Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 Skólakerfi á villigötum? Fj ölháttakennsla og fullorðinsfræðsla eftir Albert Einarsson Við hlið opinbera skólakerfisins fer fram fjölbreytt fræðslustarfsemi í formi námskeiða og fyrirlestra- halds á vegum einstaklinga, stofn- ana og fyrirtækja. Stærstan hluta þessarar fræðslustarfsemi má flokka undir heitið fullorðinsfræðsla. Þarna er ferðinni bæði tómstundanám, endurmenntun og hæfnisnám. Undanfarin ár hefur verið talsverð gróska á þessu sviði, einkum á Reykjavíkursvæðinu og gæði mis- jöfn. Nauðsyn fullorðinsfræðslu Það dylst engum að þörf fyrir fullorðinsfræðslu er mikil og fer vaxandi. Öldungadeildir framhalds- skólanna koma að talsverðu ieyti til móts við þörfína, en ná engan veg- inn að fullnægja eftirspurninni, sér- > staklega á sviði starfshæfnismennt- unar og endurmenntunar. Vaxandi þörf fyrir fullorðins- fræðslu verður rakin til þeirra breyt- inga sem í sífellu eiga sér stað í samfélaginu. Fólk stendur oftar en áður frammi fyrir nýjum kröfum um hæfni og þekkingu til þess að geta ráðið við dagleg viðfangsefni. Breyt- ingar í atvinnulífínu, bæði í verk- tækni og framleiðslu- og þjónustu- stýringu, kalla á endurhæfíngu, við- bótarmenntun og ekki síst mikla við- horfsbreytingu starfsmanna. Enda þótt atvinnulífið sjálft hafí í gegnum árin séð að mestu um starfsþjálfun- ina er ljóst að slíkt verður æ erfíð- ara, enda sýnir reynsla annarra þjóða að meðhöndja verður þennan þátt sérstaklega. Ýmist er að fyrir- tækin sjálf setja upp sinn eigin starfsþjálfunarskóla og þjálfa starfs- menn í þeim anda sem fyrirtækinu hentar eða samtök atvinnulífsins taka höndum saman um þennan þátt og þá oft í samvinnu við ríkis- valdið. Hér á landi er í raun hvorugu tii að dreifa. Það er mikið að gerast en ekkert samræmt fyrirkomulag til. Gæðakröfur Á sama hátt og gerðar eru kröfur um gæði í framleiðslu og þjónustu er rétt að gera kröfur um gæði í menntun. Vissulega er erfítt að meta gæði fræðslustarfs þar sem engin trygging er fyrir því að mennt- unin skili sér á þann hátt sem til var ætlast. Því veldur bæði einstakl- ingurinn sem á heldur og það um- hverfí sem taka á við menntuninni. Nauðsynlegt er að gera sam- ræmdar gæðakröfur í fullorðins- fræðslunni. Þegar fólk kaupir sér námskeið verður það að hafa ein- hveija tryggingu fyrir þvf að nám- skeiðið svari væntingum þess. Eins og er eru engar regiur, kröfur eða takmörk fyrir þá aðila sem bjóða upp á menntun, nema í opinbera menntakerfinu, sem kostað er af rík- inu. Ég tel ekki rétt að setja útilok- andi reglur á þessu sviði, en vissu- lega væri ánægjulegt ef til væri aðili sem hefði eftirlitshlutverki að gegna og veitti námskeiðum gæða- stimpil, einskonar vottun um lág- marksgæði. Vottun þessi gæti tekið mið af kröfum um greinargóða nám- skrá, menntun leiðbeinenda, kennslugögn og annan búnað sem til þarf o.s.frv. Vottun námskeiða ætti að veita kaupendum námskeiða einhveija tryggingu og um leið að vera hvatning til þeirra, sem selja námskeið að vanda til þeirra, að öðrum kosti yrði vottunin afnumin. Eftirlitið og vottunarhlutverkið gæti verið samstarfsverkefni