Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 35
T æplega sjötíu þúsund jólastjörnur ræktaðar 1 ár eru ræktaðar 69000 jóla- sljörnur hér eða svipað magn og í fyrra. Að sögn Magnúsar Ágústs- sonar ylræktarráðunauts hjá Bændasamtökunum eru 90-95% þeirra dökkrauðar á lit en einnig eru hvítar, bleikar, ljósrauðar og tvílitar jólastjörnur. Þegar jólastjama er keypt þarf að huga að því að henni verði ekki kalt á leið úr versluninni og í hús. Hún má ekki fara út í gadd í plasti og alls ekk geyma hana í köldum bíl á meðan verslað er. Þegar heim kemur þarf jólastjaman að vera á frekar björtum stað og ekki nálægt opnum glugga eða ofni. Best er að vökva hana í undirskál og ef pottahlífar em notaðar á ekki vökva í hlíf heldur taka hana uppúr og hella umfram- vatni af. Jólastjömur þola ekki að standa í bleytu. Áburð þarf ekki að gefa fyrr en seinnipart í janúar og það er ákjósanlegt að vökva hana úr ylvolgu. Getur ert slímhúð Jólastjama er mikil prýði en hún. getur valdið alvarlegum eitmnum í börnum setji þau jurtina upp í sig og borði. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Slysavarnarfélaginu getur jólastjama ert slímhúð. Eituráhrif á slímhúð geta valdið miklum óþægindum. Tunga og slím- húð í munni og hálsi geta bólgnað; lokist öndunarvegur er hætta á köfn- un. Ógleði, uppköst, niðurgangur og verkir í meltingarfærum koma fram sé jurtinni eða hluta hennar kyngt. Afleiðingar koma ekki alltaf strax í ljós (15-20 mín). Áhrif geta varað í nokkra sólarhringa. Meðferð: Gefið strax vatn eða mjólk að drekka. Ef mikið hefur ver- ið gleypt, reynið að framkalla upp- köst (setja fingur í kok). Gefið 3-10 kolatöflur eftir aldri barns. Kolatöfl- ur taka í sig eiturefni úr líkamanum og eru skaðlausar. Þær fást í apótek- ur og ættu að vera til á heimilum. ■ grg cm, á 60 kr. stykkið. Enginn magn- afsláttur er veittur. Ljósmyndabúðin, Ingólfsstræti 6, selur sjö gerðir jólakorta, 10 x 15 cm, og er verð frá 46 kr. upp í 59 kr. fyrir hvert kort. Enginn magnaf- sláttur er veittur. Ljósmyndavömr, Skipholti 31, bjóða 14 mismunandi jólakort. 9 x 13 cm kortin kosta 39 kr., 10 x 15 cm kortin 65 kr. og einfalt kort með mynd og texta er á 65 kr. stykkið. Magnafsláttur þegar pöntun ’fer yfir 50 kort, en sá afslátt- ur er samkomulagsatriði og fer eft- ir stærð pöntunar. Ljósmyndavöruverslunin Amatör, Laugavegi 82, selur 12 gerðir jóla- korta, bæði ísjensk og erlend. Eldri birgðir eru á 55 kr. en þau íslensku fást á 69 kr. stykkið. Stór útlend kort án texta með fóðruðu umslagi kosta 95 kr. 10-15% magnafsláttur er veittur ef pöntun er yfir 50 stykki. Hraðfilman, Drafnarfelli 12, er með þrenns konar verð á tíu gerðum korta, 49 kr., 60 kr. og 64 krónur. 10% magnafsláttur er veittur á 30 stykki, 15% á 50 stykki og 20% magnafsláttur er veittur þegar pönt- un fer í 100 eintök. Verslunin Filmur og framköllun, Strandgötu 19 í Hafnarfírði, býður fjórtán tegundir korta, 10x15 cm, á 62 kr. stykkið. Um er að ræða fast verð og því engan magnafslátt. ■ f MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992 35 Ávaxtakaka Kristjönu Millu ÞESSA ávaxtaköku hefur Krist- jana Milla Thorsteinsson bakað í fjölda ár þegar líða fer að