Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 ------—----------------■ 1 . .---------------- KORFUKNATTLEIKUR Grindvíkingar geta farið að styrkja körfumar hjá sér - segir Axel Nikulásson um Jonathan Roberts, en Axel varfrá keppni í ár eftir návígi við Roberts Qrindvíkingar hafa fengið mjög öflugan leikmann til liðs við sig. Það er blökkumaðurinn Jonat- han Roberts, sem hefur ieikið í bandarísku háakóladeildinni, CBA- deildinni, í Puerto Rico og í Kól- umbíu. Hann er 1,98 m á hæð og 120 kg. „Roberts á eftir að styrkja Grindavíkuriiðið mikið - hann er mjög sterkur í teignum og skorar varla nema að troða knettinum nið- ur í körfuna. Hann hefur brotið minnst þijú spjöld á ferli sínum og ég hef séð hann gera það einu sinni,“ sagði Axel Nikulásson, sem var Grindvíkingum innan handar að Roberts tók þá ákvörðun að koma til íslands. „Grindvíkingar geta farið að styrkja körfurnar hjá sér fyrir komu hans til íslands." Ég hef leikið gegn Roberts og hef orðið fyrir barðinu á honum, ég meiddist á baki eftir návigi við hann inni í teignum og var frá keppni í eitt ár,“ sagði Axel, en þeir voru mótheijar í háskóla- keppninni í Bandaríkjunum þegar Axel var þar við nám. „Roberts skoraði að meðaltali tuttugu stig í leik í háskóladeildinni og tók tíu fráköst, en { CBA-deildinni skoraði hann að meðaltali þijátíu stig { leik,“ sagði Axel og bætti við: „Fyr- ir utan að skora tekur hann geysi- lega mikið af fráköstum." Axel sagði að menn á íslandi töluðu um að erfitt væri að stöðva John Rhodes hjá Haukum. „Rhodes og Roberts eru álíka leikmenn og ég veit að Roberts getur stöðvað Rhodes, en spumingin er hvort að Rhodes geti stöðvað Roberts?" Roberts kemur til landsins 27. des. og leikur fyrst gegn KR í úr- valsdeildinni 10. janúar. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN Ekkert fær stöðvað Milan X Italska stórliðið stefnir hraðbyri í úrslit meistarakeppninnar HOLLENSKA þrenningin í rtalska stórliðinu AC Milan fór á kost- um í heimalandi sínu í gærkvöldi, er liðið sigraði hollensku meist- arana í PSV Eindhoven, 2:1, í annari umferð átta liða úrslita Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu. Frank Rijkaard gerði fyrra mark Milan og Marco Van Basten og Ruud Gullitt sýndu einnig snilldartakta. AC Milan er því komið með fjögur stig eftir tvo leiki í 2. riðli en IFK Gautaborg er með tvö stig, eftir 1:0 sigur á Porto í Svíþjóð í gærkvöldi. í 1. riðli er Marseille efst með þrjú stig; frönsku meistararnir burstuðu Brugge frá Belgíu 3:0 í gær. Glasgow Rangers hefur einnig þrjú stig eftir 1:0 útisigur á CSKA frá Moskvu, en markatala Marseille er hagstæðari en skoska liðsins. Rijkard gerði fyrsta mark AC Milan í Hollandi á 20. mín. Van Basten gaf fyrir markið á Marco Simone, sem sendi rakleiðis fyrir fætur Rijkaards, og hann átti ekki í vandræðum með að senda knöttinn framhjá Hans van Breuke- len, fyrrum félaga sínum í hollenska landsliðinu. Simone gerði svo síðara mark ítalska stórliðsins á 63. mln. Rijka- ard átti langa sendingu fram völlinn á Eranio, sem var nýkominn inn á fyrir Gullitt; hann stakk hollensku vömina af og gaf fyrir markið á Simone sem skaut milli fóta van Breukelens og í netið. Brasilíumaðurinn Romario minnkaði muninn þremur mín. síðar með stórglæsilegu marki — Gerald Vanenburg sendi fyrir markið, Romario tók knöttinn á bijóstið, snéri sér síðan við og „hamraði" hann rakleiðis upp í þaknetið. Leikmenn PSV lögðu allt í söl- umar, sóttu ákaft í von um að jafna og voru reyndar heppnir að fá ekki á sig þriðja markið. Hollendingam- ir Berry van Aerle, varnarmaður og miðjumaðurinn Erwin Koeman fóm báðir af velli meiddir í seinni hálfleik og í lið PSV vantaði einnig vamarmanninn sterka Adri van Tiggelen, sem var í banni. PSV - Hans van Breukelen; Raymond Beer- ens, Emest Eaber, Edward Linskens, Jan