Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 64
ffgtmMfifctfr MORGVNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 ltEYKJA VlK SlMBRÉF StMl 691100, su 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Nafnvextir 2,7% hærri en vextir verðtryggðra lána RAUNVEXTIR á óverðtryggðum skuldabréfum hafa á árinu verið að meðaltali 2,7% hærri en á verðtryggðum skuldabréfum. Nafnvext- ir hafa verið að meðaltali 12,3% umfram framfærsluvísitölu á árinu en vextir verðtryggðra bréfa hafa verið 9,6%, samkvæmt upplýsing- um Seðlabankans. Bankarnir eru nú að undirbúa vaxtaákvarðanir í kjölfar nýrrar verðbólguspár Seðlabankans en þar er gert ráð fyrir að verðbólgan vaxi mjög í febrúar. Ólafur K. Ólafs, viðskiptafræð- ingur í peningamáladeild Seðla- bankans, segir að það misræmi sem skapast hafi á vöxtum af verð- tryggðum lánum og óverðtryggðum hafí orðið til vegna þess að vextim- ir hafí verið lítið breyttir frá því í vor þó verðbólgan hafí verið sáralít- il. Ragnar Ónundarson, fram- kvæmdastjóri hjá íslandsbanka, segir óheppilegt að miða við fram- færsluvísitölu í slíkum samanburði. Allar vaxtaákvarðanir séu miðaðar við lánskjaravísitölu og því eðlilegra að miða við hana. Hann segir að frá því í maí að síðustu kjarasamn- ingar voru gerðir hafí íslandsbanki haft mjög stíft samræmi milli ávöxtunar af verðtryggðum og óverðtryggðum lánum. Aldrei hafí munað meiru en 1% þar á. Ólafur >segir að Seðlabankinn hafí miðað við framfærsluvísitölu frá því breyt- ingar voru gerðar á lánskjaravísi- tölunni. Hins vegar sé munur á vaxtakjörum jafn mikill þó miðað sé við lánskjaravísitölu. Þannig hafí nafnvextirnar á þann mælikvarða verið 10% í fyrra en 11,9% í ár en verðtryggðu vextirnir verið 9,1% í fyrra en 9,2% í ár. Ragnar Önundarson segir að til- efni sé orðið til vaxtahækkana. Útlit sé fyrir 3,6% verðbólgu næstu sex mánuði og verðbólgan verði 5-6% í febrúar til apríl. Hann segist reikna með að íslandsbanki hækki vexti á næsta vaxtabreytingadegi, sem er á morgun. Hann sagðist þó telja Iíklegt að litið yrði fram hjá vaxtatoppinum eftir áramót og vaxtaákvarðanir frekar miðaðar við spár um verðbólguna næstu sex mánuði. Landsbankinn og Búnaðar- bankinn munu hins vegar ætla að bíða með ákvarðanir sínar. Morgunblaðið/Sverrir Katrín Harðardóttir, dýralæknir, bólusetur tíkina Freyju með aðstoð eiganda hennar, Ivars Jóhannssonar. Biðröð eftir bólusetningu BÓLUEFNI gegn smáveirusótt, sem greindist í tveimur hundum hér á landi fyrir skömmu, hefur nú borist dýralæknum um allt land. Mikið ádag var á starfsfólki Dýraspítalans í Víðidal í gær. Aðeins bárust þúsund skammtar af bóluefninu til landsins, en von mun vera á meira bóluefni næstu daga. Steinn Steinsson, dýralæknir á Dýraspítalanum, kvaðst mæla með að allir hundar á landinu verði bólusettir gegn veikinni. „Því miður höfum við orðið að vísa fólki frá í dag, en það geng- ur yfir og allir komast að um síðir," sagði hann. Hundaeigendum er ráðlagt að láta hunda sína vera sem mest inni til að forðast smit — einnig eftir að þeir hafi fengið sprautu — því það tekur dýrið um þrjár vikur að mynda mótefni gegn veirunni. Unnt er að fá bólusetn- ingu hjá dýralæknum eða á Dýra- Kostar aðgerðin 1.800 krónur. Bréf í Sameinuðum verk- tökum á almennan markað Eigið fé félagsins tæpir 2,5 milljarðar. Miðað verður við 7,2-falt gengi á hlutabréfunum Sovéska sendiráðið Símtöl vam- arliðsins voru hleruð ATHUGUN á árunum 1969-1970 leiddi í ljós að í sovéska sendiráð- inu voru í notkun tæki til að hlusta á simtöl, m.a. frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Kemur þetta fram í riti Péturs J. Thorsteins- sonar sendiherra, „Utanríkisþjón- usta Islands og utanríkismál". í kafla um starfsemi sendiráðs Sovétríkjanna 1956-1975 segir að þessi athugun hafi verið gerð með aðstoð erlendra sérfræðinga. Eftir að í ljós kom að Sovétmenn hleruðu hér samtöl voru gerðar tæknilegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir