Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 28
PU 28 seei aaaMaeaa oi auoAGUTMMia aiöAjaMUDHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 Innflytjendur og framleiðendur dýrustu vara í könnunni Gjöld og markaðs- aðstæður orsökin INNFLYTJENDUR og framleiðendur vara, sem reyndust dýr- astar á íslandi í alþjóðlegri verðkönnun brezka fyrirtækisins Intemational Information Service, segja að háum opinberum gjöldum, flutningskostnaðiog smæð markaðarins sé einkum að kenna um hærra verð á íslandi en annars staðar. í verð- könnun IIS, sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær, kom fram að 10 af 22 vörum, sem vgrð var kannað á í 13 löndum, vom dýrastar á íslandi. Dýmstu vörumar em í ýmsum tilfell- um þær, sem bera mjög há opinber gjöld, til dæmis áfengi, tóbak og benzín. Egg, mjólk, Coca-Cola, Mars súkkulaði, banan- ar og hamborgarar em einnig dýmst hér á landi. Pétur Bjömsson, forstjóri Vífilfells hf. sem framleiðir Coca-Cola, segir að opinber gjöld hafí mjög mikil áhrif á verðmyndun gosdrykksins. Á ís- lenzka gosdrykki sé lagt 25% vöru- gjald, sem þekkist ekki annars stað- ar. Auk þess sé lagt 5,06 króna skila- gjald á hvem lítra gosdrykks og þar ofan á bætist virðisaukaskattur. „Op- inberar álögur á hvem lítra eru 69% og það setur allt verðlag auðvitað í háaloft," sagði Pétur. Hann sagði að á þeim tíma, sem verðkönnunin hefði verið gerð, hefði Vífilfell verið að standa upp úr „verð- stríði í stóm pakkningunum, sem var stutt að utan frá Pepsi-Cola til þess að þeir gætu haslað sér völl. Þeir gerðu innreið með sama hætti í Skandinavíu. Þetta er allt búið og við erum ekki búnir að jafna verðið betur niður,“ sagði Pétuc Hann nefndi einnig að aðföng til rekstrar- ins, til dæmis dósir, þyrfti að flytja inn í dýrri frakt. Pétur sagði að væru opinber gjöld ekki reiknuð með, kostaði Coca-Cola álíka mikið á íslandi og í nágranna- löndunum, til dæmis á Norðurlönd- um. „Bandaríkin hafa það forskot að geta framleitt dósir í mjög stórum stíl, svo milljónum skiptir. Á litlum markaði er hlutfallslega meiri fastur kostnaður," sagði Pétur. „Það er vandamál, sem enginn ræður við.“ Kjartan Hjaltested, hjá Heildverzl- un Ásgeirs Sigurðssonar, sem flytur inn Mars-súkkulaði, sagðist vilja sjá frumeintak af verðkönnun IIS áður en hann tjáði sig um málið opinber- lega. Erfiðar aðstæður hér á landi Magnús Gíslason hjá Ávaxtasöl- unni, innflytjanda Chiquita-banana, sagði ýmsar skýringar á háu verði banana hér á landi. Hann sagði skort á samkeppni þó ekki vera meðal skýringa, því að samkeppni væri mikil í ávaxtainnflutningi. Ekki væru heldur lagðir tollar á banana. Þeir væru flokkaðir sem iðnaðarvörur, þar sem fyrirtækið þyrfti að þroska þá eftir að þeir kæmu til landsins og nota við það ýmis tæki og tól. Magn- ús sagði að íslenzkir innflytjendur keyptu banana beint af stærstu framleiðendunum á borð við .Chiqu- ita, Dole, Del Monte og Onkel Tuca. Þessir framleiðendur gæfu út sama verð á banönum fýrir alla Evrópu. Ýmsar aðstæður hér á landi gætu hins vegar valdið hærra verði. Smæð markaðarins ylli margvíslegri óhag- kvæmni, til