Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992 Stefán Bjömsson - Afmæliskveðja Góðkunningi minn Stefán Björnsson fyrrverandi togaraskip- stjóri er 90 ára í dag, 3. desember. Mig langar til að minnast hans með nokkrum orðum á þessum merku tímamótum. Ef lýsa ætti manninum held ég að best ætti við að segja eins og sagt er um marga frændur hans í föðurætt, að hann sé bæði lítill og ljúfur. Hann er hið mesta prúðmenni á ailan hátt, nærgætinn, hógvær og hvers manns hugljúfi. Hann er ekki margorður um ævifer- il sinn. Mikill 'hamingjumaður hefur hann jafnan verið og sem dæmi má nefna að öll styrjaldarárin 1939-1945 var hann skipstjóri á togara sem sigldi til Bretlands og varð aldrei fyrir neinu óhappi. Sé minnst nokkurra þátta úr ævi hans mætti nefna eftirfarandi. Stef- án er fæddur að Varmá í Mosfells- sveit. Foreldrar hens voru Bjöm Einar smiður og bóndi á Varmá Þorláksson, sá er stofnaði Álafoss, og kona hans, Anna Jónsdóttir frá Eystri-Skógum undir Eyjafjöllum af ættum Síðupresta, komin af eld- prestinum Jóni Steingrímssyni á Prestbakka á Síðu. Þeir vom bræðrasynir Stefán og Jón Þorláks- gon ráðherra. Afi þeirra var síra Þorlákur prestur á Undirfelli. Þær ættir eru um Húnaþing og Skaga- §orð aðallega. Stefán ólst upp í Drangshlíð hjá móðursystur sinni Guðrúnu Jónsdóttur og manni hennar Þorsteini Jónssyni bónda þar. Það má gjarnan geta þess að árið sem Stefán fæðist var fyrst sett vél í fiskibát á Islandi. Það gerði Ámi Gíslason fiskmatsmaður á ísafirði. Árið 1920 fer Stefán í Flensborgarskólann í Hafnarfírði Qg er þar tvo vetur. Naumast var seinni veturinn liðinn þegar Stefán var orðinn sjómaður á skoskri skútu í Firðinum. Skotar höfðu gert skút- una út þar en svo selt hana íslend- ingum sem gerðu hana út. Var þá verið á fæmm. Aðeins tveim ámm síðar var Stefán ráðinn á togarann Ými frá Hafnarfírði og var þar eina vertíð en fer svo á togarann Skalla- grím frá Reykjavík. Hann fer svo í Stýrimannaskólann 1926 og út- skrifast þaðan 1927 og fer þá aftur sem háseti á Skallagrím. 1930 er Stefán ráðinn stýrimaður á bát frá Akureyri og er næstu árin skip- stjóri eða stýrimaður, ýmist fyrir norðan eða sunnan, allt til 1939 er hann var ráðinn stýrimaður á togar- ann Ými er hann hafði verið á frá Hafnarfírði, en nú hét skipið Þor- fínnur og var frá Reykjavík. Þeir sigldu með fískinn til Bretlands. 1940 réðst Stefán skipstjóri á tog- arann Karlsefni, eign Geirs Thor- steinssonar. Stefán sigldi þeim tog- ara öll stríðsárin eftir það. Stefán hefur alla tíð verið mikill heppnis- maður og ekkert slys henti hann eða skip hans öll þessi hræðilegu ár. Það var einhvem tímann á þess- um ámm að maður sagði við hann: Þú átt áreiðanlega eftir að bjarga mönnum, þú ert svo mikill gæfu- maður. Það varð ekki sem betur fór, sagði Stefán, því þá hefðu eflaust einhveijir farist. Á stríðsárunum var Atlantshafíð eitt logandi helvíti og sama mátti segja um enskar borgir. Þrátt fyrir allar hættur og vetrarstorma héldu sjómenn áfram siglingum og fómst margir íslendingar í þeim darraðar- dansi og mörgum sjómönnum var bjargað af sökkvandi skipum, bæði af kafbátum og ofansjávarskipum. Stefán fann ekki til hræðslu og svaf vel meðan togarinn klauf öldur hafsins framhjá tundurduflum og hvers konar vígvélum. Menn hans vom rólegri þegar þeir höfðu slíkan yfirmann og hugsuðu aðeins um skyldu sína og ástvinina heima. Stefán var búsettur í Reykjavík frá 1928 til 1949 að hann byggði sér hús í Kópavogi og flutti þangað með konu sína og hefur átt þar heima síðan. Hann hætti á sjónum 1954 og gerðist þá verkstjóri hjá fyrirtæki Geirs Thorsteinssonar sem gerði út Karlsefni. Hann sigldi þó stundum í afleysingum eftir það. Eigendur Karlsefnis, Geir og Ragn- ar sonur Geirs, vora mestu öðlings- menn, segir Stefán, og öll skipti við þá feðga eins og best varð á kosið. 