Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 63
ÚRSLIT Handknattleikur FH - ÍBV 29:27 Kaplakriki, íslandsmótið í handknattleik - 1. deild karla, miðvikud. 9. desember 1992. Gangnr leiksins: 1:2, 5:4, 9:6, 13:9, 15:11, 17:12, 17:14, 17:17, 19:19, 21:22, 22:25, 24:25, 26:26, 26:27, 29:27. Mörk FH: Sigurður Sveinsson 5, Guðjón Ámason 5/1, Kristján Arason 4, Hálfdán Þórðarson 4, Gunnar Beinteinsson 3, Pétur Petersen 3, Svafar Magnússon 3, Alexej Trúfan 2/2. Varin skofc Bergsveinn Bergsveinsson 12 (þaraf 2 til mótherja). Utan vallar: 10 mín. Mörk ÍBV: Björgvin Rúnarsson 7, Svavar Vignisson 6, Sigurður Gunnarsson 4, Magn- ús Amgrímsson 3, Zoltan Belanyi 3/2, Erl- ingur B. Richarsson 2. Guðfinnur Krist- mannsson 1, Sigbjöm Óskarsson 1. Varin skofc Hlynur Jóhannesson 8 (þaraf 2 til mótherja), Sigmar Þröstur Óskarsson 4 (þaraf 2 aftur til mótheija). Utan vallar: 4 mfn. Dómarar: Einar Sveinsson og Gunnlaugur Hjálmareson. Áhorfendun 300. Valur - Haukar 28:26 Valshúsið að Hlíðarenda: Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 4:2, 6:3, 6:8, 9:9, 10:12, 13:12, 13:13, 14:15, 17:15, 19:16, 23:22, 27:23, 27:26, 28:26. Mörk Vals: Valdimar Grímsson, 7/3, Dagur Sigurðsson 5, Geir Sveinsson 5, Jón Krist- jánsson 5/3, Ólafur Stefánsson 2, Júlíus Gunnarsson 2, Óskar Óskarsson 1, Sveinn Sigfinnsson 1. Varin skofc Axel Stefánsson 13/2 (þaraf 5/1 til mótheija), Guðmundur Hrafnkelsson 5. Utan vallan 10 mfnútur. Mörk Hauka: Páll Ólafsson 5, Siguijón Sigurðsson 5/2, Petr Baumruk 4/1, Haldór Ingólfsson 3, Jón F. Egilsson 3, Pétur V. Guðnason 3, Óskar Sigurðsson 2, Aron Kristjánsson 1. Varin skofc Leifur Dagfinsson 8 (þaraf 4 til mótheija), Magnús Amason 4/1 (þaraf 3/1 til mótheija). Utan vallar-. 8 mínútur. Áhorfendur: Fékkst ekki uppgefið. Dómaran Rögnvald Erlingsson og Stefán Amaldsson. Dæmdu ágætlega en Valsmenn þurftu ekki að kvarta undan dómgæslunni f 8íðari hálfleik. Stjarnan - Valur 18:24 Ásgarður, íslandsmótið í handknattleik, 1. deild kvenna, miðvikudaginn 9. desember. Mörk Stjömunnan Una Steinsdóttir 6/1, Ingibjörg Jónsdóttir 3, Nfna Bjömsdóttir 3/1, Margrét Vilhjálmsdóttir 2, Ragnheiður Stephensen 2/1, Guðný Gunnsteinsdóttir 1, Sigrún Másdóttir 1. Varin skot: Nina Getsko 17/1. Utan vallar: Aldrei. Mörk Vals: Hanna Katrín Friðriksen 10/3, Kristfn Amþórsdóttir 5, Guðrún Kristjáns- dóttir 3, Irina Skorobogatyk 3, Ama Garð- arsdóttir 2, Sigurbjörg Kristjánsdóttir 1. Varin skot: Amheiður Hreggviðsdóttir 10/3. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Óli P. Olsen og Gunnar Kjartans- s°n. Virtust ónákvæmir og létu áhorfendur hafa áhrif á sig. Áhorfendur: 120. IBV - Grótta 19:19 Iþróttamiðstöðin f Vestmannaeyjum: Mörk ÍBV: Judith Estergal 7/2, Andrea Atladóttir 6, Ragna Jenný Friðriksdóttir 3/2, Katrín Harðardóttir 2, Sara Ólafsdótt- ir 1. Varin skot: Laufey Jörgensdóttir 6 ftiaraf 2 til mótheija), Þómnn Jörgensdóttir 4/1 (þaraf 2 til mótheija). Utan vallar: 10 mfnútur. Mörk Gróttu: Laufey Sigvaldadóttir 12/7, Þuríður Reynisdóttir 3, Sigríður Snorradótt- ■r 2, Brynhildur Þorgeirsdóttir 1, Eiísabet Þorgeirsdóttir 1. Varin skot: Fanney Rúnarsdóttir 11/2 (þaraf til til mótherja). Utan vallar: 4 mfn. Dómarar: