Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 10
MORGUNliLÁÐÍÖ HMMTt’DAGUR íol DUSEMBER 19tó 10 . Loftur Atli Hallgrímur Helgason við nokkur verka sinna. Hallgrímur Helgason Myndlist Eiríkur Þorláksson í neðri sölum Nýlistasafnsins stendur nú yfir sýning á ljós- myndaverkum ungs listamanns, Lofts Atla Eiríkssonar, sem hefur nýlega lokið námi í ljósmyndun og frjálsri myndlist frá Listastofnun Kalifomíu í Los Angeles. Á sama tíma stendur einnig yfir önnur sýn- ing hans í Gallerí G15 við Skóla- vörðustíg, svo segja má að Loftur Atli komi víða við þessa dagana. Þær tvær sýningar sem hér um ræðir sýna ólíkar hliðar á listsköp- un hans, og helgast væntanlega nokkuð af húsnæðinu, hvað er sýnt á hvorum stað, en jafnframt er um að ræða mismunandi áhersluþætti í því hvemig ljósmyndatæknin er notuð við gerð verkanna. í Gallerí G15 getur að líta nítján ljósmyndir, sem allar era án titils, og era flestar unnar með gelatín silfur prenti eða platinum/pallad- ium prenti. Hér er um að ræða nokkuð hefðbundnar nektarmyndir og ljósmyndir af landslagi, þar sem uppstilling, sjónarhorn, lýsing, og klipping rammans ræður mestu um heildarsvipinn. Loftur Atli kann vel til verka; samsetningar eru skemmtilegar (t.d. í nr. 9) og lýs- ingin rótar oft upp í einföldum uppstillingum (nr. 10). Uppsetn- ingarnar era stundum nokkuð flóknar, en ná þó sterkum tökum á áhorfandanum, og má benda á nr. 17 í því sambandi. Verkin sem Loftur Atli sýnir í Nýlistasafninu era öllu stærri um sig, og unnin á fjölbreyttari hátt. Þau bera nokkurn vott um þá til- raunastarfsemi, sem jafnan fer fram í öllu listnámi, þar sem þan- þol miðilsins er reynt til hins ítrasta. Hér hefur listamaðurinn náð fram nokkrum verkum sem vísa til fleiri átta en aðeins þeirrar tækni, sem hann nýtir við verkin. Minnisvarðar era listamannin- um hugleiknir, og þrjú athyglis- verðustu verkin hér tengjast slíku. — Minnisvarði á norðurslóð“ (verk nr. 1) er helgaður einni helstu út- flutningsvöra landsmanna, og er nokkuð skemmtilega settur upp; verk nr. 4 fjallar um þau virðulegu efni og minni sem tengjást minnis- vörðum (marmara-formica), en stærsta verkið, — Minnsvarði an- oriymusar" (nr. 5), er einna for- vitnilegast; það er samsett úr fjölda ljósmynda af slitnum, skökkum og skældum legsteinum, sem raðast þétt saman. Haustlitir og fallin lauf gefa þessu öllu síðan það yfir- bragð hrömunar og dauða, sem viðfangsefnið kallar á. Loftur Atli sýnir með verkum sínum á þessum tveimur sýning- um, að hann hefur öðlast góða kunnáttu á sviðum ljósmynda- tækninnar, og ijölbreytt efnistök hans bera vott um fijóa myndsýn. Þessir þættir eiga væntanlega eftir að einkenna verk hans áfram, og verður fróðlegt að fýlgjast með þróun þessa unga ljósmyndara í framtíðinni. Sýningu Lofts Atla í neðri sölum Nýlistasafnsins við Vatnsstíg lýkur sunnudaginn 13. desember, en sýningin í Gallen' G15 við Skóla- vörðustíg stendur til aðfangadags, 24. desember. í efri sölum Nýlistasafnsins stendur nú yfir sýning á verkum myndlistarmannsins Hallgríms Helgasonar, sem hann hefur gefið nafnið „Portrett", en það er jafn- framt nafn allra