Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 51
það sjálfsagt að bústaðirnir tilheyrðu einnig þeim systkinum sem ekki reistu þar eigið húsnæði. í nálægð við vatnið, ijallið, þúf- umar og lyngið standa bústaðirnir þétt hver við annan. Þannig hafa einnig samskipti systkinanna og fjöl- skyldan þeirra verið. Ávallt staðið þétt saman. Við veiddum fisk, spörk- uðum bolta, klifum fjallið og tíndum ber. Við hlógum mikið. Það var allt- af verið að hlæja. Margar ánægju- legustu æskuminningarnar eru ein- mitt frá þessum stað, frá þessum samverustundum, þar sem kynslóða- bil var ekki til. Álltaf var einhver fullorðinn nálægur, oft til að taka þátt í leiknum, stundum til að gefa góð ráð eða bara til að vera með. Þama vom tryggðabönd fjöl- skyldunnar hvað fastast bundin. Gunna frænka verður alltaf stór hluti þessara minninga. Áður fyrr hélt Þómnn amma okkar fjölskyld- unni saman styrkri hendi en það er langt síðan að Gunna tók í raun við því hlutverki. Auk samvemnnar við Þingvallavatn höfum við alla tíð hist á afmælum, jólum og áramótum og þekkjumst því betur en flestar nú- tímafjölskyldur. Það teljum við mikil lán og erum þakklát fyrir. Samfylgdin við Gunnu hefur verið okkur ljúf og Iærdómsrík og við þökkum fyrir að hafa átt slíka frænku. Systkinabömin. -----»-■»-■♦--- Kveðjuorð Gróa Jónsdóttír Fædd 8. september 1907 Dáin 30. nóvember 1992 Elsku amma okkar, Gróa Jóns- dóttir frá Hvoli, er dáin. Allt er breytt, því það skarð sem hún skilur eftir sig verður aldrei fyllt. Söknuðurinn er mikill og upp í hug- ann koma ljúfsárar minningar um stórkostlega konu sem oft á erfíðum tímum lyfti huga okkar úr skugga steinsins upp í sólríka blómabrekk- una og gæddi lífíð nýjum og merkum tilgangi. Amma var og verður í huga okkar afar sérstök kona og minningin um dugnað hennar og hjartagæsku vek- ur upp svarið við því hver séu hin raunverulegu verðmæti í lífínu. Börn- in voru henni sérstaklega kær og er hún kom seinast í afmæli var það meira af vilja en mætti. í söknuði okkar systkinanna síðustu daga höf- um við hugsað um hvað amma hefði viljað að við segðum eða gerðum og hafa þau svör sem við förum nærri um að amma hefði svarað veitt okk- ur mikinn styrk og þótt söknuðurinn sé sár þá er ekki annað hægt en að bera höfuðið hátt og halda áfram, því það hefði amma viljað. Nú þegar amma er fallin frá og við erum ein eftir hugsum við um hverfulleika lífsins og það sem var gleði okkar í gær er sorg okkar í dag, þá minnumst við ömmu okkar. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Maggi og Lálja. Erfklnkkjur Glæsileg kiíii- hlaðborð ikliegir salir og mjög góð þjónusta. lípjilysingar í síma 2 23 22 FLUGLEIÐIR hútei LorryiiiK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 t MAGNÚS BJARNASON, Strandgötu 17, Akureyri, lést 8. desember. Ingibjörg Halldórsdóttir og börn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma, PETRÍNA GUÐRÚN NARFADÓTTIR, si'ðasttil heimilis dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést í sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 7. desember. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Haraldur Hákonarson, Halla Eyjólfsdóttir, Þóra Níelsína Helga Hákonardóttir, Anna Soffia Hákonardóttir, Guðmundur Jónsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BORGHILDUR PÉTURSDÓTTIR frá Oddsstöðum, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 11. desember kl. 15.00. Vera Sigurðardóttir, Óli Björnsson, Þorbjörg Sigurðardóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Finnbogi Sigurðsson, Björg Gunnarsdóttir, Borghildur Sigurðardótti, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginkona mfn, móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, • HERDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, lést sunnudaginn 29. nóvember sl. Jarðarförin hefur farið fram f kyrrþey. Guðbjörn Guðmundsson, Jóhanna Guðbjörnsdóttir, Eggert Guðmundsson, Þuríður Guðbjörnsdóttir, Torfi Markússon, Sigriður Guðmundsdóttir, Jóhannes Guðmundsson, Guðrún Tómasdóttir, Anna Guðmundsdóttir og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi, langafi, og langalangafi okkar, HÖGNI BRYNJÚLFSSON, Arnarhrauni 16, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá kapellunni í Hafnarfjarðarkirkjugarði föstu- daginn 11. desember kl. 10.30 f.h. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Halldóra Bjarnadóttir, Eli'n, Tómas, Berta, Kristín, Ástþór, Dýrfinna, Jón, Sigurgeir, Guðrún, Bettý, Garry, Ester, Bjarni, Elsa, Grétar, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát JOSEFS RAJCHART fyrrum verslunarfulltrúa Tékkóslóvakíu á íslandi. Bozena Rajchartova, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík. Guðrún Hafliðadóttir, Guðmundur Hafliðason, Haflína Hafliðadóttir, Guðjón Hafliðason, Unnur Hafliðadóttir, Kolbrún Hafliðadóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI PÉTUR JÓNASSON, Engihjalla 9, Kópavogi, sem lést þann 3. desember sl., verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu- daginn 11. desember kl. 13.30. Friðjón Bjarnason, Sigurður Bjarnason, Valgeir Bjarnason, 09 Inga Brynjólfsdóttir, Hilde Stoltz, Margrét Bjarnadóttir barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DORIS WALKER FINNSSON, Vesturbrún 38, Reykjavik, lést í Borgarspítalanum 8. desember. Hjálmar Finnsson, Edward H. Finnsson, Erna Norðdahl, Katherine Finnsson Smart, Ronald C. Smart, barnabörn og langömmubarn. + Hjartkær eiginmaður, faðir og tengda- faðir, ÁRNI ÖRNÓLFSSON, Hlíðarvegi 33, Kópavogi, er lést að kvöldi 4. desember á hjarta- deild Borgarspítalans, verður jarðsung- inn frá Kópavogskirkju föstudaginn 11. desember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd og Sunnuhlíðarsamtökin í Kópavogi. Guðrún Jörundardóttir, Helga Sigurbjörg Árnadóttir, Helgi Freyr Kristinsson. + Ástkær eiginkona, móðir, dóttir og systir, HULDA B. LÁRUSDÓTTIR fulltrúi, Marargötu 1, Reykjavik, er lést 2. desember sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstu- daginn 11. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélag- ið. Sigurður P. Sigurjónsson, Brynjar Ág. Sigurðsson, Bryndfs Nikulásdóttir, Ragnhildur Lárusdóttir, Ragnheiður Fanney Lárusdóttir, Gísli B. Lárusson. + Þökkum öllum, sem sýnt hafa okkur vináttu og tryqqð vegna fráfalls RAGNARS JÓNSSONAR, Brautarlandi 9, Reykjavík. Kristfn G. Einarsdóttir, Þorgerður Ragnarsdóttir, Gi'sli Heimisson, Jón Ragnarsson, Gyða Þ. Halldórsdóttir, Brynhildur A. Ragnarsdóttir, Ólafur Bjarnason, Einar Ragnarsson, Gerður Pálsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, stjúpföður, tengdaföður, afa og lang- afa, STEINGRÍMS M. GUÐMUNDSSONAR, bifreiðastjcra, Kópavogsbraut 1a, áður Njálsgötu 15a. Sérstakar þakkirtil læknanna Guðmundar Ólafssonar og Kristjáns Eyjólfssonar og starfsfólks deildar 14-E Landspítalans. Áslaug Árnadóttir, Hörður Sigtryggsson, Rannveig Sigurðardóttir, Kristi'n Sigtryggsdóttir, Jón Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.