1972 missti Stefán heilsuna og vann ekkert eftir það. Með tím- anum tókst honum þó að komast til 'athafna og síðustu árin sést lítt á því að hann standi jafnöldram sínum að baki. Hann ekur bíl sínum enn án áfalla og sá sem þetta ritar er alls óhræddur að fara með honum í sund daglega í Kópavoginum. Aldrei syndir hann minna en hund- rað metra en stundum meira. Stef- án er mikill bridsspilari enn og sækir stundum til Reykjavíkur á slík mót. Hann er ekki ánægður nema vera einn af þrem efstu. Það er meiri seiglan í kallinum. Kona Stefáns var Magnea Vig- fúsdóttir frá Eystri-Skógum og varð þeim tveggja sona auðið. Syn- ir þeirra era Björn bifvélavirki og Rafn rafmagnsverkfræðingur í Ameríku. Magnea Vigfúsdóttir and- aðist 3. janúar 1984, fædd 17. ág- úst 1903. Stefán heldur upp á níræðisaf- mælið hjá bróðurdóttur sinni Önnu Margréti og manni hennar Páli Auðunssyni í Lágengi 23 á Selfossi laugardaginn 5. desember frá klukkan 14 til 18. Guðmundur Guðni Guðmundsson. Kveðja á níræðisafmæli Stefán Björnsson fyrrverandi skipstjóri, Hamraborg 32 Kópa- vogi, er fæddur 3. desember 1902 og hefur því nú að baki níu tugi ára á farsælli ævi. Þeir eru margir sem til hans hugsa á þessum tíma- mótum með þakklæti fyrir góð kynni og með góðar óskir honum til handa. Er ég einn þeirra og nota þetta tilefni til að færa honum árn- aðaróskir og þakkir. Stefán er fæddur að Varmá í Mosfellsveit þar sem foreldrar hans bjuggu. Að honum standa sterkar ættir, norðlenskar og sunnlenskar, þar sem hann er í karllegg af Ból- staðarhlíðarætt og en í kvenlegg er hann kominn af góðu fólki undir Eyjafjöllum og af ætt Síðupresta. Björn Einar Þorláksson, faðir Stefáns, var hreppstjóri í Mosfells- sveit, mikilhæfur hagleiks- og at- hafnamaður, sem m.a. stofnaði Ull- arverksmiðjuna að Álafossi. Björn Einar var sonur séra Þorláks Stef- ánssonar á Undirfelli í Vatnsdal en meðal annarra sona hans voru Þor- lákur Símon bóndi í Vesturhópshól- um, faðir Jóns landsverkfræðings og ráherra, séra Arnór Jóhannes á Hesti í Borgarfírði og Þórarinn Benedikt listmálari. Móðir Bjöms var Sigurbjörg dóttir séra Jóns Pét- urssonar prests að Höskuldsstöðum og konu hans Elísabetar en hún var dóttir séra Bjöms Jónssonar ætt- föður Bólastaðarhlíðarættarinnar. Móðir Stefáns var Anna Jóns- dóttir frá Skógum undir Eyjafjöll- um, dóttir Jóns bónda þar Hjörleifs- sonar Jónssonar ríka. Móðir Önnu var af ætt séra Jóns Steingrímsson- ar eldklerks á Prestsbakka. Stefán er yngstur þriggja sona Bjöms og Önnu konu hans. Elstur þeirra var faðir minn, Þorlákur í Eyjarhólum í Mýrdal. Hann lést 1987 á áttugasta og áttunda aldurs- ári. Jón var næstelstur þeirra bræðra. Hann var lengi starfsmaður Sambandsins en síðan í mörg ár skrifstofustjóri hjá íslenskum aðal- verktökum. Hann lést 1988, einnig 87 ára að aldri. Björn faðir þeirra bræðra lést árið 1904 langt um