Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 56
 Æ égj|f taritmililftfrUÞ EIMSKIP Jpt^ VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ MORGUNBLADIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVfK StMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Kristján Jóhannsson vinnur söng- og leiksigur í Chicago Tilboð frá frægnstu óperuhús- um heims KRISTJÁN Jóhannsson vann frækilegan söng- og leiksigur í The Lyric Opera of Chicago, síðastliðinn laugardag, í hlut- verki Gústafs III, þegar Grímu- dansleikur Verdis í uppfærslu Soiy'u Frisell var frumsýndur. í kjölfar þessa sigurs hefur Metropolitan-óperan í New York boðið Kristjáni að syngja sama hlutverk árið 1995. „Eg hugsa að ég taki þessu boði Metropolitan, það er að segja ef ég kem því inn í prógrammið þjá mér árið 1995,“ sagði Krist- ján í samtali við Morgunblaðið. Danny Newman blaðafulltrúi Chicago óperunnar á vart orð til þess að lýsa frammistöðu Krist- jáns. „Kristján Jóhannsson vann sögulegan sigur. Þakið ætlaði af húsinu, slík voru fagnaðarlætin," sagði Danny Newman, m.a. í sam- tali við Morgunblaðið. Kristján sagði, að strax upp úr áramótum færi hann til Vínarborg- ar, til þess að syngja í frumsýningu Vínaróperunnar á Toscu, þann fjórða janúar nk. Kristján mun syngja í Metropolitan-óperunni í New York í febrúar og mars á næsta ári. „Mér hafa borist þijú tilboð um að syngja í Covent Gard- en-óperunni í London, sem ég hef fullan hug á að taka. Þar á meðal er um að ræða eina nýja upp- færslu, sem er auðvitað geysilega spennandi verkefni. Það þarf varla að geta þess hversu þýðingarmikið það er fyrir feril tenórsöngvara að syngja á frumsýningu í nýrri óperuuppfærslu," segir Kristján. Sjá ennfremur miðopnu: Kristján Jóhannsson slær í gegn í Chicago. Reuter Kristján og synir Kristján Jóhannsson í hlutverki Gústafs III í Grímudarisleik Verdis í Lyric Opera of Chicago. í fangi Kristjáns er Víkingur, þriggja ára sonur hans, og drengurinn sem mænir upp til konungs er Sverrir, fimm ára sonur Kristjáns, en báðir strákamir taka þátt í Grímudansleiknum. Stúlkan sem leggur vinstri hönd sína á öxl Sverris litla, er barnfóstra fjölskyldunnar, Sif Bachmann. Lyftan truflar víðóms- tóninn STARFSFÓLK Sjónvarpsins við Laugaveg 176 hefur verið beðið að nota ekki lyftu hússins að kvöldlagi þegar sent er út í víðómi eða stereó. Ástæðan er sú að vart hefur orðið hljóðtruflana í víðómssendingum og hafa þær verið raktar til lyftumótoranna. Fylkir Þórisson tæknifræðingur hjá Sjónvarpinu sagði að unnið væri að því að setja truflanadeyfi á lyftu- mótorana. Hann sagði að lagnir frá lyftumótorunum lægju upp á þak hússins þar sem víðómssendir Sjón- varpsins væri staðsettur og þess vegna kæmu fram hljóðtruflanir. Af þessum sökum hefur lyfta hússins verið stöðvuð að kvöldlagi og starfsfólki gert að ganga á milli hæða. Fylkir sagði að húsið væri upphaflega ekki byggt fyrir þá starf- semi sem þar væri og auk þess væri alltaf að þrengjast um starfsemina. Vaxandi verkefnaskortur hjá verktökum um land allt 25-30% samdráttur og fólkí sagt upp 0 Starfsmönnum Istaks hefur fækkað um VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ ístak hf. hefur þurft að segja upp starfsmönnum I haust og vetur vegna samdráttar I verklegum fram- kvæmdum. Er búist við að um 100 færri starfsmenn verði í vinnu þjá fyrirtækinu eftir næstu áramót en störfuðu hjá því síðastliðið sumar þegar mest var. Um 25-30% samdráttur er hjá verktakafyrir- tækjum að sögn Arnar Kjærnesteds, formanns Verktakasambands- ins, og verktakafyrirtæki um allt land hafa þurft að grípa til víðtæk- ari uppsagna starfsfólks en dæmi eru um á þessum árstíma. Þá segir Orn að fyrirtækin hafi þurft að grípa til uppsagna fyrr en ^éiyulega á haustin. Örn sagði í samtali við Morgun- blaðið að ástandið væri einna verst í jarðvinnu og byggingariðnaði þar sem sala nýrra íbúða hefur verið treg að undanfömu. Þá sagði Öm að engin stórverkefni væm fram- undan og því mjög dökkt útlit í atvinnugreininni. Starfsmönnum hjá ístaki hefur fækkað jafnt og þétt að undan- fömu en 50-60 starfsmenn munu starfa hjá ístaki eftir áramótin, að sögn Páls Siguijónssonar for- stjóra fyrirtækisins. 100 frá í sumar Nokkrir starfsmenn ístaks hættu um síðustu mánaðamót og fleiri láta af störfum um ára- mótin að sögn Páls. Hann sagði að fækkunin í haust hefði verið verulega meiri en á undanförn- um tíu áram. „Þegar mest var í sumar störf- uðu 150 til 160 manns hjá okkur en það verða 50 til 60 manns í vinnu eftir áramótin," sagði Páll. Stærsta verkefni fyrirtækisins er gerð jarðganga á Vestfjörðum en auk þess annast það byggingu húss Morgunblaðsins í Kringlunni og hefur einnig nokkur smærri verkefni, að sögn Páls Siguijóns- sonar. Sjúkraliðar fylltu þingpallana við umræðumar í gær. vmnu að nýju SJÚKRALIÐAR hefja störf að nýju í dag, en þeir mættu ekki til vinnu síðustu tvo daga vegna kjarabaráttu sinnar. Samningafundur er boðað- ur í deilu þeirra hjá ríkissáttasemjara kl. 14 í dag. Kristín Guðmundsdóttir, formað- ur Sjúkraliðafélags íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið skömmu fyrir miðnætti, að í framhaldi af við- ræðum sínum við ýmsa aðila í gær hefði hún á tilfinningunni að viðræð- ur væra að komast á skrið. Sagði hún að vonandi væri ekki langt í að samningar tækjust. Kristín sagði að sér hefði komið á óvart hversu gífurleg samstaða og vakning hefði verið meðal sjúkra- liða þessa tvo daga. Samstaða var á meðal fundarmanna í gærkvöldi um að hefja störf á ný í dag. Sjá nánar á bls. 24 og 32.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.