möguleika á slíkum hlerunum. í bók- inni segir einnig að sovéska sendiráð- ið hafí sótt fast að fá leyfí fyrir stutt- bylgjuradíóstöð til fjarskipta við ut- anríkisráðuneytið í Moskvu. Hins vegar hafí verið ákveðið að veita ekki slíkt leyfí og það tilkynnt sov- éska sendiráðinu í október 1972. Jólatré ódýrust í Reykjavík Á höfuðborgarsvæðinu er meðalstór normansþinur, 126 - 150 sm, ódýrastur hjá Skátafé- lagi Vogabúa í Grafarvogi á kr. 1.940 og dýrastur 2.700 kr. í Söluskála Landgræðslusjóðs samkvæmt könnun blaðsins. Næstu stærð fyrir ofan er hægt að fá á bilinu 2.640 til 3.400 kr. Verðmunur er tæpar 800 kr. í báðum tilvikum. Sjá blaðsíðu 38: Verðkönnun vikunnar. VERÐMAT Verðbréfamarkaðar íslandsbanka hf. á hlutabréfum í Sam- einuðum verktökum gerir ráð fyrir að raunhæft sé að miða við 7,2- falt gengi á bréfunum, en nafnverð hlutafjár félagsins er 310 milljón- ir króna. Samkvæmt þessu mati væru öll bréfin metin á rúma 2,2 milljarða króna, sem samsvarar um 80% af hreinni eign félagsins, eða 85% af bókfærðu eigin fé þann 30. september sl. Þetta mat var unnið fyrir stjórn' Sameinaðra verktaka hf. sem undanfari þess að viðskipti með hlutabréf félagsins á almennum hlutabréfamarkaði geti hafist. Rúmlega 200 hluthöfum Sameinaðra verktaka hafa nú verið send gögn þau sem lögð eru til grundvallar þessu mati, en það er skýrsla VIB um mat á verðmæti hlutabréfanna, fyrir fyrstu níu manuði þessa árs. í uppgjöri Endurskoðunar hf. sem undirritað er af Ólafi Nilssyni, kemur fram að þar sem reikningsskil ís- lenskra aðalverktaka sf. og Dverg- hamra sf. 30. september 1992 liggi ekki fyrir, séu eignarhlutar félagsins bókfærðir á því verði sem svari til hlutdeildar félagsins í bókfærðu eigin fé þeirra félaga í árslok 1991. I bréfí stjómar félagsins sem fylg- ásamt uppgjöri Endurskoðunar hf. ir ofangreindum gögnum og undirrit- að er af Jóni Halldórssyni, stjómar- formanni Sameinaðra verktaka hf. segir m.a. „Ljóst er að staða félags- ins er sterk, hagnaður félagsins nam kr. 28.439.810 (fyrstu níu mánuði ársins, innsk. blm.) og eigið fé félags- ins kr. 2.475.927.931. Hagnaður fé- lagsins hefur undanfarin ár að meg- inhluta byggst á tekjum frá íslensk- um aðalverktökum sf., en þar gætir nú mikillar óvissu um framtíðina. Vaxtatekjur lækka talsvert á milli ára vegna lækkunar á bankainnstæð- um og kemur þar til útgreiðsla til hluthafa í janúar sl. (900 milljónir króna, innskot blm.).“ Síðar segir: „Samkvæmt ákvæð- um hlutafélagalaga má ekki leggja hömlur á viðskipti með almenn hluta- bréf milli íslenskra aðila í hlutafélög- um þar sem hluthafar eru 200 eða fleiri. Hluthafar í Sameinuðum verk- tökum hf. eru nú orðnir yfír 200 talsins og verður ákvæðum sam- þykkta félagsins um forkaupsrétt því ekki beitt meðan svo er. Eðlilegasti vettvangur fyrir við- skipti með hlutabréfin er hinn svo- neftidi Opni tilboðsmarkaður, OTM.“ Sjá ennfremur Af innlendum vettvangi á miðopnu. Fimmti eldsvoðinn á árinu vegna sjónvarpsviðtækis Mæðginin björgnðust naumlega Morgunblaðið/Emilla Helga Guðrún og Sveinn Kristjánsson, nágranni hennar, við sjón- varpstækið og það sem eftir er af myndbandstækinu. HELGA Guðrún Hlynsdóttir bjargaðist í fyrrinótt ásamt syni sínum þegar eldur kom upp í myndlykli í íbúð henn- ar og eitraður reykur barst um íbúðina. Ekki mátti tæp- ara standa, þvf Helga og sonur hennar voru í fasta svefni þegar lögreglu bar að. Þetta er fimmti eldsvoðinn á árinu frá sjónvarpsviðtækj- um. Eldsvoðar af völdum sjón- varpsviðtækja eru mun tíðari hér á landi en t.a.m. í Dan- mörku. í meðaltalssamanburði sem gerður hefur verið á milli Norðurlandanna á eldsvoðum út frá rafmagni, kemur fram að miðað við eina milljón við- tækja verða að meðaltali fjórir eldsvoðar út frá sjónvarps- tækjum í Danmörku en sautján á íslandi. Leifar myndlykilsins úr brunanum eru nú til rannsókn- ar hjá Rafmagnseftirliti ríkis- ins. Sjá fréttir á bls. 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.