Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 13
SCei MQRffiKiíBLA'ÐIÐJ1992
Sí 13
Frá afmælistónleikum Kórs Keflavíkurkirkju á sunnudaginn.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Keflavíkurkirkja
Vel heppnaðir afmælistónleikar
Keflavík.
KÓR kirlgunnar í Keflavík er 50 ára um þessar mundir og af þessu
tilefni hélt kórinn uppá afmælið með tónleikum í Keflavíkurkirkju
á sunnudaginn. Fyrst flutti kórinn klassíska messu í G-dúr eftir
W.A. Mozart við hátíðarguðsþjónustu og síðar um daginn hélt kór-
inn svo afmælistónleika þar sem á efnisskrá voru ýmis lög sem
kórinn hefur sungið á undanförnum árum.
Fjórir einsöngvarar komu fram
með kórnum við þetta tækifæri,
María Guðmundsdóttir, Margrét
Hreggviðsdóttir, Sverrir Guð-
mundsson og Steinn Erlingsson.
Stjórnandi var Einar Örn Einars-
son organisti í Keflavík. Einnig
komu fram hljóðfæraleikararnir
Hrönn Geirlaugsdóttir, Wilma Yo-
ung, Kjartan Már Kjartansson,
Oliver Kentish og Vilberg Viggós-
son.
„Afmælistónleikamir tókust
ákaflega vel og við erum í sjöunda
himni með hvemig til tókst,“ sagði
Einar Örn Einarsson organisti og
stjórnandi kórsins í samtali við
Morgunblaðið. Einar Örn sagði að
kórstarfið væri mjög öflugt og
hann hefði þijú síðustu haust farið
í æfingabúðir. Næstu verkefni
kórsins sagði Einar Örn vera að-
ventutónleika í Keflavíkurkirkju
13. og 20. desember.
- BB
Tíu fegnrstu Grimms-ævintýri
haldið áfram í myndlistinni, en við
því höfum við engin svör, því þetta
er horfið tímaskeið, „passé“.
Menn verða fórnardýr tímanna
á margan hátt og þannig er það
sem þótti djarft og ögrandi í eina
tíð, eins og t.d. kvenlíkamar og
brjóstaberar gellur, sem daglegt
brauð, er fáir taka eftir í dag.
Þannig hefur margt íjarska lítil
áhrif á okkur, sem ögraði fólki
fyrir 30 árum er Lebel gerði mynd-
ir sínar. Þannig verður sú ofgnótt
af brjóstum, sem við sjáum í mynd-
um Lebels næsta vandræðaleg í
jafn stórum skömmtum.
Þessar myndir koma raunar upp
um rithöfundinn og heimspeking-
inn að baki, því þær eru að segja
sögu á afar hversdagslegan hátt,
en eru samt eins konar bæn til lífs
og grómagna. Lebel hefur skrifað
um aðskildasta efni, svo sem
stjómmál, listir, listaheimspeki,
hugmyndafræði og að auki gefið
út ljóðabækur.
Og eftir langt hlé er hann farinn
að vinna að myndlist aftur, en
deilir um leið tíma sínum til marg-
víslegra athafna.
Á sýningunni eru aðallega
myndverk, sem Lebel gerði fyrir
og eftir 1960 og. hér kemur m.a.
fram rík tilhneiging til að vinna í
samklippum og blandaðri tækni.
Þetta gerði Erró einnig á svipuðum
tíma og víst er að báðir höfðu þeir
sitthvað fullgilt að gefa hvor öðrum
á þessu mótunarskeiði.
Þessi sýning á erindi til okkar,
því að hún segir frá ýmsu sem var
í geijun á mikilvægu tímaskeiði í
evrópskri myndlist sem skarar ís-
Ienska list að nokkru.
er um neina allsheijarúttekt að
ræða, eins og hann tekur fram í
formála.
