Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 58 ffCB/IAfHI Þegar hann kemur niður, segðu honum að hann hafí verið rangstæður__ Ertu staðráðinn í að halda viðgerðinni áfram, á þak- inu? HÖGNI HREKKVÍSI BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík- Sími 691100 - Símbréf 691222 Opið bréf til Guðmundar Jónssonar söngvara Frá Kristni Sigmundssyni: KOMDU nú blessaður og sæll, gamli lærifaðir og vinur. Eins og þú veist var ég í Genf undanfarna tvo mánuði, að frátöld- um nokkrum dögum, sem ég þurfti að vera við tónleikahald í fílharmón- íunni í Köln og Schauspielhaus í Berlín. í Genf söng ég í óperunni „Die Frau ohne Schatte" eftir Rich- ard Strauss. Þetta hefur allt gengið vel. Að minnsta kosti hafa mér áhorfendur og krítikerar virst sæmi- lega ánægðir. Nú er ég kominn aftur heim til Wiesbaden. Ég hef búið svo um hnútana að ég get verið hjá Ásgerði og strákunum mestan hlutann af desember. Að vísu þarf ég að mæta á æfingar í Amsterdam í tvo daga og svo syng ég þrenna tónleika í Antwerpen með Kongunlegu fíl- harmóníuhljómsveitinni þar. Einu sinni varaðir þú mig við því að fara út í svona ferðatöskulifnað, þar sem umboðsmenn og peninga- maskínur réðu ferðinni og nefndir finnska bassann góðkunna, Kim Borg, máli þínu til stuðnings. Hann sagði þér að eitt árið hefði hann ekki verið nema hálfan mánuð heima hjá sér, þegar allt var talið. Þetta hafði ég í huga þegar umboðsmaður- inn minn var að skipuleggja desem- bermánuð fyrir mig. Ég sagði honum að ég ætlaði að taka mér frí í desem- ber, þrátt fyrir að mér byðist að syngja í Sarastro í Töfraflautunni við vígslu óperuhússins í Chemnitz í Austur-Þýskalandi með söngvurum á borð við Theo Adam, undir stjórn Justus Franz. Þessu verður sjónvarp- að beint um áramótin. Ég þurfti ekkert að hugsa mig um lengi til að afþakka þetta. Það verður svo sem alveg nóg að gera á næsta ári. Ég kemst varla heim milli áramóta og maí. Þegar maður er einn í framandi stórborg tímunum saman, íjarri sin- um nánustu, fer ekki hjá því að maður hugsi eftir öðrum brautum en vanalega. Þegar maður er einn með sjálfum sér, hefur maður meiri tíma til að velta fyrir sér ýmsum hlutum sem maður myndi e.t.v. ekki gefa neinn gaum annars. Stundum hef ég fyllst hálfgerðri skömm á sjálfum mér fyrir að vera að þiggja há laun fyrir að syngja óperur á meðan ég gæti ef til vill orðið að liði við hjálparstarf við svelt- andi fólk í Sómalíu, gert eitthvað til að hindra þjóðarmorð serbneskra villimanna á króötum og bosníu- mönnum, eða unnið gegn vaxandi gengj nasista í Þýskalandi. Einhvern veginn hefur mér fundist undanfar- ið, að óperusöngur, partí, sólarlanda- ferðir og annar munaður sé siðleysi á meðan verið er á grimmilegan hátt að murka lífíð úr fólki hér í næsta nágrenni, og það í stórum stíl. Nálægðin við þessi hryllilegu voðaverk gerir þessa hugsun enn áleitnari. Það tæki mig ekki meira en einn dag að keyra heiman frá mér á blóðvöllinn sem einu sinni hét Júgóslavía. I þessu ljósi fannst mér afskap- lega skondið að lesa orðaskipti þín og Ágústu nokkurrar Ágústsdóttur. Hér er ég að móralisera yfir sjálfum mér í auðkýfingaborginni svissnesku og fínnst að heimurinn sé að fara til andskotans á meðan ég geri ekk- ert nema syngja óperur fyrir ríka fólkið. Þá les ég þau stórtíðindi í Morgunblaðinu að höfuðmeinsemd heimsbyggðarinnar sé ekki hungurs- neyð í Sómalíu, nasismi í Þýska- landi, útrýmingarstríð serba, eða gatið á ósonlaginu, heldur sú stað- reynd að Islendingar kunni ekki að syngja eins og sungið er „í útlönd- um“, hjá „siðmenntuðum þjóðum". Höfundur þeirra sanninda, áður- nefnd Ágústa fer hamförum um lé- lega söngkennslu og þar af leiðandi frámunalega lélega söngvara, sem séu íslenskri þjóð til háborinnar skammar. í grein hennar sem birtist í Morgunblaðinu þann 3. nóv. síðast- liðinn var ýmislegt látið flakka um „kjötmangara", „hundrað litlar óperusöngkonur" á vappi um bæinn og tiltekinn íslenskan söngvara sem „birtist á sjónvarpsskjánum í vetur leið, lagðist utan í flygilinn eins og drukkinn maður á vínbar" og gat ekki borið textann fram af neinu viti. Lýsingin á þeim drykkjumanns- lega svola sem „þrumaði hið ofurvið- kvæma lag Schumanns „Du bist wie eine Blume“ á við mig, Já, Guðmund- ur minn. Mér þykir leitt að þurfa að játa það fyrir þér að þetta var ég. Ég var einu sinni samkennari