Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992
Fullveldistónleikar
í Þjóðminjasafninu
_________Tónlist____________
Jón Ásgeirsson
Fullveldistónleikar, er nafn á
tónlistarþætti, sem Ríkisútvarpið
hefur unnið í samvinnu við Þjóð-
minjasafn íslands og ráðgert er
að halda 1. desember ár hvert.
Þeir fyrstu, sem haldnir voru á
síðasta ári, voru helgaðir minn-
ingu Sveinbjörns Sveinbjömsson-
ar, tónskálds, en í ár var þess
minnst að öld er liðin frá fæðingu
Inga Tómasar Lárussonar, tón-
skálds. Tónleikamir voru haldnir
í forsal Þjóðminjasafnsins og nú,
sem fyrr, var leikið á píanó það
sem talið er að hafi verið í eigu
Sveinbjöms Sveinbjörnssonar.
Jón Þórarinsson, tónskáld,
flutti skemmtilegt og fróðlegt
erindi um Inga T. Lárasson og
fjallaði m.a. um uppvaxtarár
hans á Seyðisfirði og kynnti tón-
smíðar hans en nokkur laga Inga
vora sungin af Elínu Ósk Oskars-
dóttur og John Speight með
píanóleikurunum Sveinbjörgu
Vilhjálmsdóttur og Þóra Fríðu
Sæmundsdóttur. Flutningur lag-
anna var fallega útfærður og gaf
nokkram laganna nýja vídd að
heyra þau svo vel túlkuð. Lýsing
Jóns Þórarinssonar á iðkun tón-
listar um aldamótin síðustu á
Seyðisfirði var einkar skemmtileg
og jafnvel myndræn. Hann
greindi frá því, að á æskuheimili
Inga Lár, eins og hann var nefnd-
ur af kunnugum, var iðkuð tón-
list, bæði söngur og hljóðfæra-
sláttur. Til eru frásagnir af því,
að karlakór hafi verið æfður í
Lárasarhúsi og íbúar Seyðisfjarð-
ar hafi safnast saman fyrir utan
það, til að hlýða á sönginn. Lárus
og tveir synir hans, auk Kristjáns
Kristjánssonar læknis, sem lék á
selló, æfðu strengjakvartett og
taldi Jón mjög líklegt að það hafi
verið fyrsti íslenski strengja-
kvartettinn.
Svo virðist sem Ingi Lár hafi
öðlast nokkra spilareynslu á ýmis
hljóðfæri en minna hafi farið fyr-
ir kunnáttu í tónfræði, sem með-
al annars skýrir það, hversu lítið
og óveralegt er til af lögum hans
í rituðu formi frá hans hendi.
Hann lék þau og söng og þar í
liggur einmitt sá galdur, hversu
lögin voru samofin ljóðunum, þau
voru ekki búin til sérstaklega, þau
spruttu upp af ljóðinu, svo að þar
er hvergi að finna tónferli sem
heggur á textanum. Ég hef oft
hugleitt það hvort Ingi Lár hafi
í raun verið „séní“, því það er
ekki einleikið hversu mörg laga
hans era fólki munntöm. Kunn-
átta hans setti honum ákveðnar
skorður og því var sönglagið við-
fangsefni hans og hann átti til
þau stef, sem allir geymdu með
sér en það er nokkuð sem ekki
er hægt að skikka fólk til að
gera. Perlur eins og Ó, blessuð
vertu sumarsól, Nú andar suðrið
sæla, í svanalíki lyftist moldin
hæst og reyndar öll lög hans, eru
tónsmíðar sem aðeins geta átt sér
upprana í guðlega fagurfægðum
tilfinningum og duldum sársauka
í viðkvæmu hjarta listamanns.
Nýjar bækur
Bréf Jó-
hanns Jóns-
sonar skálds
ÁÐUR óbirt bréf Jóhanns
Jónssonar skálds til sr. Frið-
riks A. Friðrikssonar frá 1912
til 1925 eru komin út í bók
sem heitir Undarlegt er líf
mitt.
í kynningu útgefanda seg-
irm.a.:„í bréfunum segir Jóhann
Friðriki frá sínum hjartans mál-
um, vonum og vonbrigðum, gleði
og sorgum og sendir honum
frumgerð ljóða sem áttu sum
hver eftir að birtast á prenti.
Bréfín era ekki síður merk heim-
ild um mikla umbrotatíma í
Evrópu, þau lýsa því glögglega
hvernig ungum, næmum manni
gengur að fóta sig í veröld á
hverfanda hveli.