Um myndirnar sjálfar er það
að segja, að margar þeirra eru
prýðis fallegar. Hér verður þess
ekki freistað að gefa einstökum
myndum einkunnir. Þær eru allar
teknar af einum manni, og verður
því svipmót þeirra mjög með sama
hætti og myndirnar einhæfari en
ef fleiri hefðu unnið að verkinu.
Þetta er að sjálfsögðu bæði kostur
þeirra og annmarki. Eins og vænta
má í jafn stóru safni eru myndirn-
ar nokkuð misjafnar. Ég fæ ekki
betur séð, en að höfundurinn herði
fullmikið á litaandstæðum og gefi
myndum sínum þannig helst til
þungan og dimman svip. Sums
staðar, þar sem ég þekki til, sýn-
ist mér að völ hafi verið á betra
sjónsviði þegar myndin var tekin
til að mynda við Áldeyjarfoss, og
ugglaust var ekki alltaf kostur
bestur bestu birtu og aðstæðna.
Það er full ástæða til að óska
höfundi og útgefanda til hamingju
með fallega og fróðlega myndabók
af nokkrum dýrlegustu listaverk-
um íslenskrar náttúru. Og lesand-
anum mætti hún vekja forvitni og
áhuga á að kynnast landinu nánar.
Bókmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
Þýðing: Þorsteinn Thorarensen.
Myndir: Anastasía Arkípóva.
Prentun: Á Spáni. Útgefandi:
Fjölvaútgáfan.
Það á við um bæði fegurð og
list að erfitt er að fanga í orð. Það
finn ég er ég sit með þessa bók í
höndum. Fjársjóðir sem fylgt hafa
kynslóðum, glatt unga og aldna,
lyft þeim frá amstri daganna í
töfraheim draumsins, eru réttir
fram. Perlur slípaðar af þeirri
sagnahefð, sem á það tungutak
er rýfur múra staða og stunda,
verða ekki eign eins eða fárra,
heldur allra. Hver á sér ekki mynd
sinnar Rauðhettu, Mjallhvítar,
Þyrnirósar eða sinn stígvélaða
kött? Nefni þó aðeins fá af ævintýr-
unum 10, sem hér eru sögð. Svar-
ið mun vera: Fár meðal þeirra er
kunna á bók. Því er ekki furða,
að þessi skrautútgáfa er gerð í
samvinnu við aðra þjóð (Verlag
J.F. Schreiber, Esslingen). Enda
er í engu til sparað.
Myndir Anastasíu eru snilld sem
aðeins fáum er gefið að töfra fram.
Öguð kunnátta, ásamt hrifnæmri
lotning fyrir efni ævintýranna,
lyfta myndunum á síðum bókarinn-
ar, töfra fram líf, svo að þær bæði
tala og anga. Ekki aðeins bókar-
prýði, heldur meðal gersema henn-
ar. Hinar eru ævintýrin sjálf, meitl-
uð og snjöll. Um þau þarf engin
orð, þið þekkið þau öll.
Þýðing Þorsteins er sönn og lif-
andi. Orðgnótt hans er slík, að
hann leikur sér að máli, hreinlega
gleymir sér á stundum, seilist til
orða sem eru í slíkri fjarlægð við
mál nú, að ég er efins, að allir
geti fylgt. Víst þykist ég vita, að
á þennan hátt vilji hann undirstrika
að ævintýrin eru engum tíma háð.
En þá er á það að líta, að þau
hætta að vera það, ef barn skilur
ekki og finnur ekki svar hjá
mömmu og pabba. Gleymum ekki
að afi og amma eru í geymsluköss-
um á stofnunum við grafarbarm.
Undantekningar valda þessum
vangaveltum, en af því að málið
er fallegt, sparibúið, þá þori ég að
varpa þeim fram til umhugsunar.
Þorsteinn fer ekki alltaf troðnar
slóðir í stafsetningu, skrifar stund-
um í einu orði þar sem aðrir nota
tvö, t.d. hinsvegar og einsog; nú
eða vöbblur í stað vöflur (46); ojm-
ingjann í stað aumingjann (13).
