Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992 11 Leikhús í tösku Ur töskunni spretta Grýla og jólasveinar „LÖNGU áður skrifaði ég söguna „Björt og jólasveinafjölskyld- an“, en spurði svo sjálfa mig; af hverju fer ég ekki af stað með söguna og leik öll hlutverkin sjálf? Síðan ætlaði ég að sýna í tíu skipti fyrir jólin 1989, en mikil eftirspurn kom mér á óvart. Ef engin verkefni liggja fyrir, þá skapar maður þau sjálfur,“ segir Þórdís Arnljótsdóttir leikkona sem er búin að sýna söguna um Grýlu og jólasveinana 120 sinnum. Morgunblaðið/Emilía Krakkarnir sýnast ekki mjög hræddir við Grýlu gönilu. Þórdís annar ekki öllum pönt- unum nú fyrir jólin. Hún er að leggja af stað í leikskólana, suma í fjórða skiptið síðan 1989, „en auðvitað eru komin önnur börn í leikskóladeildimar, Sýningin til- heyrir jólaundirbúningi eða kynn- ingu á jólunum í gamla daga“. Þórdís segist líka skemmta á litlu jólunum. En leiktíminn er stutt- ur, aðeins frá 3.-22. desember. Töluverðan kjark þarf til að pakka „leikhúsi" ofan í gamla tösku, arka af stað, standa einn á sviði í 40 mínútur fyrir framan gagnrýnustu, en um leið þakklát- ustu, áhorfendurna — börn á leik- skólaaldri og í fyrstu bekkjum grunnskóla. „Það eru algjör forréttindi að fá að leika fyrir þennan hóp. Þau segja manni strax ef þeim mislík- ar eitthvað, láta líka ánægju sína óspart í ljós — eru alveg ofsalega skemmtileg." Þórdís segir samt ekkert smámál að vera með ein- leik svona lengi, að strax sé aug- ljóst hvort börnin kunni að hlusta á sögur eða hvort þau horfi mest á sjónvarp, „Það er viss kúnst að hafa vissa lengd, til að halda athygli barnanna. — Segðu okkur út á hvað leik- sýningin gengur? „Ég hef alltaf verið svo hrifin af öllu þjóðlegu. Hef safnað sam- an efni úr gömlum bókum. Upp úr því spannst sagan um Björtu, sem týnist í jólaösinni og er bjarg- að af gamalli konu. Sú gamla segir henni frá jólunum í gamla daga, fer með þulur og kvæði um Grýlu og jólasveinana — og klæð- ir sig í gervi þeirra." Og Þórdís pakkar Grýlu — og jólasveinafötu, ásamt ýmsu for- vitnilegu — í töskuna og breytist í Grýlu og íslenska jólasveina fyr- ir augliti barnanna. „Ég verð að setja upp Grýlunefið fyrir framan þau, annars verða þau svo hrædd,“ Grýla er býsna ógnvekj- andi ennþá, ekkert síður en fyrr á öldum. Askur, skyr, laufabrauð, jafn- vel „alvöru“ bjúga leynast í tösk- unni. „Þeim fínnst svo skemmti- legt að ég sé með eitthvað til að borða.“ í leiknum koma upp orð og athafnir, sem börn eiga erfitt með að skilja. Og spurningar dynja á Þórdísi: Af hveiju er askurinn með lok? Hvaða „tutlu“ krækti Ketkrókur sér í? Og almennur misskilning- ur, þegar kemur að vísuorðinu „gafst hún upp á rólunum" — Grýla hlýtur að hafa verið úti að róla sér! „Líka er gaman að út- skýra fyrir.þeim hvernig krakkar áður fyrr léku sér með lambslegg í búleik. Fóstrur í leikskólum leggja mikið upp úr þessu þjóðlega. Þær vinna mikið með íslenska ull og lesa með krökkunum Jólasveina- kvæði Jóhannesar úr Kötlum, sem ég byggi á. Ekki er síst mikil- vægt nú að halda á lofti þessu gamla, þjóðlega,“ segir Þórdís. „Börn verða að þekkja íslensku jólasveinana, skrýtnu, hrekkjóttu karlana í sauðagærunum — ekki bara rauðklædda jólasveininn sem hlær og gefur gjafir. Þau verða að fá mótvægi gegn sölu- og auglýsingajólum nútlmans." Og Þórdís segist láta sig dreyma um að búa til eitthvað annað þjóðlegt og menningarlegt fyrir börn, sem bundið er öðrum árstíma, til dæmis vorinu. „Mig langar til að hafa tíma til að setj- ast niður og grúska í því.