Vigfús Þorsteinsson og Hafliði K. Maggason. Áhorfendur: Um 80. liði ÍBV var Judith Estergal best og Andrea Atladóttir átti góðan leik. Hjá Gróttu var Fanney Rúnarsdóttir og Laufey Sigvaldadóttir bestar. Sigfús Gunnar Guðmundsson Haukar - Víkingur 17:26 Iþróttahúsið Strandgötu: Mörk Hauka: Ragnheiður Júlíusdóttir 5, Harpa Melsted 5, Heiðrún Karlsdóttir 4, Kúna Lísa Þráinsdóttir 3. ■ Mörk Víkings: Inga Lára Þórsidóttir 5, Halla María Helgadóttir 5, Svava Sigurðar- dóttir 4, Valdís Birgisdóttir 4, Heiðrún Guðmundsdóttir 4, Matthidlur Hannesdóttir 2, íris Sæmundsdóttir 1, Elísabet Sveins- dóttir 1. 2- deild karla: Grótta - Ármann 19:21 1-DEILD KVEIMNA VÍKINGUR. ..11 10 1 0 224:163 21 VALUR ..11 9 0 2 256:209 18 stjarna... ..11 8 0 3 227:171 16 fram 7 0 4 198:191 14 SELFOSS.... ..11 7 0 4 211:206 14 iBV 5 1 5 211:208 11 grótta ..11 4 3 4 206:206 11 kr 4 0 7 187:197 8 ÁRMANN.... ..10 3 0 7 197:205 6 FH 3 0 7 169:208 6 fyuur ..11 1 1 9 172:244 3 haukar.... ..11 1 0 10 180:229 2 tj'f. j-;i i 'A CIKIAJHVÍ'JÍ.' MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 63 HANDKNATTLEIKUR Valssigur gegn Haukum í skemmftilegum leik VALSMENN höfðu betur, 28:26, í bráðskemmtilegum leik að Hlíðarenda í gærkvöldi. Liðin skiptust á um að hafa nokkurra marka forystu, Vals- menn heldur oftar, og svo til allan síðari hálfleikinn. Leikurinn var flörugur og skemmtilegur. Mikill hraði og vel tekið á, bæði í vöm og sókn. Hraðinn var á stund- SkúliUnnar ™ of ™kill fyrir Sveinsson leikmenn þanmg að skrifar um tíma í fyrri hálf- leik leystist hann upp í hálfgerða vitleysu. I fyrri hálfleik voru Haukamir betri, þeir börðust af miklum krafti, töluðu mikið saman í vöminni og léku sem liðsheild í sókninni. Leik- menn vom ekki eins samstilltir í síð- ari hálfleik og sumir gerðu sig seka um að skjóta allt of mikið úr vonlitl- um færum. Valsmenn léku einnig vel og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Vömin styrktist þá en Haukum hafði tekist að teygja dálítið á henni í fyrri hálf- leik. Sóknarleikurinn var vel smurð- ur á meðan Dagur Sigurðsson hélt um stjómvölin en eftir að hann var tekinn úr umferð hikstaði sókn- arleikurinn aðeins. Dagur var bestur í liði Vals, mjög útsjónarsamur leikmaður og átti Morgunblaðið/Þorkell Gelr Svelnsson og félagar hans f Val höfðu betur gegn Haukum í gær. margar fallegar línusendingar auk þess sem hann skoraði tvívegis beint úr aukakasti. Hann ætti þó að hætta æsa mótherjana upp, að því er virð- ist bara til að fá þá útaf. Hann yrði miklu betri leikmaður ef hann ein- beitti sér að því sem hann gerir best; leika handknattleik. Geir var sterkur á línunni og Valdimar drjúgur í hominu þó hann hvíldi lengstum í fyrri hálfleik. Axel varði vel. Hjá Haukum var liðsheildin góð lengst af. Jón F. Egilsson var sterk- ur f hægra hominu í fyrri hálfleik en sást lítið í þeim síðari. Páll var drjúgur og Sigurjón einnig en hefði mátt fara sér hægar í sumum sókn- unum og nýta tímann betur. Leifur varði ágætlega í fyrri hálfleik en ekki bolta í þeim síðari. Eyjamenn klaufar að tapa FJ. leikja u j r Mörk Stig FH 13 9 2 2 347: 309 20 VALUR 13 7 5 1 301: 273 19 STJARNAN 12 7 3 2 297: 289 17 SELFOSS 12 6 3 3 311: 292 15 VfKINGUR 12 7 0 5 278: 267 14 HAUKAR 13 6 1 6 337: 321 13 ÍR 12 5 2 5 289: 289 12 ÞÓR 12 4 2 6 289: 313 10 KA 12 4 2 6 265: 278 10 HK 12 3 1 8 278: 305 7 ÍBV 13 2 2 9 297: 330. 