Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 16
seei JiaaMaeaa .0.1 jtu0agutmmir,i qigajhmiiohom - MGRGONBIiAÐIÐ- FIMMTOÐAGUR l~0rDESEMBEIU1992------- Blekkingamar og ósannindin eftir Hauk Helgason 1. Fimmti nóvember síðastliðinn er dagur sem lengi verður minnst í sögu þjóðarinnar. Á þessum degi gerðist það á Alþingi að 31 þing- maður greiddi atkvæði gegn því að þjóðin fengi að segja hug sinn um EES-samninginn. Þó var hér um að ræða samning sem öllum ber saman um að sé hinn veigamesti og afdrifaríkasti sem Alþingi hefur fjallað um frá því að ísland varð fullvalda ríki, samning sem mun ráða örlögum þjóðarinnar um langa framtíð. Ef ísland gerist aðili að EES verða mikil umskipti í lífi allra ís- lendinga — ekki í einni andrá, en þegar tímar Iíða. Sú tíð mun koma að þjóðin mun ekki ein ráða yfir landi sínu og landhelgi, orkulindum og öðrum náttúrugæðum. Erlendir aðilar munu koma þar við sögu. Með atkvæði sínu skráðu þessir alþingismenn nöfn sín á spjöld sög- unnar. Þeirra — og einkum þó höf- uðpaursins, Jóns Baldvins — verður minnst um ókomin ár. 2. Það er mjög áberandi og raunar dæmigert fyrir EES-sinna að beita blekkingum og jafnvel hreinum ósannindum í málflutningi sínum. Einna fremstir í þessari iðju eru þeir Jón Baldvin og Bjöm Bjama- son, formaður utanríkismálanefnd- ar. En Bjöm trúi ég að sé sá maður- inn sem Jón Baldvin hefur vafið hvað fastast um fíngur sér. í Staksteinum Morgunblaðsins 13. nóvember sl. er greint frá um- mælum Bjöms í Flokksfréttum, rökum hans fyrir því að það hefði verið óþarfi að bera EES-samning: inn undir atkvæði þjóðarinnar. í Staksteinum segir svo: „I fyrsta lagi felur samningvrinn ekki í sér afsal á fullveldi Islands. Hann snýst um verzlun og við- skipti. Verið er að koma á fót sam- eiginlegu markaðssvæði með nauð- synlegum eftirlitsstofnunum til að tryggja að umsömdum leikreglum sé fylgt. Samningurinn er alls ekki sambærilegur við þau mál, sem áður hafa verið borin undir þjóðar- atkvæði og snerta stöðu íslenska ríkisins: sambandslögin 1918, er tryggðu okkur fullveldi, og lýðveld- isstofnunina 1944. í annan stað var tekist á um það í þingkosningunum í apríl 1991, hvort gera ætti þennan samning. Fjórir flokkar vom því fylgjandi þá og aðeins einn á móti. Þingmenn fengu ótvírætt umboð kjósenda sinna til að Ijúka málinu í samræmi við íslensk stjórnskipunarlög, sem gera ekki ráð fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu. í þriðja lagi er samningurinn uppsegjanlegur með eins árs fyrir- vara ... “ (Auðkennt af HH.) Þessi voru orð Björns Bjamason- ar. Tökum til athugunar fyrstu full- yrðingu hans. Þar staðhæfír hann að EES-samningurinn fjalli ein- göngu um verzlun og viðskipti — að samningurinn feli ekki í sér af- sal á fullveldi íslands. Hér fer Björn með helber ósann- indi. Bjöm veit vel að í 2. grein stjóm- arskrár íslenska lýðveldisins segir m.a.: „Alþingi og forseti íslands fara saman með löggjafarvaldið ..." Nú er það hins vegar svo að með aðild að EES verðum við íslending- ar að leiða í lög tvo þriðju hluta af lagasafni og tilskipunum Efna- hagsbandalagsins. Þessi bálkur laga og tilskipana EB er gríðarlega mikill — nær yfir 11.000 venjulegar blaðsíður en til samanburðar má geta þess að allt íslenska lagasafn- ið kemst fyrir á 1.349 síðum. Við þetta bætist að Iög og tilskip- anir EB hafa forgang fyrir íslensk- um lögum — ef þau stangast á. í 1. grein bókunar 35 sem fylgir EES-samningnum segir svo: „Ef upp kemur misræmi milli EES- reglna, sem hafa verið lögfestar og annarra ákvæða í lögum, skuld- binda samningsaðilar sig til að inn- leiða, eftir því sem þörf krefur, ákvæði í lög þess efnis að reglur EES gildi í því tilviki.