Jóhann Jónsson fæddist árið
1896, hélt 1921 til Þýskalands
þar sem hann dró fram lífið sjúk-
ur af berklum til ársins 1932
er hann lést langt um aldur
fram.“
Ingi Bogi Bogason bók-
menntafræðingur bjó bréfin til
prentunar, tengir þau saman,
segir frá ævi Jóhanns og semur
skýringar svo úr verður einskon-
ar ævisaga ungs manns á áta-
katímum. Siguijón Jóhannes-
son, fyrrverandi skólastjóri, á
Húsavík segir frá sr. Friðriki
A. Friðrikssyni og Margrét Guð-
mundsdóttir, sagnfræðingur
safnaði myndum.
Útgefandi er Vaka-Helga-
fell. Jón Reykdal gerði kápu-
mynd. Bókin er prentuð í
Odda. Hún er liðlega tvö-
hundruð blaðsíður og kostar
2.980 krónur.
Listasafn Islands
Finnsk aldamótalist og
verk Jóhanns Eyfells
TVÆR sýningar standa nú yfir í Listasafni íslands. Önnur er málm-
verk eftir Jóhann Eyfells, hin er á finnskri aldamótalist, sem lánuð
hefur verið frá Listasafninu í Turku.
Sýning á verkum Jóhanns Ey-
fells, sem staðið hefur síðustu vik-
ur, hefur verið framlengd til 6.
desember. Á sýningunni eru
skúlptúrverk unnin úr málmi og
era þau sýnd á efri hæð Listasafns-
ins í tveimur sölum og glerbygg-
ingu.
Þegar hafa rúmlega 10.000
manns séð sýninguna Finnsk alda-
mótalist. Verkin eru fengin að láni
frá Listasafninu í Turku, sem á
eitt merkasta safn aldamótalistar
í Finnlandi. Þetta er í fyrsta skipti
sem sýning frá þessu tímabili í
finnskri myndlist er sýnd hér á
landi og er hún í tveimur sölum
Listasafnsins á neðri hæð.
Verkin eru frá árum sjálfstæðis-
baráttunnar í Finnlandi, 1880-
1910, sem eru samofin sjálfstæðis-
vitund Finna. Þetta tímabil í
finnskri myndlist er oft nefnt gull-
öldin af Finnum sjálfum. Höfuðein-
kenni tímabilsins er náttúraróman-
tík og táknhyggja og aldamótalist-
in sýnir sambland þessara ólíku
strauma.
Sýningin er hér á sama tíma og
Finnar halda hátfðlegt 75 ára sjálf-
stæði sitt 6. desember næstkom-
andi. Framlag Listasafnsins til
þeirra er þessi sýning sem er jafn-
framt mikilvægasta framlag
finnskrar menningar af því tilefni
hér á landi. Sýningunni lýkur 13.
desember og verður hún ekki fram-
lengd. Leiðsögn í fylgd sérfræðings
verður um sýninguna sunnudaginn
6. desember kl. 15.00 á þjóðhá-
tíðardegi Finna.
Blindrafélagið gefur út
tvær nýjar hljóðbækur
ÚT ERU komnar tvær nýjar
hljóðbækur á vegum Blindrafé-
lagsins. Bækurnar nefnast: Iðunn
Steinsdóttir segir sögur og Vii-
borg Dagbjartsdóttir segir sögur.
I kynningu Blindrafélagsins segir:
„Þær Iðunn Steinsdóttir og Vilborg
Dagbjartsdóttir segja sögur á hvor
á sinni snældunni. Iðunn segir fjórar
sögur, sem gengið hafa í fjölskyldu
hennar mann fram af manni og eru
mjög gamlar. Þær eru: Sagan af
Boggu og Kuldabola, Sagan af Góða,
Sagan af Bitla og Sagan af hattinum
Dembi.
Viiborg Dagbjartsdóttir segir líka
fjórar sögur. Þær eru af henni Boggu
litlu sem bjó á Vestdalseyri við Seyð-
isfjörð. Sögur Vilborgar eru eftirfar-
andi: Bogga og boltinn, Krummi,
Öskudagur og Fallin spýta.
Sögur Iðunnar og Vilborgar eru
mæltar af munni fram og henta eink-
ar vel börnum frá þriggja til átta ára
aldurs."
Hvor snælda er um 15 mínútur á
hvorri hlið. Sögumar eru stuttar, um
7 mínútur hver.
Blindrafélagið hefur áður gefið út
hljóðbækur fyrir almennan markað.
Má þar nefna Dvergastein eftir Aðal-
stein Ásberg Sigurðsson, sem var
verðlaunabók Almenna bókafélags-
Iðunn
Vilborg
ins í fyrra. Þá hefur Blindrafélagið
gefið út nokkrar íslendingasögur,
ásamt fleiri hljóðbókum er fást í
bókaverslunum.
Nýjar bækur
Skáldsaga eftir
Þráin Bertelsson
HJALPARTÆKJASÝNING
Opið hús verður í kvöld kl. 20.30 að Skógarhlíð 8.
