Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 26
I 26 er aaaMaaaci .8 flUOACiUTMMia QiaA.ianuoflOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992 Stærsta stífla heims Reuter Eftir meira en 40 ára heiftúðugar deilur eru nú loks hafnar framkvæmd- ir við stíflu í Giljunum þremur í Yangtze-á í Kína og verður hún stærsta stífla heims, einir 175 metrar á hæð. Þó er langt í frá, að öll deilumálin út af framkvæmdunum, sem áætlað er að taki 18 ár, hafi verið út- kljáð. Það var þjóðemissinnaleiðtoginn Sun Yat-sen sem fyrstur lagði til á þriðja áratug þessarar aldar, að áin yrði beisluð og orka hennar virkjuð. Á myndinni horfír maður til baka, meðan skip hans brunar frá Giljunum þremur í Yangtze. Reynt að koma viðræðum um lýðræði í S-Afríku af stað á ný Fulltrúar de Klerks og ANC á leynifimdi Jóhannesarborg. Reuter. FULLTRÚAR stjómar F.W. de Klerks, forseta Suður-Afríku, og Afríska þjóðarráðsins (ANC) hófu í gær þriggja daga viðræður á leynilegum stað í skóglendi austur af Pretoriu. Tilgangur þeirra er að koma aftur af stað viðræðum um lýðræðislegar umbætur sem stöðvuðust í vor. Fulltrúar Nelsons Mandela, leið- toga ANC, sögðu að ekkert yrði látið uppi um gang viðræðnanna fyrr en þeim lyki á morgun, föstu- dag. Talið er að þær snúist um leiðir til að binda enda á ofbeld- isaðgerðir í Suður-Afríku og tíma- setningar lýðræðisumbóta, frelsi til stjómmálastarfsemi og framtíð sjálfstjómarhéraða blökkumanna. Hermt er að bæði de Klerk og Mandela taki þátt í viðræðunum. Gert er ráð fyrir að viðræðunefnd- imar hittist á ný í næstu viku. Stjóm hvíta minnihlutans hefur aflýst fyrirhuguðum viðræðum við Samafríska ráðið (PAC) vegna morðs á ijórum hvítum mönnum sl. laugardagskvöld. Að sögn lög- reglu hefur hemaðararmur PAC, APLA, viðurkennt að hafa átt hlut að máli þegar mennimir fjórir Helmut Kohl, kanslari Þýskalands EB verður að hefta flóttamannastrauminn Karlsruhe. Reuter. UNGUR maður, sem hefur játað að hafa kastað íkveikjusprengju, sem olli dauða þriggja tyrkneskra kvenna í síðustu viku, reyndi að fyrirfara sér í fangelsi í gær. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, sagði í gær, að Evrópubandalagið yrði sameiginlega að hefta flóttamannastrauminn, sem kynt hefur undir ofbeldisverkum í Þýskalandi og víðar. Lars Christiansen, 19 ára gam- all maður, sem hefur viðurkennt að hafa ásamt öðmm kveikt í gisti- heimili fyrir innflytjendur í bænum Mölln og valdið með því dauða þriggja kvenna, reyndi að stytta sér aldur með því að skera sig á báðum úlnliðum en fangavörðum hans tókst að koma í veg fyrir, að honum blæddi út. Félagi hans í íkveikjuárásinni, Michael Peters, er einnig í haldi. í umræðum um Maastricht- samninginn á þýska þinginu í gær sagði Kohl kanslari, að Evrópu- bandalagið, EB, yrði að móta sam- eiginlegar reglur um veitingu póli- tísks hælis og innflytjendamál. Sagði hann, að straumurinn lægi nú til Þýskalands en fyrr en varði kæmi röðin að öðrum EB-ríkjum. Áætlað er, að hálf milljón manna biðji um landvist í Þýskalandi á árinu en þessum fólksflutningum er kennt um vaxandi andúð og ofbeldi gegn útlendingum þar og víðar í Vestur-Evrópu. í nóvember báðu 30.000 útlend- ingar, aðallega frá Austur-Evrópu og þriðrjaheimsríkjum, um landvist í Þýskalandi og hefur íjöldinn orð- ið til að auka enn þrýstinginn á stjóm og stjómarandstöðu um að' komast að samkomulagi um að takmarka strauminn vemlega. vom drepnir í skot- og sprengju- árás á 60 manns sem sátu. sam- kvæmi golfklúbbs í King William’s Town í Höfðahéraði. Sautján manns særðust, þar af sumir al- varlega. PAC, sem klauf sig út úr Af- ríska þjóðarráðinu (ANC) árið 1959, hefur hunsað tilmæli stjóm- valda um að það fari að dæmi ANC og hætti vopnaðri baráttu gegn minnihlutastjóm hvítra. ANC