dæmis varðandi flutn- inga út á land að vetri til með við- kvæma vöru. í slíkum flutningum yrðu oft afföll, sem gera yrði ráð fyrir í álagningu. Þá væri fjarlægð landsins frá öðrum mörkuðum, flutn- ingskostnaður og -tími vandamál. „Það er á mörkum þess að hægt sé að stunda þessa verzlun hér á landi,“ sagði Magnús. Aðföng eggjabænda dýrust í heimi Egg reyndust dýrust í könnun IIS, sem gerð var í september, þótt verð þeirra hafi lækkað undanfarið vegna mikillar samkeppni. Geir Gunnar Geirsson eggjabóndi á Vallá, Kjalar- nesi, sagði að nær væri að spyrja landbúnaðarráðherrann en sig hvað ylli háu verði á eggjum hér S landi. Fuglabændur byggju við afar slæmt rekstrarumhverfi og þyrftu að greiða hæsta verð í heimi fyrir aðföng sín. Á fóður væru lagðir háir skattar og einnig væri eggjabændum gert að greiða sjóðagjöld, sem notuð væru til að niðurgreiða gjaldþrot loðdýra- bænda. „Svona virðast stjómvöld vilja hafa þetta, en um leið vilja þau auðvitað sama eggjaverð og á Ind- landi,“ sagði Geir Gunnar. Þorsteinn Sigmundsson, eggja- bóndi í Hvammi, tók í sama streng og Geir Gunnar varðandi opinberar álögur á eggjabændur. Hann sagði að hægt væri að kaupa hveiti á 20 kr. kílóið í Bónusi, en kjamfóðrið fyrir hænumar hans kostaði 40 kr. kílóið. „Það er stutt í að fuglabænd- ur fari út í Bónus, kaupi kommat og hræri saman handa fuglunum," sagði Þorsteinn. í súluritunum, sem birt em hér á síðunni, er verð nokkurra vömflokka á íslandi borið saman við Evrópu- bandalagslöndin, sem könnun IIS náði til. Að höfðu samráði við IIS er stuðzt við að gengi brezka punds- ins gagnvart krónunni sé 96 krónur í september. í frétt Morgunblaðsins í gær var notað hærra gengi, fengið úr Hagtölum mánaðarins, og em tölurnar því ekki nákvæmlega þær sömu. Þetta breytir þó ekki hlutfalls- legum samanburði á verði milli landa. * Jón Asbergsson Hagkaup Nýlenduvara keypt á heimsmarkaði á miðlungsverði JÓN Ásbergsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að þeg- ar litið sé á þær vörur í verðkönnun HS, sem Hagkaup kaupi á heimsmarkaði og ekki séu óeðlilega há opinber gjöld á, komi verðlag í verzlunum fyrirtækisins vel út í samanburði við önnur lönd í könnuninni. Þannig sé verðlag á nýlenduvör- um hærra í Belgíu#en hér á landi og lítið lægra á Italíu, miðað við verð þeirra vara, sem könnunin náði til, að meðal- tali. Hátt verð á benzíni, áfengi og tóbaki hækkar umtalsvert verð íslenzku innkaupakörfunnar í samanburði við önnur lönd. Jón segir að af þeim 22 vömm, sem könnunin náði til, séu aðeins 17 keyptar í Hagkaupi. Það em Mars súkkulaði, Coca-Cola, Nesc- afé, Heinz bakaðar baunir, Buitoni spaghetti, Basmati hrísgijón, ný- mjólk, egg, bananar, sykur, Whiskas kattamatur, svitalyktar- eyðir, Head and shoulders sjampó, Lux sápa, Ariel þvottaefni, sólolía og Pampers bleyjur. „Af þessum 17 vömm em sex dýrastar hjá okkur. Þar af era mjólk og egg, sem em dýr vegna landbúnaðar- stefnunnar, sem hér er rekin. Mars súkkulaði ber 34% vemdar- toll, sem skýrir verðmuninn á því að vemlegu leyti. Þessar vörar em dýrar hér vegna ákvarðana stjóm- valda,“ sagði