aldur fram. Móðir þeirra fluttist þá austur und- ir Eyjafjöll og ólust þeir bræður upp hjá ættmennum sínum eystra. Stef- án átti heima í Drangshlíð til tví- tugs. Auk bústarfa stundaði hann sjósókn eins og ungra manna háttur var þar í sveit. Réri hann m.a. tvær vertíðir frá Vestmannaeyjum. Tví- tugur að aldri settist hann í Flens- borgarskóla og var þar í tvö ár. Eftir námið í Flensborgarskóla hóf hann að sækja sjó á toguram fyrst á Ými og síðan á Skallagrími til 1932. Með sjósókninni gaf hann sér tíma til að afla sér menntunar á því starfssviði, sem hann hafði kosið sér og varð snarasti þáttur í lífsstarfí hans. Hann settist í Stýri- mannaskólann og lauk þaðan meira fiskimannaprófí 1927. Eftirþað varð hann stýrimaður og skipstjóri á bát- um frá Akureyri í tvö ár og síðan stýrimaður á toguram fram að stríði. Með stríðinu hófst sérstakur kafli í lífí Stefáns. Á árinu 1939 réðist hann sem stýrimaður til Þorgeirs Pálssonar útgerðarmanns, sem gerði togara út til siglinga með físk til Englands. Fiskur til útflutnings- ins var keyptur af togurum hér við land og voru þá greiddar 8 krónur fyrir kílóið. í framhaldi af þessum siglingum réðist Stefán á togarann Karlsefni, sem var í eigu Geirs Thorsteinssonar útgerðarmanns. Starfaði hann óslitið hjá því fyrir- tæki í 32 ár, fyrst sem stýrimaður og skipstjóri og síðar sem verk- stjóri í landi. Oll stríðsárin sigldi Stefán skipi sínu með físk til Eng- lands án þess að nokkuð henti skip hans eða skipshöfn og var æðru- leysi hans í þessu starfí við brugðið. Stefán hætti reglulegri sjósókn fljótlega eftir stríð en varð þá verk- stjóri í landi. Hann sigldi þó sem skipstjóri með afla til sölu á mörk- uðum erlendis allt til 1972 er hann sótti síðasta skip útgerðarinnar til Þýskalands. Á sjötugsafmæli sínu það ár fékk Stefán áfall, sem leiddi til þess að hann hætti störfum. Hann náði þó aftur góðri heilsu eins og sjá má af því að nú tuttugu áram síðar stundar hann sund nærri daglega, ekur bifreið sinni hvert á land sem er og spilar bridge helst ekki sjaldnar en tvisvar í viku. Stefán kvæntist Magneu Vigfús- dóttur árið 1928. Hún var frá Eystri-Skógum undir Eyjaíjöllum. Var hún samhentur föranautur hans til dánardags 1984. Þau eiga tvo syni. Bjöm er búsettur á Neskaup- stað og Rafn, sem starfað hefur í Los Angeles allt frá því að hann lauk þar verkfræðinámi. Stefán og Magnea áttu fyrst heima í Reykja- vík en urðu síðan meðal frambyggja Kópavogs þar sem þau reistu sér hús á Borgarholtsbraut 44. Heimili Magneu og Stefáns var fastur viðkomu- og gististaður okk- ar systkinanna þegar við komum úr sveitinni til höfuðborgarinnar á bernsku- og unglingsáranum. í hugum okkar var „Stefán og Magnea" nánast hugtak, ímynd hlýju, vináttu og hjálpsemi. Heim- sóknir til þeirra á þessum áram era minnisstæðar. Fas Magneu ein- kenndi sérstæð ró og mild glað- værð, sem skapaði óþvingað og frjálslegt andrúmsloft umhverfis hana. Sjómaðurinn Stefán hafði og hefur enn yfirbragð „sjentilmanns- ins“, sem með yfírlætislausri og eiginlegri kurteisi varð ósjálfrátt vinur þess sem honum kynntist. Festa í svipnum og yfirvegun bera hins vegar vott um þá eiginleika sem gerðu hann að farsælum stjóm- anda á sjó og landi. Síðar þegar við vorum vaxin úr grasi fengu makar okkar og böm að kynnast þessu viðmóti þeirra hjóna og bund- ust þeim sömu vináttuböndum