6 FRAM 12 2 1 9 284: 307 5 FOLK ■ KRISTINN Bjömsson frá Ól- afsfirði hefur verið útnefndur skíðamaður ársins 1992 af stjóm SKÍ. Kristínn keppir í alpagreinum og hefur síðustu þijú árin dvalið í Noregi við nám og æfíngar og tek- ið miklum framforum. H JÓHANNES Sveinbjömsson úr HSK hefur verið útnefndur glímumaður ársins 1992 af stjóm GLÍ. Jóhannes var sigursæll á glímumótum ársins auk þess sem hann æfír þjóðleg fangbrögð og varð í sumar breskur meistari í“~ axlartökum annað ári í röð. Ejamenn vora klaufar að tapa fyrir FH-ingum í Kaplakrika í gær. Þeir höfðu eins marks for- skot, 26:27, þegar fímm mínútur vora Jónatansson til leiksloka og virt- skrifar ust hafa sigurinn í hendi sér. En allt kom fyrir ekki, meistaramir gerðu þrjú síðustu mörkin úr hraðaupp- hlaupum og unnu 29:27 og tróna sem fyrr á toppi deildarinnar. Kristján Arason, þjálfari FH, sagði að leikmenn sfnir hafí spilað frekar illa. „Ungu strákamir í Eyj- aliðinu komu okkur á óvart. Það var kæraleysi yfír leik okkar og við náðu ekki alveg saman. Eftir að við náðum fímm marka forskoti í fyrri hálfleik héldu menn að eftir- leikurinn yrði auðveldur, en hann var það ekki og við þurftum að hafa mikið fyrir sigrinum," sagði Kristján. Sigurður Gunnarsson, þjálfari IBV, var ekki ángegður með tapið og sagði að þeir hafí ekki trúað að þeir gætu unnið meistarana. „Við vorum of bráðir á meðan FH-ingar héldu ró sinni og við hreinlega rétt- um þeim hraðaupphlaupin í lokin. Það má segja að endahnútinn hafí vantað hjá okkur. Það býr mikið í liðinu og á góðum degi getum við unnið hvaða lið sem er í deildinni," sagði Sigurður. Hann bætti því við að Sigmar Þröstur og Belanyi hafí báðir verið með flensu síðustu daga og því ekki beitt sér í leiknum og munar um minna. Leikurinn í heild var slakur en bauð upp á spennu í lokin. Eyja- menn spiluðu vömina farmarlega í fyrri hálfleik en það gafst illa og breyttu þeir þá yfír í flata 6-0-vöm með betri árangri. FH hafði yfír í hálfleik 17:14 en það tók ÍBV að- eins 2,25 mín. að jafna 17:17. Eyja- menn náðu síðan yfírhöndinni og þegar 15 mín. vora eftir var staðan 22:25 og FH-ingar einum færri. Þá fór allt í handaskol hjá gestunum og heimamenn gengu á lagið og gerðu sjö mörk gegn tveimur áður en flautað var af. Sigurður Sveinsson, Pétur Pet- ersen og Guðjón Árnason vora bestu leikmenn FH. Gunnar Bein- teinsson og Kristján Arason léku vel í fyrri hálfleik, aðrir léku undir getu. Hjá ÍBV var Björgvin Rúnars- son sterkur í skyttuhlutverkinu, gerði mörg glæsileg mörk sem oft- ast höfnuðu efst í bláhominu. Línumaðurinn ungi, Svavar Vignis- sonf-var einnig mjög sprækur og Sigurður Gunnarsson virðist vera að komast f góða æfíngu. ■ STEFÁN Amaldsson og Rögnvald Erlingsson eiga að dæma leik SKA Minsk frá Hvíta Rússlandi og þýska liðsins Bayer Dormagen í 8-liða úrslitum Evr- ópukeppninnar í handbolta 9. jan- úar. Þetta er heimaleikur Minsk en fer engu að síður fram í Þýska- landi. ■ RÖGNVALD og Stefán höfðu áður verið settir á leik Saab og Leutershausen, en dómaranefnd IHF hefur líklega áttað sig á því að þeir dæmdu hjá Leutershausen í 16-liða úrslitunum, og því breytt fyrri ákvörðun. ■ RUNAR varð bikarmeistari í handknattleik karla um síðustu helgi í Noregi. Liðið sigraði Víking frá Stavangri 26:16 í úrslitaleik. Jakob Jónsson frá Akureyri leikur með Víkingsliðinu og gerði eitt mark í leiknum. 