verkanna sem hann sýnir hér. Hallgrímur hóf sinn sýningar-' feril í myndlistinni fyyir um ára- tug, og hefur haldið eirikasýningar bæði hér heima og í Bandaríkjun- um, þar sem hann bjó um árabil. Hann hefur og tekið þátt í fjölda samsýninga, og á að baki störf á fleiri sviðum listanna; þar má nefna ritstörf, gerð útvarpsþátta oog myndskreytingar í blöð og bækur. Flestir minnast eflaust hins óvenjulega framtaks svo ungs listamanns þegar hann efndi til stórrar yfirlitssýningar að Kjarv- alsstöðum snemma árs 1991, þar sem gat að líta afrakstur vinnu hans á fimm ára tímabili. Sýningin í Nýlistasafninu er sú fýrsta sem Hallgrímur heldur frá því yfirliti, og því er áhugavert að sjá hvað hann hefur unnið síðan, og hvort þar megi merkja áhrif umhverfisins á einhvern hátt, en listamaðurinn hefur að mestu búið í París undanfarið. Það verður fljótt ljóst að Hallgrímur hefur notið þess að fylgjast með fólki í stórborginni, og síðan leitað leiða til að festa það á léreft með ákveðnum hætti. í þessum myndum leitast lista- maðurinn ekki eftir að lýsa ein- stökum persónum, heldur dregur hann fram sérkennilegt útlit, óvenjuleg einkenni í andlitsfalli, hári o.s.frv. í eins fáum dráttum og mögulegt er. Því má fremur tala um karakterlýsingar en port- rett, og í flestum myndanna er stutt yfir í karikatúr, skopmynd- ina, en kímni hefur oft verið ríkur þáttur í myndlist Hallgríms. í hveiju verki er farið eins spar- Örlög ráða? Bókmenntir Jenna Jensdóttir Helga Guðrún Johnsen og Lydia Pálsdóttir Einarsson: Lífsganga Lydiu. Útgefandi: Vaka Helga- fell 1992. Ljósmynd á kápu: Magnús Hjörleifsson, Kápu- hönnun: Búi Krisljánsson. Það er óhugsandi að lesa eða skrifa um bókina Lífsganga Lýdi,ú nema gefa sig örlögum á vald. Lydia fæddist í Þýskalandi árið 1911. Strax í bemsku- var hún umkringd örlögum sírium. Faðir hennar serri var doktor í efnafræði var kallaður í herinn 1914 og eftir það var persónulegum kynnum að mestu lokið. Þó rækti hann nokkuð lengi samband við barnið sitt bréf- lega, en einnig það tók enda. Um móður sína vissi hún næsta lítið nema að hún væri módel við listaháskólann í Miinchen. Foreldr- ar Lydiu vora ekki giftir og Lydia segir: „Líklega hefur þetta litla bam verið til trafala fyrir konu sem vildi njóta lífsins. Þess vegna var ég send til ömmu.“ Það var móður- amma Lydiu og hjá henni ólst hún upp. Móður sína sá hún sjaldan í uppvextinum og kynntist henni raunverulega ekki fyrr en löngu seinna. í bemsku fannst henni móðirin sýna sér kulda og áhuga- leysi. Aftur var samband hennar við ömmu sína innilegt og ljóst er að uppeldi bamsins hefur mótast af því að vera ein með ömmu sinni. Paul móðurbróðir Lydiu var leir- munasmiður og hjá honum lærði hún að hnoða leir og búa til skraut- muni. Seinna settist hún í handíða- skólann í Múnchen. í Múnchen vora þau í ástarsam- bandi, móðir Lydiu og Guðmundur Einarsson frá Miðdal, sem þá nam margþættar listir við listaháskól- ann. Lydia var þá stálpað barn og féll illa við þennan ástmann móður sinnar þá sjaldan hún hitti hann> En örlögin ætluðu þeim Guð- mundi meiri og varanlegri kynni. Átján ára flutti hún