En hann heldur takti, og þetta á
jú hver við sjálfan sig.
Þorsteinn Thorarensen
Hins vegar eru villur: Á bls. 11
leikur tölvan sér að orðinu dyrnar;
auðævi (28); vimpilinn (35); liðin
(77) og ókkup (82). Texti er z-
laus, svo að tízkuvörur (62) ættu
að fljóta hér með.
Prentun er mjög góð, og til frá-
gangs í engu sparað.
Skrautútgáfa sem allir, er að
unnu, mega vera stoltir af.
Þessa bók verður gaman að
rétta fram sem gjöf.
Nýjar
bækur
■ Þjóðfélagið - Helgi-
spjall heitir nýútkomin bók
eftir Matthías Johannessen.
í kynningu
útgefanda
segir: „Víða
er kveðið
fast að orði
í þessari
bók og
skoðunum
hvergi
leynt. Það
fer þó aldrei
á milli mála
að hér heldur skáld á penna
og „skáld eru höfundar allrar
rýni“ eins og Snorri Sturluson
sagði forðum. Hvort sem það
eru skoðanir heimspekings,
skálds eða atburðir líðandi
stundar sem verða Matthíasi
Johannessen uppspretta
vangaveltna er víst að enginn
sem ann skynsamri og agaðri
hugsun getur látið þessa bók
fram hjá sér fara.“
Útgefandi er Iðunn. Bók-
in er prentuð í Prentsmiðj-
unni Odda hf. Verð 2.980
krónur.
■ Maístjarnan og fleiri lög
heitir bók sem í eru lög eft-
ir Jón Ásgeirsson við ljóð
Halldórs Laxness.
Bókin hefur að geyma safn
laga Jóns Ásgeirssonar tón-
skálds við Ijóð Halldórs Lax-
ness. Þessi alkunnu lög Jóns
hafa hrifið þjóðina og eru
hvarvetna sungin á góðri
stund. Nú geta unnendur
þeirra í fyrsta sinn fundið þau
á einum stað í útsetningu fyr-
ir söngrödd og píanó.
í bókinni eru þessi lög:
Maístjarnan, Vorvísa, Sigurð-
ur Breiðfjörð, Hjá lygnri
móðu, Þótt form þín hjúpi
graflín, Barnagæla frá Nýa
Islandi, Haldiðún Gróa hafí
skó, Þú kysstir mína hönd og
Vor hinsti dagur er hniginn.
Útgefandi er Vaka-
Helgafell. Gunnar Baldurs-
son hannaði kápu á bókina
Maístjarnan og fleiri lög en
Magnús Hjörleifsson Ijós-
myndaði. Bókin er prentuð
í Steinholti hf. og bundin í
Félagsbókbandinu Bókfelli.
Verð 1.230 krónur.
Matthías
Johannessen
Þú svalar lestrarþörf dagsins
á síöum Moggans! y
.. ♦ ♦ 4---
Stúdentaleikhúsið
Aukasýning’
á Kríton
STÚDENTALEIKHÚSIÐ verð-
ur með aukasýningu á samræð-
unni KRÍTON eftir Platón laug-
ardaginn 5. desember kl. 20.30
á Galdraloftinu, Hafnarstræti 9.
í fréttatilkynningu segir að góð
aðsókn hafi verið að frumsýningu
verksins, svo margir hafí þurft frá
að hverfa. Þeim aðilum gefist því
annað tækifæri til að beija verkið
augum. Ólafur Páll Jónsson heim-
spekinemi leggur út af efni verks-
ins í upphafi sýningar. Með aðal-
hlutverk fara Stefán Gunnarsson
sem Sókrates og Kári Gíslason
sem Kríton. Leikstjóri er Þorgeir
Tryggvason.
GANON
AUKASÝNING
föstudaginn 4. desember
kl. 20
ALLRA SÍÐASTA SINN
50% AFSLATTUR
SÍMI 680680
REYKJAVÍKUR • borgarleikhúsið