“ (Auðkennt af HH.) Með öðmm orðum: Ef ísland ' gerist aðili að EES erum við íslend- ingar skuldbundnir til að breyta okkar lögum til samræmis við regl- ur EES, það er við löggjöf EES. Þetta er margsinnis áréttað í EES-samningnum og tilheyrandi bókunum, m.a. í 5. málsgrein upp- hafsorða samningsins, en þar segir: „[Aðildarríkin] hafa í huga það markmið að mynda einsleitt evr- ópskt efnahagssvæði er gmndvall- ast á sameiginlegum reglum," þ.e. á sameiginlegum lögum. Til viðbótar þessu sem nú var sagt er rétt að geta þess að við nú þegar þurfum að breyta 80 lögum, sem í gildi hafa verið, til samræmis við löggjöf EB. Auðvitað er Bimi Bjamasyni full- kunnugt um þessi ákvæði í EES- samningnum sem ég hef greint frá og sem snúa að löggjafarvaldinu — en samt segir hann án þess að depla augunum: EES-samningurinn felur í sér afsal á fullveldi íslands. Það er raunalegt til þess að vita að maður í slíkri ábyrgðarstöðu — verðandi alþingismaður og formað- ur utanríkismálanefndar — skuli vitandi vits tala svo til þjóðarinnar. 3. Eins og allir vita er í stjómar- skrá okkar ákvæði um þrískipt.rík- isvald: löggjafarvald, framkvæmda- vald og dómsvald. í því sem ég hef sagt hér að ofan hef ég gert löggjaf- arvaldinu nokkur skil og sýnt fram á — með skýrum rökum — að ef meirihluti alþingismanna samþykk- ir EES-samninginn þá em þessir alþingismenn að þverbijóta stjóm- arskrána. Jafnframt bijóta þeir eið- staf eða drengskaparheit sem þeir undirrituðu fýrst þegar þeir tóku setu á Alþingi. Þeir sóru eða gáfu drengskaparheit um að í öllu starfi sínu á Alþingi myndu þeir virða ákvæði stjómarskrárinnar. Um framkvæmdavaldið og dóms- valdið ætla ég að vera stuttorður. Aðeins að segja að með EES-samn- ingnum er framkvæmdavaldið að hluta flutt úr landi í hendur stjóm- enda í Brussel og ennfremur að með samningnum skuldbindum við okkur til — í vissum tilgreindum málum — að hlíta úrskurði erlends dómstóls, sem skipaður verður fimm dómumm frá EB og þremur frá EFTA. Hvort tveggja er að sjálf- sögðu brot á stjómarskránni. Ég segi þeim mun fleiri orð um framkomu stjórnvalda í sambandi við spurninguna: Brýtur EES- samningurinn í bága við stjórnar- skrána eða gerir hann það ekki? Ef ekki væri um að ræða svo mikið alvörumál sem raun ber vitni myndi ég segja að framkoma stjóm- valda minni einna helst á hálfgerð- an leikfarsa eða skrípaleik. Leik- stjórinn er auðvitað Jón Baldvin. Til þess að ganga úr skugga um svarið við hinni mikilvægu spum- ing^u — um brot eða ekki brot — Iögðu nokkrir þingmenn á sínum tíma fram tillögu á Alþingi um að kosin yrði nefnd hlutlausra aðila: Tveir frá Háskóla íslands, tveir frá Dómarafélaginu og tveir frá Lög- fræðingafélagi íslands. Leikstjór- anum leist ekki á blikuna, hafnaði tillögunni og skipaði að eigin geð- þótta íjóra „sína“ menn til að fara yfir málið. Af þessum fjórum mönn- um höfðu þrír unnið að samnings- gerðinni. Hinir tilnefndu , fjórmenningar sendu að nokkrum tíma liðnum frá sér álitsgerð: EES-samningurinn brýtur ekki í bága við stjómar- skrána. Þessi skoðun hinna fjögurra var að skapi leikstjórans en hann vildi fylla mælinn enn betur. Hann boðaði til sín frá Bmssel þann manninn sem einna mest hafði unn- ið að samningsgerðinni, Hannes Hafstein, og sá hinn sami sagði: Samningurinn brýtur ekki í bága við stjómarskrána. Og leikstjórinn varð glaður og ánægður. En sleppum gamni í sérlega miklu alvömmáli. Álitsgerð fjórmenninganna var í löngu máli og er það plagg að mörgu leyti mjög furðulegt — að ekki sé meira sagt. Maður hefði mátt ætla að í áliti þeirra kæmi fram afdráttarlaus skoðun, að þeir segðu fortakslaust: EES-samning- urinn brýtur í bága við stjórnar- skrána eða: EES-samningurinn brýtur ekki í bága við stjórnar- skrána. Ekki var nú svo vel. Fjór- menningarnir gera hvomgt. Þess í stað gefa þeir sér ákveðnar forsend- ur og að gefnum þessum forsendum segja þeir: EES-samningurinn brýt- ur ekki í bága við stjórnarskrána. Þegar álitsgerð þessara fjögurra manna er athuguð gaumgæfilega