Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 37
seei JKíaMasaa .01 auoAaöTMMia aiGAjanuoflOM 98 "'MORGUNBLAÐIÐFIMMTUDAGUR' 10r DESEMBER T992 37 Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra Lagabreytingar til sparnað- ar í almannatryggmgakerfí SIGHVATUR Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um almannatrygg- ingar og um stofun hlutafélags um samábyrgð íslands á fiskiskipum. Framsögumaður sagði þetta frumvarp vera flutt til að ná fram sparn- aði í samræmi við markmið ríkistj ómarinnar í efnahagsmálum til að styrkja atvinnulífið og sporna við atvinnuleysi. Finni Ingólfsyni (F-Rv) finnst sparnaðurinn mjög orka tvímælis og efast um að hann náist fram. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðis- og tryggingaráðherra sagði að í þessu frumvarpi væri gert ráð fyrir ýmsum lagabreytingum sem væru nauðsynlegar til að markmið ríkisstjómarinnar í efnahagsmálum næðust. Samkvæmt frumvarpinu verða breytingar á tryggingabótum um áramótin. Meðlag/barnalífeyrir hækkar um áramótin úr 7.551 krónu á mánuði í 11.300 krónur á mánuði. En hins vegar lækka mæðra- og feðralaun. Falla niður með fyrsta bami. Mæðralaun með tveimur böm- um lækka úr 12.998 krónum í 3.000 krónur á mánuði. Heilbrigðisráð- herra sagði að þessar breytingar næðu til 8.298 einstaklinga sem fengju þessar greiðslur. Áhrifin kæmu misjaflega niður en nokkur dæmi hefðu verið tekin til að reyna að glöggva sig á því hver áhrif breyt- inganna yrðu fyrir einstaklinga und- ir frítekjumörkum. Einstæð móðir með eitt barn yrði fyrir 983 króna skerðingu, og einstæð móðir með tvö börn fyrir 1.900 króna skerðingu. Heilbrigðisráðherra ræddi nokkuð um hækkun meðlagsins. Hann taldi 11.300 krónur sfst vera of háa upp- hæð og hrykki tæpast til að greiða fyrir helming af framfærslukostnaði bams. í dag væri það svo að meðlags- greiðendur greiddu um 700 milljónir króna af meðlaginu en um 200 millj- ónir féllu samkvæmt núgildandi kerfi til innheimtustofnunar sveitarfélaga sem síðan hefði endurkröfurétt á óskilamennina. Heilbrigðisráðherra sagði heildaráhrif þeirra aðgerða sem hann hefði lýsti vera metin til 480 milljóna króna og þegar við bætist spamaður vegna þess að biðtími sem einstæðir foreldrar hefðu til að til- kynna sambúð væri styttur, yrðu heildaráhrif til lækkunar ráðuneytis- ins um 500 milljónir króna. Þar af bæru meðlagsgreiðendur um 350 milljónir króna en afgangurinn felli á ríkissjóð. Þetta misræmi mætti rekja til þess að mæðra- og feðralaun em skattskyld en meðlagið/bamalí- feyrir ekki. Tryggingaráðherra gerði grein fyrir því að í frumvarpinu væri ráð- ist í fyrsta áfanga í því verki að færa slysatryggingar úr almanna- tryggingakerfínu inn á hinn frjálsa markað. Ákveðið hefði verið að fella nú niður slysatryggingu ökummanns úr ákvæðum laga um almannatrygg- ingar. Ráðherra benti á að sam- kvæmt umferðalögum bæri eigend- um ökutækja skylda til að kaupa ábyrgðartryggingu sem væri næst- um því eins og varðandi slysatrygg- ingu ökumanns. Slysatrygging öku- manns væri þó víðtækari í bótaskyldu að því leyti að hún tryggði ökumann sem ynni við viðgerð við bifreið sína og við bón og þvott. Héma væri því nánast um tvítryggingu að ræða. Heilbrigðisráðherra sagði að slysabætur vegna slysatryggingar ökumanns hefðu numið á árinu 1991 verið tæpar 166 milljónir króna. Ráðherra greindi frá því að hér væri um gegnumstreymistryggingu að ræða þannig að iðgjöld væm ákveðin í upphafí árs vegna tjóna fyrra árs. Ríkisstjórnin gerði að sjálfsögðu ráð fyrir því að flytja sérstakt lagafrum- varp um framlengingu iðgjaldsins