Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 36
Gámaþjónusta Norðurlands Sveitarfé- lögum gef- in sorpílát GÁMAÞJÓNUSTA Norðurlands hélt nýlega upp á fimm ára af- mæli sitt og gaf í tilefni af þess- um tímamótum sveitarfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu ruslaílát til notkunar utandyra, en með því móti vill fyrirtækið leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfið og að jafnframt sýna sveitarfé- lögunum þakklætisvott fyrir gott og ánægjulegt samstarf á undan- förnum árum. Gámaþjónusta Norðurlands hóf starfsemi árið 1987 og hefur frá þeim tíma lagt kapp á að þjóna fyrirtækjum og stofnunum varðandi sorplosun og umhverfishreinsun og hefur fyrirtækið á þessum tíma afl- að sér þekkingar og reynslu á þessu sviði. Starfsemi Gámaþjónustu Norð- urlands felst í almennri og sér- hæfðri sorphirðu, leigu, losun og umhirðu sorpíláta og gáma. Fyrir- tækið þjónar nú 8 sveitarfélögum á Eyjaijarðarsvæðinu með gámaleigu og losun og sér um sorphirðu hjá 5 sveitarfélögum, auk þess að þjóna fjölda atvinnufyrirtækja á svæðinu. Á þessum tímamótum í sögu fé- lagsins kynnti það viðskiptavinum sínum nýjan og öflugan pressubíl fyrir húsasorp og gáma, en hann er af svokallaðri framhleðslugerð. Kýrin Rós 58 í Miðkoti á Dalvík. Búnaðarsamband Eyjafjarðar Morgunblaðið/Benjamín Hafsteinn Pálsson veitir viðtöku bikar úr hendi Péturs Helgason- ar formanns BSE en hann átti stigahæstu kú héraðsins. Rós frá Miðkoti á Dalvík var val- m besta kýr Ejrjafjarðarhéraðs Ytri-Tjörnum. I TILEFNI kúasýninga sem fram eru á fjögurra ára fresti var efi KEA nú nýverið. Á fundinn komu allmargir bændur úr héraðinu og hlýddu á fróðleg erfindi þeirra Jóns Viðars Jónmundssonar ráðunautar Bún- aðarsambands íslands í nautgripa- rækt og Guðmundar Steindórsson- ar framkvæmdasijóra Búnaðar- sambands Eyjafjarðar, BSE, sem einnig sýndi litskyggnur af best byggðu og neysluhæstu kúnum. Á fundinum voru afhentar viður- óru í Eyjafirði sl. vor og haldnar t til bændaklúbbsfundar á Hótel kenningar fyrir stigahæstu kýmar í hverri nautgriparæktardeild á svæði BSE. Við ákvörðun stiga- gjafar var tekið tillit til bæða sýn- ingardóms og afurðasemi kúnna. Eftirtaldar kýr hlutu viðurkenn- ingu, í Grýtubakkahreppi, Skrauta frá Hléskógum, í Svalbarðsstrand- arhreppi, Blesa.frá Gautsstöðum, í Öngulsstaðahreppi, Drottning frá Ytri-Tjörnum, í Saurbæjar- hreppi, Gjörð frá Öxnafelli, í Hrafnagilshreppi, Fekja frá Holts- eli, á Akureyri, Lind frá Naustum 11, í Glæsibæjarhreppi, Bára frá Dagverðareyri, í Öxnadalshreppi, Skvetta frá Syðri-Bægisá, í Skriðuhreppi Von frá Dagverðart- ungu, í Amameshreppi Randa frá Möðruvöllum 11, í Árskógshreppi, Sokka frá Ytra-Kálfsskinni, á Dalvík Rós frá Miðkoti og í Svarf- aðardalshreppi Vetra frá Brekku. Viðurkenningar þessar vom áletraðir veggskildir gefnir af Mjólkursamlagi KEA. Rós 58 í Miðkoti á Dalvík dæmdist besta kýr héraðsins og veitti eigandi hennar Hafsteinn Pálsson móttöku veglegum bikar sem Búnaðarsamband Eyjafjarðar gaf. Rós 58 er með 121 stig í afurðaeinkunn og fyrir heildardóm 209 stig. Undan henni hafa verið keyptir inn á nautastöð tveir nautkálfar til kynbóta og heit'a þeir Miðill og Koti, Miðill hefur þegar verið tek- in í notkun. Benjamín Formaður STAK Launahækkun sjúkra- liða var aldrei í hættu Elín Björk Unnarsdóttir og Sig- urrós Pétursdóttir við fata- hreinsunina, en litli snáðinn er fjögurra mánaða gamall sonur Elínar, Unnar Már. F AT AHREIN SUNIN Slétt og fellt í Sunnuhlíð á Akureyri hef- ur nú tekið upp þá nýbreytni að þvo umhverfisvænar bleiur. Það er gert í samstarfi við umboðs- verslunina Margnota bleiur á Dalvík sem flytur inn Indi-blei- una frá Kanada. (Mj/ Hótel kSóHarpa Nýr gistivalkostur áAkureyri Auk hagstæðs gistiverðs, njóta gestir okkar afsláttar á veitingahús- unum Bautanum og Smiðjunni. Fastagestum, fyrirtækjum oghóp- um er veittur sérafsláttur. HótelHarpa Góð gisting á hóflegu verði í hjarta bæjarins. Sfrni 96-11400 