Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 52
Illiil Í52 í-;..... í STÓRUM STÆRÐUM 1 PEISINNQU EScholtes JÓLATILBOÐ 20% afsláttur af eldhústækjum Verðdæmi: F 4804 X OFN Yfir-undirhiti, blástur og grill, hvítt glerútlit, klukka kr. 40.940,- TV 483 B HELLUBORÐ Keramik yfirborð hvítur eða svartur rammi, fjórar hellur kr. 44.575,- LV 8-343 UPPÞVOTTAVÉL Hvít, 45 cm breið, 4 kerfi.hljóðlát kr. 54.380,- Funahöfða 19, sími 685680. Söluaðili 6 Akureyri: Örkin hans Nóa, Glerórgötu 32. V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! fclk f fréttum ÚTGÁFA Vísnasöngur í Norræna húsinu Vísnasöngur á vaxandi hylli að fagna víða um heim, og þá ekki síður hér á landi. Þess hefur þó ekki séð stað í plötuútgáfu, en fyrir stuttu sendu Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Anna Pálína Áma- dóttir frá sér plötuna Á einu máli, sem á eru lög Aðalsteins og textar, aukinheldur sem hann hefur samið lög við texta annarra og einnig er Maístjama Halldórs Laxness í fyrsta sinn með upprunalegu lagi á plötu. Þau Aðalsteinn og Anna Pálína kynntu plötu sína með tónleikum í Norræna húsinu fyrir stuttu og var þar margt manna. Morgunblaðið/Ami Sæberg Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg í Norræna húsinu. íslandsmeistararnir í samkvæmisdönsum Víðir Stefánsson og Petrea Guðmundsdóttir sýndu listir sínar á dansgólfinu. Hárgreiðslumeistararnir Simbi og Biggi ásamt hluta af fyrirsætun- um. Þar gleðin sat við völd Yeisluþjónustan Hraunholt í Hafnarfirði hélt nýlega skemmtikvöld að viðstöddu miklu fjölmenni þar sem ýmsar uppá- komur voru hafðar í frammi svo sem vera ber á slíkum kvöldum. Má þar meðal annars nefna hár- greiðslusýningu frá Hárgreiðslu- stofunni Jói og félagar, þar sem sýndar voru nýjustu jóla- og ára- mótagreiðslurnar. Víðir Stefáns- son og Petrea Guðmundsdóttir, íslandsmeistarar í samkvæmisd- önsum, sýndu Suður-Ameríska dansa og sömuleiðis tóku sporið Sóley Möller og Ulfar Ormsson, íslandsmeistarar í sínum flokki í „Ballroom" dönsum. Söngkonan vinsæla Móeiður Júníusdóttir söng við góðar undirtektir viðstaddra og kynnirinn Steinn Ármann Magnússon, leikari lék á als oddi. Þetta var í annað skipti sem Hraunholt efndi til slíks skemmti- kvölds og að sögn Siguijóns Sig- urðssonar, framkvæmdastóra, er ætlunin að efna til þeirra af og til í framtíðinni, hið næsta á annan í jólum, en þá mun hafnfírska söngva- og gleðisveitin Kátir piltar efna þar til tónleika. Keith Richards ROLLINGUR Keith Richards vill eldast hið snarasta Þótt stórsveitin „Rolling Stones“ heyri nú sögunni til og skipi þar stærri sess en flestar sveitir rokksögunnar eru einstakir kappar rúllusteinanna enn á fleygiferð. Er skemmst að minnast að fyrir skömmu var höfuðpaurinn sjálfur, Mick Jagger, þess albúinn að heim- sækja ísland og syngja í íþróttahöll í Hafnarfírði. Að vísu varð ekkert úr ævintýrinu. Annar höfuðpaur sveitarinnar var Keith Richards sem er nú 48 ára gamall. Þykir hann nokkuð slitinn eftir áratuga langa neyslu fíkniefna, sem hann varpaði reyndar fyrir róða þótt honum hafi ævinlega þótt sopinn góður. En Ric- hards hefur gert fleira en að inn- byrða eitur, hann var annar helstu lagasmiða sveitarinnar og telur va- rasamt að fólk hætti því sem því fer best úr hendi. Hann hefur því haldið sínu striki og fyrir stuttu kom út breiðskífan „Main Offender". Eitt af þekktustu lögum „Rolling Stones" heitir „Time is on my side“ og nú fullyrðir Richards að þessi orð séu nú táknræn fyrir hann sjálfan. „Ég er afar ánægður með nýju plöt- una mína, það er engin spuming að ég nýt mín betur sem músíkant upp á eigin spýtur og er ég þó ekkert að lasta strákana. Árin saman voru stormasöm, en frábær og lærdóms- rík. Og það er engin spuming að tíminn er genginn í lið með mér. Því eldri sem ég verð, því eldri vil ég verða. Þegar ég var þrítugur vissi ég ekkert í minn haus, en síðan hefur lífsgátan verið að leysast smám saman þannig að í dag skii ég margt sem mér var hulið á yngri ámm. Trúlega flokkast þetta undir aukinn þroska. Og ég er ekki sá óheflaði óþokki sem ýmsir vilja vera láta, nema þegar mér er ógnað. Þess utan er ekki til meiri öðlingur og það þótt víða væri leitað," segir Keith Richards, sem fylgir plötu sinni eftir með tónleikahaldi vítt og breitt þessa dagana og nýtur liðs- sinnis valinkunnra tónlistarmanna. - Fyrirgefðu, áttu eld? COSPER C0SPER LYTALÆKNINGAR Varimar endurnýjaðar Unglingsstúlkan Drew Barry- more, sem gerði garðinn fræg- an í kvikmyndinni um ET, hefur nú tekið sig á eftir sukksamt líferni síð- ustu ára. Drew, sem flutti að heiman þegar hún var enn á bamsaldri, hef- ur sæst við foreldra sína, leikarann og ljóðskáldið John Barrymore og Ildiko Jaid sem er af ungversku bergi brotin. Þessi mynd var tekin fyrir skömmu af þeim mæðgum, Drew t.v. og Ildiko, þegar sú síðamefnda var nýkomin undan hníf lýtalæknis sem tók að sér að stækka varir henn- ar en slík aðgerð nýtur sívaxandi hylli meðal bandarískra kvenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.