Morgunblaðið - 03.12.1992, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 03.12.1992, Qupperneq 56
 Æ égj|f taritmililftfrUÞ EIMSKIP Jpt^ VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ MORGUNBLADIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVfK StMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Kristján Jóhannsson vinnur söng- og leiksigur í Chicago Tilboð frá frægnstu óperuhús- um heims KRISTJÁN Jóhannsson vann frækilegan söng- og leiksigur í The Lyric Opera of Chicago, síðastliðinn laugardag, í hlut- verki Gústafs III, þegar Grímu- dansleikur Verdis í uppfærslu Soiy'u Frisell var frumsýndur. í kjölfar þessa sigurs hefur Metropolitan-óperan í New York boðið Kristjáni að syngja sama hlutverk árið 1995. „Eg hugsa að ég taki þessu boði Metropolitan, það er að segja ef ég kem því inn í prógrammið þjá mér árið 1995,“ sagði Krist- ján í samtali við Morgunblaðið. Danny Newman blaðafulltrúi Chicago óperunnar á vart orð til þess að lýsa frammistöðu Krist- jáns. „Kristján Jóhannsson vann sögulegan sigur. Þakið ætlaði af húsinu, slík voru fagnaðarlætin," sagði Danny Newman, m.a. í sam- tali við Morgunblaðið. Kristján sagði, að strax upp úr áramótum færi hann til Vínarborg- ar, til þess að syngja í frumsýningu Vínaróperunnar á Toscu, þann fjórða janúar nk. Kristján mun syngja í Metropolitan-óperunni í New York í febrúar og mars á næsta ári. „Mér hafa borist þijú tilboð um að syngja í Covent Gard- en-óperunni í London, sem ég hef fullan hug á að taka. Þar á meðal er um að ræða eina nýja upp- færslu, sem er auðvitað geysilega spennandi verkefni. Það þarf varla að geta þess hversu þýðingarmikið það er fyrir feril tenórsöngvara að syngja á frumsýningu í nýrri óperuuppfærslu," segir Kristján. Sjá ennfremur miðopnu: Kristján Jóhannsson slær í gegn í Chicago. Reuter Kristján og synir Kristján Jóhannsson í hlutverki Gústafs III í Grímudarisleik Verdis í Lyric Opera of Chicago. í fangi Kristjáns er Víkingur, þriggja ára sonur hans, og drengurinn sem mænir upp til konungs er Sverrir, fimm ára sonur Kristjáns, en báðir strákamir taka þátt í Grímudansleiknum. Stúlkan sem leggur vinstri hönd sína á öxl Sverris litla, er barnfóstra fjölskyldunnar, Sif Bachmann. Lyftan truflar víðóms- tóninn STARFSFÓLK Sjónvarpsins við Laugaveg 176 hefur verið beðið að nota ekki lyftu hússins að kvöldlagi þegar sent er út í víðómi eða stereó. Ástæðan er sú að vart hefur orðið hljóðtruflana í víðómssendingum og hafa þær verið raktar til lyftumótoranna. Fylkir Þórisson tæknifræðingur hjá Sjónvarpinu sagði að unnið væri að því að setja truflanadeyfi á lyftu- mótorana. Hann sagði að lagnir frá lyftumótorunum lægju upp á þak hússins þar sem víðómssendir Sjón- varpsins væri staðsettur og þess vegna kæmu fram hljóðtruflanir. Af þessum sökum hefur lyfta hússins verið stöðvuð að kvöldlagi og starfsfólki gert að ganga á milli hæða. Fylkir sagði að húsið væri upphaflega ekki byggt fyrir þá starf- semi sem þar væri og auk þess væri alltaf að þrengjast um starfsemina. Vaxandi verkefnaskortur hjá verktökum um land allt 25-30% samdráttur og fólkí sagt upp 0 Starfsmönnum Istaks hefur fækkað um VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ ístak hf. hefur þurft að segja upp starfsmönnum I haust og vetur vegna samdráttar I verklegum fram- kvæmdum. Er búist við að um 100 færri starfsmenn verði í vinnu þjá fyrirtækinu eftir næstu áramót en störfuðu hjá því síðastliðið sumar þegar mest var. Um 25-30% samdráttur er hjá verktakafyrir- tækjum að sögn Arnar Kjærnesteds, formanns Verktakasambands- ins, og verktakafyrirtæki um allt land hafa þurft að grípa til víðtæk- ari uppsagna starfsfólks en dæmi eru um á þessum árstíma. Þá segir Orn að fyrirtækin hafi þurft að grípa til uppsagna fyrr en ^éiyulega á haustin. Örn sagði í samtali við Morgun- blaðið að ástandið væri einna verst í jarðvinnu og byggingariðnaði þar sem sala nýrra íbúða hefur verið treg að undanfömu. Þá sagði Öm að engin stórverkefni væm fram- undan og því mjög dökkt útlit í atvinnugreininni. Starfsmönnum hjá ístaki hefur fækkað jafnt og þétt að undan- fömu en 50-60 starfsmenn munu starfa hjá ístaki eftir áramótin, að sögn Páls Siguijónssonar for- stjóra fyrirtækisins. 100 frá í sumar Nokkrir starfsmenn ístaks hættu um síðustu mánaðamót og fleiri láta af störfum um ára- mótin að sögn Páls. Hann sagði að fækkunin í haust hefði verið verulega meiri en á undanförn- um tíu áram. „Þegar mest var í sumar störf- uðu 150 til 160 manns hjá okkur en það verða 50 til 60 manns í vinnu eftir áramótin," sagði Páll. Stærsta verkefni fyrirtækisins er gerð jarðganga á Vestfjörðum en auk þess annast það byggingu húss Morgunblaðsins í Kringlunni og hefur einnig nokkur smærri verkefni, að sögn Páls Siguijóns- sonar. Sjúkraliðar fylltu þingpallana við umræðumar í gær. vmnu að nýju SJÚKRALIÐAR hefja störf að nýju í dag, en þeir mættu ekki til vinnu síðustu tvo daga vegna kjarabaráttu sinnar. Samningafundur er boðað- ur í deilu þeirra hjá ríkissáttasemjara kl. 14 í dag. Kristín Guðmundsdóttir, formað- ur Sjúkraliðafélags íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið skömmu fyrir miðnætti, að í framhaldi af við- ræðum sínum við ýmsa aðila í gær hefði hún á tilfinningunni að viðræð- ur væra að komast á skrið. Sagði hún að vonandi væri ekki langt í að samningar tækjust. Kristín sagði að sér hefði komið á óvart hversu gífurleg samstaða og vakning hefði verið meðal sjúkra- liða þessa tvo daga. Samstaða var á meðal fundarmanna í gærkvöldi um að hefja störf á ný í dag. Sjá nánar á bls. 24 og 32.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.