til að standa undir skuldbindingum fyrri tíðar. Ráðherra gerði einnig grein fyrir tillögu um að sjúkratryggingar greiði ekki fyrir sérfræðilæknishjálp og rannsóknir nema sjúklingur hafi til- vísun frá heimilis- eða heilsugæslu- lækni. Heilbrigðis- og tryggingaráð- herra sagði núverandi kerfi ekki eiga sér neina hliðstæðu. Engar skorður væm á fjölda sérfræðinganna og starfsemi’ þeirra. Framsögumaður gerði grein fyrir því að stefnt væri að 200 milljón króna lækkun kostnaðar ríkisins vegna tannlæknahjálpar með því að hækka greiðsluhlutfall vegna skólat- annlækninga og tannvemdar. Hann sagði að reynt hefði verið að meta kostnarleg áhrif þessa á hvert barn. Það hefði lægst verið metið 1.350 krónur og hæst 1.900 að ári. Heilbrigðisráðherra sagði að ákvæði almannatryggingarlaga um greiðsluskyldu vegna lyfja væri nú þrengt. Nú væri kveðið á um greiðsluskyldu ríkisins vegna líf- snauðsynlegra lyfja en áður hefði verið kveðið á um brýn lyf sem væri nokkuð rúmt hugtak. Einnig yrði nú kveðið á um að eftir að lyf hefði verið skráð hér á landi skyldi heil- brigðis- og tryggingarmálaráðuneyt- ið ákveða hvort sjúkratryggingar ákveða hvort sjúkratryggingar taki þátt í greiðslu viðkomandi lyfs. Heilbrigðisráðherra benti á að nú væri annað fmmvarp í meðfömm fjárlaganefndar um breytingar á skattalögum sem varðaði bamabæt- ur og bamabótaauka. Það væri skoð- un heilbrigðisráðuneytisins að sam- ræma þyrfti þessi bótakerfí og fella saman í framtíðinni og væri unnið að því. En hann vildi hvetja heilbrigð- is- og trygginganefnd til að hafa samvinnu við fjárlaganefnd við at- hugun á heildaráhrifum þessara lagabreytinga. Vafasamur sparnaður í upphafí sinnar ræðu lýsti Finnur Ingólfsson (F-Rv) yfír undmn sinni á því að tillaga um stofnun hlutafé- lags um samábyrgð íslands á fiski- skipum væri í þessum „bandormi". Finnur taldi að mönnum myndi sýn- ast sitthvað um þá tillögu en úr því að heilbrigðisráðherra væri þetta biýn nauðsyn þá myndi hann styðja það að þetta fengi afgreiðslu. Finnur vænti þess að sjálfstæðismenn myndu styðja sig í þeirri viðleitni. En það mátti samt skilja að hann væri ekki alveg fullviss um alla sjálf- stæðismenn. En Finnur gat ekki tekið jafn vel mörgu öðm í fmmvarpinu. Hér væri Við upphaf 74. þingfundar í gær kvaddi Guðmundur Bjamason (F-Ne) sér hljóðs um gæslu þing- skapa. Hann sagði að nú væri stefnt að því að hefja 2. umræðu um fjár- lagafrumvarpið eftir sólarhring en starfíð í fjárlaganefnd við þetta fmmvarp væri næsta erfítt. Það væri venjan að breytingar á gjalda- hliðinni lægju fyrir við 2. umræðu. Enn væri mjög óljóst hvemig ríkis- stjómin ætlaði sér að ná fram þeirri 1.240 milljón króna lækkun á ríkisút- gjöldum sem hún hefði tilkynnt. Eft- verið að hækka álögur; skatta. Þótt einhveijir kynnu að rangnefna það sem þjónustugjöld. Tillögur heil- brigðisráðherra væm ekki um raun- vemlegan spamað heldur um það að auka tekjuinnstreymi í kerfíð. Heilbrigðisráðherrann hefði gefist upp við kerfisbreytingar t.d. það að taka á lyfsölunum og gjaldskránum í kerfinu. Þess í stað hefði sá kostur verið tekinn að velta álögum yfír á almenning. Skattheimtuáformin í þessu frumvarpi virtust mjög handa- hófskennd og erfítt að átta sig á því hvar þau kæmu niður. T.d. gerði fjár- lagafmmvarpið ráð fyrir 580 milljón króna spamaði í lífeyristryggingun- um. Finni þessar auknu „skattaálög- ur“ geta staðið undir u.