Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1992 Guðrún Jóns- dóttir - Minning Eitt bros getur dimmu í dagljós breytt, Ótal ljúfar minningar streyma fram í hugann, er ég nú minnist okkar kæru Guðrúnar eða Gunnu eins og hún var alltaf kölluð í okkar hópi. Hennar er sárt saknað nú á kveðjustund. Við huggum okkur við það, að viss léttir fylgir því, er hvíldin kem- ur eftir langvarandi veikindi. Undan- farin tvö ár hefur eiginmaður henn- ar elskulegur, bömin hennar góðu og bamabörnin staðið eins og klettar við hlið hennar og leitast við að gera henni allt sem best þau máttu. Hjúkrunarfólk og læknar á Land- spítalanum og þá síðast en ekki síst á Hjúkrunarheimilinu Skjóli, hjúkr- uðu Gunnu okkar af kostgæfni og reyndu að létta henni sjúkrahúsleg- una eftir mætti. Elskan og ástúðin milli eiginmannsins og hennar fól ekki framhjá neinum. Vinur okkar Einar eyddi öllum stundum sem hann gat við hlið Gunnu sinnar og sá til þess, að henni liði eins vel og kostur" var við þessar aðstæður. Við ástvinir þeirra stóðum hnípnir álengdar. Við fundum vanmátt okk- ar. Það skar í hjartað, að geta svo lítið gert til að létta undir. Ljúfl- ingurinn okkar er horfinn okkur nú. Ég er þess fullviss, að henni líður vel og hún fylgist með okkur í sorg og gleði. Til hennar var alltaf hægt að leita, ef eitthvað bjátaði á. Það var mín reynsla, og um það á ég góðar minningar. Þau Einar og sundfélagar eigin- manns míns tóku mér, óhörðnuðum unglingnum, opnum örmum fyrir nokkrum áratugum, er ég fyrst kom í þeirra hóp. Þetta voru miklir sund- menn, sem héldu hópinn og eigin- konur þeirra. Við höfum átt dásam- legar stundir saman öil þessi ár. Stofnuðum svokallaðan „Nýárs- klúbb“ þar sem við hittumst á heimil- um okkar 1. janúar ár hvert og fór- um svo á nýársdansleik. Ferðalögin okkar um verslunarmannahelgar ár hvert í rúma tvo áratugi voru sann- kallaðar perlur. Minningar um þær stundir munu ylja okkur áfram. Þar var Gunna eins og ætíð, hrókur alls fagnaðar. Ógleymanlegt verður okk- ur hjónunum eitt árið, er við hitt- umst öll austur í Skaftafelli. Við Helgi vorum sein fyrir. Þegar við komum á áfangastað, voru ferðafé- lagamir búnir að tjalda og koma sér fyrir. Þar ríkti mikil gleði, sungið og dreypt á „útilegukaffí". Svo vel var tekið á móti okkur, að við feng- um ekki einu sinni að tjalda sjálf. Því stjómaði Gunna. Við vomm strax látin setjast að veitingum og tjaldið var reist fyrir okkur, af mikl- um myndarskap og allir hlógu og skemmtu sér. Svona var lífið alltaf nálægt Gunnu og Einari. Á þessari stundu þökkum við allan þann góða tíma, sem við höfum átt saman. Við emm þakklát fyrir það hve bömin okkar fengu að kynnast þessum hjónum vel og eiga með þeim ómetanlegar stundir. Ég er þess fullviss, að við vinir og félagar þeirra hjóna getum verið sammála um það, að ljóðlínur skáldsins okkar góða, Einars Benediktssonar, geta átt vel við hér. sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur breyst við atorð eitt. Aðgát skal hðfð í nærveru sálar. (Einar Benediktsson.) Ég bið algóðan guð að geyma Guðrúnu Jónsdóttur og blessa og styrkja fjölskyldu hennar í sorg þeirra. Minningin um góða konu lifír. Edda Sigrún. í dag verður kvödd Guðrún Jóns- dóttir, eiginkona okkar fareæla for- manns KR til margra ára, Einare Sæmundssonar. Stóð hún með honum í forystu- hlutverki félagsins og hafði góðan skilning á erli og fjarveru hans frá heimili þeirra, vegna starfa fyrir KR. Það em margir félagar í gamla góða KR sem minnast heimsókna á þeirra fallega heimili með miklu þakklæti. Þar var Guðrún miðpunkt- urinn, broshýr og