“ O.SV.B. Sinfóníuhljómsveit íslands Mahler-tónar í Háskólabíói Á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói fimmtudagskvöldið 3. desember verður 5. sinfónía eftir Gustav Mahler leikin. Stjórnandi tónleik- anna verður Petri Sakari, aðal- hljómsveiterstjóri SÍ. Sinfónían er eitt tónverka á efnisskrá, enda tekur hún um 75 mínútur í flutn- ingi. Árið 1904 var 5. sinfónía Mahlers frumflutt undir stjórn tónskáldsins í Köln í Þýskalandi. Viðtökur áheyr- enda voru nánast fjandsamlegar. Einnig er sagt að hljóðfæraleikarar sem léku verkið hafi verið lítt hrifnir af því og höfundi þess, enda átti Mahler oft í útistöðum við hljóðfæra- leikara. í fréttatilkynningu segir, að óhætt sé að segja að viðhorf til verksins hafi breyst, sem telja má eitt af stór- verkum tónbókmennta 20. aldar. Petri Sakari, aðalhljómsveitar- stjóri SÍ. Fimmtu sinfóníu Mahlers hefur stundum verið líkt við Eroicu Beet- hovens, og víst má finna samsvörun þrátt fyrir ólíka framsetningu, dýpstu örvæntingu og allttil fullkom- innar sælu niá finna í báðum þessum verkum. Sinfónían er í þremur hlutum, sem skiptast í 5 þætti. Þannig mynda fyrstu tveir þættir fyrsta hluta. í öðrum hluta er 3. þáttur verksins, en þriðja hluta skipa 4. og 5. þáttur. Þriðji hluti sinfóníunnar hefst á hin- um undurfagra adagietto-þætti. Sá þáttur er kannski þekktastur fyrir að hafa verið notaður á áhrifamikinn hátt í kvikmynd Luigi Visconti, „Dauðinn í Feneyjum". Mahler skrifaði tónverk sín yfir- leitt fyrir mjög stóra hljómsveit og þess má geta að á tónleikunum 3. desember verður sinfóníuhljómsveit- in stækkuð og telur þá tæplega 90 hljóðfæraleikara. Óperusmiðjan í Langholtskirkju Amahl og næturgestirnir ÞESSA dagana standa yfir æfing- ar hjá Óperusmiðjunni á óperunni Amahl og næturgestirnir. Öperan, sem samin er af tónskáldinu Gian Carlo Menotti, verður frumsýnd í Langholtskirkju 5. desember kl. 17.00. Amahl og næturgestimir hefur þá sérstöðu að vera fyrsta óperan sem samin er gagngert fyrir sjónvarp. Hún er samin að beiðni NBC sjón- varpsstöðvarinnar í New York og var frumflutt 24. desember 1951. Síðan hefur hún verið flutt á hveiju ári víða um heim og er talin mest flutta ópera 20. aldar. Ítaisk-bandaríska tónskáldið Gian Carlo Menotti er fæddur 19111 borg- inni Cadegliano við Lugano vatn á Ítalíu. Faðir hans var vel stæður kaupsýslumaður og móðir hans hafði tónlistarhæfileika. Þegar Menotti innritaðist í Tónlistarskólann í Mílanó áðeins 13 ára, hafði hann þegar samið óperur. Árið 1928 hóf hann nám við Curtis-tónlistarskólann í Philadelphíu í Bandaríkjunum og kennari hans þar var Rosario Scal- ero. Meðal skólafélaga og vina Me- nottis var meðal annars bandaríska tónskáldið Samuel Barber. Af fræg- ustu óperum Menottis, auk Amahls og næturgestanna, eru Miðillinn og Konsúllinn. Amahl og næturgestirnir var fyrst uppfært hér á íslandi 1963 af Musica Nova. Flytjendur þá voru Sigurður Rúnar Jónsson, Svala Nielsen, Frið- björn Jónsson, Hjálmar Kjartansson og Vilhelm Halldórsson ásamt kór og hljómsveit. Leikstjóri var Gunnar Hansen og hljómsveitarstjóri Magn- ús Blöndal Jóhannsson, en Magnús hafði séð frumsýningu óperunnar í New York. Þetta mun að öllum lík- indum hafa verið fyrsta