Heintze; Gerald Vanenburg, Gica Popescu, Arthur Numan; Juul Ellerman (Peter Hoekstra 38.), Romario, Wim Kieft. Milan - Sebastiano Rossi; Mauro Tassotti, Paolo Maldini, Demetrio Albertini, Allessandro Costacurta; fYanco Baresi, Gianluigi Lentini, Frank Rijkaard; Marco van Basten, Ruud Gullit (Stefano Eranio 59.), Marco Simone (Daniele Massaro 89.) Boksic drjúgur Króatíski framheijinn Alen Boksic er á góðri leið með að fá aðdáendur franska liðsins Marseille til að gleyma hetjunni Jean Pierre Papin, markakóngnum mikla, sem seldur var til AC Milan fyrir þetta tímabil. Boksic skoraði tvívegis í 3:0 sigri gegn FC Briigge í Frakk- landi í gærkvöldi, og litlu munaði að hann næði þrennunni — átti hörkuskalla í þverslá. Lið Marseille, sem lék til úrslita gegn Rauðu Stjörnunni 1991, lék frábærlega í gærkvöldi og áttu Belgamir aldrei möguleika. Franck Sauzee skoraði strax á 4. mín. úr víti sem dæmt var eftir að Boksic var felldur í teignum. Boksic gerði annað markið á 10. mín. og síðan það þriéja á 26. mín. á glæsilegan hátt; plataði vamarmenn upp úr skónum og skoraði af öryggi. Marseille var án þýska framheij- ans Rudi Völler, sem er meiddur, og vamarmannsins sterka Basile Boli, sem var í banni, en hafði engu að síður yfírburði. Leikmenn liðsins óðu í færum í seinni hálfleik, en náðu ekki að bæta við marki. „Við gerðum út um leikinn á fyrstu fimmtán mínútunum," sagði Belg- inn Raymond Goethals, þjálfari Marseille. „Þetta var besti leikur okkar í Evrópukeppninni," sagði hann. Marseille - Fabien Barthez; Jocelyn Ang- loma, Bemard Casoni, Marcel Desailly, Eric Di Meco; Jean-Jacques Eydelie (Jean-Philippe Durand 82.), Didier Deschamps, Franck Sauzee, Jean-Christophe Thomas; Alen Boksic (Jean-Marc Ferreri 86.), Abedi Pele. Briigge - Danny Verlinden; Claude Verspa- ille, Pascal Plovie, Laszlo Disztl, Vital Borkel- mans; Gert Verheyen, Stephan van der Heyd- en, Lorenzo Staelens, Franky van der Elst; Daniel Amokachi (Rudy Cossey 46.), Tomasz Dziubinski. Rangers heldur sínu striki Ian Ferguson tryggði Glasgow Rangers sigur með eina markinu gegn CSKA Moskvu, eftir mikil mistök Alexanders Guteyev, mark- varðar. Hann missti knöttinn eftir fyrirgjöf Dave Robertson, Mark Hately var snöggur að átta sig, sendi á Ferguson sem þrumaði í netið frá vítateig. Þetta var heima- leikur rússneska liðsins, en leikið var í Bochum í Þýskalandi en ekki er hægt að leika í Moskvu nú vegna kulda. Rússarnir voru nálægt því að skora strax eftir upphafsspyrnuna, en Andy Goram varði skot Olegs Sergeyev. Knötturinn hrökk til Rússans aftur en þá varði Trevor Steven á línu frá honum. Rússamir, sem slógu Evrópu- meistara Barcelona í 2. umferð, sýndu skemmtilega takta i sókn- inni, en vamarleikur liðsins var ekki nægilega góður. Leikmenn skoska liðsins náðu að skapa sér nokkur hættuleg færi, en bæði varði Króatlnn Alen Bokslc átti stjömuleik með Marseille í gærkvöldi; skoraði tvívegis, fiskaði víti sem skorað var úr og átti auk þess skalla í þverslá. Guteyev vel og eins fóm mörg skot Skotanna framhjá markinu. CSKAMoskvu - Guteyev; Guchschin (Ivanov 66.), Kolotovkin, Bystrov, Fokin, Malyukov, Minko (Grishin 59.), Karsakov, Sergeyev, Duchmanov, Fayzullin. Glasgow Rangers - Andy Goram; Stuart McCall, David Robertson, Iain Durrant, Dave McPherson, John Brown, Trevor Steven, Ian Ferguson, Ally McCoist, Mark Hateley, Alexei Mikhailichenko. Sanngjam sigur Svía Leikmönnum FC Porto mistókst ætlunarverk sitt í Svíþjóð { gær- kvöldi er þeir sóttu IFK Gautaborg heim. Þeir lágu í vöm frá upphafi til enda, staðráðnir í að ná einu stigi en Peter Eriksson tryggði IFK tvö stig með eina marki leiksins þegar aðeins þijár mín. vom eftir. Stefan Lindqvist sendi á Eriksson, sem var á vítateigslínu, hann þrum- SKIÐI aði að marki og Portúgölunum til mikillar hrellingar missti Vitor