Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 M Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Hörður Guðmundsson flugstjóri til vinstri og Gunnar Hauksson flug- maður við Chieftainvélina sem flogið var í sjúkrafluginu. Ernir á Isafirði í erfiðu siúkrafluefi ísafirði. 0 Þolendur kynferðisofbeldis Mæta veggjum í kerfinu — segir Guðrún Agústsdóttir starfskona Kvennaathvarfs HVAÐ mætir þolendum ofbeldis í réttarkerfinu? er yfirskrift opins fundar í stofu 101 í Odda í kvöld kl. 20.30. Fundurinn er liður í alþjóð- legu átaki í tilefni af 25 ára afmæli Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindaráðstefnu sömu samtaka í Vín í Austurríki í júní. Átakinu er ætlað að koma þvi til leiðar að ofbeldi gegn konum verði til umfjöllunar á áðurnefndri ráðstefnu. Að átakinu standa konur í ýmsum kvennahreyfingum. FLUGMjENN frá flugfélaginu Emi á Isafirði sóttu nýlega fár- sjúka konu á flugvöllinn í Holti við Önundarfjörð þrátt fyrir nátt- myrkur, éljagang og óhagstæða vindátt á hála braut. Konan var skorin upp á höfði við komuna til Reykjavíkur og er á batavegi. Flugvélin lagði upp frá ísafirði um fímm að kvöldi og flaug blindflug yfír Breiðadalsheiði. í Önundarfírði lágu skýjabólstrar á fjöllum en élja- gangur var neðar. Á flugvellinum í Holti hafði verið komið fyrir ljósker- um, en þau voru svo dauf, að erfíð- lega gekk að fínna völlinn í éljagang- inum. Að sögn Harðar Guðmunds- sonar flugstjóra vélarinnar voru raf- hlöðumar tveggja ára gamlar og því búnar að missa mestan styrkinn. Vegna góðra staðsetningatækja í flugvélinni hefðu þeir komist niður úr skýjum utanvert við Flateyri og m.a. notið birtunnar af bænum. Þeg- ar kom að því að lenda við þessar erfíðu aðstæður kom svo í ljós að brautarljósin gáfu sáralitla birtu, en auk þess var nokkur hliðarvindur og hálka á brautinni eftir élin. Að öðm leyti var hún í góðu ásigkomulagi. Eftir lendingu biðu þeir svo eftir að konan sem var mikið veik yrði flutt á flugvöllinn, en héraðshjúkmn- arkonan á Flateyri fyigdi henni suð- ur. Konan sem er 22 ára gekk síðan undir uppskurð á höfði og er nú á góðum batavegi að sögn Harðar. Flugfélagið Ernir mun vera stærsta flugfélagið á Islandi í sjúkra- flutningum og flýgur að meðaltali um 200 slík flug á ári. Mjög oft er flogið_ í náttmyrkri og við erfíð skil- yrði. í öllu næturflugi eru tveir flug- menn og er það mikill kostur, en Hörður taldi að stundum mætti bæta aðstæðumar á jörðu niðri til að auka öryggið í þessu mikilvæga en oft hættulega flugi. Á sunnudagskvöld fór svo flugvél frá félaginu suður á Rif á Snæfells- nesi og sótti þangað konu með alvar- legar blæðingar. Það flug tókst í alla staði mjög vel og var konan komin á sjúkrahús í Reykjavík rúmum GUCCI Frábœr úr útlit og gœði GUCCI úrin fást hjá Garðari Ólafssyni úrsmið, Lækjartorgi. klukkutíma eftir að farið _var frá ísafírði. Úlfar Á blaðamannafundi fulltrúa í þess- um samtökum sagði Guðrún