jóhim. Helst þarf að baka hana strax, eigi að nota hana um jólin, því ef hún á að vera góð þarf hún að bíða í fjórar vikur á köldum stað. Ávaxtakaka 500 g rúsinur 250 g rúsínur með steinum (mó nota venjulegar) 125 g kúrennur 'Abolli dökkt romm eða koníak 500 g sykraður ananas 250 g sykruð rauð kirsuber 125 g sykraður sitrónubörkur 125 g sykraður appelsinubörkur 2 bollar hveiti ’/s tsk. múskathýði (mace) 'h tsk. kanill '/i tsk. sódaduft 125 g afhýddar, gróft saxaðar möndlur 125gvalhnetur 'A bolli smjör eða smjörliki I bolli sykur 1 bolli púðursykur ______________5 egg_____________ 1 msk. mjólk 1 tsk. möndludropar (ef vill) Romm eða koníak 250 g möndlumassi og skraut ef skreyta ó kökuna 1. Setjið rúsínur og kúrennur í bleyti í rommið eða koníakið í stóra skál. Setjið lok yfir eða hafið ávextina í plastpoka ofan í skálinni. Látið standa yfir nótt. 2. Takið til bökunarform sem ætlun er að nota og klæðið þau með smurð- um bökunarpappír. Nota má eitt stórt hringform a.m.k 26 cm í þver- mál, tvö 22 sinnum 12 sinnum 7 sm brauðform sem tekur hvert helming deigsins eða lítil form sem taka hvert ■jeinn fjórða deigsins. Það er hentugt að gera ef ætlunin er að gefa vinum eða vandamönnum köku í jólagjöf. 3. Skerið ávexti og möndlur og bæt- ið í skálina hjá rúsínunum. 4. Sigtiðsaman lVíz bollaaf hveiti * með kryddi og sódadufti. Setjið til hliðar. Hitið ofninn í 140 gráður. 5. Blandið afganginum af hveitinu létt saman við ávextina. 6. Hrærið smjör í stórri skál þar til það er létt. Bætið sykri og púður- sykri hægt í og hrærið þar til það er létt og loftmikið. 7. Bætið í eggjum, mjólk og möndlu- dropum og hrærið vel. 8. Bætið hveiti í með hrærivélina í hægagangi. Hellið deigi yfir ávext- ina. Blandið vel með stórri sleif og eða höndunum. 9. Setjið deigið i tilbúin formin og pressið vel niður. 10. Bakið stóraformið í 3 klst. og 15 mín., brauðformin í 2 klst. og 15 mínútur og minnstu formin í 2 klst. Kökurnar eru bakaðar þegar pijónn kemur út þurr þegar honum er stung- ið í miðjuna. 11. Látið kökumar standa 30 mínút- ur í formunum áður en þær em tekn- ar úr og bökunarpappírinn tekinn af. 12. Þegar kökumar em kaldar er þeim vafíð inn í tvöfalt gasstykld vætt í rommi eða koníaki. Settar í vel lokaðan kassa og geymdar a.m.k. 4 vikur á köldum stað. Ef gasstykk- ið þornar má væta það. 13. Skreyta má kökumar með marsípanhjúp og setja kirsuber eða annarskonar kökuskraut ofaná. Erfitt getur reynst að fá allar teg- undir af ofannefndum ávöxtum en nota það sem fæst og blanda saman eftir getu. g Góð ráð í Hagkaupum ÞESSA dagana er verið að setja upp í verslunum Hagkaups kassa og spjöld undir nafninu Góð ráð. Við- skiptavinir geta komið hugmyndum sínum á framfæri um það sem betur má fara á sérstök spjöld og sett þau síðan í kassa sem merktir eru Góð ráð. í hveijum mánuði verða veitt verðlaun fyrir bestu hugmyndina. ■ Kynning Dekrað við bragðlaukana Sigurður Hall verður íverslun okkar í Lágmúla 8 í dag kl. 15.30-17.30. B R Æ .Ð U R N I R f©) ÖRMSSONHF B R Æ.Ð U R N I R Lágmúla 9, sími 38820. dögun 3GEKЮ HREINS ÁPUKKE 2SAMAN DVÍTKAL TILBOÐ VIKUNNAR VAPCO -r HAGKAUP - alít í einniferó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.