og við höfðum áður gert. Stefán er víðlesinn og fróður á margvíslegum sviðum. Hann fylgist af áhuga með stjómmálum og öðr- um hræringum hér á landi sem er- lendis og er ekki komið að tómum kofunum í viðræðum við hann enn í dag. Hann er mikill áhugamaður um bridge og spilar reglulega og mikið með góðum árangri þrátt fyrir háan aldur. Jákvætt viðhorf hans til lífsins hefur orðið honum og þeim sem hann þekkja lyftistöng í lífsbaráttunni og á hann þakkir margra fyrir góða og gefandi við- kynningu. Við systkinin, makar okkar og börn, þökkum honum viðkynning- una á þessum tímamótum og óskum honum farsældar. Indriði H. Þorláksson. ðkeypis Iflgfræðiaðstoö á hverju fimmtudagskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012. ORATOR, élag laganema. I REKSTRAR- OG VIÐSKIPTANÁM Endurmennfunarstofnunar Háskóla íslands, - þriggja missera nám með starfi hefst á vormisseri 1993 - Frá því að Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands hóf starfsemi árið 1983, hefur stöðugt betur komið í Ijós þörfin fyrir heildstætt nám í rekstri fyrirtækja og stofnana, sem hægt væri að stunda með starfi. Nám á há- skólastigi, þar sem gerðar væru miklar kröfur, bæði til nemenda og kenn- ara. Endurmenntunarstofnun hefur frá áramótum 1990 boðið upp á þriggja missera nám fyrir aðra en viðskipta- og hagfræðinga. Sex hópar hafa hafið námið og fjórir hópar lokið námi. í þessu námi eru tekin fyrir helstu undirstöðuatriði hagfræða og rekstrar og þess freistað að gera þeim betri skil en hægt er á styttri námskeiðum. Forgang hafa þeir, sem lokið hafa háskólanámi, en einnig er tekið inn fólk með stúdentspróf eða sam- bærilega menntun, sem hefur töluverða reynslu í rekstri og stjórnun. Stjórn námsins skipa þrír háskólakennarar, þeir Logi Jónsson, dósent, fulltrúi Endurmenntunarstofnunar HÍ, Stefán Svavarsson, dósent, fulltrúi viðskipta- og hagfræðideildar Hí, og Pétur Maack, prófessor, fulltrúi verk- fræðideildar HÍ. Helstu þættir námsins eru: Rekstrarhagfræði, reikningshald og skattskil, fjármálastjórn, stjórnun og skipulag, starfsmannastjórnun, upplýsinga- tækni í rekstri og stjórnun, framleiðslustjórnun, markaðs- og sölufræði, réttarreglur og viðskiptaréttur, þjóðhagfræði og haglýsing og stefnumótun. Kennarar m.a.: Bjarni Þór Óskarsson, hdl. og adjúnkt viðskiptadeild HÍ. Gísli S. Arason, rekstrarráðgjafi og lektor Hl. Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, stundakennari HÍ. Magnús Pálsson, viðskiptafræðingur og rekstrarráðgjafi. Páll Jensson, prófessor, verkfræðideild HÍ. Stefán Svavarsson, dósent, viðskiptadeild HÍ. Þórður S. Óskarsson, vinnusálfræðingur Sinnu hf. Næsti hópur hefur nám í febrúar 1993. Kennslutími er 120 klst. á hverju misseri auk heimavinnu. Þetta samsvarar um 18 eininga námi á háskólastigi. Kennd er ein námsgrein í einu og henni lokið með prófi eða verkefni áður en sú næsta hefst. í lok námsins fá þátttakendur prófskírteini er vottar þátttöku og frammistöðu þeirra í náminu. Verð fyrir hvert misseri er kr. 68.500,-. Allar nánari upplýsingar um nám þetta, ásamt umsóknareyðublöðum (sem sendist inn fyrir 10. desember 1992) er hægt að fá hjá: Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands, Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík, símar 694923, 694924 og 694925.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.