Ba- ia, markvörður, knöttinn milli fóta sér og í netið. Boltinn hrökk í hæl markvarðarins og skaust þaðan í netið. Um sjálfsmark virtist að ræða, en Eriksson fékk það þó skrif- að á sig. Sigurinn var sanngjarn þó eina markið kæmi seint og væri ef til ekki glæsilegt. Svíamir höfðu sótt linnulítið en Baia komið í veg fyrir mörk með góðri markvörslu. IFK Gautaborg - Thomas Ravelli, Magnus Andersson, Pontus Ramark, Mikael Nilsson, Ola Svensson, Thomas Andersson, Peter Eriksson, Hakan Mild, Stefan Rehn, Patrik Bengtsson (Stefan Lindqvist 71.), Johnny Ekström. Porto - Vitor Baia, Joao Pinto, Aloisio Pinto Alves, Femando Couto, Femando Bandeirin- ha, Jorge Couto, Antonio Santos (Toz 65.), Antonio Andre, Jose Semedo, Emil Kostad- inov, Dominos Oliveira. URSLIT Knattspyrna Evrópukeppni meistaraliða 1. RIÐILL: Bochum, Þýskalandi: CSKA Moskva - Glasgow Rangers...0:1 - Ian Ferguson (13.) 9.000. Marseille, Frakklandi: Marseille - FC Brligge..........3:0 Franck Sauzee (4. - vítasp.), Alen Boksic 2 (10., 26.). 30.000. STAÐAN: Marseille...............2 1 1 0 5:2 3 Glasgow Rangers.........2 1 1 0 3:2 3 FCBriigge...............2 1 0 1 1:3 2 CSKA Moskva.............2 0 0 2 0:2 0 2. RIÐILL: Gautaborg, Svíþjóð: IFK Gautaborg - Porto...........1:0 Peter Eriksson (87.). 22.303. Eindboven, Hollandi: PSV Eindhoven - AC Miian........1:2 Romario (66.) - Frank Rijkaard (20.), Marco Simone (63.). 27.000. STAÐAN: ACMilan.................2 2 0 0 6:1 4 IFKGautaborg............2 1 0 1 1:4 2 PSVEindhoven............2 0 1 1 3:4 1 Porto...................2 0 1 1 2:3 1 UEFA-keppnin Istanbúl, Tyrklandi: Galatasaray - AS Róma...........3:2 Mustafa 2 (27., 58.) Arif (75.) - Cniggia (8.), Hássler (47.). 30.000. ■AS Róma vann samanlagt 5:4. England Enska deildarbikarkeppnin: Blackbum - Watford..............6:1 ■Blackbum leikur gegn Cambridge i 8-liða úrslitum. Körfuknattleikur NBA-deildin New York - Seattle..........100: 85 New Jersey - Phoenix........100:105 Orlando - Boston............102:117 Atlanta - Chicago...........123:114 Cleveland - LA Clippers.....106:115 Dallas - Miami..............112:126 Houston - Minnesota.........102: 94 San Antonio - Utah..........121:103 Golden State - Indiana......115:125 Sacramento - Washington.....106:114 Portland - Milwaukee........126: 97 í kvöld Handknattleikur 1. deild karia: Seljaskóli: ÍR-Fram ....kl. 20 Sel'foss: Selfoss-KA ...,kl. 20 Digranes: HK-Stjaman.... ....kl. 20 Akureyri: Þór - Víkingur.... ....20.30 I. deild kvenna: Kaplakriki: FH - Ármann.... ....kl. 18 Körfuknattleikur Úrvalsdeildin: Keflavík: ÍBK-UMFN ....kl. 20 1. deild karla: Kennaraskóli: ÍS-ÍR ....kl. 20 Kristinn í fjórða sæti Kristinn Bjömsson, skíðamaður frá Ólafsfirði, er í Noregi þar sem hann er í skíðamenntaskóla í Geilo eins og undanfarin þijú ár. Hann hefur æft vel í vetur og tók nýlega þátt í íjórum mótum ásamt Amóri Gunnarssyni frá ísafirði og Vilhelm Þorsteinssyni frá Akureyri, sem hafa æft með skólaliðinu í Geilo. Kristinn varð fyórði af rúmlega 100 þátttakendum í svigmóti í Trys- il í síðustu viku. Hann hlaut 49,51 fis-stig sem er ágætur árangur en þó aðeins frá hans besta árangri. í sama móti varð Vilhelm í 36. sæti með 83,60 stig og Amór í 43. sæti með 90,17 stig. Daginn eftir var aftur keppt í svigi og þá hafnaði Kristinn í 8. sæti og hlaut 52,54 stig. Vilhelm varð númer 35 með 80,96 stig og Amór í 40. sæti með 84,34 stig. Á laugardaginn kepptu strákarnir I svigi í Dombas, en það mót var ekki eins sterkt og hin tvö. Þar náði Amór 8. sæti og hlaut 79,33 stig og Vilhelm varð í 12. sæti með 84,55 stig. Á sunnudag var keppt í stór- svigi á sama stað og þar hafnaði Vilhelm í 29. sæti af 100 með 81,27 stig og Amór í 31. sæti með 83,39 stig. Kristinn keyrði útúr I báðum mótunum í Dombas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.