Ágústs- dóttir, starfskona í Kvennaathvarf- inu að fómarlömb kynferðisofbeldis rækju sig á marga veggi í réttarkerf- inu. Þannig sagði hún að kærur vegna heimilisofbeldis væm yfírleitt felldar niður. „Konum er beinlínis ráðlagt að fella niður kæmrnar. Það er erfítt að kæra fyrrverandi eða núverandi mann, eða sambýlismann, svo ekki sé talað um sifjaspell og nauðgunarmál. Við verðum líka var- ar við að dómar í þessum málum em ekki í samræmi við hegningarlög. Þar er kynferðislegt ofbeldi nánast talið jafn vítavert og morð,“ sagði Guðrún og minnti jafnframt á að mál af þessu tagi sætu oft ámm saman föst í dómskerfínu. Jafnvel væm dæmi um að þau fymdust þar. Fundurinn í Odda hefst með setn- ingu Guðrúnar Guðlaugsdóttur blaðamanns. Að því loknu flytur Hansína B. Einarsdóttir, afbrota- fræðingur, erindi um meðferð ofbeld- ismála gegn konum og börnum. Þá verða pallborðsumræður með þátt- töku Boga Nilsonar, rannsóknarlög- reglustjóra, Þorsteins Geirssonar, ráðuneytisstjóra, Hallvarðs Ein- varðssonar, ríkissaksóknara, og Böð- vars Bragasonar, lögreglustjóra. Almenn undirskriftarsöfnun Annar liður í átaki þessu er undir- skriftasöfnun. Minnt er á að Mann- réttindasáttmáli SÞ verndi alla og skuli engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðemis, uppruna, eigna, ættemis eða annarra að- stæðna." SEX JOLAPAKKAT1LBOD Á AMBRA TÖLVUM Fjöiskyldupakki AMBRA 386SX 25 MHz 4 MB, 85 MB DOS 5.0, Windows 3.1 9 nála prentari Jólapakkatilboð W63m Hí Fjölskyldupakki AMBRA 386SX 25 MHz 4 MB, 85 MB DOS 5.0, Windows 3.1 Litaprentari Jólapakkatilboð m&oo Venjulegt verð:126.699. ntwww\ Fjölskyldupakki AMBRA 386SX 25 MHz 4 MB, 85 MB DOS 5.0, Windows 3.1 Litaprentari Hljóðkort, tölvuleikir Jólapakkatilboð msm Venjulegt verð: 144.699. AMBRA 386 tölvurnar eru til afgreiöslu strax. AMBRA 486 tölvurnar eru til afgreiðslu 18. desember. Öll verð eru með vsk. og miðuð við staðgreiöslu. Nú færðu jólagjöf heimilisins í Nýherja. Jólagjöf sem öil fjölskyldan hefur gagn og gaman af, ekki síst unga fólkið sem býr sig undir framtíðina. Leggðu leið þína í Nýherja nú fyrir jólin og nýttu þér einstakt JÓLAPAKKATILBOÐ á AMBRA tölvum, prenturum o.fl. Ef þú kaupir eitthvað á JÓLAPAKKA- TILBOÐINU máttu velja þér jólapakka undir Nýherjatrénu. Taktu alla fjölskylduna með þér. Nýherji er í Skaftahlíð 24, á milli Laugavegs og Kringlunnar. NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 • SlMI 69 77 00 AUtaf skrefi á undan m Fjölskyldupakki AMBRA 486SX 25 MHz 4 MB, 107 MB DOS 5.0, Windows 3.1 9 nála prentari Jólapakkatilboð Venjulegt verð:156.699. Hl Fjölskyldupakki AMBRA 486SX 25 MHz 4 MB, 107 MB DOS 5.0, Windows 3.1 Litaprentari Jólapakkatilboð Venjulegt verð:166.699. Fjölskylduþakki I AMBRA 486SX 25 MHz 4 MB, 107 MB DOS 5.0, Windows 3.1 Litaprentari Hljóðkort, tölvuleikir Jólapakkatilboð ■m,6m Venjulegt verð:184.699. CD Raðgreiðslur GREIÐSLU- SAMNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.