Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 Hvers vegna er aðstoð í heimahúsum ekki eins ákjósanlegur kostur fyrir eldra fólk hér á landi og hjá nágrannaþjóðum? eftir Gyðu Jóhahnsdóttur Ólafur Ólafsson landlæknir skrif- aði athyglisverða grein í Morgun- blaðið 6. nóv. og sagði m.a.: „Heimaþjónusta er ekki boðin sem eðlilegur valkostur enda erum við hálfdrættingar í þessu efni borið saman við nágrannaþjóðir." Þar sem þetta mál var til um- ræðu á fundi, sem haldinn var í samstarfsnefnd félaga aldraðra fyr- ir skömmu, var það kærkomin að- stoð að landlæknir skyldi hefja máls á þessu á opinberum vett- vangi. Ef hægt er að spara í heilbrigðis- kerfínu með því að draga úr því að aldraðir fari á stofnanir og færa þjónustuna inn á heimilin er sjálf- sagt að gera það, en þá þarf að taka ýmislegt til endurskoðunar. Fyrsta atriðið er að það sé völ á hæfú fólki í heimaþjónustu. Fram að þessu hafa húsmæður af gamla skólanum verið uppistaðan í heimil- ishjálp með aðstoð verkakvennafé- lagsins Sóknar sem hefur haldið námskeið fyrir þær til þess að koma þeim í hærri launaflokka, en lág laun eru aðalorsökin fyrir því að fram að þessu hefur verið skortur á hæfu fólki. Hvað segja notendur heimaþjónustunnar Öldruð kona sagði: „Það er al- gert happdrætti hvemig konu mað- ur fær. Þær em ákaflega misjafn- ar.“ Aldraður maður er með fjórðu stúlkuna á mjög skömmum tíma. „Þær hafa hætt eftir eitt eða tvö skipti, ein var móðir sem þurfti að sinna veiku bami, önnur fékk betur launaða vinnu og sú þriðja var skólastúlka sem var alveg óvön þessum störfum og hætti. Eg veit ekki hvað ég fæ að hafa hana lengi þessa sem ég er með núna.“ Margt eldra fólk sem á myndar- leg heimili, þar sem hefðbundnar reglur ríkja um þrifnað og heimilis- hald, vill heldur vera án aðstoðar þó að erfítt sé, en að taka fólk inn á heimilið sem kemur og fer, er óvant heimilisstörfum og oft hald- litlar upplýsingar fyrir hendi um hagi þess og fyrri störf. Afar fáir kvarta beint til stjóm- enda heimaþjónustunnar yfír því sem fer úrskeiðis. Þeir sem em las- burða treysta sér ekki „til þess að standa í því“ eins og fólk orðar það. Þeim sem hafa þurft á aðstoð að halda ber einnig saman um, að margar konur sem hafa starfað lengi í heimilishjálpinni séu grand- varar ágætiskonur sem kunni vel til verka. Nám heilbrigðisstéttanna á að miða við þarfir notenda Það fer vel saman að undirbún- ingur og nám þeirra sem vilja ráða sig í heimaþjónustu sé fýrsti hluti í hjúkmnamámi. í Danmörku þarf fólk í heimaþjónustu að hafa gmnn- skólapróf og stunda síðan nám í eitt ár, þar sem hálfur námstíminn fer í bóklegt nám og hinn í starfs- þjálfun á öldrunarstofnunum eða sjúkrahúsum. Þetta námsár er reynslutími og undirbúningur að áframhaldandi námi í félags- og heilbrigðiskerfínu. Þannig kynnist verðandi starfsmaður kerfísins inn- viðum þess og notendum. Þ.e. þörf- um sjúkra og aldraðra. Að þessum reynslutíma loknum kemur í ljós hvort neminn hefur þá eiginleika og hæfni sem með þarf l)r. Siguiiprn Einamson Bók um líf mannsins og trú, sögu þjóðarinnar og sögu mannsandans Kirkjuhúsið ! Skálhoitsútgáfan Kirkjuhvoli Sími 21090 „Ef á að hagræða í öldr- unarþjónustu, sem landlæknir segir að sé 20-25% af heildar- kostnaði sjúkrahús- anna, og minnka stofn- anaþjónustu þarf að auka gæði heima- þjónustu.“ til þess að starfa á þessu sviði og hvort hann hefur áhuga á því. Þetta er mikilvægt og kemur í veg fyrir að neminn þurfí, eftir margra ára nám, að fá aðstoð fé- lagsfræðinga eða námsráðgjafa til þess að fínna út hvar hann á að hafna í menntakerfínu. Teljist nem- inn hæfur eftir reynslutímabilið, getur hann hafíð störf við heimilis- hjálp og ýmislegt fleira undir ann- arra stjóm. Hann getur einnig haldið áfram og hafíð nám í hjúkrunarfræðum og eftir fyrstu önn, sem tekur rúmt ár, getur hann starfað sjálfstætt við umönnun, aðstoð og fleira á heimilum. Ef neminn bætir við ann- arri önn fær hann meiri réttindi til fjölbreyttra starfa innan kerfísins. Eftir þriðju önn getur neminn orðið hjúkrunarkona, ljósmóðir, fé- lagsráðgjafí, sjúkraþjálfari, þroska- þjálfí o.fl. Hjúkrunamámið tekur alls 3 ár og níu mánuði og þar af 20 mánuði í starfsþjálfun. Þetta nám er sniðið að þörfum notenda heilbrigðisþjónustunnar og gefur nemanum kost á lifandi og áhugaverðum störfum sem markað- urinn hefur þörf fyrir. Það er góður kostur fyrir þá sem hafa ekki áhuga á því að sitja óþarf- lega mörg ár á skólabekk. Hagræðing í öldrunarþjónustu Eins og málin horfa nú er