og amma hafði fyrir löngu misst sjónina. En þau mögluðu ekki og voru full af friði, kærleika og hlýju. Þau vom bæði lifandi dæmi um það hvemig mann- lífsraunir geta slípað og fegrað ein- staklinginn þar til hann verður eins og gimsteinn eða dýrmæt perla. Þannig báru þau vitni um að það sem Guð gefur er æðra öllum mann- legum skilningi. Þegar einhver svo nákominn deyr, kemur sorgin í kjölfarið. Ég finn glöggt í sálu minni að ég syrgi afa og ömmu. Af hveiju? „Er ekki fremur ástæða til að gleðjast þegar fólk á tíræðisaldri deyr?“ spyr rödd skynseminnar. En hjartað syrgir. Það syrgir vegna þess að það hefur elskað og elsku notið. Það syrgir og tregar allar þær gleðistundir sem amma og afi veittu svo ríkulega af. Þegar dýpra er skyggnst má þó sjá að í sorginni og tárunum sem streyma er sálin að tjá þakklæti sitt og gleði yfír því að hafa notið þeirra forréttinda að hafa átt þau fyrir afa og ömmu. Og minningarn- ar streyma fram, ein af annarri. Ég man fyrst eftir ömmu og afa á Ketilsstöðum þegar ég var vetur- langt hjá þeim fimm ára gömul. Það varð mér ógleymanlegur vetur, og æ síðan var á milli okkar eins og leynilegur þráður kærleika og hlýju. Það var sama hvað langt leið á milli vinafunda. Þennan umrædda vetur lærði ég margt og upplifði í fyrsta sinn, t.d. blessunina sem fylgir reglulegum kirkjuferðum. Afí söng í kirkjukór Hvammskirkju og við sóttum því hveija messu. Virð- ing þeirra fyrir kirkjunni og sá heil- agleiki sem einkenndi allt það sem fram fór, gerði það að verkum að ég sannfærðist um að sannarlega /HIKLIG4RDUR VIÐ SUND SJÁ NÆSTU SÍÐU Cheerios leikurinn • Cheerios leikurinn • Cheerios leikurinn c .£ V. 3 rS «0 .2 0) s c .2 3 á <0 .2 3 Q) 8 X <Ð CO E 13 C 3 Q. O <D E «o TD c <13 </> 03 O S o </) c <D c c 0 JZL 4—* '3 O ö) C i- CD Cl) V) a 1 CD 0 X *_ ’c c lo E 'D C to E *== cl cn o SD '0 *+- c 0 c 0 'ö) ’> ö) SLU C/3 0 k- '0 o r— i 00 I 0 v_ s0 i oo 03 03 0 s3 v- JD 0 M— 0ó CNI 3 03 0 ~D 0 03 C 'td c 0 </> c c </) 0 «o c/) 0) ’a _cd <n s0 £ </) s0 c 0 ■o "íö o M 1 I I I I I. I ð > (0 ■ ■■% > 1 I 2 I 'tö o U) Ifí H. 0| 0) £ ® w JC 'O O a t I i i ‘ S I * I Það er leikur að borða Cheeriosí Safnið flipum og fáið bol! Þú getur eignast fallegan Cheerios bol með því að taka þátt í létta Cheerios leiknum. Leikurinn gengur þannig fyrir sig að þú klippir 6 flipa af nýju Cheerios-, Honey IMut- eða Cocoa Puffs pökkunum, fyllir út meðfylgjandi þátttökuseðil og sendir til okkar, ásamt flipunum, fyrir 28. febrúar 1993. Þá færðu fallegan Cheerios bol sendan heim. Þú getur líka komið með flipana í Vatnagarða 20 (Nathan & Olsen) og náð þér í bol. Njóttu vel og góða skemmtun ! Cheeríos á íslandi - hríng eftir hríng ! Cheerios leikurinn • Cheerios leikurinn • Cheerios leikurinn i Cheerios leikurinn • Cheerios leikurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.