uppfærsla utan Bandaríkjanna. Óperan var tekin upp fyrir Ríkis- sjónvarpið 1968, flytjendur voru þeir sömu, að undanskildu hlutverki Amahls, sem þá var í höndum Ólafs Flosasonar. Leikstjóri þá var Gísli Alfreðsson. Kór og hljómsveit var skipað sama fólki og hljómsveitar- stjóra. Síðan hefur óperan ekki verið flutt hérlendis svo vitað sé fyrr en fyrir nokkrum árum norður á Aðal- dal undir stjórn Róberts Faulkner. í hlutverki móður í þeirri uppfærslu var Margrét Bóasdóttir. Óperan fjallar um ævintýri ungs drengs um betra líf. Hann dreymir kraftaverk sem á að leysa hann úr fjötrum raunveruleikans, en ekki er allt sem sýnist þegar upp er staðið. Þátttakendur í uppfærslu Óperu- smiðjunnar verða sem hér segir: Amahl, Jóhann Ari Lárusson og Hjörtur Þorbjörnsson; Móðirin, Jó- hanna Linnet; Kasper, Guðlaugur Victorsson; Melchior, Ragnar Dav- íðsson; Balthasar, Stefán Arngríms- son; Þræll, Sigurður Sævarsson; Kór Óperusmiðjunnar og íslenski Dans- flokkurinn. Leikstjóri er Hávar Sig- uijónsson. Helga Stefánsdóttir sér um leikmynd og búninga. Magnús Blöndal Jóhannsson er hljómsveitar- stjóri. Sýningardagar eru sem hér segir: Frumsýning 5. desember kl. 17.00. Aðrar sýningar verða 6. desember kl. 17.00; 12. desember kl. 17.00; 13. desember kl. 20.00. Miðaverð kr. 750 fyrir börn, kr. 1.000 fyrir full- orðna. v Við bjóðum uppá4 þroskandi efni fyrir1 ► meðvitaða einstaklinga 4 Bækur og snældur sem voru kynntar á Krabbameinsráðstefnu í Norræna húsinu í nóvember nú aftur fáanlegar: ■ □ STYRK DIT IMMUNFORSVAR - snælda. " Snældur og bækur frá Louise L. Hay: □ CANCER - snælda □ FEELING FINE AFFIRMATIONS - snælda □ HJÁLPAÐU SJÁLFUM ÞÉR - bók □ HEART THOUGHTS-bók □ THE POWER IS WITHIN YOU - bók □ POWER THOUGHTS - staðfestingarspjöld I I Bækur og snældur frá Bernie S. Siegel: □ A POSITIVE NEW YOU - snælda □ MEDITATIONS FOR ENHANCING YOUR IMMUNE SYSTEM - snælda □ MEDITATIONS FOR FINDING THE KEY TO GOOD HEALTH - snælda □ KÆRLEIKUR, LÆKNING, KRAFTAVERK □ FRIÐUR, KÆRLEIKUR, LÆKNING TÍMARITIN: □ NEW AGE JOURNAL □ YOGA JOURNAL □ CHANGES □ BODY, MIND, SPIRIT □ GANGLERI □ HEILSUHRINGURINN □ SHAMAN'S DRUM I ► ENSKAR URVALSBÆKUR M.A: BÆKUR WHITE EAGLE - OMRAAM MICHAEL AIVANHOV - CARLOS CASTANEDA - LYNN ANDREWS - ■ LOUISE L. HAY - CRIS GRISCOM - DAN MILLMAN - SANAYA ROMAN - SAI BABA - JOSÉ STEVENS - MELODY BEATTIE - JOHN BRAD- a SHAW - CHARLES L. WHITFIELD - YOGI AMRIT DESAI (GURUDEV) ^ - MARY SUMMER RAIN - BROOKE MEDICINE EAGLE | MARGAR GERÐIR AF REYKELSISSTÖNGUM OG STAUTUM (CONES) I ► I ► I ► FRÁ BLUE PEARL- LOVING LIFE - MOTHER'S FRAGRANCE -HERBAL- VEDIC OG NATIVE SCENTS. EINNIG REYKELSISDUFT OG STATÍVTIL AÐ BRENNA REYKELSI í ALDREI MEIRA ÚRVAL AF TAROT SPILUM OG ÖÐRUM SPÁSPILUM □ KRISTALAR OG ORKUSTEINAR I MIKLU ÚRVALI - SLÍPAÐIR - ÓSLÍPAÐIR □ SKARTGRIPIR UNNIR ÚR ORKUSTEINUM OG KRISTÖLUM □ EGGLAGA ORKUSTEINAR OG KRISTALSKÚLUR □ PENDÚLAR ÚR KRISTÖLUM OG SLÍPUÐUM ORKUSTEINUM □ POKAR MEÐ BLÖNDUÐUM ORKUSTEINUM - HAGSTÆTT VERÐ □ KÆRLEIKSRÚNIR - 5 f POKA RISTAR Á RÓSAKVARS □ VELGENGNISRÚNIR - 5 I POKA RISTAR Á AVENTURÍN □ JÁ/NEI RÚN RIST Á AMETYST □ SILKIPOKAR, LEÐURPOKAR, HEKLAÐIR POKAR FYRIR STEINANA □ PLAST- OG TRÉSTATÍV FYRIR ORKUSTEINA I I Við veitum persónulega þjónustu Greiðslukorta- og póstkröfuþjónusta beuRJÍip Laugavegi 66, * símar 623336 & 626265. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.