Morgunblaðið - 03.12.1992, Page 50

Morgunblaðið - 03.12.1992, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992 „Sá ðent ætlabi aSktoma merá óyart a. ctfmaeUsdag'tfin eri ehfhúð'mu rw kveibja í brzujSristinnC. " TM Rea. U.S Pat Off.—all ríghts reserved • 1992 Los Angeles Times Syndicate Vissulega er það kostur við bílinn hve létt er að ýta honum ... Ef svo ber und- ir. HÖGNI HREKKVÍSI fRtrguttÞIftfrife BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Sitthvað um íslenskt mál Frá Auðuni Braga Sveinssyni: Margt ber fyrir augu meðalmanns á degi hveijum í blöðum, er út koma flesta daga. Ég hlýði einnig á út- varp, aðallega á rás 1, og veiti at- hygli málfarinu þar. Og ég verð að segja, að oft blöskrar mér orðafarið. Skal þá fyrst vikið að málfari út- varps og nokkur dæmi dregin fram í dagsljósið. Í viðtali var maður nokkur spurður að því, hvað gera þyrfti málefni einu til eflingar. Hann sagðist þurfa að afla fés, í stað fjár. Oft er þágufall notað þar sem eignarfall á að vera. Dæmi: Til Elísabetu, til eflingu, til kynningu, til dreifingu, til setningu. Mýmörg dæmi eru um slíka málnotk- un. Maður einn sagði að eitthvað væri rakaleysur. Hefur víst átt að vera rökleysur. Einhvern heyrði ég beygja mannsnafnið Hákon til Hákons. Eg hef alltaf heyrt það í eignarfalli til Hákonar. Einhver sagði, að bækur Thors Vilhjálmssonar, rithöfundarins fræga, væru seinlæsar. Trúlega hef- ur sá meint að þær væru seinlesnar. Stundum verður að gæta sín, þeg- ar um rímað mál er að ræða. Kynnt var í útvarpi ágæt dagskrá um Einar Benediktsson skáld. Fyrirsagnir hafði umsjónarmaður valið þáttum þeim, er voru fjórir að tölu. Bar einn yfirskriftina: Upp með taflið, ég á leikinn. Auðvitað var þetta kynnt þannig: ég á leikinn! Rímið er vara- samt. Umgangast verður það með varúð. Ekki fer vel á því að nota breiða sérhljóðann é móti granna sérhljóðanum u í orðinu upp. En auðvitað fínnst þeim, sem vanastir eru órímuðu máli litlu skipta, hvort þama er notað é eða e. Sagt var frá því, að ís sæist frá skipi, statt þar og þar (staðarákvörð- un). Trúlega hefur þetta átt að vera, að ís sæist fra skipi stöddu o.s.frv. Ofnotkun fomafnsins „það“ er al- gengt lýti á textum, einnig hjá mér fram undir þetta. Sagt var: það brá mörgum í brún. Væri ekki skemmti- legra að setningin hæfíst þannig: Mörgum brá í brún. Maður einn var sagður hafa ort jörðina. Sögnin er að yrkja, það er rétt. Þegar átt er við að ort sé ljóð, er þátíðin orti (Páll E. Ólason vildi hafa það orkti) og lýsingarháttur þátíðar ort. En þegar rætt er um að yrkja jörð- ina, er þátíð sagnarinnar yrkti og lýsingarhátturinn yrkt. í sjónvarpi var danska orðið sol- sort þýtt sólmyrkvi! Þama fannst mér illa farið með hinn fagra söng- fugl, sem svartþröstur nefnist á vom tunugmáli og sést hérlendis við og við, en er algengur í Danmörku og vafalaust víðar. Oft hef ég séð hann í görðum í Danmörku, með sitt gula nef. Einhver sagði, að miklir fémunir væm í veði, í stað ijármunir. I stórum stíi heyrist oft í útvarpi og víðar. Þetta er hrein danska: I stor stil. Fer ei betur á að segja: í miklum mæli? Þá er oft sagt, að