þ.b. 300 millj- ónum. Fjárlagaframvarpið gerði ráð fyrir 100 milljón króna spamaði með breytingum á slysatiyggingunum. Sú upphæð væri nú orðin 50 milljón- ir króna. En Finnur sjálfur kvaðst sannfærður um að spamaðurinn yrði enginn. Ræðumaður rakti, reifaði og reiknaði ýmsar tölur varðandi kostn- að og spamað í heilbrigðis- og tiygg- ingakerfinu miðað við ýmsar stærðir og forsendur. En varð að lokum að viðurkenna að hann fengi ekki talna- legan þátt þessa máls til að ganga upp. Finnur sagði ljóst að bæði forráða- menn bama og meðlagsgreiðendum ir helgina hefðu borist fréttir af vett- vangi stjómarflokkanna um að þessi tala væri nú 800 milljónir. En nú miðvikudagsmorguninn væri það eina sem nefndarmenn hefðu fengið að sjá tillögur heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra sem hann mæti til 250 milljóna króna. Guðmundur vitnaði og til fjölmiðlafrétta um að Qárlaga- hallinn steftidi í 8 milljarða króna. Honum var spum, hvort þaff væri ætlunin að láta 2. umræðu um fjár- lagafmmvarpið fara fram við þessar aðstæður? Karl Steinar Guðnason (A-Rn) formaður fjárlaganefndar sagði þess- ar fréttir um flárlagahallann vera komnar frá einhveijum öðmm en sér en hann hefði viðurkennt í fjölmiðlum að stjómin hefði lent í nokkmm hremmingum við smíði sinna tillagna og þyrfti að gera betur. Formaður flárlaganefndar taldi þó að ekkert væri að vanbúnaði til að heíja um- ræðuna á fimmtudag. Ólafur Ragnar Grímsson (Ab- Rn) sagði að til þess að hægt væri að ráða fjárlagafmmvarpið yrðu allar staðreyndir að liggja fyrir. Menn yrðu að vita hvemig ríkisstjómin ætlaði að „styrkja" fjárlagafmm- varpið með lækkun rikisútgjaldanna um 1.240 milljónir. Þingmenn ræddu í u.þ.b. klukku- stund um hver Qárlagahallinn myndi verða og þá tímaþröng sem nefndar- menn í fjárlaganefnd yrðu að starfa við i yfirstandandi þingönnum. Guð- mundur Bjarnason benti á að nokk- um tima tæki þyrfti til að semja minnihlutaálit og ræðu. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sagði ekkert vera því til fyrirstöðu að hefja 2. umræðu á tilsettum tíma og spum- ingar um hallatölu hefðu ekkert gildi þennan dag. Tölur gætu breyst og hefði iðulega verið breytt milli 2. ogf 3. umræðu. Og við 3. umræðu væra oft mikilvægar ákvarðanir teknar. væri íþyngt. Foreldrar eins bams yrðu samanlagt fyrir 56.784 króna skerðingu þegar saman væra talin. Og foreldrar tveggja bama mætu þola 113.000 króna skerðingu. Finnur vildi líka benda á að þótt meðlagsgreiðslan hefði ekki verið há þá væri samt ljóst að margir með* lagsgreiðendur hefðu ekki verið í stöðu til að standa skil á þessum greiðslum. Hjá innheimtustofnun sveitarfélaga væm 4 milljarðar út- standandi vegna vangreiddra með- laga. Finnur taldi fyllstu ástæðu til að kanna hvað þessar breytingar og væntanlega aukin vanskil myndu þýða fyrir innheimtustofnunina. Nokkir þættir í þessu fmmvarpi fundust ræðumanni vera jákvæðir. En Finnur Ingólfsson hafði þó alla fyrirvara um að mikið væri undir framkvæmdinni komið. Hann gæti t.d. stutt það að færa slysatryggingu ökumanns úr almannatryggingar- kerfínu. En það væri misskilningur að halda að verið væri að spara með slíkri breytingu. Því allar slysatrygg- ingar væm borgaðar af atvinnurek- endum eða bifreiðaeigendum. Menn gætu litið á greiðsluseðilinn fyrir ábyrgðatiyggingu ökumanns, þar staeðu í einum glugganum 1.215 krónur fyrir slysatiyggingu. Finnur var því og fylgjandi að það þyrfti tilvísun heimilis- eða heilsugæslu- læknis til að fá greiddan reikning fyrir sérfræðilæknishjálp og rann- sóknir. Þetta yrði til þess að draga úr ónauðsynlegum heimsóknum til sérfræðinganna. En Finnur benti á að þessi breyting yrði íþyngjandi fyrir sjúklinga sem sannanlega þyrftu á sérfræðiaðstoð að halda ef þeir þyrftu að