Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÍ>AGÚR 3. DESEMBEIl 1992 2_________________________ Marel sækir á mið kjúkl- ingaiðnaðar MAREL hf. hefur samið við bandaríska fyrirtækið Johnson Food Equipment um markaðs- setningu og sölu á nýjum búnaði fyrirtækisins, svonefndum form- flokkara, fyrir kjúklingaiðnað. Johnson er með stærstu mark- aðshlutdeild tækjaframleiðenda í kjúklingaiðnaðinum í Banda- ríkjunum. I ljósi væntanlegra aukinna umsvifa hefur verið ákveðið að auka hlutafé Marels um 10 milljónir króna upp í 110 milljónir. Marel er nú almenningshlutafé- lag skráð á Verðbréfaþingi íslands. Hið nýja hlutafé á að selja á geng- inu 2,5 og í fyrstu verður það ein- ungis boðið núverandi hluthöfum. Gert er ráð fyrir að hagnaður Marels hf. verði 22 milljónir króna á þessu ári og að hann verði svipað- ur árið 1993. Til samanburðar má geta þess að hagnaður fyrirtækisins á sl. ári var 34 milljónir króna. Sjá umfjöllun í viðskiptablaði 6-7C. Rjúpan á 800 kr. Eins og íjúpan sé gullslegin - segirstarfs- maður Fjarðar- kaupa Kjöt- vinnslumenn sem Morg- unblaðið ræddi við voru á einu máli um að ijúpnaveiði- menn færu fram á of hátt verð fyrir rjúpuna í skjóli þess að lítið framboð væri af henni. Fjarðarkaup í Hafnar- firði hafa ákveðið að kaupa ekki rjúpu á því verði sem nú er sett upp, eða 800 kr. fyrir stykkið. „Þeir hafa verið að bjóða okk- ur ijúpu en maður veltir því fyrir sér hvort hún sé gullsleg- in,“ sagði Guðjón Sveinsson í kjötdeild Fjarðarkaupa. Hann sagði að samkvæmt þessu yrði smásöluverð 1.200-1.400 kr. stykkið þegar búið væri að ieggja á virðisaukaskatt og ef gert væri ráð fyrir einhveijum hagnaði af sölunni. Hann sagði að Fjarðarkaup hefðu greitt 450 kr. í fyrra fyrir stykkið og smá- söluverð hefði verið 700 kr. í dag Hvað um morðingja Kambans? Leifur Sveinsson skrifar danska dómsmálaráðherranum 25 Svikararnir í Sovétríkjunum Fyrrverandi KGB-foringi minnist „gömlu góðu daganna “ 26 Ábendingar um mólfar__________ Bréf til blaðsins frá Auðuni Braga Sveinssyni 50 Leiðari_______________________ Valkostir í heilbrigðiskerfmu 28 Nýtt sex hæða bílastæðahús fyrir 271 bíl opnað við Hverfisgötu Bangsi tók við fyrsta miðanum Stór bangsi, tákn Laugavegs- samtakanna, tók á móti Mark- úsi Erni Antonssyni, borgar- stjóra, þegar renndi inn í Trað- arkot, nýtt bílageymsluhús gegnt Þjóðleikhúsinu, á Ford- bifreið árgerð 1930 í gær. Erindi Markúsar var að opna bílageymsluhúsið með form- legum hætti en búast má við að margir kjósi að geyma bíla sína þar í jólaörtröðinni því ekkert gjald verður tekið í jóla- mánuðinum. Traðarkot er 6 hæða hús, þar af eru 2 kjallar- ar neðanjarðar, og eru þar bílastæði 'fyrir 271 bíl á 12 Morgunblaðið/Ámi Sæberg pölluni. Níu mánaða uppgjör Flugleiða sýnir að rekstur ársins verði í járnum Hagnaður 246 mílljónir þrátt fyrir verri afkomu Hagnaður Olíufélagsins 190 milljónir HAGNAÐUR af rekstri Flugleiða nam rúmlega 246 miRjónum króna fyrstu níu mánuði ársins. A sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 494 milljónir á sama verðlagi þannig að afkoman hefur versnað um 247 miiyónir króna milli ára. Að sögn Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða, benda þessar tölur ásamt spám um flutninga og gengisfor- sendur næstu vikur til þess að rekstur félagsins standi í járnum um næstu áramót. Afkoman fyrstu níu mánuðina er nokkru betri en endurskoðuð rekstraráætlun frá síðasta sumri gerði ráð fyrir og sagði Sigurður að svo virtist sem afkoman í október yrði einnig betri en áætlun gerði ráð fyrir. Helstu ástæður fyrir lakari af- komu í rekstri Flugleiða fyrstu níu mánuði ársins samanborið við sama tímabil í fyrra má rekja til þess að tekjur félagsins drógust saman um 6,6% að raungildi á sama tíma og kostnaður lækkaði aðeins um 2,7% að raungildi. Far- þegatekjur sem vega þyngst í tekj- um Flugleiða lækkuðu um 7% að raungildi á milli ára. Ennfremur var gengi dollars lágt í lok septem- ber og hafði það neikvæð áhrif á afkomuna. Farþegum Flugleiða í milli- landaflugi íjölgaði um tæp 6% á milli ára. í innanlandsfluginu nam fjölgunin um 2% en 13% samdrátt- ur varð í leiguflugi. í heild fjölgaði farþegum Flugleiða um 3,5% milli