fordæmdi árásina og kall- aði hana „forkastanlegt athæfí og hryðjuverk" og til marks um að ekkert mætti verða til að tefja lýðræðisþróunina í landinu. De Klerk gagnrýndi í gær tillög- ur sem Mangosuthu Buthelezi, leiðtogi Zulu-manna, hefur birt um að sjálfstjómarhérað Zulumanna, KwaZulu, verði sameinað grann- héraðinu Natal, þar sem hvítir menn fara með völd. Lagði But- helezi til að sameinaða héraðið fengi sjálfsforræði í svo til öllum málum og yrði svo gott sem sjálf- stætt í ríkjasambandi Suður-Afr- íku. ANC hefur einnig gagnrýnt tillögur Buthelezi. Til stóð að full- trúar ANC og stjómar de Klerk ræddu tillögur Buthelezi á fundum sínum sem nú standa yfír. Fulltrú- ar beggja fylkinga töldu þær ein- ungis til þess fallnar að flækja og jafnvel telja viðræður um lýðræð- isumbætur í Suður-Afríku. Fyrrverandi KGB-foringi um gagnnjósnarann Gordíjevskí Refsi Guð eða menn honum ekki ber samviskan hann ofurliði Moskvu. The Daily Telegraph. MARGIR þeirra, sem gegndu mikilvægum embaéttum í Sovétríkj- unum fyrrverandi, hafa ekki enn fyrirgefið Míkhaíl Gorbatsjov, síðasta sovétforsetanum, að hann skuli ekki hafa barist af meiri hörku gegn því að Sovétríkin liðuðust í sundur. Einn þeirra er Leonid Shebarsjín, sem var yfirmaður erlendra njósna sovésku leyniþjónustunnar KGB síðustu árin sem hún starfaði. Hann seg- ir Gorbatsjov hafa virt að vettugi allar viðvaranir sínar, þess efnis að kommúnisminn væri að falla um alla Austur-Evrópu. Shebarsjín hefur, eins og margir aðrir í svipaðri stöðu, látið lít- ið fyrir sér fara undanfarna mánuði. Þau vandamál sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti á nú við að etja gera hins vegar að verk- um að hann og fleirí treysta sér loks til að Ijá sig opinberlega á hreinskilinn hátt. Shebarsjín er enginn harðlínu- kommúnisti. Það var aldrei kommúnísk hugmyndafræði, sem stjómaði gjörðum hans, heldur sérkennileg tegund af þjóðemis-- hyggju. Hann heyr enn sitt per- sónulega kalda stríð og hatar alla þá „svikara" sem ekki em á hans bylgjulengd. Hann nefnir sérstak- lega þijá menn, sem hann hatar umfram aðra _og segist aldrei geta fyrirgefíð. í fyrsta lagi Gorb- atsjov vegna „sjálfsánægju" hans og „bamalegra skoðana". í öðm lagi Oleg Gordíjevskí , KGB- manninn sem flúði land, fyrir „svik“ hans. Gordíjevskí starfaði fyrir KGB, m.a. í Danmörku og Bretlandi. Eftir að hann flúði til Vesturlanda hefur hann veitt margvíslegar upplýsingar um starfsemi KGB, ekki síst á Norð- urlöndum. Hefur hann m.a. rætt um starfsemi KGB og GRU, leyniþjónustu hersins, á Islandi í viðtali við Morgunblaðið. Og í þriðja lagi nefnir She- barsjín Vadím Bakatín, sem veitti KGB forstöðu í fjóra mánuði árið 1991, fyrir að hafa veitt upplýs- ingar um starfsemi stofnunarinn- ar. Þegar Shebarsjín tók við er- lendum njósnum KGB árið 1983 var mikilvægasta verkefni hans að reyna að tryggja að Vestur- lönd færu ekki á bak við gerða afvopnunarsamninga. Það já- kvæða við þróunina, sem átti sér stað í Sovétríkjunum með valda- töku Gorbatsjovs, segir hann vera að KGB hafi ekki lengur þurft að setja skýrslur sínar fram á „hagstæðan" hátt líkt og raunin hafði verið í stjómartíð þeirra Leoníds Brezhnevs og Konstant- íns Tsjemenkós. Glasnost hafí þó haft sín takmörk. „Þegar upplýs- ingamar renndu stoðum undir skoðanir Gorbatsjovs var þeim vel tekið. En þegar leiðir skildu milli stjómarstefnunnar og raun- veruleikans, þegar ástandið breyttist úr vondu í verra, þá vildi hann ekki hlusta á okkur leng- ur . . . Hann og vinir hans bjuggu í heimi sjálfsblekkingar." Hann segir að leiðtogum í Tékkóslóvakíu, Austur-Þýska- landi, Búlgaríu og víðar hafi ein- faldlega verið skipað að standa á eigin fótum. „Þeim hafði hins vegar ekki verið kennt neitt ann- að en að vera vinir Sovétríkj- anna; þeir gátu ekki staðið á eig- in fótum. Þeim var hreinlega fómað.