til móður sinn- ar, sem þá var gift á íslandi lista- manninum Guðmundi — einmitt til að vinna að leirmunagerð í List- vinahúsinu, sem Guðmundur var nýbúinn að koma á fót. Mikil lífs- reynsla ringrar stúlku var að baki er hún yfirgaf Þýskaland. Hörm- ungar styijaldar, dauði vina og vandamanna — og skilnaðurinn við þá manneskju er hún hafði unnað mest og sá aldrei framar — ömmu sína. Ung og æskuglöð tók hún nærri sér kuldalegt samband móður sinn- ar og'Guðmundar sem var talsvert yngri en kona hans. Og nú réðust örlaganornimar hart að Lydiu og Guðmundi og fengu ástargyðjuna til liðs við sig, en skutu um leið hárbeittum örvum í hjarta eigin- konunnar, sem átti sér einskis úr- kosta, en varð þó af vitrari og meiri er fimm litlar mannverar komu í heiminn, hver af annarri og veittu henni þá lífsfyllingu og ást, til æviloka, er hún hafði ekki áður kynnst. Öll saklaus ömmu- börn. Lydia var hamingjusöm og virðist hafa verið fijáls, næstum eins og fuglinn fljúgandi. Hún kleif fjöll utan lands og innan með Guð- mundi. Vann með honum í flestu því er hann tók sér fyrir hendur. Hann var maður eigi einhamur eins og unaðsstaðurinn þeirra Lynghóll ber vitni um. Enn eru örlaganornir að verki. Mikill lista- maður getur af sér mikinn og heimsþekktan listamann fyrir skyndikynni. Lydia segir um fæð- ingu Errós: „Tíðindin komu eins og reiðarslag. Ég átti bágt með að trúa þessu í fyrstu, en þegar raunveruleikinn rann upp fyrir mér varð ég mjög sár eins og gefur að skilja." Lydia Pálsdóttir Einarsson Margar raunir sóttu þau Guð- mund heim ekki síst á styijaldarár- um er harðar aðfarir vora gerðar ívar Björnsson: Liljublóm. Útgef- andi: Höfundur. Reykjavík 1992. Liljublóm geymir fimmtíu og fimm ljóð, sum löng og efnismikil að hætti liðinna skálda. Þetta er ljóðabók manns sem horfir yfir far- inn veg, að mestu sáttur við lífíð sér þó misfellur og gráan veraleika, tekur það stundum alvarlega en oft er stutt í glettni: /... það var með Evu, að guð komst á toppinn, /kór- ónaði sköpunarverkið, /jafnt ytra borðið sem innsta kjarnann, /vatt- arlagið og hjartalagið. / Eva var síðasta sköpunarverk guðs, /áður en hann settist í helgan stein. / Honum sé lof og dýrð. / Ástin á landinu og lífi í náttúr- unni er rauður þráður — eyðilegar æskustöðvar seiða: /Ég á mér un- aðsreit /í einangraðri sveit /við fjörð í fjallasal /í fjögram skógardal. /Ég átti æsku þar /og unaðslegt það að þeim. Óheilindi vina og sumra annarra listamanna tóku þau nærri sér. Stærsta sorgin var að missa þijú börn í móðurkviði, eitt full- burða. En börnin fimm hafa ekki brugðist vonum foreldra sinna. Öll mannvænleg og sum landsþekkt eins og hann Ari Trausti. Elskuleg- ar fjölskyldur, stór afkomendahóp- ur og efnilegur. Lydia er örlagatrúar. Guðmund- ur dó um aldur fram 1963, þá 68 ára: „Ég er þeirrar trúar að örlög okkar séu öll ákveðin fyrirfram og fyrir löngu sé búið að úthluta tíma hvers og eins á jörðinni.