eitt- hvað eigi að hafa forgang. Þetta er vont mál. Betra að segja, að eitthvað eigi að sitja í fyrirrúmi. Þá er sagt, að eitthvað sé óforsvaranlegt. Einnig slæmt mál. Betra: ekki veijandi. Danska: uforsvarligt. Notum íslenskt mál! Attu eitthvað áhugasvið?, spurði útvarpsmaður einn viðmælanda sinn. Þarna hefði vitanlega átt að standa: eitthvert áhugasvið. Hörmung er að hlýða á vankunnáttu af þessum toga, sem tröllríður fjölmiðlum nútímans. Geta ekki skólamir kveðið þennan draug niður? Á því róli er stundum sagt. Þetta er nýlega komið inn í málið. Mætti ei segja og skrifa: á þeim nótum, á þennan veg, á þennan hátt? Einhver sagði í útvarpinu, að fólk hefði fyrr þreytt þorrann og góuna. Þarna er um það að ræða að þreyja eitthvað, bíða þess með eftirvænt- ingu, að einhveiju Ijúki. Þess vegna átti lýsingarhátturinn að vera þama þreyjað eða þreyð, en þreytt, ef um það hefði verið að ræða að þreyta eða heyja keppni. í frétt í útvarpi var sagt: Snjóalög hafa tekið upp. Þama átti að segja: Snjóalög hefur tekið upp. Hvað voru snjóalögin að taka upp? Mannaskipti báru ekki neitt á góma. Úr dagblaði. Skyldi blaðamað- urinn ekki hafa kunnað að fara með orðtakið að bera á góma? Hefði ekki verið skemmtilegra að hafa setning- una þannig: Mannaskipti bar ekkert á góma. Annað dæmi: Aðgerðirnar báru brátt að. Bar þær ekki brátt að? í dagblaði í viðtali hafði blaðamað- ur það eftir þekktum stjórnmála- manni, að hann hefði verið sendur í ákveðinn menntaskóla, svo að hann kæmist til manna. Aldrei hef ég heyrt komist þannig að orði, en að menn hafi komist til manns hef ég oft heyrt. Orðtök eru vandasöm. En blaðamenn verða að bregða þeim fyrir sig öðru hveiju, eigi mál þeirra að vera meira en gervigróður. Þingmaður nokkur var tekinn í viðtal, eins og stundum er sagt, og var sá utan af landi. Ræddi blaða- maðurinn við þingmanninn fram og aftur um hag kaupstaðar þess, sem hann var í umboði fýrir (ekki í for- svari fyrir!). Var þar ýmislegt að, eins og gengur. Að minnsta kosti tvívegis var haft eftir þingmannin- um, að hafnarleysi hafi lengi staðið bænum fyrir þrifum. Aldrei hef ég heyrt þetta orð fyrr, heldur hafn- leysi. Að vísu er hafnarleysi rétt myndað málfræðilega séð, (eignar- fallssamsetning) en það er bara ekki notað í daglegu máli. Svo vel vildi til, að fyrrnefndur þingmaður var laglega hagmæltur. Þá kom þessi klausa: Kveðskapurinn bar á góma. Einhvern hlut ber á góma, hefði ég haldið. Hér á sem sagt að vera þolfall eftir allt saman! Lifandis ósköp er íslenskan flókið tungumál og erfítt! Beygingar hér og beygingar þar! Væri ekki munur að geta sleppt þeim að miklu leyti, eins og Danir gera, að maður tali nú ekki um Englendinga? Eftir því sem dagskrár ljósvaka- fjölmiðla lengjast og þeim fíölgar, fer ekki hjá því, að málvillum muni eitt- hvað fjjölga þar. Löng skólaganga virðist ekki vera trygging gegn mein- vörpum í málinu. Áð lokum fáein orð um framburð erlendra orða, sem hafa 1, m, n í stofni á undan p, t, k. Þeim sem hafa norðlenskan framburð, gengur betur að bera þessi orð skammlaust (og rétt) fram en öðrum. Staðarheit- in Sri