skemmtileg, tók á móti gestum sínum af hlýju og um- hyggju. Það var öllum ljóst af samræðum við hana, að hún fylgdist mjög vel með öllu sem gerðist í KR; hún gladdist á siguretundum og hug- hreysti okkur í mótlæti. Knattspymufélag Reykjavíkur þakkar Guðrúnu Jónsdóttur hennar miklu störf fyrir félagið og sendir Qölskyldu hennar einlægar samúð- arkveðjur. Krístinn Jónsson, formaður KR. Fyrir um íjörutíu árum var mér ásamt tveim félögum boðið að spila bridge á heimili hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Einars Sæmundsson- ar. Þetta var upphaf vináttu sem staðið hefur síðan og aldrei borið skugga á. Nú er við kveðjum Guð- rúnu (Gunnu eins og hún var kölluð af vinum) hinstu kveðju þá hverfur hugurinn til baka og minningar hrannast upp. Gunna var gædd mörgum kostum, bráðvel gefin, skemmtileg og félagslynd svo af bar. Áhugamálin voru mörg, en hag- ur heimilisins og umhyggjan fyrir eiginmanninum öðlingnum Einari bömunum Ásbimi og Sigrúnu og hin síðari ár bamabömunum, var henni allt. Hún starfaði við fyrirtæki þeirra hjóna í.fjölda ár og samheldni þeirra var slík í leik og starfí að eftir var tekið. Vina- og kunningja- hópurinn stór og þar lét Gunna sitt ekki eftir liggja, hún og Einar voru hrókar alls fagnaðar og oftar en ekki áttu þau hugmyndir að ferðum eða öðru sem hópurinn tók sér fyrir hendur. Mér em séretaklega minnis- stæðar tvær setningar sem Gunna sagði oft er eithvað bar á góma í hópnum, en þær vora: „Krakkar við drífum í þessu“ og „Þið komið bara heim til okkar", því var nefnilega' þannig farið með Gunnu að henni fannst ekkert mál að taka á móti hópi vina á heimili sínu, enda stóð það alla tíð opið vinum og kunningj- um. Ég og fjölskylda mín fóram ekki varhluta af gestrisni þeirra hjóna og fyrir það viljum við nú þakka henni af einlægni. Fyrir rétt tveimur árum fékk Guðrún heilablóðfall og segja má að eiginlegt líf og starf hennar hafí endað þá, en hún átti ekki aft- urkvæmt af sjúkrahúsinu. í þessi tvö ár hafa þau Einar og börnin sýnt elskandi eiginkonu og móður alveg séretaka umhyggju og ástúð, en annað áfall kom og nú var þrótt- urinn búinn og hún lést 1. des. sl. Nú er við kveðjum kæra vinkonu hinstu kveðju viljum við Gunnar þakka henni allt sem hún var okkur og biðjum góðan Guð að veita Ein- ari, bömum þeirra og ástvinum öll- um styrk í sorg þeirra, en það sem milda mun trega okkar allra er minn- ingin sem við geymum um mæta og góða konu. Blessuð sé minning hennar. Pétur Krístjánsson. Vinkona okkar og spilafélagi í áratugi, Guðrún Jónsdóttir, er borin til grafar í dag. Gunna, eins og hún var alltaf kölluð, var okkur einkar kær. Hún var mörgum kostum búin, prýðilega greind, létt í lund og hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Það kom fljótt í ljós að Gunna hafði mjög góðar námsgáfur og hóf þrettán ára gömul nám við Gagn- fræðaskóla Ágústar Bjamasonar og lauk þaðan gagnfræðaprófí með glæsilegum árangri 1953. Hún átti því sannarlega erindi í stúdentspróf- ið og þaðan af lengra. En kreppan var mikil á þessum áram og urðu mörg ungmenni að hverfa frá námi. Um þessar mundir missti faðir Gunnu heilsuna og varð að hverfa frá starfí sínu. Hann hafði stundað verelunaretörf og tók Gunna við starfi hans um skeið, aðeins 17 ára gömul. Síðan bauðst henni skrif- stofustarf hjá Sjóvátryggingafélagi íslands og seinna hjá Islenskri endurtryggingu og þótti hún mjög góður starfskraftur á báðum stöð- um. Eftirlifandi eiginmanni sínum, Einari Sæmundssyni, giftist hún 28. nóv. 1942. Þau hjón vora mjög sam- lýnd og ráku saman eigið fyrirtæki í áraraðir. Bæði vora þau áhuga- menn