Fulltrúar allra seljenda gerfibrjósta, brjóstahalda
og sundfata, kynna vörur sýnar.
Kaffiveitingar.
Allir velkomnir.
SIGLA himinfley nefnist ný
skáldsaga eftir Þráin Bertelsson.
í kynningu útgefanda segirm.a.:
„Vettvangur sögunnar er í Vest-
mannaeyjum þar sem gömul og ný
viðhorf takast á og undiralda sög-
unnar skolar á land gömlu deiluefni
sem nú verður ekki lengur skorast
undan og leiða til lykta. Samkvæmt
sígildri, íslenskri frásagnarhefð er
sögumaður nafnlaus, ferðast um
að tjaldabaki og bregður upp mynd-
um af fólki og atburðum sem eiga
sér fyrirmyndir í íslensku þjóðlífi í
þúsund ár.“
Útgefandi er Skjaldborg hf.
Verð 2.990 krónur.
Þráinn Bertelsson
Nýjar
bækur
■ Útþrá heitir skáldsaga eftir
Nemó Nemó, sem er pennanafn
ungs höfunds.
I kynningu útgefanda segir:
„Skáldsagan segir frá unglings-
stúlku sem lendir í hremmingum
kynslóðaárekstus. Hún játar
fyrir foreldram sínum að hafa
fiktað við hass. Þeir snúa sér í
örvæntingu til lækna sem
ákveða að loka hana inni á
stofnun. Þar hefst hin mikla
barátta hennar fyrir réttlæti og
frelsi.“
Útgefandi er Fjölva útgáf-
an. Bókin er 190 bls. Prent-
stofa G.Ben. sá um prentun.
V^rð 2.480 krónur.
■ Lífsganga Lydíu - Með
Guðmundi frá Miðdal heitir
bók þar sem Helga Guðrún
Johnson skráir ævisögu Lydiu
Pálsdóttur Einarsson.
í kynningu útgefanda segir
m.a.: „Lydia ólst upp í heims-
borginni Múnchen á umbrota-
tímum á fýrri hluta aldarinnar
en flutti árið 1929 til íslands
með móður sinni, sem gift var
listamanninum Guðmundi frá
Miðdal. Lydia og Guðmundur
felldu nokkru síðar hugi saman,
en sú ást var forboðin og vakti
hneykslan. Sambúð þeirra Guð-
mundar stóð meðan bæði lifðu
og eignuðust þau átta börn. í
síðari heimsstyrjöld iágu þau
undir grun um fylgispeki við
nasista og fengu fyrirvaralaust
hermenn með alvæpni inn á
stofugólf.“
Útgefandi er Vaka-Helga-
fell. Bókin er prentuð í Odda
og er 188 bls. Verð 2.980
krónur.
■ Guðni rektor. Enga mél-
kisuhegðun, takk! heitir bók
sem Ómar Valdimarsson hefur
skráð.
í kynningu útgefanda segir
m.a.: „Sjaldan hefur verið logn-
molla í kringum Guðna Guð-
mundsson, rektor Menntaskól-
ans í Reykjavík. Hann segir
mönnum miskunnarlaust til
syndanna ef honum finnst þeir
geta gert betur vill enga mél-
kisuhegðun, takk!
Útgefandi er Vaka-Helga-
fell. Gunnar Baldursson hann-
aði kápu bókarinnar og er
hún prentuð í Odda. Bókin er
182 bls. og kostar 2.980 krón-
ur.
■ Vel mælt heitir bók sem
Sigurbjörn Einarsson tók sam-
an.
Þessi bók hefur að geyma ís-
lenskar og erlendar tilvitnanir,
fleyg orð úr ýmsum áttum. Bók-
inni er skipt í 40 efnisflokka,
þar á meðal Líf og lífssýn, Ást-
in, Ættjörðin, Fjölskyldan og
móðurmálið, Reynsla og sorg,
Listir og menntun, Æskan, Ell-
in, Guð, Bænin, Hamingjan,
Satt og ósatt, Uppeldi, Gleði og
gaman o.s.frv. Hér eru spak-
mæli og tilvitnanir, orð til íhug-
unar og dægradvalar.
Útgefandi er Setberg. Bók-
in er 250 bls. Verð 2.450 krón-
ur.
Vestur-íslenskar æviskrár, 6.
bindi, eftir Jónas Thordarson
er komin út.
í kynningu útgefanda segir
m.a.: „ Annars vegar er í bók-
inni gerður heyrinkunnur á ís-
landi nokkur þáttur af þeirri
sögu, sem landar vorir hafa
skapað í Vesturheimi. Á hinn
bóginn á bókin að skapa mögu-
leika á beinum persónulegum
kynnum milli manna yfir hafið.“
Útgefandi er Skjaldborg hf.
Verð 2.990 krónur.