greiða 600 krónur fyrir tilvísunina hjá heimilislæknin- um. Finnur taldi sanngimismál að sú upphæð yrði endurgreidd í slíkum tilvikum. Kl. 19 var umræðu frestað en framhald hennar var boðað á kvöld- fundi kl. 20.30. Og reyndar brotnar örfáum dögum síðar eins og fyrrrennari sinn í emb- ætti Ólafur Ragnar Grímsson hefði látið henda sig. Til að fyrirbyggja óvönduð vinnubrögð af þessu tagi vildu stjómarliðar nýta tímann sem best og endaleg hallatala kæmi ekki fram fyrr en við 3. umræðu. Ólafur Ragnar Grimssson sagði það vera ljóst af ummælum íjármálaráðherra að fjárlagaframvarpið væri ennþá í uppnámi. Karl Steinar Guðnason sagði í samtali við Morgunblaðið að fjár- iagavinnan hefði gengið betur en oftast áður. Hann dró þó enga dul á að enn hefði ekki tekist að ná áform- uðum 1.240 milljón króna nið- urskurði en horft væri til allra átta. Hann vildi og benda á að ýmis atriði yrðu aldrei fullfrágengin fyrr en við 3. umræðu. 21,1 milljón til lækkunar Á elltefta tímanum í gær var dreift breytingartillögum fjárlaganefndar og einnig breytingartillögum meiri- hluta. Er alls um 65 breytingartillög- ur að ræða ýmist til hækkunar og eða lækkunar en nettóbreyting til lækkunar er 21,1 milljón króna. Stærsta breytingartillaga sem gerð er til lækkunar er á útgjöldum Tryggingastofnunar en þar er sam- anlagt dregið úr útgjöldum svo nem- ur 250 milljónum. í nefndaráliti minnihluta segir að svo hafi farið eins og á síðasta ári að það ftumvarp sem lagt hafi verið fram hafí reynst ómarktækt. Það sé ljóst að mikið verk sé óunnið til að ljúkja fjárlagagerðinni. Samingurinn um EES og adrif hans geti og haft áhrif á efnahagsforsendur fjárlaga- fmmvarpsins og gjaldahlið þess. Þá sé og mikill fjöldi fylgifmmvarpa óafgreiddur, þar með taldar veiga- miklar breytingar á skattalöggjöf. Því muni minnihluti fjárlaganefndar gefa út framhaldsnefndarálit við 3. umráeðu. Kl. 23. var nefndarálit meirihluta ennþá ókomið. En stefnt var enn að því að 2. umræða hæfist í dag kl. 13.00. Morgunblaðið/RAX Hluti Fjárlaganefndar Alþingis að störfum í viðræðum við landbúnaðarnefnd Alþingis. Frá vinstri:Jón Kristjánsson(F), Guðmundur Bjarnason(F), Halldór Árnason frá Fjármálaráðuneyti, Karl Steinar Guðna- son formaður Fjárlaganefndar(A), Sturla Böðvarsson varaformaður Fjárlaganefndar(S), Árni Johnsen (S), Gunnlaugur Stefánsson (A) og Einar K. Guðfinnsson (S). Strangar setur í Fjárlaganefnd Onnur af þremur umræðum um fjárlög fer fram á Alþingi í dag, fimmtudag. I’járlaganefnd Alþingis hefur setið á ströngum og löngum fund- um frá því í september við undir- búning og ákvarðanir vegna íjár- laga fyrir árið 1993. Fjárlaganefnd fer yfir alla stofnkostnaðarliði og rekstrarliði þjóðarbússins auk hinna ýmsu safn- og framkvæmd- aliða, en málafjöldinn skiptir þús- undum. I fjárlaganefnd em teknar margar mikilvægar ákvarðanir og tillögur eru samræmdar til fram- kvæmda fjárlaga. Meirihluti Fjárlaganefndar, full- trúar stjómarflokkanna, hafa m.a. lagt sérstaka áherslu á fjármagn til verkmenntakennslu í skólum landsins og rannsókna á háskóla- stigi, samkvæmt upplýsingum frá nefndinni. Stjórnarandstæðmgar gagn- rýna óvissa fjárlagasmíði KARL Steinar Guðnason (A-Rn) formaður fjárlaganefndar telur AI- þingi ekkert að vanbúnaði til að hefja aðra umræðu um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1993 í dag. f gær töldu stjórnarandstæðingar sig vera mjög vanbúna til slíkrar umræðu. Ríkisstjórnin hefði enn ekki upplýst það hvemig hún hygðist ná fram áætluðum 1.240 milljón króna sparnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.