um íþróttir og stunduðu skíða- íþróttina alla tíð innanlands og utan. "k seinní árum hrifust þau einnig af golfíþróttinni, sem veitti þeim marg- ar ánægjustundir. Guðrán og Einar eignuðust tvö böm, Ásbjörn og Sigrúnu, sem bæði voru framúrskarandi námsmenn og luku háskólaprófum. Barnabömin erá sex, sólargeislar ömmu og afa. Tryggur vinahópur, sex hjón, hef- ur haldið vel saman í áratugi. Eigin- mennirnir vora allir íþróttagarpar á yngri áram og síðan íþróttakennar- ar, þjálfarar eða formenn í íþróttafé- lögpim. Við eigum öll ljúfar minning- ar frá ýmsum merkisviðburðum inn- an fjölskyldnanna, stórafmælum, fermingum og brúðkaupum bam- anna, ferðalögum og fleira. Það var í október 1990 að við stöllumar settumst við spilaborðið heima hjá Gunnu. Við höfðum hlakk- að mikið til að hittast að nýju og undum glaðar við spilin. Þá var rab- bað lengi við matarborðið. Ilminn af nýbökuðu brauði lagði um stof- una. Gunnu fórust húsmóðurstörf vel úr hendi og kom okkur oft á óvart með ýmsu góðgæti. Það var um miðnætti að við héldum heim eftir þetta skemmtilega kvöld gran- lausar um að þetta væri síðasta spilakvöld okkar. Að morgni annare dags fékk hún heilablæðingu svo alvarlega að ekki varð lækningu við komið. Langur tími er liðinn. Loks er striði lokið. Góð kona er gengin. Við þökkum henni af alhug samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Við og makar okkar sendum Ein- ari, bömunum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Rósa, Katla, Ninna. Amma okkar, Guðrún Jónsdóttir, eða amma Guðrán, dó á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 1. desember sl. Amma veiktist fyrir tveimur áram og hefur legið á sjúkrastofnunum síðan, og vegna veikinda hennar breyttust samverustundir okkar með henni. Áður var hún full lífsorku og hraust, og var óvenju dugleg að sinna okkur bömunum. Er við voram lítil sat hún löngum stundum með okkur á gólfinu, lék við okkur og kenndi okkur þá ýmislegt. Þegar við svo stækkuðum var oft boðið í pylsu- partý og gistingu hjá afa og ömmu í Skeijó. Á Þingvöllum, þar sem við dvöldumst mikið stórfjölskyldan í sumarbústaðnum á sumrin, gafst einnig tækifæri til margra samvera- stunda með ömmu. Hún skilur því eftir sig í okkar hugum stórt skarð sem vandfyllt er. Með þessum fáum orðum viljum við þakka ömmu þann áhuga og væntumþykju sem hún sýndi okkur 'ávallt. Guð geymi ömmu Guðrúnu. Bamabörnin. Sl. fimmtán ár höfum við farið saman á skíði, ákveðinn hópur áhugafólks. Auk þess farið í göngu- ferðir vikulega og ferðalög. Sam- heldni hópsins hefur verið mikil og kunningsskapurinn náinn. Nú er fyreta skarðið höggvið í þennan góða hóp. Guðrán Jónsdóttir, sem við nú kveðjum, lést 1. des sl. Hún var góð og heilsteypt kona, sem alltaf var hægt að treysta. Auk þess var hún bráðskemmtileg og hlátur hennar smitandi. Fyrir rámum 2 árum fór- t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF HELGADÓTTIR, áður til heimilis að Álfaskeiði 43, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju föstudaginn 11. desember kl. 13.30. Helgi Símonarson, Hanna 1. Símonardóttir, Erla J. Símonardóttir, Viðar Simonarson, Margrét Símonardóttir Johnson, Þorbjörg Símonardóttir, Jóhanna Símonardóttir, Ásthildur Símonardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Bryndís Gunnarsdóttir, Halldóra Sigurðardóttir, Jeff Johnson, Auðunn Karlsson, Vilhjálmur Nikulásson, Sigurður Sigurðsson, t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, JÓHANN YNGVI GUÐMUNDSSON, áður Kirkjuvegi 7, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 12. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna láti Hjúkrunarheimili aldraðra, Ljósheima á Selfossi, njóta þess. Guðmundur Jóhannsson, Sigrfður Jóhannsdóttir, Stefán Jóhannsson, Yngvi Jóhannsson, Lilja Ingibjörg Jóhannsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Arnbjörg Þórðardóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Ragnheiður Zóphónfasdóttir, Elíane Hommersand, Jón Sævar Alfonsson, Ólafur Magnússon, um við í ógleymanlega ferð vestur í Aðalvík og áttum þar góða daga. Þar var Guðrán hrókur alls fagnað- ar. Öllum að óvörum reyndist þetta síðasta ferð hennar með okkur, því skömmu seinna veiktist hún alvar- lega og komst ekki til heilsu aftur. Nú drúpum við höfði í þögn og kveðj- um góðan vin. Elsku Einar. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til þín, barna þinna og aðstandenda. Göngu- og skíðahópurinn. Á fullveldisdaginn lést föðursystir okkar, Guðrán Jónsdóttir, eða Gunna frænka eins og við kölluðum hana. Hún var fædd í Reykjavík 18. maí 1919 og vora foreldrar hennar hjónin Jón Asbjörnsson og Þórann Gunnarsdóttir frá Eyrarbakka. Jón átti tvö börn frá fyrra hjónabandi, Guðríði, sem gift var Halldóri Jóns- syni, en þau era bæði látin og El- ías, sem kvæntur er Guðránu Ein- arsdóttur. Saman áttu þau, auk Guðránar, Guðmund, sem lést 1973 og var kvæntur Helgu S. Eiríksdótt- ur, Gunnar, sem lést 1981 og var kvæntur Sigránu L. Hjartardóttur og Jón, sem kvæntur er Hólmfríði Einarsdóttur. Þetta fólk era foreldr- ar okkar sem þetta skrifum. Árið 1942 giftist Gunna eftirlif- andi eiginmanni sínum, Einari Sæm- undssyni, og bjuggu þau nær allan sinn búskap á Reykjavíkurvegi 25a. Heimili þeirra var eins og Gunna, látlaust, fallegt og laust við óþarfa pijál. Gunna og Einar eignuðust tvö börn. Ásbjörn (f. 1944), sem er kvæntur Jónu Guðbrandsdóttur og eiga þau tvö börn, Einar Jón og Elínu Björku; og Sigránu Elísabetu (f, 1953), sem er gift Gunnari Guð- mundssyni og eiga þau fjögur böm, Áma Hrafn, Guðrúnu Sóleyju, Einar Bjarka og Guðmund Reyni. Gunna hafði ágæta námshæfí- leika en vegna veikinda föður henn- ar varð hún að hætta námi eftir gagnfræðapróf. Hún starfaði fyret hjá Sjóvá og síðar hjá íslenskri end- urtryggingu. Árið 1942 stofnuðu þau Einar Sápugerðina Mjöll, sem Ásbjörn sonur þeirra hefur nú tekið við. Gunna var heimavinnandi í nokkur ár en starfaði síðan með Einari í Mjöll. Hún hélt styrkri hendi um fjármál fyrirtækisins og það var alvanalegt að sjá hana hlaupa aðeins við fót inn og út úr ýmsum stofnun- um miðbæjarins. Gunna og Einar tóku mjög mikinn þátt í félagslífi einkum tengdum íþróttum en hann var formaður KR um árabil. Þau gengu, spiluðu golf og fóra á skíði og það var aðdáunar- vert að fylgjast með því hve vel þau vora á sig komin. Þau gáfu yngri íþróttafélögum sínum ekkert eftir. Því var erfítt að sætta sig við aí hún skyldi veikjast svo alvarlega og verða rúmliggjandi í tvö ár. Gunna var ákveðin í fasi og gat jafnvel stundum verið nokkuð snögg upp á lagið. Hún var ekki allra en hún var einstaklega trygg ættingjum og vinum og stóð eins og klettur í hafínu með þeim sem þess þurftu. Hún var líka glöð í góðra vina hópi og það var ánægjulegt að sjá hve vel hún naut þess að vera amma. Gunna og Einar byggðu sumarbú- stað við Búðavík á Þingvöllum árið 1954. Síðar byggðu þar einnig bú- staði Jón og Gunnar bræður hennar. Við þessa litlu fallegu vík stóðu því sumarbústaðir þriggja systkina og fjölskyldna þeirra. Frá upphafí þótti ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A IN sími 620200 Blóm bkreytingar C_»jatavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.