ára. Sigurður Helgason sagði í samtali við Morgunblaðið að á móti þeirri fjölgun kæmi sú stað- reynd að fargjöld hafi lækkað í öllum helstu markaðslöndum fé- lagsins. Hann nefndi sem dæmi þróunina á íslandi, en farþegum Flugleiða héðan fjölgaði um 15% fyrstu níu mánuði ársins. Meðal- verð þeirra farmiða sem keyptir eru hér á landi lækkaði hins vegar um 13% á sama tímabili og tekjur Flugleiða á íslandi hækkuðu því aðeins um tæplega hálft prósent. Hagnaður af rekstri Olíufélags- ins hf. fyrstu níu mánuði ársins nam 190 milljónum króna skv. óendurskoðuðu uppgjöri 30. sept- ember sl. sem birtist í útboðslýs- ingu félagsins vegna útboðs á nýju hlutafé að nafnvirði 50 milljónir. Um er að ræða aukningu frá fyrra ári þegar heildarhagnaður ársins nam um 170 milljónum. Fyrstu níu mánuði þessa árs var hagnaður fyrir reiknaðan tekju- og eigna- skatt rúmlega 308 milljónir. Heildareignir Olíufélagsins í lok september námu 6,9 milljörðum króna. Eigið fé var 3,8 milljarðar og eiginfjárhlutfall því 56%. Eftir kaup félagsins á hlutabréfum Sambandsins lækkaði eiginfjár- hlutfallið í 45%, en hlutafjárútboð- ið er liður í fjármögnun þeirra kaupa. Sjá nánar viðskiptablað, 1C. Ný reglugerð um bensíngjald Fjármálaráðuneytið gaf í gær út nýja regiugerð um hækkun bens- íngjalds sem tók gildi í gær, 2. desember. Um leið var ógilt reglu- gerð sem gefin var út 30. nóvember og kvað á um hækkun bensín- gjalds um 1,50 krónur frá og með 1. desember. Magnús Pétursson ráðuneytis- til að hækka verð á bensíni 1. des- stjóri fjármálaráðuneytis sagði við Morgunblaðið, að olíufélögin hefðu átt að fá upphaflegu reglugerðina í hendur að kvöldi 30. nóvember. Hins vegar hefði það ekki verið nægilegur fyrirvari fyrir olíufélögin ember og því hefði verið ákveðið að hafa þennan háttinn á að þessu sinni. Að óbreyttu hefðu olíufélögin orðið að taka á sig bensíngjalds- hækkunina í einn dag, þann 1. des- ember. Dagskrá ► Heimildamynd um Elísabetu II — Melrose Place arftaki Bev- erly Hills 90210 — Lestur úr jóla- bókum — Myndbandalistinn — Spennumyndin Á mannaveiðum JHorounUlnbiti vrosHPnjaviNNuiiF ——---------------—-------------L LJU—IJL.J.. j. liMTwun 'I lllhor.) OiiuféUgsins liður t i fjármögnun SlS-hrvfnnna ~ • * % HAGKVÆMASTI * KOSTURINN M l'EGAR ALLS ERGÆTT. Viðskipti/Atvinnulíf ► Útboð Olíufélagsins - Rífandi sala KEA-bréfa - H|jómplötu- rnarkaður í járnum - Marel á kjúklingamarkað - Stormur í kaffibolla Nafnvextir ríkis- víxla hækka um 2% Raunvaxtalækkun miðað við verðbólgxispá í útboði á þriggja mánaða ríkisvíxlum í gær hækkaði ávöxtunar- krafa þeirra um 2% frá síðasta úboði. Forstöðumaður Þjónustumið- stöðvar ríkisverðbréfa segir að þrátt fyrir að nafnvextir hafi hækk- að um 2% sé í raun um raunvaxtalækkun að ræða ef miðað sé við verðbólguspá Seðlabankans fynr næstu þijá mánuði. í útboðinu bárust 34 gild tilboð í ríkisvíxla, samtals að fjárhæð 2.769 milljónir króna en tilboðum var tekið frá 8 aðilum í samtals 950 milljónir króna. Meðalávöxtun sam- þykktra tilboða var 11,38%, sem svarar til 10,64% forvaxta. Lægsta ávöxtun vár 10,95% en hæsta 11,51%. í síðasta tilboði ríkisvíxla, sem var 18. nóvember, var meðal- ávöxtun 9,41% og í útboði 4. nóvem- ber var meðalávöxtun 9,29%. Ávöxtunin hefur því hækkað um rúm 2% síðasta mánuð. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins áttu menn í fjármála- ráðunejdinu von á vaxtahækkun í útboðinu, en þessi hækkun var þó heldur meiri en búist var við. En Pétur Kristjánsson forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa sagði við Morgunblaðið, að vaxta- hækkunin kæmi í kjölfar efnahags- ráðstafana sem leiddu til tímabund- innar hækkunar verðbólgu, og þótt um væri að ræða 2% nafnvaxta- hækkun miðað við síðasta útboð hefði Seðlabankinn spáð tæplega 6% verðbólgu á næstu þremur mán- uðum. Því mætti álykta að um raun- vaxtalækkun væri að ræða. Þegar Pétur var spurður hvers vegna ekki hefði verið tekið fleiri tilboðum, úr því að álykta mætti að í þeim fælist raunvaxtalækkun, svaraði hann að þar sem um tíma- bundna sveiflu væri að ræða vildi fjármálaráðuneytið ekki fara með nafnvextina hærra en þetta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.