Ath.aðHótelHarpaerekkiísímaskránni. JAKOBÍNA Björnsdóttir formað- ur Starfsmannafélags Akureyrar- bæjar, STAK vildi koma á fram- færi vegna fréttar í blaðinu í gær um nýgerðan _ kjarasamning Sjúkraliðafélags íslands, að þeir sjúkraliðar sem eru í stéttarfélög- um innan samflots bæjarstarfs- manna haldi þeim launahækkun- um sem þeir fengu síðastliðið vor. Sú hækkun hafi aldrei verið í Innflutningur á Indi-bleium hófst fyrir rúmu ári og hefur bleian fengið góðar viðtökur og reynst vel. Margar mæður nota umhverf- isvænar bleiur með það í huga að spara sér útgjöld, minnka sorp- magn og hægja á eyðingu skóg- anna, að sögn Elínar. Hún segir bómullarbleiuna endast með bam- inu og jafnvel á fleiri en eitt bam, en pappírsbleia sem notuð er í tvær til þijár klukkustundir eyðist á 500 áram í náttúranni. Sigurrós Pétursdóttir hjá Sléttu og felldu sagði að fyrirtækið vildi efla umhverfisvernd með því að stuðla að aukinni notkun á um- hverfisvænum bleium og verði notkun þeirra almenn sagði hún koma til gréina að sækja óhreinar bleiur heim og skila þeim síðan hreinum, en sá háttur er hafður á víða erlendis. í framtíðinni er auk þess stefnt að því að koma á fót skiptimarkaði og útleigu á bleium hjá fatahreins- uninni. Þvottahúsið við Vesturgötu 12 í Reykjavík hefur ákveðið að taka upp hliðstæða þjónustu. hættu í þeirri vinnudejldu sem félag- ar í Sjúkraliðafélagi Íslandi hafi átt í. Félagsmenn í stéttarfélögum innan samflots bæjarstarfsmanna hafi ver- ið búnir að fá umrædda hækkun, en í frétt blaðsins frá í gær kom fram að gert væri ráð fyrir að sjúkraliðar á landsbyggðinni sem era í starfs- mannafélögum haldi hækkun frá því í vor og starfsfélagar þeirra á lands- byggðinni í Sjúkraliðafélaginu fái sömu hækkun frá sama tíma. „Sú launahækkun var aldrei í hættu, enda um hana samið af allt öðru stéttarfélagi," sagði Jakobína. Hún sagði að sjúkraliðar á Akur- eyri og víða annars staðar á lands- byggðinni hafi valið að vera í stéttar- félagi í sinni heimabyggð og sé það von stéttarfélaganna að Sjúkraliða- félag íslands virði þá ákvörðun fagfé- laga sinna að velja sér stéttarfélag í heimabyggðum sínum. Þetta ætti einnig við um önnur starfsgreinafé- lög sem hafa aðsetur í Reykjavík. Nefni hún að til að mynda væra rönt- gentæknar, slökkviliðsmenn, tón- listaskólakennarar, ljósmæður og fleiri starfsgreinar innan raða Starfs- mannafélags Akureyrarbæjar. -----------» ♦ ♦----- 100 manns með magakveisu KVEF var áberandi kvilli meðal íbúa á Eyjafjarðarsvæðinu í ný- liðnum mánuði, en 614 manns voru skráðir ýmist með kvef, hálsbólgu eða bronkítis sam- kvæmt skýrslu um smitsjúkdóma sem fyllt var út af læknum á Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Þá vora líka yfir eitt hundrað manns skráðir með magakveisu í síðasta mánuði, 11 fengu lungna- bólgu, 26 streptókokkahálsbólgu og 9 vora skráðir með hlaupabólu sam- kvæmt skýrslunni. Bómullarbleiur þvegn- ar hjá Sléttu og felldu Morgunblaðið/Rúnar Þór Happdrættisvinningar afhentir Verðlaunahafar í happdrætti Ferðakaupstefnu Vestur-Norðurlanda, sem haldin var á Akureyri í september, fengu verðlaun sín afhent nú fyrir skömmu. Frá vinstri á myndinni er Inga Sólnes, framkvæmdastjóri Ferða- kaupstefnunnar, Helgi Jón Jóhannesson, sem hlaut nýútkomna landabréfa- bók um Grænland, Björn Jónsson, sem tók við verðlaunum fyrir Halldóra Steindórsdóttur, en hún fékk helgarferð fyrir tvo til Reykjavíkur, Elmar Sveinsson, sem fékk listaverkabækur um færeyska listmálarann Mikines og færeyska list, og Anna Fr. Blöndal, sem fékk handprjónaða færeyska lopapeysu. Embla vígð í Kiwanishreyfinguna Kiwanisklúbburinn Embla á Akureyri var fyrir skömmu vígður formlega inn í Kiwanishreyfinguna við afhöfn á Hótel KEA. Móður- klúbbur Emblu er Kiwanisklúbburinn Súlur í Ólafsfirði. Embla er ijórði kvennaklúbburinn í umdæminu Ísland-Færeyjar, fyrir eru Harpa, Reykjavík, Rósan, Færeyjum og Góa í Kópavogi. »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.