“ Þetta er viðkvæm ævisaga og áreiðanlega hefur verið vandasamt að færa hana í letur. En Helga Guðrún hefur verið þeim vanda vaxin. Henni tekst vel til og áber- andi nærfærni hennar hefur án efa auðveldað henni verkið. Málfarið er vandað og útgáfa falleg. var. /Nú er þar eyðibyggð, /hún á þó mína tryggð. Rím, stuðlar og höfuðstafir era skáldinu nærtæk, þótt það bregði öðra ljóðformi fyrir sig. Steinsteypa Ég trúði á varanleg auðæfi, plltryggðan gróða, í gervi steinsteypumassa í veggjum háum, og draumurinn æðsti, einbýlið, villan mín góða endurbatt loks á hokur í kumböldum lágum Skáldið er heimspekingur í eðli sínu, ljóðin vitna um það hvar sem hann ber niður á lífsferlinu, í for- tíð, samtíð eða framtíð. Honum er jafnan hugstæðara það sem vel er gert, en vekur þó máls á því sem miður fer án þess að fram komi áreitni eða beiskja: /... Allt þetta /slæma og /Ijóta og leiða /sem lifð- LILJUBLÓM lega með efnið og hægt er; bak- grannur er enginn, og áferð er aðeins látin koma fram í áherslu- þáttum hverrar myndar, sem síðan er oft styrkt með djörfu litavali. Þessi einföldun gengur svo langt að listamaðurinn gerir í nokkram verkum tilraun með að láta efnið nægja; gamlir bolir og bættar j peysur eru strengdar á ramma og vísa þannig til þeirrar persónu, sem áður klæddist viðkomandi flík. Þetta gengur upp í þeim tilvikum þar sem einhver sérkenni era á flíkinni, en síður í öðrum. Hér era á ferðinni myndir af fólkinu á götunni, manneskjum sem við sjáum rétt bregða fyrir. Það er rétt athugað hjá listamann- inum, að við munum sjaldan meira en fáein einkenni þeirra sem við mætum, en annað hverfur í skugg- ann; þessi einkenni magnast upp og bera uppi minninguna, sem verkin byggja á. Það er nokkuð djarft að tefla slíkum einfaldleika fram sem uppistöðu heillar sýning- ar, en það tekst hér vegna þess að samræmis er gætt í hvívetna, og engin einstök verk skera sig úr á áberandi hátt, þó vissulega séu nokkrir karakterar öðrum minnis- stæðari. Þessu samræmi og áhersluleysi er fylgt eftir í sjálfri uppsetningu sýningarinnar, sem er látin virka nokkuð tilviljanakennd. Það er ekki endilega jaftit bil á milli mynda á veggjunum, og nokkrar standa í bunkum, þar sem gestir geta flett í gegnum þær, Iíkt og myndaalb- úm; þetta er í góðu samræmi við viðfangsefni verkanna, hinar óljósu og tilfallandi minningar um fólk. Sýning Hallgríms Helgasonar í efri sölum Nýlistasafnsins við Vatnsstíg stendur til sunnudagsins 13. desember. Nýjar bækur ■ Út er komin bókin Thelma — Saga Thelmu Ingvarsdóttur. Rósa Guð- bjartsdóttir skráði. I kynningu útgefenda segir m.a.: „Þetta er saga stúlkunn- ar úr Skeijafirðinum sem sautján ára gömul hélt ein út í heim til að láta drauma sína rætast. Hún var kjörin fegurð- ardrottning Norðurlands og var um skeið ein eftirsóttasta fyrirsæta heims. En eftir nær tuttugu ára hjónaband komst hún að því að hamingjan er hverful. Útgefandi er Iðunn. Bókin er prýdd fjölda mynda. Prentbær hf. prentaði. Verð 2.980 kr. Ivar Björnsson frá Steðja um við /þar /er nú gleymt, /hið besta /til endaðra /ævinnar skeiða /aleitt / vor hugur /fær geymt./ Hlýtt hugarþel einkennir ljóðin þegar skáldið lítur til baka og minn- ingar gerast áleitnar. Falleg blómamynd prýðir kápu og frágangur allur er vandaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.