mennta- málaráðuneytis, samtaka atvinnul- ífsins og neytenda, t.d. neytenda- samtakanna. Að sjálfsögðu mun slíkt eftirlit kosta eitthvað, en af- raksturinn yrði verulegur spamaður í námskeiðakostnaði fyrir einstakl- inga, fyrirtæki og stofnanir og markvissara fræðslustarf. Farskólar, fullorðinsfræðsla á landsbyggðinni Aðstæður í dreifðum byggðum landsins gera það að verkum að það Albert Einarsson „Ég tel að draga megi verulega úr þeim fé- lagslega skaða, sem at- vinnuleysi veldur með því að setja menntunar- hringekjuna af stað nógu tímanlega.“ er bæði erfitt og dýrt að halda við- varandi námskeiðahaldi gangandi. Markaðurinn fyrir námskeið er ein- faldlega of rýr til þess að einstakir .aðilar sjái sér hag í námskeiðahaldi. Víða hefur menntunartiiboð umfram grunnskóla vart verið annað en það sem heimamenn skapa sjálfír. Með tilkomu farskólanna nýju er þetta að breytast. Farskólinn á Austur- landi er nú að hefja sitt fímmta starfsár. Á fjórum undangengnum árum hafa rúmlega eitt þúsund þátt- takendur tekið þátt í námskeiðum farskólans. Námskeið eru í boði um allan fjórðunginn og hafa verið hald- in víðsvegar á svæðinu frá Vopna- firði til Hafnar, mismörg eftir eftir- spurn og þátttöku. Fyrirkomulag farskóla er fremur fræðsluhreyfing en skólastofnun þar sem starfsemin lagar sig stöðugt að aðstæðum, svo sem breytilegri stað- setningu, þátttakendafjölda o.s.frv. Það eru hvorki mannvirki, starfs- mannahald o.þ.h. stofnanaeinkenni sem eru drifkrafturinn í starfsemi farskóla, heldur áhugi fólks á að sækja námskeið. Kennslan fer fram þar sem best verður við komið, í grunnskólahúsnæði, hótelum, kaffi- stofum og hæfír Ieiðbeinendur eru ráðnir að hveiju verkefni. Farskólinn gegnir einnig því hlutverki að miðla námskeiðum viðurkenndra endur- menntunaraðila og hafa umsjón með undirbúningi og framvæmd þeirra heimafyrir. Farskólinn kemur þannig í vax- andi mæli til móts yið þarfir og ósk- ir fólks um fullorðinsfræðslu og end- urmenntun. Það er rétt að taka það fram að fullorðinsfræðsla, ásamt annarri menntun, er stórt byggða- pólitískt mál. Geti fólk ekki uppfyllt nauðsynlegar menntunarþarfír sínar aukast líkurnar á því að það flytji þangað sem þessum þörfum er mætt. Sama má segja um atvinnulíf- ið. Takist atvinnulífi staðanna ekki að auka hæfni starfsmanna sinna með aukinni menntun dregst það afturúr og heilu byggðarlögin eru í uppnámi. Frá því að Farskólinn á Austur- landi tók til starfa hefur verið unnið mikið þróunarstarf á sviði fullorðins- fræðslu við þær aðstæður sem við búum við á Austurlandi. Mismun- andi skipulag hefur verið reynt og mismunandi kennsluhættir. Beita þarf öðrum kennsluháttum gagnvart fullorðnum en börnum og unglingum og á sviði fullorðinsfræðslunnar þarf að beita margvíslegum kennsluhátt- um. í norrænu samstarfsverkefni um fullorðinsfræðslu, VOKSUT, á vegum Norrænu ráðherránefndar- innar, sem Farskólinn á Austurlandi hefur tekið þátt í sl. tvö ár hefur talsvert verið fjallað um fjölhátta- kennslu í fullorðinsfræðslu. Þar er hvorttveggja horft til hefðbundinna kennsluhátta og nýjunga sem ný samskiptatækni opnar möguleika á. Þróun kennslufræða, sem