Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 26
Dagmæður krefjast af- sagnar formanns síns MIKLAR deilur hafa spunnist að undanförnu í Samtökum dagmæðra. Halla Hjálmarsdóttir, dagmóðir, hefur lagt fram undirskriftalista með nöfnum 203 dagmæðra, þar sem vantrausti er lýst á formann samtak- anna, Selmu Júlíusdóttur, og farið fram á að tafarlaust verði kosinn nýr formaður. 22 stjórnar- og nefndarmenn samtakanna hafa ritað bréf, þar sem lýst er yfir stuðningi við Selmu og andstöðu við sam- starf við Höllu. „Konur eru mjög óánægðar með störf hennar og framkomu innan samtakanna. Það er ósköp einfalt mál,“ sagði Halla. í samtali við Morg- unblaðið sagði Selma hins vegar deil- umar hafa spunnist út frá einu máli, þar sem tvítug dagmóðir var kærð til stjómarinnar af foreldrum bams er var í hennar umsjá. „Út frá þessu spinnast svona illindi, því það er móðir þessarar dagmóður sem er í forsvari fýrir að splundra félaginu." Selma kvaðst hafa tekið afstöðu með kæranda. Að sögn Selmu kom á daginn að dagmóðirin hafði fengið undanþágu frá lögbundnu 60 tíma námskeiði, og kvaðst Selma telja brot dagmóðurinnar nægilegt til að foreldramir mættu hætta með barnið hjá dagmóðurinni og fá endurgreitt. Selma sagðist hafa beðið Dagvist bama að taka á málinu, en þar sé enn verið að ræða málið. „Eg vil fyrst og fremst réttlæti. Foreldrarnir hafa ekki enn fengið sinn hlut rétt- an, og ekki fengið endurgreitt." Stjórn og nefndir standa saman Aðspurð kvaðst Selma alltaf hafa hugsað sér að víkja úr formannssæti þegar reglur um starfsemi dag- mæðra væru komnar í höfn, enda hafí það verið henni mikið kappsmál að koma slíkum reglum á. „Eg er búin að vera formaður í átta ár og ég vona að við getum bjargað sam- tökunum frá klofningi í formanns- skiptunum," sagði Selma. „Það sem við í stjóminni viljum er fyrst og fremst réttlæti fyrir alla. Þessar kon- ur sem eru með lætin hafa aldrei starfað eitt einasta handtak þarna inni. Stjómin og allar nefndir standa saman eins og klettar.“ Varðandi undirskriftalistann sagði Selma að 43 af þeim 203 dagmæðr- um sem skrifað hefðu undir væra ekki í Samtökum dagmæðra. Auk þess hefðu 39 í viðbót ekki greitt félagsgjöld og hefðu því hvorki at- kvæðisrétt né þátttökurétt á aðal- fundi. Jafnframt kvaðst Selma hafa það frá sumum þeirra sem eru á list- anum, að þær hafi ekki áttað sig á Mæðgin björguðust úr eldsvoða Fimmti eldsvoðmn á árínu frá sjónvarpsviðtækjum MÆÐGIN björguðust úr eldsvoða á heimih sínu í Skipholti kl. 1.30 í fyrrinótt en fullvíst er talið að eldurinn hafi komið upp í myndlykli í stofu. Eldurinn náði ekki að dreifast um íbúðina en eitraður reyk- ur barst um hana. Nágrannakona sá reyk í íbúðinni úr nálægu húsi og hringdi í leigubílastöðina Hreyfil og gerði aðvart en hún kvaðst hvorki muna símanúmer hjá lögreglu né slökkviliði. Frá Hreyfli barst svo eina tilkynningin um eldsvoðann. Þetta er í fimmta sinn á árinu sem eldsvoði í heimahúsi er rakinn til sjónvarps-, mynd- bands- eða myndlyklatækja. Lögreglan sendi strax á staðinn lögreglubíl sem staddur var við Hlemm en í honum vora lögreglu- mennirnir Kolbeinn R. Kristjánsson og Daníel Eyþórsson. Kolbeinn sagði í samtali við Morgunblaðið að þegar þeir hefðu komið á stað- inn hefðu þeir séð í gegnum glugga Nóatúnsmegin á húsinu að eldur logaði fyrir innan. Þeir hefðu því beðið um að slökkvilið væri sent á staðinn og hringt bjöllum í húsinu. íbúi á efri hæð hafi svo hleypt þeim inn og sagt að líklega væri fólk í íbúðinni þaðan sem reykurinn barst. íbúðin var ólæst og fóru lög- reglumennimir inn og skiptu liði. Að sögn Kolbeins var það Daníel félagi hans sem fann konuna og son hennar, vakti þau og aðstoðaði við að koma þeim út. Skömmu sið- ar kom slökkviliðið á