Morgunblaðið - 06.12.1992, Page 4

Morgunblaðið - 06.12.1992, Page 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT söei ga&M.ap.aa ,c> gyeAuufflmp. ataAaimuugOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1992 ERLEIMT INIMLENT BHMR fær hækkunina Hæstiréttur hefur dæmt félög- um í BHMR aftur 4,5% launa- hækkun þá, sem af þeim var tek- in með bráðabirgðalögum í ágúst 1990. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að með lögunum hefði jafnræðisregla íslenzks réttarfars verið brotin. Forystumenn Al- þýðusambandsins og Kennara- sambandsins krefjast sömu hækk- unar fyrir félagsmenn sína. Vinnustöðvun sjúkraliða Sjúkraliðar lögðu niður vinnu í tvo daga vegna kjaradeilu við rík- ið var ástand á sjúkrahúsum mjög erfítt á meðan. Dæmi voru þess að aðstandendur sjúklinga byðust til að ganga í störf sjúkraliða. Samkomulag náðist um að sjúkra- liðar mættu aftur til starfa, en endanlegur samningur strandar á kröfu sjúkraliða um að fá verk- fallsdagana tvo greidda og að engin eftirmál verði. ERLENT Hernaðar- íhlutun í Sómalíu Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti á fímmtudag að heimila hernaðaríhlutun í Sómalíu sem hefði það að markmiði að tryggja að matvæli sem send eru til landsins sem neyðaraðstoð ber- ist til sveltandi íbúa. Verða ailt að 20 þúsund herménn sendir til landsins tii að halda stríðandi fyikingum í skefjum. Ályktunin var samþykkt samhljóða í örygg- isráðinu. Panic ekki í framboði Serbnesk kjörnefnd felldi í vik- unni þann úrskurð að Milan Panic, forsætis- ráðherra Júgó- slavíu, gæti ekki boðið sig fram í forsetakosning- unum þann 20. desember nk. Rökstuðningur með ákvörðun- inni var að Panic uppfyllti ekki reglur um búsetu í landinu. Þar með er talið að möguleikar Panic á að koma í veg fyrir að Slobod- an Milosevic nái endurkjöri séu að engu orðnir. Slagsmál á rússneska fulltrúaþinginu Leysa þurfti upp þingfund þeg- ar til handalögmála kom á full- trúaþingi Rússlands á fímmtudag. Áflogin hófust þegar róttækir umbótasinnar æddu að ræðupalli Hjálparbeiðnum fjölgar Mun fleiri en áður leita til hjálp- arstofnana vegna fátæktar. Hjálparstofnanir hafa gefíð fólki matarmiða og þjóðkirkjan hyggst koma til móts við atvinnulaust og peningalítið fólk. Fylgi stjórnarinnar lítið breytt Afstaða almennings til ríkis- stjórnarinnar hefur lítið breytzt síðan í júní, samkvæmt niðurstöð- um skoðanakönnunar, sem Fé- lagsvísindastofnun Háskólans hefur gert fyrir Morgunblaðið. Rúmlega 51% eru andstæðingar stjórnarinnar, 29% stuðnings- menn og um 19% hlutlausir. í sömu könnun kom fram að fylgi flokkanna hefur lítið breytzt nema Framsóknarflokksins, sem missir um 3% fylgi frá síðustu könnun, en aðrir bæta lítillega við sig. Sjálfstæðisflokkur fær í könn- uninni 32,5%, Alþýðuflokkur 10,9%, Alþýðubandalag 19,3%, Framsóknarflokkur 23% og Kvennalisti 13,5%. Rekstur Flugleiða I járnum Tölur úr níu mánaða uppgjöri Flugleiða benda til að reksturinn verði í járnum á árinu. Hagnaður félagsins fyrstu níu mánuðina var 246 milljónir króna, um helmingi minni en á sama tima í fyrra. Verkefnaskortur hjá verktökum Um 25-30% samdráttur er hjá verktakafyrirtækjum vegna verk- efnaskorts og hafa fyrirtæki um allt land þurft að segja upp fleira fólki en venjulegt er á þessum árstíma. Áhugi á Aipa-flutningum Samgönguráðuneytið hefur sótt um leyfí fyrir Islendinga að flytja vörur um austurrísku Alp- ana með stórum vörubílum. Is- lenzkir aðilar hafa sýnt áhuga á að flytja físk frá N-Evrópu til suðlægari landa. þingsins til að mótmæla þeirri ákvörðun forseta þingsins að láta fara fram leynilega atkvæða- greiðslu um stjórnarskrábreyt- ingu, sem kveður á um skert völd Borís Jeltsíns forseta. Hefur Jeltsín lagt fram tillögu um nýja stjómskipan, þar sem gert er ráð fyrir að fulltrúaþingið verði svipt löggjafarvaldi sínu. Játa morð á Tyrkjum Tveir ungir Þjóðveijar, 19 og 25 ára, hafa játað að hafa hent bensínsprengju á hús tyrkneskra innflytjenda í bænum Mölln, með þeim afleiðingum að þrjár tyrk- neskar konur létu lífið. Reyndi annar mannanna að fyrirfara sér í fangelsi á miðvikudag. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, vill að Evrópubandalagið móti sameigin- iegar reglur um veitingu pólitísks hælis og innflytjendamál. Hann sagði að eins og væri lægi straum- ur flóttamannanna fyrst og fremst til Þýskalands en fyrr en varði myndi koma að öðmm EB- ríkjum. Lamont í vanda Mikið hefur mætt á Norman Lamont, fjármálaráðherra Bret- lands, í vikunni vegna frétta um að fjármálaráðu- neytið hafí greitt hluta lögfræði- kostnaðar við að koma óæskileg- um leigjanda, vændiskonunni frú Svipuhögg, út úr húsi hans í fyrra. Auk þess hafa fjölmiðlar greint frá því að hann hafí átt í erfiðleikum með að greiða greiðslukortaskuldir sínar og farið yfír úttektarheimildir. Aldagömul sérstaða eða samvinna við nágranna SVISSLENDINGAR eru harðir samningamenn og fulltrúar þeirra þóttu oft smámunasamir í samningaviðræðum Fríversl- unarsamtaka Evrópu (EFTA) við Evrópubandalagið (EB) um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Þeir áttu það sameiginlegt með fulltrúum íslands, sem voru heldur ekki alltaf vinsælir við samningaborðið, að þeirra þjóð ætlar ekki örugglega inn í EB. Þeir urðu þess vegna að gera samning sem er í fullu samræmi við sljórnarskrá landsins og takmarkar ekki sjálfsákvörðunar- rétt þjóðarinnar. Þar að auki vildu þeir margar sérundanþágur og -klausur fyrir sína þjóð. Hún dæmir núna um helgina hvort þeir náðu góðum samningi. Ahugi almennings á þjóðarat- kvæðagreiðslu hefur sjald- an verið eins mikill. Svisslending- ar eru spurðir álits á hinu og þessu þrisvar til fjórum sinnum á ári en áhugi á kosningum er yfírleitt dræmur og þátttakan eftir því. Að þessu sinni hef- ur hins vegar verið fullt út úr dyrum á kosn- ingafundum, blöð og tímarit hafa aldrei fengið eins mörg iesendabréf og gífur- legur áhugi var á helstu umræðu- þáttum sjónvarpsins um EES. Samskipti Sviss við Evrópu eru í húfi. Fjallabændur stofnuðu svissneska sambandsríkið fyrir 701 ári og sóru þess eið að standa saman gegn valdamiklum útlend- ingum og láta þá aldrei dæma í sínum málum. Síðan hefur sam- bandsríkið stækkað, kantónun- um fjölgað, og Svisslendingar halda enn saman af því að þeir hafa minna á móti hver öðrum en stórþjóðunum í kring. Nú leggja ríkisstjórnin, þjóðþingið og stjómir allra kantónanna til að þjóðin gangi til aukins sam- starfs við nágrannana, opni landamærin fyrir þeim, vörum þeirra og þjónustu og taki yfír lög og reglur EB. Þetta brýtur í bága við tilhneigingu þjóðarinnar að standa utan við ijölþjóðastofn- anir, að takmarka fjölda útlend- inga í landinu og að ráða sínum málum sjálf - jafnt í stóru sem í smáu. Baráttan hefur því verið hörð og útkoman er óviss. Svisslendingar eru 6,7 miiljón- ir og ein ríkasta þjóð heims. Velferð þeirra byggist á fijálsum viðskiptum og dugnaði. Þeir eru almennt á móti höftum og bönn- um í milliríkjaviðskiptum en hika ekki við að setja eigin reglur innanlands. Landbúnaðurinn er til dæmis vemdaður eins og vöggubam og ýmis sérákvæði koma í veg fyrir að fólk geti keypt suma hluti erlendis. Bíla- innflytjendur em meðal þeirra sem njóta góðs af því. Það er því engin furða þótt nokkrir hávær- ustu andstæðingar EES séu