öllum ljóst að spamaður og hagræðing á öllum svðum er lífsnauðsyn fyrir þjóðina. Ef á að hagræða í öldrunar- þjónustu, sem landlæknir segir að sé 20-25% af heildarkostnaði sjúkrahúsanna, og minnka stofn- anaþjónustu þarf að auka gæði heimaþjónustu. Ein af ástæðunum fyrir því að aldrað fólk sækir inn á stofnanir er sú, að í flestum tilfellum 'er það þá komið undir verndarvæng þess opinbera og þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu. Það er einnig hið besta mál fyrir önnum kafna afkomendur að koma foreldrum sín- um fyrir á ömggum stað og erfa síðan andvirði þjónustuíbúðarinnar eða einbýlishússins. Með vistunar- mati aldraðra er nú erfíðara að komast á stofnanir, svo að það kem- ur af sjálfu sér að þörf fyrir heima- þjónustu mun aukast. Það á að gera eldra fólki gimileg tilboð um aðstoð á heimili sínu með glaðlyndu og hressu fólki sem hefur fengið undirbúningsmenntun í fé- lagsfræði, umgengnisháttum og umönnun. Þeir sem hafa ráð á því eiga að greiða fyrir þessa þjónustu sjálfir en hinir eiga að fá hana nið- urgreidda. Gyða Jóhannsdóttir Dýrar þjónustuíbúðir aldraðra Llandlæknir víkur að byggingu þjónustuíbúðanna og bendir rétti- lega á að erlendis sé þetta nánast óþekkt fyrirbrigði. Það má skoðast í ljósi þess að erlendis er ekki eins algengt og hér að íjölskyldur búi í stómm einbýlishúsum. Þegar sú hreyfíng fór af stað fyrir um það bil tuttugu árum, eða þegar Samtök aldraðra vom stofnuð til þess m.a. að byggja hagkvæmar íbúðir fyrir eldra fólk, var það gert í þeim til- gangi að fólk gæti minnkað við sig húsnæði. Það var ekki með í pakkanum af hálfu þeirra sem að því stóðu að ætlast til þjónustu af hálfu þess opinbera umfram það sem öðmm stóð til boða. Félags- og þjónustuíbúðirnar komu til fyrir atbeina fulltrúa í borgarstjóm og Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur varð fyrst til þess að fá þjónustumiðstöð með íbúðum í Hvassaleiti. Með tilkomu þjónustu- íbúðanna hófust byggingar á falleg- um og vel hönnuðum sambýlishús- um í Reykjavík með íbúðum sem höfðuðu til fólks. Þær em dýrari en aðrar íbúðir vegna þess að kaupendur þeirra gera miklar kröfur um gæði og hönnun. I öðm lagi úthlutar Reykjavíkur- borg ákveðnum verktökum lóðun- um til jafns við félögin, sem standa fyrir byggingu íbúðanna, og það kemur í veg fyrir að þau geti boðið þær út. Það kann að vera að þær séu eitthvað dýrari af þeim sökum. Ef fólk steypir sér í skuldir til þess að eignast þessar íbúðir sýnir það að þær em eftirsóttar. Eldra fólk sem komið er í þægi- lega íbúð með nýtísku þægindum á þá mun auðveidara með að halda heimili lengur, ekki síst ef heima- þjónusta er vel skipulögð. Þessi atriði em stór liður í því að draga úr ásókn fólks á stofnanir. Höfundur er formaður samstarfs- nefndar Félags aldraðra í Reykjavík. Samanburður á tekjuskatti í OECD Kemur á óvart hve neðarlega Island er - segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar SAMANBURÐUR Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu á meðal tekjuskattbyrði starfsmanna í framleiðsluiðnaði, sem birt- ist í Morgunblaðinu í fyrradag, leiddi í ljós að íslendingar borga næstlægstan tekjuskatt að meðaltali af 24 samanburðarþjóðum, eða um 1% af brúttótekjum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, kvað ástæðanna helst að leita í mismunandi uppbyggingu tekjuöflunarkerfisins milli landa. í samanburðinum kom í ljós að einungis í Lúxemborg hafði þessi hópur lægri tekjuskatta að meðal- tali en hér á landi, en Danir em efstir með um 36% og Svíar næstir með um 28% af vergum tekjum. „Þessi samanburður OECD endur- speglar að tekjuskattur hér á landi er tiltölulega lágur miðað við önnur aðildarríki OECD. Hann endur- speglar hins vegar einnig það, að skattar á vöm og þjónustu em til- tölulega háir hér,“ sagði Þórður. Hann sagði að það takmarkaði einn- ig þær ályktanir sem unnt væri að draga af tölunum, að í samanburð- inum er miðað við tekjur í fram- leiðsluiðnaði, en íslenskur þjóðarbú- skapur byggðist að minna leyti á framleiðsluiðnaði en í mörgum öðr- um ríkjum. Þórður kvað samanburðinn ekki vera til þess fallinn að bera saman lífskjör hér á landi og annarstaðar, né heldur væri unnt að lesa úr tölun- um upplýsingar um ráðstöfunar- tekjur. „Það kemur mér þó svolítið á óvart að við skulum vera svona neðarlega í samanburði við þennan hóp. Hins vegar er það vel þekkt að skattar hér em tiltölulega lágir í samanburði við önnur lönd,“ sagði Þórður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.