staðinn. Tveir reykkafarar fóra inn í íbúðina til slökkvistarfa. Dyr að stofu og svefnherbergjum vora lok- aðar og barst því minni reykur en ella að heimilismönnum, sem vora í fasta svefni. í stofunni sáust ekki handa skil fyrir reyk og sóti, að sögn aðalvarðstjóra hjá Slökkvilið- inu, en greiðlega gekk að slökkva eldinn og björguðu reykkafararnir tveimur köttum út úr íbúðinni. Húseigandinn, Helga Guðrún Hlynsdóttir, býr í íbúðinni ásamt sonum sínum tveimur. Hún sagðist þakka það snarræði lögreglu- mannsins sem fyrstur kom á vett- vang að ekki fór verr. Hún kvaðst hafa ramskað við mikinn hávaða frá útidyram íbúðarinnar. Síðan myndi hún eftir því að lögreglu- maðurinn hefði vakið sig upp í svefnherberginu. „Ég rauk strax inn í herbergi til stráksins og ýtti honum í fang lögreglumannsins. Síðan fór ég í hitt herbergið þar sem eldri sonur minn, átján ára gamall, sefur. Ég fann hann ekki í herberginu því það var svo mikill reykur þar. En sem betur fer var hann ekki kom- inn heim,“ sagði Helga. Yngri sonur Helgu hafði um hálfsmánaðar skeið sofið i stofu íbúðarinnar vegna þess að endur- bætur stóðu yfir á herbergi hans. Þessa örlagaríku nótt svaf hann í fyrsta sinn aftur í sínu herbergi. „Hefði hann sofið inni í stofu hefðu allar dyr verið opnar og reykur borist um alla íbúð með ófyrirsjáan- legum afleiðingum," sagði Helga. Fleiri sjónvarpsbrunar hér en annars staðar í IBÚÐINNI í Skipholti þar sem eldur varð laus út frá myndlykli í fyrrinótt voru myndbandstæki og myndlykill höfð ofan á sjónvarps- tæki. Auk þess var þurrskreyting ofan á myndlyklinum. Rafmagn- seftirlit rikisins telur óvarlegt að stafla tækjum þannig hverju ofan á annað, þvi mikill hiti myndist í myndlyklum og nauðsynlegt er að loft nái að leika um tækin. Eldsvoðar af völdum sjónvarpsvið- tækja eru mun tíðan hér á landi Haukur Ársælsson, yfireftirlits- maður hjá Rafmagnseftirliti ríkis- ins, sagði að þrátt fyrir að mikill hiti myndist í myndlyklum væri aðeins hægt að fullyrða í tveimur tilfellum að myndlykill hefði valdið eldsvoða hér á landi, allt frá því að myndlyklavæðingin hófst. Hins vegar hefðu fjórir eldsvoðar orðið út frá sjónvarpstækjum á þessu ári. „Við höfum reynslu af því að það kviknar frekar í tækjum sem era uppfull af ryki. Gömlu sjón- varpstækin með myndlömpunum biluðu mun fyrr en nýju tækin gera, en viðgerðin hefst á því að tækið er hreinsað. Það liðu e.t.v. 2-3 ár frá því að sjónvarpstæki vora keypt þar til farið var með þau til viðgerðar. Nýju tækin bila fyrst eftir B-8 ár. Eg veit ekki hvort meiri rykmyndun er hérlend- is en annars staðar, altént era en t.a.m. i Danmörku. Morgunblaðið/Emilía Rykmyndun í sjónvarpsvið- tækjum er einn aðalorsakavald- ur þess að eldur kemur upp. miklu fleiri sjónvarpsbranar hér,“ sagði Haukur. I meðaltalssamanburði sem gerður hefur verið á milli Norður- landanna á eldsvoðum út frá raf- magni, kemur fram að miðað við eina milljón viðtækja verða að meðaltali fjórir eldsvoðar út frá sjónvarpstækjum í Danmörku en sautján á Islandi. „Stundum hef ég látið mér detta í hug að hluta skýringarinnar sé að leita í meiri teppanotkun hér á landi. Teppi auka rykmyndun í sjónvarpstækj- um. Auk þess er meira um að sjón- varps- og myndbandstækjum sé komið fyrir í hillum í miklum þrengslum, þannig að loftstreymið teppist," sagði Haukur. Hann sagði að ráðlegt væri að láta hreinsa sjónvarpstæki á þriggja ára fresti, og ekki nægði að slökkva á tækjunum með fjar- stýringu. Enn væri spenna á tæk- inu. Þótt slökkt væri á rofanum í myndlyklum væri enn 8 vatta orku- notkun inni í tækinu. Til að qufa alla spennu þyrfti að taka tækið úr sambandi frá tenglinum. Hið sama ætti við um myndbandstæki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.