úr þeirra hópi. Sérákvæði falla niður ef Sviss verður hluti af Evrópska efnahagssvæðinu og vömverð mun þar af leiðandi lækka, en Sviss er eitt dýrasta land Evrópu. En almenningur setur við- skiptahlið samningsins ekki svo fyrir sig. Hann hefur þyngri áhyggjur af sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Honum fellur illa að embættismenn í Bmssel geti í framtíðinni sett lög og reglur án þess að spyija Svisslendinga ráða og að evrópskur réttur muni vega þyngra í sumum málaflokkum en svissneskur. Svisslendingar em vanir því að geta lagt fram tillögur sem verða að lögum í landinu ef þjóðin samþykkir þær og vera spurðir hvort bæjarfélag- ið eigi að eyða fé í foreldra- fræðslu eða kantónan að hækka bílagjöld, eins og Ziirich-búar greiða atkvæði um á sunnudag. Þeim vex því í augum að hægt verði að taka ákvarðanir sem munu snerta þá án þess að þeir séu hafðir með í ráðum. Stuðn- ingsmenn samningsins minna á að ákvörðun um hann er tekin á lýðræðislegan hátt og lýðræðið ráði hvort öðmm verði falið að setja viðskiptareglur fyrir þjóðina eða ekki. Og það er hægt að segja samningnum upp eða beita neitunarvaldi þegar þjóðin vill. Svisslendingar hafa auk þess nú þegar gefíð upp hluta af rétti sínum með því að vera í Evrópur- áðinu þar sem mannréttindadóm- stóllinn hefur síðasta orðið í málum sem er áfrýjað til hans. Sumir Evrópusinnaðir and- stæðingar samningsins taka ákvörðunarrétt þjóðarinnar svo hátíðlega að þeir vilja að Sviss- lendingar hunsi EES og gangi beint í EB. Nokkrir ráðherrar sögðu um tíma að EES væri ekki annað en millispor inn í EB en þeir hafa haft hljótt um það und- anfama mánuði. Skriffínnabákn- ið í Bmssel er algjor andstæða við stjómarfyrirkomulagið í Sviss. Það mun þurfa stórt átak eða veralegar breytingar á bandalaginu til að þjóðin sam- þykki inngöngu í það. Ríkisstjómin hefur þeg'ar farið fram á undirbúning umsóknar um aðild að EB í Brassel. Það hefur ekki auðveldað stuðnings- mönnum EES baráttuna nú en Rene Felber utanríkisráðherra telur rétt að þjóðinni sé ljóst hver stefna stjórnarinnar er í Evrópu- málum. Lok kalda stríðsins Hafa gjörbreytt aðstæðum i Evrópu og ríkisstjómin telur svissnesku þjóðina geta gefíð upp aldagam- alt hlutleysi sitt og tekið virkan þátt í samstarfí þjóðanna. Felber og Jean-Pascal Delam- uraz viðskiptaráðherra, sem gerðu EES-samninginn fyrir hönd svissnesku ríkisstjómarinn- ar, em báðir frá frönskumælandi Sviss. íbúarnir þar og í ítalska hiutanum era fijálslyndir og opn- ir fyrir samvinnu við nágranna sína. Þeir ecu vanir því að verða undir í þjóðaratkvæðagreiðslum. Það skiptir þá kannski þess vegna ekki ýkja miklu máli hvort reglurnar era settar í Brassel eða þýska hluta Sviss. 72% Svisslendinga era þýsku- mælandi. Það er undir þeim kom- ið hvort samningurinn verður samþykktur. Þeir byggja 19 af kantónunum 26. 6 þeirra era fámennar og gilda sem hálfar kantónur í kosningum en meiri- hluti kantónanna þarf að sam- þykkja tillögu í þjóðaratkvæða- greiðslu svo að hún verði að lög- um. Meirihluti íbúa 12 kantóna þarf því að samþykkja tillöguna um aðild að EES til að samning- urinn gangi í gildi um áramótin. Þýskumælandi Svisslendingar era íhaldssamari en rómanskir landar þeirra og sumir hafa and- úð á nágrannaþjóð sinni í norðri. En margir gera sér grein fyrir að velferð þjóðarinnar er í veði og munu þess vegna greiða at- kvæði með aðild að EES. Aðrir treysta því að Svisslendingar geti komist af án fjölþjóðasamn- inga héðan í frá sem hingað til. Hvorir hafa betur kemur í ljós á sunnudagskvöld. BAKSVID eftir Önnu Bjamadóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.