taka mið af nýjum tæknimöguleikum er eðli- lega skammt á veg komin. Engu að síður er þegar ljóst að með tölvusam- skiptum verða til algjörlega nýjar menntunarleiðir fyrir almenning og atvinnulíf. Til þess að þessar nýju menntun- arleiðir verði til gagns þarf meiri kennslufræðilegar rannsóknir og það þarf að kosta fjármunum til þess að gera tilraunir með búnaðinn hér á landi. Fullorðinsfræðsla og atvinnuleysi Ýmislegt bendir til þess að at- vinnuleysi bæði vaxi og verði viðvar- andi hér á landi á næstu árum. Því veldur ekki aðeins núverandi niður- sveifla í efnahagslífi heldur líka miklar breytingar í framleiðsluhátt- um. Viðvarandi mikið atvinnuleysi í ýmsum Evrópulöndum er fyrst og fremst vegna misþróunar fram- leiðsluhátta og menntunar. Með samstillingu þessara samfélagsþátta .aukast líkur á að dragi úr atvinnu- leysi. Á ýmsan hátt getum við lært af viðbrögðum annarra þjóða við at- vinnuleysi af því að draugurinn er hér seinna á ferðinni. Einn veigamik- ill þáttur í viðbrögðum er aukin skipulögð fullorðinsfræðsla. Danir hafa reynt ýmsar leiðir á þessu sviði. Að undanförnu hefur verið gerð til- raun, sem lofar góðu, með fyrir- komulag sem kallast „menntunar- hringekjan“. Fyrirkomulagið felur í sér, í grófum dráttum, að atvinnu- lausir og fastráðnir starfsmenn fyr- irtækja taka þátt í hringferli mennt- unar, starfsþjálfunar og starfa. Á meðan starfsmenn fyrirtækja taka þátt í námi, taka atvinnulausir þátt í starfsþjálfun og störfum, en hafa áður gengið í gegnum ákveðna námsþætti. Um þetta fyrirkomulag er samvinna milli atvinnulífsins og fullorðinsfræðslumiðstöðva sem kostaðar eru af ömtunum. Ég greini frá þessari tilraun hér vegna þess að í henni felast bæði fyrirbyggjandi og uppbyggjandi þættir, sem ástæða er til fyrir okkur að skoða gaumgæfilega. Ég tel að draga megi verulega úr þeim félags- lega skaða, sem atvinnuleysi veldur, með því að setja menntunarhringekj- una af stað nógu tímanlega. Þannig yrði hægt að forða fleirum frá fé- lagslegu niðurbroti sem atvinnuleysi veldur og betra jafnvægi kæmist fyrr á milli þróunar atvinnuhátta og menntunar. Áherslur Fullorðinsfræðsla er vaxandi þátt- ur á menntasviðinu. Það er þörf samræmingar og gæðaeftirlits. Það þarf sérstaklega að huga að breyti- legum kennsluháttun sem hæfa hin- um dreifðu byggðum landsins. Veita þarf íjármunum til rannsókna og tilrauna í kennslufræðum fullorðins- fræðslunnar með tilliti til fjölhátta- kennslu og nýrrar samskiptatækni. Með fullorðinsfræðslu og starfsnámi er hægt að draga úr félagslegum áhrifum viðvarandi atvinnuleysis. Hestabóki Þessi bók, unt veý, eftir Sigurgeir Magnússon, er um nafnkennda gæðinga og landsfræga hestamenn. Bókin er laustengt framhald annarar bókar sem sami höfundur skrifaði 1979 um fræga hesta, sem nefndist, Ég berst á fáki fráum. Bókin er fallega myndskreytt. L LANGAR ÞIG í ÓKEYPIS VATNSDÝN I tilefni 8 ára afmælis Vatnsrúms bjóðum við öllum þeim sem kaupa rúmið hjá okkur fría vatnsdýnu. Opiö laugardag og sunnudag Vatnsrum hf Sksifunni 11 a, sími 688466 [ i I i í i í i I i i i I Höfundur er skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.