kemur í ljós að þeir eru ekki algjör- lega ömggir um að niðurstaða þeirra sé rétt, þeir hafa óljósan gmn um að ekki sé allt með felldu, að niðurstaðan standist ekki. Og þessvegna segja þeir í lok álitsgerð- arinnar: „Þá bendum við á, að síðar megi eða beri að gera stjórnarskrár- breytingu, ef fram kemur, að for- sendur okkar standist ekki“. (Auð- kennt af HH.) Álitsgerð fjórmenninganna er þeim ekki til sóma. 4. Tökum svo aðra fullyrðingu Björns Bjamasonar til athugunar, en hann sagði að í þingkosningun- um í apríl 1991 hefði verið tekist á um það hvort gera ætti EES- samninginn. Bjöm veit sjálfur að þetta er ekki satt, hann veit ósköp vel að í baráttunni fyrir kosningarnar héldu fulltrúar Framsóknar og Alþýðu- bandalagsins því sleitulaust fram að kosið væri um margnefndan samning. Þessi samningur var að vísu ekki fullgerður, en vitað var með vissu hvernig hann yrði að lok- um. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og kratar harðneituðu þessari stað- hæfingu, þeir sóm og sögðu að ein- göngu væri kosið um innanríkismál. Þrátt fyrir þessa staðreynd segir Bjöm Bjamason nú að kosið hafi verið um samninginn og fullyrðir að í kosningunum hafi kjósendur veitt alþingismönnum fulltingi til að ganga frá málinu og talar um leið um EES-samninginn sem ein- göngu fjallar um „verzlun og við- skipti". Það var einmitt slíkan samning um „verzlun og viðskipti" sem fyrr- verandi ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hafði í huga þegar hún gekk til samninga — ásamt hinum EFTA-ríkjunum — við EB. Þetta kom skýrt fram í ræðu steingríms sem hann flutti í Ósló í mars 1989. í ræðunni lagði hann þunga áherslu á þá fyrirvara sem ísland myndi gera í væntanlegum samningum. Þessir fyrirvarar voru: 1. — að íslenska þjóðin myndi aldrei gefa sig á vald yfirþjóðlegum Haukur Helgason „Ef ísland gerist aðili að EES verða mikil umskipti í lífi allra ís- lendinga — ekki í einni andrá, en þegar tímar líða. Sú tíð mun koma að þjóðin mun ekki ein ráða yfir landi sínu og landhelgi, orkulindum og öðrum náttúrugæð- um. Erlendir aðilar munu koma þar við sögu.“ stofnunum, 2. — að hún myndi aldrei afsala sér fullveldinu, 3. — að hún vildi sjálf hafa stjórn á náttúruauðlindum landsins, 4. — að hún vildi hafa fyrirvara hvað varðar frelsi á sviði fjármagns- hreyfinga, þjónustu og fólksflutn- inga og loks 5. — að hún héldi fast við þá kröfu að allir tollar af sjávarafurð- um okkar yrðu felldir niður. Eins og eðlilegt var fór utanríkis- ráðherra, Jón Baldvin, með yfir- stjórn í samningsgerðinni af hálfu íslands — og fékk til þess takmark- að umboð. Þetta takmarkaða um- boð misnotaði hann herfilega. Strax í upphafi samninganna tók hann að leika einleik, hann fór bak við samráðherra sína úr Framsókn og Alþýðubandalagi. Aðspurður um gang málsins á ríkisstjórnarfundum svaraði hann því einu til að það væri á viðkvæmu stigi og því væri ekki hægt að úttala sig. 5. Nú liggur EES-samningurinn á borðinu og er sýnt að í einu og öllu er hann gagnstæður við fyrirvara Steingríms. Berum saman ákvæðin í samningnum og fyrirvarana. 1. — Við gefum okkur á vald ■yfirþjóðlegum stofnunum. (Dr. Guðmundur Alfreðsson, virt- ur sérfræðingur í þjóðrétti, skrifar grein í desemberhefti tímaritsins Heimsmyndar um stjómarskrána, fullveldið og Evrópusamningana. Hann segir í grein sinni m.a.: „Það er óumdeilanlegt og meira að segja viðurkennt af sérfræðinganefnd utanríkisráðherra, að samkvæmt EES-samningunum myndu eftirlits- stofnanir og dómstólar EFTA og EB fá lögsögu á íslandi í vissum málum. Þessar sömu stofnanir myndu fá vald til að taka ákvarðan- ir og kveða upp dóma sem fengju aðfarar- eða fullnustuhæfi hérlend- is, án þess að niðurstöðum þeirra mætti skjóta til efnismeðferðar hjá íslenskum stjórnvöldum eða íslensk- um dómstólum, sem hafa hingað til fjallað um þessi mál. — Löggjaf- arvald Alþingis er líka skert að því marki, að það verður afgreiðslu- stofnun fyrir EES. Alþingi getur engu breytt og bara sagt já eða nei við framlögðum lagafrumvörð- um, sem eiga uppruna sinn hjá EB ... Ég held því fram að valdafram- sal til yfirþjóðlegra stofnana sé óheimilt að óbreyttri stjórnarskrá"). (Auðk. HH.) 2. — Við afsölum okkur fullveld- inu. (Ég vísa til ofanritaðrar umsagn- ar dr. Guðmundar.) 