“ Á sama tíma hafí KGB verið bannað að grípa til aðgerða í austurhluta Evrópu til að vinna gegn þessari þróun. Það sama segir hann hafa átt við um aðra heimshluta, s.s. Persaflóasvæðið. Sovéska leyni- þjónustan hafði góða innsýn í vopnaviðskipti Breta, Banda- ríkjamanna og annarra vest- rænna ríkja við Saddam Hussein íraksforseta, sem Shebarsjín seg- ir hafa átt sér stað ekki bara eftir innrásina í Kúveit heldur allt fram að byijun Persaflóa- stríðsins. Smávægileg skref hafí verið tekin til að koma þessum upplýsingum á framfæri á Vest- urlöndum en ráðamenn í Moskvu hafi sýnt því lítinn áhuga þar sem Gorbatsjov vildi ekki styggja Bandaríkjamenn. Þegar kalda stríðinu lauk varð KGB að breyta starfsháttum sín- um þó að það hafí ekki verið gert með glöðum hug. Shebarsjín minnist enn með söknuði „gömlu góðu daganna“ þegar starfsemin fólst í því að falsa skjöl, koma villandi upplýsingum á framfæri oj£ blekkja fjölmiðla, erlenda sem innlenda. Grundvallarreglan hafí verið sú að gera allt sem í valdi stofnunarinnar stóð til að koma höggi á andstæðinginn, hvort sem hann væri erlendur leyni- þjónustumaður eða forsætisráð- herra vestræns ríkis. Gorbatsjov var hins vegar mótfallinn slíkum Gordíjevskí vinnubrögðum og var KGB til að mynda bannað að reyna að grafa undan Margaret Thatcher, sem hann leit á sem „vin“. Gorbatsjov náði aldrei fullkom- lega tökum á KGB. Stofnunin lifði áfram sínu lífí þrátt fyrir allar tilraunir til að breyta henni og átti ríkan þátt í valdaránstilraun- inni gegrt Gorbatsjov í ágúst 1991. Talið er að Shebarsjín hafí einnig komið þar við sögu. Rann- sóknarmönnum tókst hins vegar aldrei að bendla hann nægilega við valdaránið til að hægt væri að ákæra hann. Hann var meira að segja skipaður yfírmaður KGB til bráðabirgða af Gorbatsjov fyrst eftir valdaránið en gegndi þeirri stöðu einungis í 27 klukku- stundir, en þá var honum skýrt frá því að Bakatín tæki við. Nokkrum vikum síðar sagði Shebarsjín upp störfum, æfur vegna vinnubragða Bakatíns. Nýi yfírmaðurinn hafði m.a. skýrt bandaríska sendiherranum frá því hvar hljóðnemar hefðu verið faldir í sendiráðinu. „Svikarinn" Gordíjevskí Nú hefur Shebarsjín stofnað ráðgjafarfyrirtæki á sviði njósna og vinnur einnig að ritun bókar um það sem hann kallar hið „virð- ingarverða starf“ sitt. Meðal þeirra sem áður hafa skrifað um starfsemi njósnastofnana er Oleg Gordíjevskí. Þegar Shebarsjín er spurður um Gordíjevskí kemur í ljós að þetta er mikið við- kvæmnismál. „Ef hann kemur hingað [til Moskvu] afturþá verð- ur hann hér að eilífu. Eg vona að einhver muni kála þessum andskota. Hann hefur svikið vini sína, leyniþjónustu sína, land sitt, og hann hefur gert það fyrir pen- inga. Ekki trúa öllu þessu kjaft- æði um lýðræði. Ég er viss um að ef menn eða Guð refsa honum ekki, þá mun samviska hans bera hann ofurliði. Flestir á borð við hann eru drykkjurútar." Að- spurður um hvort hann eða ein- hver annar myndi ráða Gordíjevskí af dögum ef þeir vissu hvar hann hefðist við segir She- barsjín að menn viti alveg hvar hann búi. Einungis pólitík komi í veg fyrir að hann verði veginn. Hann segir að lokum að banda- ríska leyniþjónustan CIA sé nú orðin mjög sterk í austurhluta Evrópu og Eystrasaltsríkjunum. Þá vinni hún hörðum höndum að því að snúa fyrrum Iýðveldum Sovétríkjanna gegn Rússlandi. „Þeir eru staðfastir í því að koma í veg fyrir endurreisn Rússlands sem stórveldis og ætla að sjá til þess að Rússar verði aldrei aftur keppinautar." Þegar hér er komið sögu róast Sherbasjín allt í einu. „Takið eftir þessu,“ segir hann, „ég er að reyna að komast hjá því að verða ofsóknarbijálæði að bráð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.