Lanka, Ankara, Atlanta, Balk- an, Baltimore, Edmonton, Falklands- eyjar, Galten, Nanking. I norrænum málum, ensku og þýsku, eru fyrr- nefnd hljóð rödduð. Eg tek hér sem dæmi nokkur dönsk orð, sem borin eru fram með rödduðum hljóðum: hjælpe, mælk, hente, vente, vanter, stemple, tanke, tænke, banke, manke, enke, hamp, stinke, forvalte. Ég held ekki lengra á þessari braut, en af mörgu er að taka. Er ekki hörmung að heyra þessi orð borin fram órödduð, eins og mörgum hættir til, sem ekki hafa norðlensku á valdi sínu? AUÐUNN BRAGI SVEINSSON Hjarðarhaga 28, Reykjavík Víkveiji skrifar Aþað hefur verið bent margoft hér í þessum dálki að fólk er mjög vakandi fyrir góðum tilboðum sem bjóðast bæði í vöru og þjón- ustu. Þannig auglýsti veitingastað- urinn Sprengisandur afmælistilboð í Morgunblaðinu á þriðjudaginn, ham- borgara og kók á 190 krónur. Vík- veiji fór samdægurs á staðinn með fjölskyldu sína en varð frá að hverfa, slík var örtröðin. Fólk lætur ekki segja sér það tvisvar þegar svona kostaboð bjóðast. xxx Alveg er það ótækt þegar út- varpsstöðvar eru að lesa frétt- ir upp úr öðrum fjölmiðlum án þess að geta heimilda. Víkveiji hlustaði á svokallaðar fréttir Aðalstöðvarinn- ar kl. 11 á þriðjudaginn og reyndust flestar þeirra lesnar orðrétt upp úr Morgunblaðinu. Að lestrinum lokn- um sagði þulurinn alveg sallarólegur að þetta hefðu verið fréttir Aðal- stöðvarinnar! Hið rétta er auðvitað að Aðalstöðin var að lesa fréttir sem aðrir fjölmiðlar höfðu aflað. Víkveiji sá fyrir skömmu spurn- ingaþátt á þýsku sjónvarps- stöðinni Sat 1 og sperrti eyrun þeg- ar hann heyrði, að í vinning væri m.a. íslandsferð. Vinningshafínn, ungfur maður, mátti velja um þijá vinninga og Víkveija fannst aug- ljóst, að Þjóðveijinn ungi myndi spranga um hjá Geysi og Gullfossi næsta sumar. En sá ungi var ekki lengi að hugsa sig um og kvaðst helst vilja heyrnartól frá Bang & Olufsen. Þar gjaldféll ísland á svip- stundu. Eftir að Víkveiji hafði jafnað sig á þessu vali mannsins fór hann að velta því fyrir sér, hvað það væri sérkennilegt að heymartól og ís- landsferð væru lögð að jöfnu í þætt- inum. Það er e.t.v. svona ódýrt að fara frá Þýskalandi til íslands, að það jafnast á við aukabúnað með hljómtækjum? XXX Víkveija fínnst jólaskreytingarn- ar í miðbænum setja afskap- lega jólalegan svip á umhverfið. Hins vegar fínnst honum mjög hvimleitt þegar perurnar fara að týna tölunni, svo jólaskreytingarnar brosa við vegfarendum skörðóttu brosi. Þessu ættu borgarstarfsmenn að fýlgjast betur með og endurnýja perurnar eftir þörfum. xxx Eskfirðingar voru ekki alls kostar sáttir við sögu kunningja Vík- veija á dögunum varðandi útfarir á Eskifirði. Sóknarpresturinn á Eski- fírði segir að starfsmenn bæjarins sjái um að taka grafír ef aðstandend- ur óski þess. Hann sagði að oftast vildu aðstandendur sjálfír sjá um að taka gröfrna og moka yfir að athöfn lokinni. í því tilfelli sem Víkveiji ræddi um á dögunum hafi verið um einhvem misskilning að ræða, reglan væri sú að komið væri á móts við aðstandendur eins og hægt væri og að Eskfirðingar vildu hafa hafa þessa hluti í lagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.