3. — við komum ekki til með að hafa fullkomna stjórn á náttúruauð- lindum okkar. (Ég tek aðeins eitt dæmi: Inn í fiskveiðilögsögu okkar koma er- lendir frystitogarar og önnur skip til veiða á sjávarfangi.) 4. — við göngumst undir fjórfrelsi Rómarsáttmálans. (Búast má við — og raunar er fyrir því fuilvissa — að erlendir fjár- magnseigendur munu notfæra sér aðstöðu sína hér á landi til hins ýtrasta með allskonar kaupum og framkvæmdum. Þá er mikið og sí- vaxandi atvinnuleysi í Efnahags- bandalaginu, misjafnlega í hinum ýmsu ríkjum. Að meðaltali er það um 15%, en meðal yngra fólksins í fyrrverandi Austur-Þýskalandi er atvinnuleysið yfir 30%. Þegar þess- ar staðreyndir eru hafðar í huga þá er ekki nema eðlilegt að álykta að margur atvinnuleysinginn I EB muni reyna að freista gæfunnar hér á íslandi. Þess skal getið að lögfestar verða svokallaðar „girðingar" á nokkrum sviðum fjórfrelsisins, girðingar sem settar verða upp til að draga að nokkru úr afleiðingum þess. En það er nú svo með girðingar að ýmist er hægt að fara yfir þær eða undir — og svo er líka hægt að rífa þær niður.) 5. — Við fáum ekki fullt tollfrelsi fyrir sjávarafurðir okkar. (Við fáum verulegar ívilnanir á ýmsum sviðum en áfram verður tollur á nokkrum tegundum sjávar- afurða.) Af ofanrituðum samanburði sést að í hvívetna hefur Jón Baldvin gefið eftir, raunar lét hann aldrei bóka fyrirvara Steingríms á skjöl samninganefndanna. Fyrirvaranna er aðeins getið í svokölluðum minn- ispunktum. Lengra er ekki hægt að ganga í brigðmælum við íslensku þjóðina. 6. Tökum til athugunar þriðju full- yrðingu Bjöms Bjarnasonar: að hægt sé að segja EES-samningnum upp með eins árs fyrirvara. í þessu tilviki segir Björn satt en um leið er hann að blekkja — og hann ger- ir það vitandi vits. Birni er alveg ljóst að ef -við Íslendingar gerumst aðilar að EES þá erum við ekki að tjalda til einnar nætur. Þvert á móti liggur það í augum uppi að gerumst við aðilar þá sitjum við fastir í EES-bandalaginu til lang- frama. Á einu ári geta erlendir fjár- magnseigendur fest sig í sessi hér á landi — svo rammlega að ekki verður hnikað til. Þeir gætu verið búnir að festa kaup á landsvæðum og hlunnindajörðum, sett á stofn banka og önnur viðskiptafyrirtæki, hafíð starfsemi í fjölmiðlun og — með baktjaldamakki — komist inn í fiskiðnaðinn. Þetta allt geta þeir gert með auðveldum hætti — á einu ári — og raunar látið til sín taka á fleiri sviðum en nefnd hafa verið. Ég hef nú tekið til athugunar þrjár tilvitnaðar fullyrðingar Björns Bjarnasonar. Tvær þeirra reyndust vera algjörlega ósannar, hin þriðja fullyrðing var blekking. 7. Ég get ekki lokið þessari grein án þess að minnast á hin miklu svik í landhelgismálinu. Það ætti ekki að þurfa að minna þjóðina á baráttu hennar fyrir stækkun landhelginnar. Þessi bar- átta stóð yfír í áratugi og var í tvígang ákaflega hörð. Það var árið 1958 þegar fiskveiðilögsagan var færð úr 4 mílum í 12 mílur og árið 1972 þegar hún var færð út í 50 mílur. Eins og allir vita voru Bretar hörðustu andstæðingar okkar. I bæði skiptin sendu þeir herskip með gínandi fallbyssur á vettvang. Her- skipin reyndu æ ofan í æ að sökkva varðskipum okkar og oft skall hurð nærri hælum. Stjórnvöld í þáver- andi Vestur-Þýskalandi og Efna- hagsbandalagið veittu Bretum mik- ilsverðan stuðning og beittu marg- víslegum ráðum til að koma okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.