Jón. Hann sagði að bananar, sem reyndust dýrastir á Islandi, væm á mismunandi verði eftir vömmerkjum. í september, er könnunin var gerð, hefði Hag- kaup verið með Chiquita banana, sem væra dýrastir, en hefði nú skipt um tegund og væri með Dole banana, sem kostuðu 20 kr. minna kílóið. Hann sagðist hins vegar ekki hafa skýringar á verð- mun á sólolíu og Coca-Cola á hrað- bergi. „Þegar búið er að taka fata- hreinsunina, leigubflinn, benzínið, rommið og bjórinn, sem ekki er keypt í Hagkaupi, út úr innkaupa- körfunni, em vörur fyrir 2.925 kr. af þeim 7.737 sem karfan kostar, eða 37,8% af körfunni, keyptar hjá okkur. Ég sætti mig illa við að láta stimpla mig sem ábyrgðar- mann fyrir þessari dýra körfu, en Morgunblaðið nefnir ekkert fyrir- tæki annað en Hagkaup í frétt sinni,“ sagði Jón. „Ef við skoðum liði, þar sem íslenzk matvöraverzl- un er að kaupa vömr af heims- markaði í samkeppni við aðra, sé ég ekki betur en að við komum mjög vel út úr könnuninni. Við eram með miðlungsverð í mörgum vöraflokkum." Sykur hér á landi niðurgreiddur af EB í KÖNNUN á verði algengra neysluvara í þrettán löndum, sem birt var Morgunblaðinu í gær, kemur fram að verð á sykri er fjórða lægst hér á kuidi og verð á Nescafé sjöunda lægst. Morgunblaðið hafði samband við forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem flytja inn þessar vörur og innti þá eftir því hvernig á þessu stæði, í ljósi þess að verð á sjö vörutegundum reyndist hæst hér á landi. Vilhjálmur Fenger, fram- kvæmdastjóri hjá Nathan og 01- sen, sem flytur inn sykur frá Dan- sukker í Danmörku, sagði að syk- urinn væri niðurgreiddur af Evr- ópubandalaginu. Sykurframleið- endur fengju úthlutaða kvóta og seldu samkvæmt þeim á heima- markaði. Framleiddu þeir meira en sem næmi sölu á heimamark- aði seldu þeir til landa utan EB og væri sú framleiðsla niður- greidd. „Þó svo að lagður sé 31,25% tollur á sykur þá er það samt sem áður minna en í nágrannalöndun- um,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði að haldin væra uppboð á sykri á hveijum degi. Sykri frá Dansukker er pakkað í Danmörku á alla mark- aði en íslenskir neytendur fá syk- urinn í dönskum umbúðum. Hann sagði að þó sykur vægi ekki þungt í innkaupakörfu heimilanna væri jafnan vel fylgst með verði syk- urs. Það leiddi síðan til þess að lítil eða engin álagning væri á vöranni. Góð kjör þjá Nestlé Halldór Kvaran sölustjóri hjá Gunnari Kvaran hf. sem flytur inn Nescafé sagði að ástæður þess að ' verð á Nescafé hérlendis væri ekki hærra en raun ber vitni, væru þær að fyrirtækið fengi góð kjör frá framleiðandanum, Nestlé. „Eftir því sem mér skilst á þeim líta þeir á okkur sem Nestlé-fyrirtæki. Við fáum vörana væntanlega á sama verði og ef Nestlé væri að senda vörana milli landa fyrir sjálft sig. Við höfum starfað fyrir Nestié í fjölda ára. Ég veit að hið sama á við um fleiri vörar frá okkur, eins og kakómalt og pasta. Mikið af þessari vöru er ódýrara frá okkar heildsölu en frá heildsölu erlendis. Líklega er skýringin einnig hófleg álagning okkar,“ sagði Halldór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.