1.DEILD KVENNA Engin tilviljun að við erum í toppbaráttunni - sagði Hanna Katrín Friðriksen eftir sigur Vals á Stjömunni VALUR náði í mikilvæg stig með sigri á Stjörnunni, 24:18, í 1. deild kvenna í Garðabæ í gærkvöldi. Segja má að stigin telji tvöfalt því bæði lið berjast við toppinn, þar sem Víkingur trónir nú. Leikurinn var lengi vel mjög jafn, en Valsstúlkur voru sterkari síðasta stundaifyórðunginn og sig- urinn sanngjarn. Stefán „Við höfum átt mis- Stefánsson jöfnu gengi að fagna skrifar en mórallinn í liðinu er frábær — við er- um „spútniklið". Það er engin tilvilj- un að við eram í toppbaráttunni, Rússinn flrina Skorobogatyk] er frábær og er að gera góða hluti,“ sagði Hanna Katrín Friðriksen, sem átti stórleik með Val, eftir sigurinn. Þrátt fyrir öfluga vöm Stjöm- unnar og 5:1 forskot tókst Vals- stúlkum með seiglu að jafna á fimmtán mín. og komast yfír rétt fyrir hálfleik. Svo var jafnt á öllum tölum þar til um miðjan seinni hálfleik er Amheiður Hreggviðsdóttir hrein- lega lokaði Valsmarkinu — Stjarnan gerði aðeins tvö mörk það sem eft- ir var, þar af eitt úr víti í lokin, en á meðan gerði Valur átta mörk. Hanna Katrín Friðriksen hafði leikið mjög vel, en var svo tekin úr umferð frá miðjum seinni hálf- leik. Þá losnaði um Irinu sem sýndi sannarlega hvað í henni býr. Þessar þrjár voru bestar í sterku Valsliði; Hanna Katrín tók af skarið á mikil- vægum augnablikum, Irína var mjög sterk í vöm sem sókn, og Amheiður góð í markinu. „Það var slæmt að okkur vantaði viljann til að vinna þegar við vorum undir og nýttum ekki færin í lok- in,“ sagði Una Steinsdóttir, sem var mjög öflug í liði Stjömunnar að vanda. Hún var markahæst, Ingi- björg Jónsdóttir var einnig góð og Nina Getsko lék vel sem fyrr í markinu. ■ DOMINIQUE Wilkins, fram- herji Atlanta, setti nýtt met í NBA- deildinni í fyrrinótt er lið hans lék gegn meisturam Chicago og sigr- aði 123:114. Hann skoraði úr 23 víta- Valgeirssyni skotum i roð, en f Bandaríkjunum eldra NBA-metið var 19 skot í röð. ■ LEIKMENN Atlanta skoraðu úr 39 af 40 vítaskotum sínum í leiknum og það var einungis nýliði liðsins, Adam Keefe, sem mistókst eitt skott. Wilkins gerði alls 42 stig í leiknum og var stigahæstur. ■ MICHAEL Jordan, leikmaður Chicago er orðinn heill aftur eftir meiðsli. Hann gerði 32 stig gegn Atlanta en það dugði skammt. ■ DETLEF Schrempf, Þjóð- verjinn í liði Indiana var einnig öflugur í vítaskotunum, eins og Wilkins því hann hitti úr 22 víta- köstum af 23 er Indiana sigraði Golden State, 115:125. Golden State hefur nú tapað sex af átta leikjum sínum á heimavelli og er næst neðst í sínum riðli. ■ PATRICK Ewing fór enn einu sinni á kostum, þegar New York vann Seattle á heimavelli, 100:85. Ewing gerði 33 stig og tók 16 frá- köst. Þetta var níundi sigur New York á heimavelli í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.