frú Ágústu. Ef til vill væri heiðarlegra af mér að orða þetta þannig að ég hafi þegið laun fyrir að blekkja sak- laust fólk í skóla þar sem hún var söngkennari. Þá kynntist ég henni svolítið. Alls ekki mikið, en nóg til þess að finnast hún þægileg í við- kynningu. Þegar við hittumst á kennarastofunni ræddum við um ýmsa hluti, meðal annars um söng (eftir því sem ég hafði vit á) og ég gat tekið undir margt af því sem hún sagði. Þess vegna hélt ég að það hlyti að vera bull og fleipur þegar kunningjar mínir komu til mín hver um annan þveran og sögðu mér að Ágústa Ágústsdóttir söng- kona hefði látið þau orð falla í hópi áhugamanna um tónlist að hún tryði því ekki að nokkur heilvita maður færi á tónleika til að hlusta á hann Kristin Sigmundsson syngja „Vetr- arferðina“ eftir Schubert, þennan drengstaula sem ekkert getur og ekkert kann. 'Þeir voru nokkuð ör- uggir á því að síðasta athugasemdin átti við mig en ekki Schubert. Aldrei minntist hún Ágústa á þetta við mig, jafnvel ekki þegar við vorum að tala um söng. Ég grunaði líka gagnrýnanda stærsta blaðs þjóðar- innar alvarlega um græsku þegar hann sagði mér að Ágústa hefði hringt í hann eitt kvöldið og hund- skammað hann vegna þess að hann vogaði sér að skrifa um mig já- kvæða umsögn. Ég var vantrúaður á svona sögusagnir, vegna þess að þær voru í fullkomnu misræmi við þá reynslu sem ég hafði af þessari elskulegu konu. Eftir að hafa lesið lýsingu hennar á drykkjusvolanum sem lá utan í fiyglinum í sjónvarps- salv er ég ekki eins viss lengur. Ég las líka svargreinina hennar sem birtist þann 24. nóvember. Þar fór hún á kostum. Sérstaklega fannst mér það flott þegar hún sagð- ist ekki hafa áhuga á því að slást í „hóp þinn og félaga þinna“. Ég hefði kannski átt að skrifa henni sjálfur opið eða lokað bréf, en ég á svo skelfing erfítt með að eiga orðastað við fólk sem ég veit ekki alveg hvar ég hef. Mér þykir það sárt Guðmund- ur minn, en ef grunur minn reynist réttur þá er henni í nöp við mig. Ég vona þó að svo sé ekki. Ég get Víkverji skrifar Fyrir nokkrum árum, þegar geislaspilarar voru fráleitt orðnir almenningseign líkt og í dag, birtist í Morgunblaðinu samantekt blaðamanns um þessa þá nýju tækni. Þar notaði blaðamaður orðið geislaplata yfir nýju plöturnar, til aðgreiningar frá þeirri hljómplötu, sem fyrir var, vínylplötunni. Síðar varð orðið geisladiskur, sem einnig er notað um sælindýr (pecten septemradiatus), allsráð- andi, en nú er hafin barátta fyrir geislaplötunni á ný. Víkveija finnst orðið gott og eðlilegt framhald, en spyija má hvort ekki sé nú orðið óhætt að tala bara um hljómplötur á nýjan leik eða bara plötur, þar sem vínylplatan er nánast horfin úr öllum verslunum? Það væri þá eðlilegra, að segja hreint út vínylplata, þegar um þá gömlu, góðu tegund væri að ræða. Fyrir skömmu var sagt frá því í fréttum Morgunblaðsins, að talsvert væri um óhöpp og jafnvel slys, þegar ungbörn dyttu út úr innkaupakerrum í verzlunum. Sigldur kunningi Víkveija sagði af þvi tilefni, að í Bandaríkjunum væru höfð öryggisbelti fyrir börn í innkaupakerrunum. Víkveija fínnst sjálfsagt, að íslenzkir kaupmenn taki þá bandarísku sér til fyrir- myndar, hvað þetta varðar. xxx Oft hefur Víkveija blöskrað, þegar hann hefur flett ýmsum auglýsingabæklingum, sem eiga að heita með íslenzkum texta. Þvílík hryðjuverkastarfsemi!! Það er von að íslenzk tunga þurfi á öllum sínum vinum að halda, þegar svona morð- ingjar fá að Ieika lausum hala. A dögunum barst inn á borð auglýsingabæklingur fyrir nærföt karla og kvenna. Og hvílík ís- lenzka. Frummálið, enskan, skein svo í gegn að réttast væri auðvitað að saksóknari ríkisins yrði kvaddur til málsins. Víkveiji veit ekki betur, en til þess embættis sé leitað, þegar menn halda að klám í kvikmyndum særi augu manna. Af hveiju mega menn misbjóða því sem okkur er helgast án þess að menn meira en yppti öxlum yfír ósköpunum? Einna versta dæmið var þar sem skrifað stóð, „mjög þorandi nátt- föt“. I þessu sambandi nota enskir sögnina að þora. Hins vegar finnst Víkveija hreint ekki þorandi að nota hana svona á íslenzku, heldur eigi lýsingarorðið djarfur þarna við. Það er svo annað mál, að Vík- veiji hefði út af fyrir sig vel getað gerzt svo djarfur að þora í þessi náttföt. En skyldu þau þora í Vík- veija!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.